Húsnæði Háskóla Íslands í Reykjavík er afar vel staðsett og auðvelt að komast þangað. Háskólinn hvetur bæði stúdenta og starfsfólk til þess að nýta vistvæna samgöngumáta í ferðum til og frá háskólasvæðinu, hvort sem er reiðhjól, rafskútur, strætó eða tvo jafnfljóta. Reiðhjól og rafskútur - Leiga Hjólastandar eru við allar byggingar skólans auk þess sem finna má yfirbyggt hjólaskýli við Lögberg og VR II. Við Háskólatorg, VR II og í Stakkahlíð er enn fremur að finna viðgerðastand ef eitthvað smálegt þarf að laga á hjólinu þínu. Göngu- og hjólastígakerfi höfuðborgarsvæðisins Reiðhjólaleiga Hopp rafskútuleiga Zolo rafskútuleiga Strætó Nemendur Háskóla Íslands geta keypt nemakort í Uglunni sem gildir á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar stoppa við flestar byggingar skólans. Kynntu þér leiðakerfið og tímatöflur Bílastæði og samnýting ferða Þau sem koma á bíl á háskólasvæðið eru hvött til að samýta ferðir (e. carpooling) með vinum og kunningjum ef hægt er. Á Uglunni er hægt að sjá nánari útlistanir á þessum möguleika og mynda hópa um samnýtingu bíla. Bílastæði eru á eftirtöldum stöðum: Vatnsmýri Við Hringbraut við Stapa Í skeifunni við Aðalbyggingu Fyrir aftan Aðalbyggingu við Suðurgötu Við Sæmundargötu, Lögberg og Nýja-Garð Sturlugötu við Odda og Öskju Við Árnagarð og Suðurgötu. Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða við allar byggingar. Gjaldskylda er á bílastæðum í Skeifu og á svæðinu milli Nýja-Garðs og Gimli. Vesturbær Bílastæði eru á eftirtöldum stöðum: Við Landsbókasafn – Háskólabókasafn Háskólabíó VR-byggingar Tæknigarð Haga við Hofsvallagötu Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða við allar byggingar. Hringbraut Gjaldskylda er á bílastæðum Landspítalans við Eirberg og Læknagarð, frekari upplýsingar um gjaldtöku má finna á vefsíðu Landspítala. Nemendur og starfsfólk með aðsetur í þeim byggingum getur snúið sér til mannaudurhvs@hi.is fyrir frekari upplýsingar vegna daglegrar notkunar. Menntavísindasvið Bílastæði eru við Stakkahlíð, Háteigsveg og Bólstaðarhlíð. Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða. Tengt efni Vistvænar samgöngur Kort af háskólasvæðinu Háskólabyggingar facebooklinkedintwitter