Nemendur í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði stofnuðu Hugrúnu – geðfræðslufélag árið 2016. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði og að auka samfélagslega vitund um málaflokkinn. Hugrún hefur m.a. staðið fyrir: Fræðslu í framhaldsskólum Opnum fræðslukvöldum fyrir almenning Kynningum í félagsmiðstöðvum Fræðslu fyrir foreldra- og nemendafélög og fleiri Hægt er að kynna sér starfsemi félagsins og bóka fyrirlestra á vefsíðunni gedfraedsla.is. Hvert er hægt að leita eftir aðstoð? Það er alltaf einhver til staðar. Kynntu þér þau úrræði sem Hugrún hefur tekið saman. Í neyð: Bráðamóttaka geðssviðs Landspítala, sími 543 4050, opið 12:00-19:00 á virkum dögum og 12:00-17:00 um helgar. Hjálparsími Rauða Krossins 1717 Netspjall Rauða Krossins á raudikrossinn.is Neyðarlínan sími 112 Á vefsíðu Hugrúnar eru fræðslugreinar um: kvíða þunglyndi áfallastreituröskun átraskanir geðklofa fíknisjúkdóma þráhyggju og áráttu geðhvörf Tengt efni Sálfræðiráðgjöf háskólanema Tannlæknaþjónusta Ástráður - forvarnarstarf læknanema Bangsaspítalinn Lögfræðiaðstoð Orators facebooklinkedintwitter