Þýska - Grunndiplóma
Þýska
Grunndiplóma – 60 einingar
Menntun í þýsku opnar dyr að málsvæði sem er Íslendingum mjög mikilvægt í menningar-, stjórnmála- og efnahagslegu tilliti. Þýska er móðurmál um 90 milljóna Evrópubúa og opinbert tungumál fimm evrópskra ríkja sem við tengjumst með margvíslegum hætti í alþjóðlegu samstarfi. Námsleiðin er í boði bæði í fjarnámi og í staðnámi.
Skipulag náms
- Haust
- Þýskur framburður
- Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið I
- Þýskt mál I
- Ritfærni í þýsku I
- Talfærni í þýsku I: Tjáskipti
- Þýsk málfræði I
- Vor
- Landeskunde I
- Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið II
- Þýsk málfræði II
- Ritfærni í þýsku II: Þýðingar á þýskuB
- Þýska í ferðaþjónustu B: Leiðsögn og leiðarlýsingarB
- Talfærni í þýsku II: Endursögn, samantekt, rökræðurB
- Talfærninámskeið í ÞýskalandiB
Þýskur framburður (ÞÝS101G)
Framburðaræfingar í málveri.
Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið I (ÞÝS102G)
Lestur og ritun nytjatexta; notkun talaðs máls við ýmsar aðstæður í atvinnulífinu. Framkoma, samskipti og kynningarstarfsemi í viðskiptum við þýskumælandi lönd. Hefðir og óskrifaðar reglur atvinnulífsins á þýska málsvæðinu. Tilhögun kennslu verður nánar kynnt í upphafi misseris.
Þýskt mál I (ÞÝS103G)
Til að koma til móts við mjög mismunandi færnistig nemenda í upphafi náms hefst námskeiðið á stöðuprófi. Á grundvelli niðurstaðna þess verður námskeiðinu síðan að líkindum skipt upp í tvö mismunandi námskeið:
Nemendur, sem ekki eru komnir á færnistig B1, munu taka þátt í almennu þýskunámskeiði á færnistigi A2 til B1. Þar verður unnið með kennslubók og gerðar æfingar sem lúta að ritun, hlustun og lestri (og að nokkru leyti tali). Haldin verða styttri próf á kennslutímabilinu.
Ef til skiptingar námskeiðsins kemur verður einnig komið á laggirnar sjálfstæðu B1+-námskeiði sem nálgast orðaforða og málfræði þýsks nútímamáls á ýmsa lund. Vinna í námskeiðinu byggist einkum á fjölbreyttum verkefnum sem farið er yfir í tímum og sem inniheldur málfræði-, orðaforða- og textaæfingar. Rættar verða algengar villur sem erlendir nemendur gera í þýsku. Einnig verða þýðingar á þýsku og þýskar framburðarreglur á grunni hljóðritunar tekin fyrir.
Allir nemendur (bæði nemendur á A2-B1 stígi og nemendur á B1+ stígit) vinna úr bókinni "Deutsche Grammatik 2.0 - Übungsbuch 1" á eigin spýtur.
Ritfærni í þýsku I (ÞÝS105G)
Ritun stuttra texta sem fela í sér lýsingar af ýmsu tagi, þ. á m. á fólki, staðháttum og athöfnum. Munnlegar lýsingar og orðaforðaæfingar til stuðnings. Vinnan í námskeiðinu byggist á hópvinnu og samspili stuttra kynninga og umræðna
Talfærni í þýsku I: Tjáskipti (ÞÝS106G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur nái tökum á þýsku til tjáskipta. Áhersla lögð á talmál og hlustun. Nemendur flytja stutta fyrirlestra um ýmis efni. Notaðir verða ýmsir miðlar (tölvur, hljóðsnældur, myndbönd og ritaðir textar). Kennsla fer bæði fram í einum stórum hóp og 2-4 manna smáhópum. Ef fjöldi nemenda gefur tilefni til verður stóra hópnum skipt í tvo hópa.
Þýsk málfræði I (ÞÝS108G)
Málfræði þýsks nútímamáls í formi fyrirlestra og æfinga.
Sérstaklega er fjallað um margvísleg birtingarform sagnarinnar að viðtengingarhætti undanskildum.
Verkefni eru rædd og aðallega leiðrétt í kennslustundum. Skyndipróf eru lögð fyrir reglulega til að nemendur geti metið stöðu sína í málfræðilegri leikni.
Landeskunde I (ÞÝS203G)
Fjallað verður um þýskumælandi ríki með tilliti til eftirfarandi viðfangsefna: landafræði og merkir staðir; stjórnmál, efnahagsmál, umhverfismál og þjóðfélagsgerð; menntakerfi; fjölmiðlar; daglegt líf.
Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið II (ÞÝS204G)
Lestur og ritun nytjatexta; notkun talaðs máls við ýmsar aðstæður í atvinnulífinu. Framkoma, samskipti og kynningarstarfsemi í viðskiptum við þýskumælandi lönd. Hefðir og óskrifaðar reglur atvinnulífsins á þýska málsvæðinu. Samningatækni. Framhald af námskeiðinu Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið I.
Þýsk málfræði II (ÞÝS206G)
Beint, sjálfstætt framhald af námskeiðinu ÞÝS108G Þýsk málfræði I.
Byrjað verður á að fjalla um viðtengingarhátt sagna, síðan taka aðrir orðflokkar við eins og nafnorð, lýsingarorð, forsetningar, samtengingar, neitunarorð o.s.frv.
Verkefni eru rædd og aðallega leiðrétt í kennslustundum. Skyndipróf eru lögð fyrir reglulega til að nemendur geti metið stöðu sína í málfræðilegri leikni.
Ritfærni í þýsku II: Þýðingar á þýsku (ÞÝS201G, ÞÝS420G, ÞÝS417G)
Þýðing stuttra texta úr íslensku á þýsku. Lögð er áhersla á hagnýtan orðaforða og algeng málfræðiatriði. Farið verður ítarlega í villugreiningu og stílfræðileg atriði. Nemendur fá fyrir fram skriflegar ábendingar um vandasöm atriði í hverri þýðingu. - Einnig verður gerðar æfingar sem lúta að algengum villum erlendra þýskunema.
Vinna nemenda byggist á skriflegum verkefnum, hlutaprófum og undirbúningi fyrir þýðingar sem unnar eru sameiginlega í tímum. Í tímum fara fram umræður um þýðingarvillur, -vandamál og -valkosti.
Þýska í ferðaþjónustu B: Leiðsögn og leiðarlýsingar (ÞÝS201G, ÞÝS420G, ÞÝS417G)
Nemendur verða þjálfaðir markvisst í því að kynna íslensk efni svo sem bókmenntir, menningu, þjóðlíf, dýralíf og náttúru landsins á þýsku fyrir þýskumælandi ferðamenn. Mikil áhersla er lögð á munnlega framsetningu efnisins. Nemendur verða þjálfaðir sérstaklega í orðaforða sem notaður er í leiðarlýsingum fyrir þýskumælandi ferðamenn. Kynning á þýsku efni þar sem fjallað er um Ísland.
Talfærni í þýsku II: Endursögn, samantekt, rökræður (ÞÝS207G, ÞÝS208G)
Þjálfun í því að endursegja texta og draga saman aðalatriði þeirra á skipulagðan og markvissan hátt. Þjálfun í rökræðum og miðlun orðaforða sem almennt nýtist í skoðanaskiptum. Kennsla fer bæði fram í einum stórum hóp og 2-4 manna smáhópum. Ef fjöldi nemenda gefur tilefni til verður stóra hópnum skipt í tvo hópa. Ef af námskeiðinu ÞÝS208G Talfærninámskeið í Þýskalandi verður fellur þetta námskeið niður. Nemendum, sem ekki fara til Tübingen, verður samt gefinn kostur á að taka próf upp úr þessu námskeiði.
Talfærninámskeið í Þýskalandi (ÞÝS207G, ÞÝS208G)
Tveggja vikna „samþjappað“ talfærni- og þjóðlífsnámskeið (Intensivkurs) í febrúarmánuði. Ef af þessu námskeiði verður kemur það í stað námskeiðsins ÞÝS207G Talfærni í þýsku II. (Sjá einnig ÞÝS207G).
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.