Skip to main content

Sálfræði

Sálfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Sálfræði

BS gráða – 180 einingar

Er áhugasvið þitt hegðun, samskipti og hugsun fólks? Langar þig að skilja hvernig heilinn starfar? Hefur þú gaman af því að rannsaka, hlusta og fræða? Leitar þú að grunnnámi sem veitir góð atvinnutækifæri eða möguleika á fjölbreyttu framhaldsnámi? Kynntu þér BS-nám í sálfræði.

Skipulag náms

X

Tölfræði I (SÁL102G)

Meginefni námskeiðsins er lýsandi tölfræði og myndræn framsetning gagna. Fjallað verður m.a. um helstu mælitölur lýsandi tölfræði, myndræna framsetningu gagna, einfalda línulega aðhvarfsgreiningu, fylgni, úrtaksgerð, grunnatriði líkindafræði og úrtakadreifingar.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi. Ætlast er til þess að nemendur mæti í alla fyrirlestra.

X

Almenn sálfræði (SÁL103G)

Inngangur að viðfangsefnum sálfræði. Helstu viðfangsefni eru skynhrif, skynjun, minni, hugsun, áhugi, nám, þroski, persónuleiki, greind, félagsskilningur og sálmein.

X

Skýringar á hegðun (SÁL104G)

Fjallað verður um vísindalegar skýringar og eðli þeirra. Síðan er fjallað um ólíkar sálfræðiskýringar á athöfnum fólks við ýmis skilyrði og fræðilegur skilningur á sálarlífi borinn saman við hversdagsskilning.

X

Aðferðafræði (SÁL115G)

Fjallað er um vísindaleg vinnubrögð í sálfræði með umfjöllun um kosti og galla mismunandi rannsóknaraðferða. Í fyrirlestrum er gefið yfirlit yfir rannsóknarsnið í sálfræðirannsóknum með áherslu á eðli tilraunasniðs í vísindum. Aðferðafræðileg vandamál við framkvæmd sálfræðilegra rannsókna eru kynnt. Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun. Stutt verkefni sem tengjast efni fyrirlestra verða kynnt í tímum.

X

Hegðunar- og námsfræði (SÁL201G)

Námskenningar og hegðunargreining. Kynnt verða grundvallaratriði virkra og klassískra vensla og önnur lögmál um hegðun og nám. Lítillega er fjallað um hvernig niðurstöður grunnrannsókna nýtast við kennslu, þjálfun og meðferð.

X

Lífeðlisleg sálfræði (SÁL202G)

Í námskeiðinu verður fyrst gefinn almennur inngangur um rannsóknaraðferðir í lífeðlislegri sálfræði, byggingu taugakerfisins, gerð og starfsemi vöðva- og taugafruma, hlutverk glia fruma í taugakerfi, samskipti taugafruma innbyrðis og verkan lyfja á þau og um þátt taugakerfis í stjórn líkamshreyfinga og hegðunar. Í síðari hluta námskeiðs verður fjallað ýtarlega um lífeðlisfræði sjónar, svefn- og vökuástand og stjórn þeirra; atferlisvaka eins og fæðutöku og hungur með áherslu á þátt tauga- og hormónakerfis í þeim ferlum; þróun kynferðis og kynhegðun, verkan hormóna; styrkingu og fíkn, taugalíffræði styrkingar; nám og minni, nám í einföldum taugakerfum, geðsjúkdóma og geðlyf frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði.

X

Tölfræði II (SÁL203G)

Meginefni námskeiðsins er ályktunartölfræði. Fjallað verður m.a. um spá á grunni úrtaksupplýsinga (estimation), öryggisbil, úrtakadreifingu, tilgátuprófun, t-próf og kíkvaðratpróf. Nemendur vinna verkefni samhliða fyrirlestrum.

X

Vinnulag í sálfræðinámi (SÁL208G)

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði í lestri og framsetningu fræðilegra greinargerða í sálfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í að fjalla um sálfræði á greinargóðri íslensku. Nemendur vinna m.a. verkefni þar sem þeir æfa sig í að nota heimildir, rita greinargerðir og fjalla um tölulegar upplýsingar.

X

Tölfræði III (SÁL308G)

Meginefni námskeiðsins er úrvinnsluaðferðir í ályktunartölfræði. Fjallað verður m.a. um einhliða og marghliða dreifigreiningu, aðhvarfsgreiningu og notkun þáttagreiningar við gerð spurningalista. Nemendur vinna verkefni samhliða fyrirlestrum.

X

Skyn- og hugfræði A (SÁL313G)

Í námskeiðinu er fjallað um skynjun og hugarstarf (perception and cognition). Nemendur útbúa tilraunir til að kanna skynjun og hugarstarf og læra um rannsóknir á skynjun og hugarstarfi með áherslu á líffræðilegar undirstöður hugrænna ferla.

X

Persónuleikasálfræði (SÁL320G)

Fjallað er um helstu rannsóknaraðferðir, kenningar og viðfangsefni persónuleikasálfræði. Kynntar verða mismunandi aðferðir við mælingar og ítarlega fjallað um persónuleikaþætti og stöðugleika þeirra yfir tíma og aðstæður. Lífeðlislegar og hugfræðilegar skýringar á persónuleika verða einnig til umfjöllunar. Að lokum verður fjallað um greind, sjálfsálit og hugað að tengslum persónuleika og heilsufars. Mikil áhersla er á þjálfun nemenda í rannsóknum á sviði persónuleikasálfræði og vinna þeir einnig stórt rannsóknarverkefni á önninni. Meginniðurstöður verkefnis kynna þeir síðan í stuttum fyrirlestri og skila síðan fullbúinni rannsóknarskýrslu.

X

Þroskasálfræði (SÁL414G)

Fjallað er um rannsóknaraðferðir, kenningar og viðfangsefni þroskasálfræði. Þróun frá fæðingu til unglingsára er lýst í samhengi við viðeigandi rannsóknaniðurstöður. Nemendur starfa að sérstökum rannsóknar- og ritgerðarverkefnum og skila um þau skýrslum. Skylt er að taka þátt í verkefna- og umræðutímum og skila þar tilskildum verkefnum.

X

Skyn- og hugfræði B (SÁL416G)

Kynning á viðfangsefnum, rannsóknaraðferðum og kenningasmíð í skynjunarvísindum og hugfræði. Megináhersla verður lögð á sjónskynjun og hlutverk eftirtektar í skynjun en einnig er fjallað um heyrnarskynjun. Fjallað verður um aðferðafræðilegar nýjungar í taugavísindum svo sem heilaskimun sem og taugasálfræðilegar rannsóknir á skynjun og hugarstarfi.

X

Mælinga- og próffræði (SÁL418G)

Fjallað er um fræðilegan grundvöll, samningu og túlkun sálfræðilegra prófa. Í verklegum æfingum er lögð áhersla á hefðbundna atriðagreiningu, áreiðanleika og leitandi þáttagreiningu.

X

Inngangur í þverfræðileg heilbrigðisvísindi - heilbrigðisvísindadagurinn (HVS202G)

Námskeiðið er ætlað nemendum á fyrsta námsári í greinum heilbrigðisvísinda.  Sameiginlegur heilbrigðisvísindadagur nýnema allra deilda á Heilbrigðisvísindasviði í janúar ár hvert. Fjallað er um þverfaglegt samstarf og mikilvægi þess. Farið verður í grundvallarþætti samstarfsins svo sem sameiginlega sýn á réttindi til heilsu, samskipti og siðfræði. Einnig er fjallað um hlutverk og ábyrgð heilbrigðisvísinda.

X

Félagsleg sálfræði (SÁL503G)

Inngangur að félagssálfræði. Fjallað verður um ýmis hugmyndakerfi í félagssálfræði svo sem félagshugsun, sjálf og auðkenni, ályktanavillur og ákvarðanatöku, eignun, viðhorfamótun, félagsáhrif, ýgi, hópferla og fjöldasálfræði, staðalmyndir og fordóma. Í námskeiðinu verða nemendur kynntir fyrir aðferðum til að hagnýta þekkingu sína í félagssálfræði.

X

Klínísk sálfræði (SÁL504G)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu geðraskanir og einkenni þeirra ásamt helstu kenningum, rannsóknar- og matsaðferðum sem notaðar eru á sviðinu. Nemendur fá þjálfun í ritun rannsóknarskýrslu um niðurstöður rannsóknargagna í klínískri sálfræði.

X

Saga sálfræðinnar (SÁL629G)

Fyrirlestrar:
i) Frumatriði í vísindaheimspeki og þekkingarfræði.
ii) Sálfræðileg hugsun í heimspeki fornaldar og miðaldar.
iii) Rætur sálfræðinnar í fræðaheimi 17. og 18. aldar,
iv) Upphaf nútímasálfræði á 19. öld,
v) Saga sálfræðihugmynda á 20. öld.

Verkefni: Vikulegir verkefnatímar eru undirbúningur undir námsmatsferli.

X

Starfsþjálfun: Tengsl fræða og hagnýtingar (SÁL0AKG)

Starfsþjálfun fyrir BS nemendur í sálfræði er metin til 5 ECTS eininga og skal vera 125 klukkustundir. Markmið starfsþjálfunarinnar er að þjálfa nemendur í að vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga hjá fyrirtækjum og stofnunum. Verkefnin skulu tengjast einhverjum þeirra námsgreina sem kenndar eru í Sálfræðideild og skulu þau reyna á þá þekkingu og færni sem nemandi hefur aflað sér þar.  
Gert er ráð fyrir að þjálfuninni sé lokið á 12 vikna tímabili á önninni. Nánar er kveðið á um einstaka þætti starfsþjálfunarinnar í samningi við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun sem og viðauka sem fylgir hverjum samningi. 

 Í lok starfstímans skal nemandi skila til umsjónarmanns: 

  • Dagbók sem nemandi hefur haldið meðan á starfstíma stóð. Dagbókin skal fela í sér vikulegt yfirlit þar sem fram kemur hver verkefni vikunnar voru og hve miklum tíma var varið í einstök verkefni. 
  • Skýrslu um meginverkefni nemandans og tengslum þess við sálfræðinámið. Nemandi skal einnig útbúa stutta kynningu á megin verkefnum sínum hjá starfsþjálfunarstöð sem flutt verður fyrir umsjónarmenn og samnemendur. 

Starfsþjálfun telst ekki lokið fyrr en umsjónarmaður fyrirtækis/stofnunar hefur skilað staðfestingu á ástundun nemandans og verkefnavinnu og umsjónarmaður starfsþjálfunar hjá Sálfræðideild hefur staðfest skilin. 

Athugið að nemendur geta ekki skráð sig sjálfir í þetta námskeið, heldur þurfa þeir fyrst að hafa samband við skrifstofu Sálfræðideildar.
Allar starfsþjálfunarstöðar verða auglýstar í upphafi hvers kennslumisseris á 
www.tengslatorg.hi.is  og nemendur sækja sérstaklega um að komast í starfsþjálfun. 
Í boði verður kynning á vegum Tengslatorgs HÍ um hvernig hægt er að setja saman umsókn og ferilskrá. 
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, þar sem nemendur tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á að komast í starfsþjálfun hjá viðkomandi fyrirtæki skal senda á netfangið saldeild@hi.is

X

BS-ritgerð í sálfræði (SÁL616L, SÁL616L, SÁL616L)

Lokaverkefnum er ætlað að reyna á hæfni og sjálfstæði í rannsóknastörfum, samstarfshæfni og færni
við gerð BS‐ritgerðar. Nemendur sækja um að vinna lokaverkefni til skrifstofu Sálfræðideildar sem
úthlutar verkefnum og skráir nemendur, sjá Reglur um lokaverkefni.

Ef lokaverkefni er óvenjuumfangsmikið getur leiðbeinandi verkefnis leyft að það sé metið til 15
ECTS.

X

BS-ritgerð í sálfræði (SÁL616L, SÁL616L, SÁL616L)

Lokaverkefnum er ætlað að reyna á hæfni og sjálfstæði í rannsóknastörfum, samstarfshæfni og færni
við gerð BS‐ritgerðar. Nemendur sækja um að vinna lokaverkefni til skrifstofu Sálfræðideildar sem
úthlutar verkefnum og skráir nemendur, sjá Reglur um lokaverkefni.

Ef lokaverkefni er óvenjuumfangsmikið getur leiðbeinandi verkefnis leyft að það sé metið til 15
ECTS.

X

BS-ritgerð í sálfræði (SÁL616L, SÁL616L, SÁL616L)

Lokaverkefnum er ætlað að reyna á hæfni og sjálfstæði í rannsóknastörfum, samstarfshæfni og færni
við gerð BS‐ritgerðar. Nemendur sækja um að vinna lokaverkefni til skrifstofu Sálfræðideildar sem
úthlutar verkefnum og skráir nemendur, sjá Reglur um lokaverkefni.

Ef lokaverkefni er óvenjuumfangsmikið getur leiðbeinandi verkefnis leyft að það sé metið til 15
ECTS.

X

BS-ritgerð í sálfræði (SÁL615L, SÁL615L, SÁL615L)

Lokaverkefnum er ætlað að reyna á hæfni og sjálfstæði í rannsóknastörfum, samstarfshæfni og færni
við gerð BS‐ritgerðar. Nemendur sækja um að vinna lokaverkefni til skrifstofu Sálfræðideildar sem
úthlutar verkefnum og skráir nemendur, sjá Reglur um lokaverkefni.

X

BS-ritgerð í sálfræði (SÁL615L, SÁL615L, SÁL615L)

Lokaverkefnum er ætlað að reyna á hæfni og sjálfstæði í rannsóknastörfum, samstarfshæfni og færni
við gerð BS‐ritgerðar. Nemendur sækja um að vinna lokaverkefni til skrifstofu Sálfræðideildar sem
úthlutar verkefnum og skráir nemendur, sjá Reglur um lokaverkefni.

X

BS-ritgerð í sálfræði (SÁL615L, SÁL615L, SÁL615L)

Lokaverkefnum er ætlað að reyna á hæfni og sjálfstæði í rannsóknastörfum, samstarfshæfni og færni
við gerð BS‐ritgerðar. Nemendur sækja um að vinna lokaverkefni til skrifstofu Sálfræðideildar sem
úthlutar verkefnum og skráir nemendur, sjá Reglur um lokaverkefni.

X

Sjálfboðastarf: Vettvangsnám (FRG405G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist af eigin raun sjálfboðastarfi hjá félagasamtökum og stofnunum. Nemendur skuldbinda sig til að vinna sjálfboðastörf á sviði félagslegrar velferðar í eitt skólaár. Sjálfboðaverkefni eru valin í samráði og undir handleiðslu kennara. Nemendur sækja  umræðutíma yfir tímabilið þar sem þeir gera grein fyrir reynslu sinni og kynnast reynslu hvers annars.

X

Aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu (SÁL501M)

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði einliðasniða (N=1) og hvernig hægt er að rannsaka, fylgjast með og svara spurningum um áhrif inngrips á hegðun fólks. Fjallað verður um helstu einstaklingstilraunasniðin og helstu atriði í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna með einliðasniði, allt frá vali og skilgreiningu á markhegðun til mats á áhrifum inngrips.

X

Hinseginleikinn í sálfræði (SÁL322G)

Fjallað verður um ýmsa þætti sem snúa að hinseginleikanum. Helstu viðfangsefni verða inngangur í hinseginfræði, helstu hugtök, jaðarsetning hinseginhópa, fordómar, heilsa, sambönd, fjölskyldumyndun, barneignir og öldrun. Kynhneigð, kynvitund og kyntjáning verða sett í samhengi við önnur sálfræðileg hugtök.

X

Vinnu- og skipulagssálfræði (SÁL324G)

Markmið námskeiðsins er að kynna grunnatriði í vinnu- og skipulagssálfræði. Fjallað er um starfsgreiningar, ráðningar, frammistöðumat, hvatningu og starfsskipulag, starfsþjálfun, vinnustreitu, hlutverk leiðtoga og fyrirtækjamenningu.

Nemendur öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu á mannlegu atferli á vinnustað og geta nýtt þá þekkingu til að auka ánægju og árangur starfsfólks.

X

Foreldraþjálfun (SÁL304G)

Kennarar: Umsjónarmaður námskeiðs er Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, prófessor. Stundakennarar kenna námskeiðið. Auk þeirra munu tveir gestafyrirlesarar sem fást við foreldraþjálfun eða foreldrafræðslu í vinnu sinni sem sálfræðingar segja frá. Í námskeiðinu verður fjallað um rannsóknir á árangri meðferðar þar sem foreldrum er kennt með ýmsu móti að höndla ýmis hegðunarvandamál barna sinna, eins og ýgi, þrjósku, og aðra andfélagslega hegðun sem eru grunnurinn undir greiningu á röskunum eins og ofvirkni, andstöðuþrjóskuröskun og hegðunarröskun hjá börnum og unglingum. Fjallað verður ítarlega um innihald og framkvæmd slíkrar meðferðar. Einnig verður fjallað um stutt foreldrafræðslunámskeið sem hafa þróast út frá rannsóknum á áhrifum fyrrnefndrar foreldraþjálfunar og er beitt sem sálfélagslegri forvörn við hegðunarvandamál barna og sem almenn fræðsla um uppeldistækni til að auka líkur á aðlögun barna að daglegu lífi.

X

Inngangur að heimspeki (HSP103G)

Fjallað verður um spurninguna: „Hvað er heimspeki?“ og um tengsl heimspeki við vísindi, listir, trúarbrögð og stjórnmál. Lesnir verða textar eftir klassíska heimspekinga og samtímaheimspekinga í því augnamiði að skoða ólíkar aðferðir og vandamál heimspekinnar.

X

Fornaldarheimspeki (HSP104G)

Meginmarkmið námskeiðsins er þríþætt:

  • Í fyrsta lagi að nemendur öðlist skilning á viðfangsefnum vestrænnar heimspeki í fornöld, sögulegri þróun hennar og félagslegu umhverfi.
  • Í öðru lagi að þeir læri að lesa og greina heimspekilega texta úr fornöld og beita þeim til að svara brýnum spurningum samtímans.
  • Í þriðja lagi að þeir öðlist færni í að skrifa heimspekilega texta út frá lesefni í fornaldarheimspeki.

Við leggjum áherslu á að lesa heil verk í íslenskum þýðingum, með sérstakri áherslu á Ríkið eftir Platon, og í tímum munum við leitast við að greina helstu kenningar og rökfærslur í textunum. Nemendur vinna einir og í hópum að verkefnum undir leiðsögn kennara en stór þáttur námskeiðsins felst í gagnkvæmum stuðningi nemenda í verkefnum. 

Fyrsti tími verður haldinn þriðjudaginn 31. ágúst. Þá förum við saman yfir kennsluáætlun, hæfniviðmið og námsmat og nemendur fá fyrsta verkefni vetrarins. Þrisvar sinnum á önninni (eftir hádegi á föstudögum) verða jafningjamatsdagar þar sem nemendur lesa og meta verkefni hvers annars og er þátttaka í þeim mikilvægur hluti af námsmati.

Íslenskar þýðingar texta fást með 25% afslætti hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi (við Hagatorg) og skal tekið fram að sum verkin eru líka notuð í öðrum heimspekinámskeiðum. Eins er einfalt að nálgast þau á bókasöfnum.

X

Setningar og samhengi (ÍSL321G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um grundvallaratriði í íslenskri setningafræði, meðal annars orðflokkagreiningu, setningaliði, flokkun sagna, færslur af ýmsu tagi og málfræðihlutverk. Einnig verður fjallað um málnotkun, merkingu og samhengi og tengsl þessara atriða við setningafræði.

X

Ritfærni: Fræðileg skrif (ÍSR301G)

Ritfærni: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.

X

Erfðafræði (LÍF109G)

Fyrirlestrar: Lögmál Mendels. Erfðamynstur. Kynlitningar, mannerfðafræði, umfrymiserfðir. Litningar, bygging litninga. Frumuskipting (mítósa og meiósa), lífsferlarTengsl, endurröðun og kortlagning gena í heilkjörnungum. Bakteríuerfðafræði. Kortlagning gena í heilkjörnungum, fernugreining. Arfgerð og svipgerð. Litningabreytingar. Erfðaefnið DNA. Eftirmyndun. Umritun. Próteinmyndun. Stjórn genastarfs. Erfðatækni. Erfðamengjafræði. Stökklar. Stökkbreytingar. Viðgerðir og endurröðun. Greiningartækni erfðavísinda. Tilraunalífverur.

Verklegar æfingar: I. Ávaxtaflugan Drosophila melanogaster. II. Mítósa í laukfrumum. III. Plasmíð og skerðiensím. IV.DNA mögnun. V. Grósekkir Sordaria fimicola.

Próf: Verklegt og dæmatímar 25%, skriflegt 75%. Lágmarkseinkunnar er krafist í báðum prófhlutum.

X

Frumulíffræði (LÍF315G)

Frumulíffræðin eru fyrirlestrar (4f á viku í 14 vikur): Inngangur að frumulíffræði, bygging og þróun heilkjörnunga. Megináherslan er á heilkjörnunga. Efnafræði fruma og orkubúskapur, gerð og eiginleikar stórsameinda. Bygging og hlutverk frumuhluta sem dæmi frumuhimnu, kjarna, hvatbera, grænukorna, frumugrindar, golgíkerfis, leysikorna og oxunarkorna. Stjórnkerfi og boðleiðir innan frumu og samskipti milli fruma ásamt frumusérhæfingu og krabbameinum. Utanfrumuefni er fjallað ítarlega um og grunnatriði ónæmisfræði.

X

Tölvunarfræði 1 (TÖL101G)

Einingar til BS-prófs gilda aðeins fyrir annaðhvort TÖL101G Tölvunarfræði 1 eða TÖL105G Tölvunarfræði 1a.

Forritunarmálið Java verður notað til að kynnast grundvallaratriðum í tölvuforritun. Æfingar í forritasmíð verða á dagskrá allt misserið. Áhersla verður lögð á skipulegar og rökstuddar aðferðir við smíði forrita og góða innri skjölun. Helstu hugtök tengd tölvum og forritun. Klasar, hlutir og aðferðir. Stýrisetningar. Strengir og fylki, aðgerðir og innbyggð föll. Inntaks- og úttaksaðgerðir. Erfðir. Hugtök varðandi hönnun og byggingu kerfa og vinnubrögð við forritun. Ítrun og endurkvæmni. Röðun og leit.

X

Inngangur að verkefnastjórnun (VIÐ506G)

Í námskeiðinu er viðfangsefnið lífshlaup og einkenni verkefna, markmið, verkgreining, sundurliðun verkþátta og flæðirit, áætlanagerð, aðfangastýring, lágmörkun verkefnatímans, áhættustýring, verkkaupin, verkefnastjórinn, verkefnateymið, hagaðila og samspil allra þessara þátta. 

Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir; fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna,  þar sem leitast er við að ýta undir áhuga, vikni og þátttöku nemenda.

Athugið, nemendur þurfa að stofna sér aðgang og kaupa bókina Project Management, The Managerial Proces á heimasíðu McGraw - Hill. Nánari upplýsingar má finna á Canvas síðu námskeiðsins.

X

Inngangur að mannauðsstjórnun (VIÐ509G)

The course covers the basic principles and techniques of human resource management (HRM). A practical view is taken to integrate the contributions of the behavioral sciences with the technical aspect of implementing HRM practices of recruitment, performance management, development, rewards and employee relations. Not everyone taking this course will become a human resource professional, although they will learn about the role of different HRM professionals in organizations. As this will be the only HRM course that many business students take it is intended to build the base for them as managers playing an integral role in implementing and carrying out HRM policies and practices in organizations. In addition, managers have to understand the HRM department and be able to communicate and cooperate with HRM professionals. The course is designed to be an interactive class as the subject matter of HRM is quite rich and complex. Therefore both preparation before class and participation in class are important factors of the learning process. Practical exercises and analysis of cases will take place in class.

X

Vinnumarkaðurinn og þróun hans (VIÐ510G)

Markmið með námskeiðinu er að kynna fyrir viðskiptafræðinemum helstu grunnatriði í vinnumarkaðsfræðum (industrial/employee relations). Rætt verður um skipulag á íslenskum vinumarkaði, tvískiptingu hans og rætt um mun á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Fjallað verður um kenningar um vinnumarkaðinn og samskipti aðila vinnumarkaðarins, stofnanauppbyggingu, hlutverk einstakra aðila á vinnumarkaði (verkalýðsfélög, atvinnurekendur og ríkisvald). Fjallað verður um kjarasamninga (fyrirtækja- og vinnustaðasamninga), vinnulöggjöfina, verkföll og verkfallskenningar. Enn fremur farið í helstu réttindi og skyldur í vinnusambandinu, ráðningarsamband, samkeppnisákvæði.

X

Afbrotafræði (FÉL309G)

Í námskeiðinu verður afbrotafræðin og helstu viðfangsefni hennar kynnt. Í grófum dráttum skiptist námskeiðið í tvennt. Í fyrri hlutanum verður farið í helstu kenningar og rannsóknir til að varpa ljósi á eðli afbrota og samfélagslegra viðbragða við þeim. Í þessu skyni verður klassísk og pósitívísk afbrotafræði skoðuð. Sérstök áhersla verður lögð á ýmsar félagsfræðilegar kenningar og rannsóknir á afbrotum, s.s. framlag formgerðarhyggju, samskiptaskólans og átakakenninga. Í síðari hluta námskeiðsins verða fjórar tegundir afbrota teknar fyrir (ofbeldisglæpir, kynferðisbrot, fíkniefnabrot og viðskiptaglæpir) og þær metnar í ljósi kenninga úr fyrri hluta og opinberrar stefnumörkunar í þessum málaflokkum.

X

Taugavísindi og sálfræði náms og minnis (SÁL628M)

Í námskeiðinu er fjallað um grundvallarkenningar og rannsóknir um nám og minni.

Fjallað verður um grunnlíffærafræði drekans (e: hippocampus), kenningar um skammtíma- og langtímaminni, rýmisminni, afbrigði dulins/óbeins náms, og þróun minnis með aldrinum. Verklegi hlutinn samanstendur af vísindakynningum skipulögðum af nemendum. Nýjar vísindargreinar verða kynntar og ræddar.

Innihald námskeiðsins:

Skammtíma- og langtímaminni
Sveigjanleiki heilans
Líffærafræði drekans
Rýmisminni
Óbeint/dulið nám
Að læra að lesa
Minni og aldur
Minnistruflanir

X

Heilsusálfræði (SÁL626G)

Í námskeiðinu verður fjallað um helstu svið heilsusálfræðinnar og þau tekin til gagnrýnnar umfjöllunar. Fjallað verður sérstaklega um heilsuhegðun, streitu, bjargráð og hegðunarfíkn (Behavioural addiction). Einnig verður fjallað um hvernig fólk tekst á við stjórnun sársauka og hjartasjúkdóma og hið áhugaverða svið sálarónæmisfræði verður einnig til umfjöllunar.

X

Stjórnmálasálfræði (STJ459G)

Stjórnmál fást við samskipti fólks og tengjast þar með óhjákvæmilega sálfræði þar sem hún lýtur að því hvernig fólk hugsar, upplifir, og hagar sér í ólíkum aðstæðum. Í þessu námskeiði munum við kanna bæði áhrif sálrænna þátta á stjórnmálahegðun sem og áhrif stjórnmálakerfa á hugsanir, tilfinningar og hegðun fólks. Fjallað verður bæði um sígild álitaefni innan stjórnmálasálfræði og nýjustu kenningastrauma. Áhersla verður lögð á eftirfarandi: Yfirlit yfir stjórnmálasálfræði, persónuleiki og stjórnmál, fjölmiðlar og skynjun á stjórnmálamönnum, hugmyndafræði og almenningsálit, tilfinningar og stjórnmál, ákvarðanataka, millihópasamskipti, fordóma og ofbeldi.

X

Ótti, samsæriskenningar og vantraust í stjórnmálum (STJ461G)

Þvert á það sem ætla mætti af stjórnmálaumræðu samtímans hafa ótti, samsæriskenningar og vantraust einkennt stjórnmál frá ómunatíð. Í námskeiðinu könnum við þessi fyrirbæri út frá þverfaglegu sjónarhorni stjórnmálasálfræði með stuðningi frá öðrum tengdum greinum. Í upphafi verður fjallað um traust í garð stjórnmála, stjórnmálamanna og meðborgara sem mikilvægt en vandmeðfarið hugtak innan stjórnmála. Við veltum fyrir okkur fylgifiskum vantrausts svo sem pólun samfélagshópa og stjórnmálaþátttöu. Því næst læra nemendur um sálfræði ótta og þekkt áhrif hans á skoðanir fólks. Sálfræði samsæriskenninga, orsakir þeirra og afleiðingar fyrir stjórnmálahegðun og -viðhorf verða einnig til umfjöllunar.

X

Sálfræði öldrunar (SÁL421G)

Fjallað verður um ýmsa þætti sem tengjast almennri öldrun, farsælli öldrun, og öldrun sem einkennist af einhvers konar skerðingu. Helstu viðfangsefnin eru rannsóknaraðferðir, heilabilun, hugræn geta, andleg líðan, líkamleg heilsa, byltur, áhættuþættir og verndandi þættir, og kynning á sálfræðilegu mati, greiningu, og helstu meðferðum.

X

Tölfræði (SÁL233M)

Viðfangsefni námskeiðsins er aðfallsgreining, túlkun niðurstaðna, mat á líkönum, líkanagerð og samanburð líkana. Gerð verður grein fyrir raunhæfri greiningu og mati á gæðum líkana. Fjallað verður m.a. umbreytingar, flokkabreytur og samvirkni.

X

Umhverfissálfræði (SÁL624G)

Í námskeiðinu verður fjallað um samspil umhverfis og fólks. Rætt verður um áhrif náttúru og byggðs umhverfis á heilsu og líðan. Fjallað verður um viðhorf fólks til umhverfis og hvernig umhverfið getur haft áhrif á mótun mannlífs t.d. á götum og torgum. Umhverfi innanhúss, s.s. umhverfi sjúkrastofnana, verður tekið til skoðunar. Einnig verða reifuð tengsl sálfræði við sjálfbærni og þéttingu byggðar ásamt því sem fjallað verður um kenningar innan umhverfissálfræði og rannsóknaraðferðir. Áhersla verður lögð á að tengja efni námskeiðsins við íslenskan veruleika.

X

Klínísk barnasálfræði (SÁL605G)

Fjallað verður um geðræn einkenni hjá börnum og unglingum og sálrænar afleiðingar þroskafrávika, sjúkdóma og slysa í ljósi þróunarsálfræði.

X

Íþróttasálfræði (SÁL627G)

Lögð áhersla á ýmsa lykilþætti íþróttasálfræðinnar. Fjallað verður um áhugahvöt, spennustig, endurgjöf, samskipti, sjálfstraust, fíkn, ofþjálfun, kulnun, meiðsli, ýgi, lið og hópa, hugarþjálfun o.fl. Einnig verður fjallað um áhrif íþróttaiðkunar á börn og líðan fólks og hvernig bæta megi ástundun fólks í almennri líkmasrækt.

X

Hugtakagreining í sálfræði (SÁL232M)

Megináhersla verður lögð á almannasálfræði (commonsense psychology) og hvernig forðast má að beita reynsluprófum á setningar sem tjá fyrirframþekkingu (a priori knowledge). Einnig verður fjallað um greiningu á gervitæknimáli (jargon) í sálfræði á íslensku og ensku; vitsmunakenningar um geðshræringar og hvernig greining á almannasálfræði nýtist í hugrænni atferlismeðferð.

X

Nám og hönnun: Verkfræðileg sálfræði (LVG023G)

Í þessu námskeiði verða viðfangsefni verkfræðilegrar sálfræði og mannþáttarfræða kynnt fyrir nemendum. Verkfræðileg sálfræði fjallar um hvernig hægt er að hagnýta sálfræðilega þekkingu við hönnun og notkun tóla, tækni og umhverfis. Sérstaklega hvernig skilningur á færni og takmörkunum mannsins, með hliðsjón af rannsóknum á skynjun, hugsun og hegðun, getur nýst til að búa til notendavænt og aðgengilegt umhverfi. Áherslan í námskeiðinu verður á að skoða hvernig nám og hönnun fer saman. Það er, hvernig hönnun á námsaðstæðum og námsefni hefur áhrif á nám og einnig hvernig hönnun verður að taka tillit til fyrri þekkingar og byggja á námi notenda.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á heimalestri, umræðum og sjálfstæðri verkefnavinnu. Gert er ráð fyrir að nemendur leggi af mörkum til viðfangsefnis námskeiðsins og þeirra umræðna sem þar fer fram.

Námskeiðið ætti að eiga erindi við nemendur í menntavísindum, sálfræði og verkfræði.

X

Rökfræði (HSP201G)

Nemendur öðlast grunnþekkingu í heimspekilegri og formlegri rökfræði. Áhersla er lögð á setningarökfræði (e. propositional logic, truth-functional logic) annars vegar og umsagnarökfræði (e. quantified logic, first-order logic) hins vegar. Einnig er farið stuttlega í óformlega rökfræði í upphafi námskeiðs, auk þess ræddar verða heimspekilegar spurningar um eðli og stöðu rökfræðinnar í lok námskeiðsins.

X

Siðfræði (HSP202G)

Veitt verður yfirlit yfir þrjár af höfuðkenningum siðfræðinnar, reist á lestri frumtexta: kenningu Aristótelesar í Siðfræði hans, Johns Stuarts Mill í Nytjastefnunni og Immanuels Kant í Frumspeki siðlegrar breytni.

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í II. hluta heimspekináms. Ætlast er til að það sé tekið á öðru misseri fyrsta námsárs í heimspeki. Námskeiðið getur verið valnámskeið fyrir nemendur í ýmsum öðrum greinum.

Fluttir verða 2 x 12 fyrirlestrar. Lestur námsefnisins er nauðsynlegt skilyrði fyrir árangursríkri þátttöku í tímum. Hver fyrirlestur tekur fyrir afmarkað efni. Að loknum fyrirlestri verða glærur settar inn á heimasvæði námskeiðsins í Canvas.

X

Nýaldarheimspeki (HSP203G)

Viðfangsefni
Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í vestrænni heimspeki á 17. og 18. öld, kynna sérstaklega tiltekin viðfangsefni, kenningar og rökfærslur í þekkingarfræði og frumspeki þessa tímabils með nákvæmum lestri og samanburði valinna verka, einkum eftir Descartes, Hume og Kant, svo og að þjálfa nemendur í lestri, greiningu og túlkun heimspekirita.

Kennsla
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja verkin í samhengi og greina mikilvægustu kafla ritanna. Í umræðutímum verður rætt nánar um tiltekin efnisatriði, bókarkafla, rökfærslur eða spurningar sem vakna við lesturinn.

X

Málkerfið – hljóð og orð (ÍSL209G)

Þetta er grundvallarnámskeið í íslenskri hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og orðmyndunarfræði. Farið verður í grundvallaratriði hljóðeðlisfræði og íslenskrar hljóðmyndunar og nemendur þjálfaðir í hljóðritun. Helstu hugtök í hljóðkerfisfræði verða kynnt og gefið yfirlit yfir hljóðferli í íslensku og skilyrðingu þeirra. Einnig verða grundvallarhugtök orðhlutafræðinnar kynnt og farið yfir helstu orðmyndunarferli í íslensku og virkni þeirra. Málfræðilegar formdeildir verða skoðaðar, beygingu helstu orðflokka lýst og gerð grein fyrir beygingarflokkum og tilbrigðum.

X

Ritfærni: Skapandi fræðamiðlun (ÍSR401G)

Tilgangur þessa námskeiðs er að þjálfa nemendur í ritfærni. Áhersla verður lögð á þjálfun í meðferð texta af ýmsu tagi. Regluleg ritunarverkefni munu þjálfa ólíkar leiðir til að miðla fræðilegum textum á skapandi hátt, t.a.m. í formi pistla og sannsagna (e. creative nonfiction). Einnig munu nemendur skrifa skapandi texta, svo sem örsögur og smásögur. Nemendum mun gefast tækifæri til að notast við efnivið úr sínum aðalgreinum en þurfa einnig að takast á við nýjar áskoranir. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum, verkefnum í tíma og ritsmiðjum. Námsmat byggist á reglulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni, ferilmöppu og mætingu og þátttöku. Mæting og þátttaka gildir 15% af einkunn og verður að hluta til skyldumæting (8 af 12 ritsmiðjum). Námskeiðið er opið öllum grunnnemum við Háskóla Ísland en nemendur þurfa sjálfir að aðgæta hvort þeir geti fengið námskeiðið metið upp í sína gráðu.

Netnám:

Námskeiðið er kennt í staðnámi en allir fyrirlestrar kennara verða teknir upp. Þetta er gert til að auka aðgengi að námskeiðinu. Ekki er hægt að tryggja upptökur á umræðum eða framsögum nemenda ef á við. Þeir nemendur sem ekki mæta í tíma skulu hlusta á fyrirlestra og skila skýrslu um efni þeirra með hliðsjón af lesefni. Þá skulu þeir vinna sjálfir að þeim ritsmiðjuverkefnum sem lögð eru fyrir í tíma og skila inn til kennara. Sú vinna er þá jafngildi mætingar.

X

Tölvunarfræði 2 (TÖL203G)

Námskeiðið mun nota forritunarmálið Java. Fjallað er um gagnaskipan, reiknirit og huglæg gagnatög. Meðal gagnaskipana, sem farið er yfir, eru listar, hlaðar, biðraðir, forgangsbiðraðir, tré, tvítré, tvíleitartré og hrúgur auk viðkomandi reiknirita. Kynnt verða ýmis leitar- og röðunarreiknirit. Reiknirit eru greind, hvað þau taka langan tíma í vinnslu og hve mikið minnisrými. Forritunarverkefni, sem nota áðurnefnda gagnaskipan og reiknirit, eru leyst í Java. Mörg lítil forritunarverkefni verða í námskeiðinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

María Lovísa Breiðdal
Ólafur Jóhann Þorbergsson
Birkir Einar Gunnlaugsson
María Lovísa Breiðdal
sálfræðinemi

Það sem heillaði mig við sálfræðinámið er hvað það er fjölbreytt, býður upp á marga möguleika og getur nýst manni almennt í lífinu. Ég hef unnið lengi með börnum og framhaldsnám í klínískri barnasálfræði hefur alltaf heillað mig. Einnig er félagslífið við deildina mjög gott og hef ég kynnst fullt af frábæru fólki og eignast góða vini í náminu.

Ólafur Jóhann Þorbergsson
sálfræðinemi

Ég valdi sálfræði því ég stefni á að fara í framhaldsnám í einhverju markaðstengdu og sálfræði gefur góðan grunn fyrir það. Það sem mér finnst best við sálfræði í Hí er hvað maður kynnist mikið af fólki í allri þessari hópavinnu, vinátta sem vonandi heldur áfram út í atvinnulífið.

Birkir Einar Gunnlaugsson
framhaldsnemi í sálfræði, kjörsvið Samfélag og umhverfi

Námið er skemmtilegt og krefjandi. Við erum fá svo það skapast oft skemmtilegar umræður. Við fáum einnig æfingu í að tjá okkur í öruggu umhverfi. Við fáum innsýn í hversu vítt sviðið teygir sig og hvernig við getum haft áhrif á fólk. Frelsið í verkefnavinnunni er því sannarlega til staðar. Þá reynir á gagnrýna en ekki síst skapandi hugsun okkar. Ég tel að slíkt hjálpi manni klárlega þegar maður er kominn á vinnumarkaðinn.

Hafðu samband

Skrifstofa Sálfræðideildar
Nýi Garður, 1. hæð, Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sími 525-4240
Tölvupóstur: saldeild@hi.is

Opið virka daga frá kl. 10:00-12:30 og 13:00-15:00.

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.