Klassísk mál
Klassísk mál
BA gráða – 180 einingar
Klassísk mál eru kennd sem aðalgrein og aukagrein við Mála- og menningardeild. Til klassískra mála teljast forngríska og latína. Tungumálin eru auk klassískrar textafræði undirstaða klassískra fræða eða fornfræði, það er að segja fræðilegrar umfjöllunar á öllum hliðum klassískrar menningar fornaldar og klassískum menningararfi, sem er grundvöllur vestrænnar menningar.
Skipulag náms
- Haust
- Mál og menning á umbrotatímum
- Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Latína I: Byrjendanámskeið
- Forngríska I: Byrjendanámskeið
- Inngangur að klassískum fræðumE
- Vor
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga
- Latína II: Úrval latneskra texta
- Forngríska II
Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið.
ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.
MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.
Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)
Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.
Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:
- Í ensku til BA
- Annarra erlendra tungumála en ensku
*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.
- Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
- Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.
Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.
Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)
Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.
Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Canvas.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Inngangur að klassískum fræðum (KLM103G)
Námskeiðið er inngangur að klassískum fræðum eða fornfræði. Fjallað verður um sögu og þróun fræðigreinarinnar og helstu viðfangsefni hennar og aðferðir í nútímanum: Nemendum verður kynnt klassísk textafræði og hinar ýmsu greinar klassískra fræða og viðfangsefnum þeirra, svo sem sagnfræði, heimspeki og bókmenntir fornaldar. Auk þess verður fjallað um heimildavinnu og vinnulag í klassískum fræðum og þær venjur sem mótast hafa í greininni. Nemendum verða kynnt helstu stoðrit klassískra fræða og reynt verður að efla ratvísi þeirra um heim klassíkurinnar. Þekking á fornmálunum er ekki áskilin.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)
Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.
Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Forngríska II (KLM202G)
Námskeiðið tekur við af KLM102G Forngrísku I. Í fyrri hluta námskeiðsins er haldið áfram með málfræði og setningafræði forngrísku (attísku) þar sem yfirferð lauk í Forngrísku I. Í síðari hluta námskeiðsins lesa nemendur úrval forngrískra texta frá ýmsum tímum og eftir ýmsa höfunda.
Kennsla fer þannig fram að fyrir hvern tíma er settur ákveðinn texti. Ætlast er til að nemendur lesi textann heima. Í tímanum er textinn þýddur og skýrður málfræðilega (og efnislega eftir atvikum).
Nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
- Haust
- Inngangur að klassískum fræðumE
- Heimur Forngrikkja: Saga og samfélagBE
- Heimspekilegir textarV
- Rómversk epíkVE
- Grísk leikritunV
- HómerV
- Sérverkefni í grískuV
- Sérverkefni í latínuV
- Sérverkefni í klassískum málumV
- Sérverkefni í grískuV
- Sérverkefni í latínuV
- Sérverkefni í klassískum málumV
- Vor
- GrikklandssagaB
- Heimur Rómverja: Saga og samfélagBE
- Cicero og samtíð hansV
- Grísk lýríkV
- MiðaldalatínaV
- Latneskar áletranir og fornlatneskir textarV
- Sérverkefni í grískuV
- Sérverkefni í latínuV
- Sérverkefni í klassískum málumV
- Sérverkefni í grískuV
- Sérverkefni í latínuV
- Sérverkefni í klassískum málumV
Inngangur að klassískum fræðum (KLM103G)
Námskeiðið er inngangur að klassískum fræðum eða fornfræði. Fjallað verður um sögu og þróun fræðigreinarinnar og helstu viðfangsefni hennar og aðferðir í nútímanum: Nemendum verður kynnt klassísk textafræði og hinar ýmsu greinar klassískra fræða og viðfangsefnum þeirra, svo sem sagnfræði, heimspeki og bókmenntir fornaldar. Auk þess verður fjallað um heimildavinnu og vinnulag í klassískum fræðum og þær venjur sem mótast hafa í greininni. Nemendum verða kynnt helstu stoðrit klassískra fræða og reynt verður að efla ratvísi þeirra um heim klassíkurinnar. Þekking á fornmálunum er ekki áskilin.
Heimur Forngrikkja: Saga og samfélag (KLM115G)
Raktir verða þættir úr sögu Forngrikkja, með áherslu á menningu þeirra og hugmyndaheim frá upphafi til yfirráða Rómar. Lesnir verða valdir kaflar úr bókmenntaverkum þeirra í þýðingum.
Heimspekilegir textar (KLM307G)
Í námskeiðinu eru lesnir valdir heimspekilegir textar klassískrar fornaldar. Að þessu sinni verður lesið úr Lögunum eftir Platon.
Lögin eru bæði lengsta verk Platons og það síðasta. Samræðan fjallar um stjórnmálaheimspeki en með nokkuð öðrum hætti en eldra verk Platons, Ríkið. Í námskeiðinu vörpum við ljósi á þá stjórnmálaheimspeki sem er að finna í Lögunum og setjum í samhengi við aðrar heimspekilegar hugmyndir Platons.
Kunnáttu í grísku og latínu er ekki krafist en nemendur í grísku, latínu eða klassískum fræðum geta valið að taka sérverkefni (5 eða 10 ECTS) um grískan eða latneskan frumtexta í tengslum við námskeiðið. Sérverkefnum sem nemendum stendur til boða að vinna er ætlað að styrkja grísku- og/eða latínukunnáttu nemenda (orðaforða og málfræði) og þjálfa nemendur í lestri frumtexta og greiningu þeirra.
Rómversk epík (KLM306G)
Epískur kveðskapur er meðal glæsilegustu minnisvarða klassískrar fornaldar. Í þessu námskeiði kynnast nemendur epískum kveðskap Rómverja í þýðingu. Tekin verða fyrir verk tveggja höfunda: Eneasarkviða Virgils og Þebukviða Statiusar.
Grísk leikritun (KLM107G)
Óbilgirni, þrjóska, stolt og trúnaðarbrestur geta haft skelfilegar afleiðingar, svo ekki sé minnst á móðurmorð, föðurmorð og sifjaspell. En stundum er hreinlega eins og örlögin ráði ferðinni og kaldhæðni þeirra er oft mikil. Þetta eru kunnugleg stef úr grískum harmleikjum.
Námskeiði þessu er einmitt ætlað að kynna nemendum gríska harmleikinn sem bókmenntagrein. Nemendur lesa all nokkur leikrit í íslenskri þýðingu og kynnast þannig vel bæði formi og inntaki grískra harmleikja. Við munum leiða hugann að ýmsu í grískum harmleikjum, þ.á m. samskiptum manna og guða, valdi örlaganna og ábyrgð manna, stöðu kynjanna, sjálfsmynd Grikkja og birtingarmynd útlendinga.
Þekking á frummálinu er ekki nauðsynleg en þó vinni þeir nemendur þýðingarverkefni sem hafa forsendur til þess.
Hómer (KLM303G)
Lesið verður úr kviðum Hómers í þýðingu og á frummáli. Nemendur kynnast sögulegum bakgrunni kviðanna og inntaki þeirra en einnig bragarhætti og efnistökum Hómers og vinna nokkur smærri verkefni.
Nemendum stendur til boða að vinna sérverkefni sem byggja á lestri frumtexta (5 eða 10 eininga) samhliða námskeiðinu.
Sérverkefni í grísku (KLM109G, KLM110G, KLM113G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í latínu (KLM109G, KLM110G, KLM113G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í klassískum málum (KLM109G, KLM110G, KLM113G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í grísku (KLM111G, KLM112G, KLM114G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í latínu (KLM111G, KLM112G, KLM114G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í klassískum málum (KLM111G, KLM112G, KLM114G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Grikklandssaga (SAG413G)
Fjallað verður um sögu Grikklands frá mínóískum tíma og fram að innlimun grísku borgríkjanna í Rómarveldi.
Áhersla verður lögð á klassískan og hellenískan tíma, tilkomu lýðræðis innan borgríkjanna, Persastríðin og Pelopsskagastyrjöldina, heimsveldi Alexanders mikla. Einnig verða rakin örlög arftakaríkjanna í Makedoníu,
Sýrlandi og Egyptalandi.
Heimur Rómverja: Saga og samfélag (KLM216G)
Námskeiðið kynnir nemendum menningu, sögu og samfélag Rómverja. Áhersla verður lögð á tímann frá 201 f.o.t. til 180 e.o.t. Fjallað verður um helstu atburði sögunnar, megin stofnanir samfélagsins, samfélagsgerð, fjölskyldu og kynjahlutverk, þrælahald, menntun, menningu, trú afþreyingu og hversdagslíf. Auk stoðrita verða lesnir fornir textar í þýðingu (enskri eða íslenskri) en ekki gert ráð fyrir latínukunnáttu.
Cicero og samtíð hans (KLM217G)
Í námskeiðinu eru lesnir valdir textar eftir M. Tullius Cicero á frummálinu. Auk þess verður Cicero settur í sögulegt, pólitískt og heimspekilegt samhengi.
Grísk lýrík (KLM404G)
„Sá gumi líkur guðum er, gullfögur augun þín er sér, og málið sætt af munni þér og milda hlát’rinn nemur.“ Svo kvað Saffó, þekktasta lýríska skáld Grikkja, í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar.
Þetta námskeið á að kynna nemendum lýrískan kveðskap Forngrikkja. Hugtakið verður skilið víðum skilningi þannig að innifalin verði jambísk og elegísk kvæði arkaíska tímans. Lesin verða á frummálinu kvæði eftir Arkílokkos, Alkajos, Saffó, Tyrtajos, Mímnermos, Sólon, Símonídes, Pindaros, Bakkýlídes og fleiri.
Ekki er gert ráð fyrir þekkingu á frummálinu en lesið verður á íslensku og ensku. Þeir nemendur sem geta lesið grísku vinna verkefni á frummálinu.
Miðaldalatína (KLM203G)
Í námskeiðinu verða lesnir og þýddir valdir kaflar úr latneskum miðaldabókmenntum (allt frá lokum 4ðu aldar til upphafs þeirrar 16du) úr ýmsum áttum: fagurbókmenntum og sagnaritun, heimspeki og guðfræði. Textar verða skýrðir málfræðilega og ræddir efnislega eftir þörfum.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, stendur til boða að ljúka verkefnum og prófum á ensku.
Latneskar áletranir og fornlatneskir textar (KLM211G)
Fornar áletranir sýna samfélag fornmanna stundum í öðru ljósi en varðveittir textar í handritum og geta verið mikilvægar heimildir um allt frá málsögu til félagssögu. Í námskeiðinu verða skoðaðar latneskar áletranir auk fornlatneskra texta, þ.e. frá því fyrir klassíska tímann. Einkum verða skoðaðar valdar áletranir frá 7. til 2. aldar f.o.t. en einnig yngri áletranir. Enn fremur verður lesið úr öðrum fornlatneskum textum s.s. úr Plautusi og Terentiusi. Textar verða túlkaðir og settir í samhengi.
Sérverkefni í grísku (KLM209G, KLM210G, KLM214G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í latínu (KLM209G, KLM210G, KLM214G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í klassískum málum (KLM209G, KLM210G, KLM214G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í grísku (KLM212G, KLM213G, KLM215G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í latínu (KLM212G, KLM213G, KLM215G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í klassískum málum (KLM212G, KLM213G, KLM215G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
- Haust
- Inngangur að klassískum fræðumE
- Heimur Forngrikkja: Saga og samfélagBE
- Heimspekilegir textarV
- Rómversk epíkVE
- Grísk leikritunV
- HómerV
- Sérverkefni í grískuV
- Sérverkefni í latínuV
- Sérverkefni í klassískum málumV
- Sérverkefni í grískuV
- Sérverkefni í latínuV
- Sérverkefni í klassískum málumV
- BA-ritgerð í klassískum málumV
- Saga Mið-Austurlanda IV
- Aðferðir og hugtökV
- Inngangur að fornleifafræðiV
- Gríska Nýja testamentisinsV
- FornaldarheimspekiV
- Söguleg málvísindiVE
- Inngangur að málfræðiV
- Aðferðafræði og hugtök listfræðiV
- Sagnfræðileg vinnubrögðV
- Vor
- GrikklandssagaB
- Heimur Rómverja: Saga og samfélagBE
- Cicero og samtíð hansV
- Grísk lýríkV
- MiðaldalatínaV
- Latneskar áletranir og fornlatneskir textarV
- Sérverkefni í grískuV
- Sérverkefni í latínuV
- Sérverkefni í klassískum málumV
- Sérverkefni í grískuV
- Sérverkefni í latínuV
- Sérverkefni í klassískum málumV
- BA-ritgerð í klassískum málumV
- BókmenntasagaV
- Latneskar bókmenntirV
- Þróun málvísindaV
- SiðfræðiV
Inngangur að klassískum fræðum (KLM103G)
Námskeiðið er inngangur að klassískum fræðum eða fornfræði. Fjallað verður um sögu og þróun fræðigreinarinnar og helstu viðfangsefni hennar og aðferðir í nútímanum: Nemendum verður kynnt klassísk textafræði og hinar ýmsu greinar klassískra fræða og viðfangsefnum þeirra, svo sem sagnfræði, heimspeki og bókmenntir fornaldar. Auk þess verður fjallað um heimildavinnu og vinnulag í klassískum fræðum og þær venjur sem mótast hafa í greininni. Nemendum verða kynnt helstu stoðrit klassískra fræða og reynt verður að efla ratvísi þeirra um heim klassíkurinnar. Þekking á fornmálunum er ekki áskilin.
Heimur Forngrikkja: Saga og samfélag (KLM115G)
Raktir verða þættir úr sögu Forngrikkja, með áherslu á menningu þeirra og hugmyndaheim frá upphafi til yfirráða Rómar. Lesnir verða valdir kaflar úr bókmenntaverkum þeirra í þýðingum.
Heimspekilegir textar (KLM307G)
Í námskeiðinu eru lesnir valdir heimspekilegir textar klassískrar fornaldar. Að þessu sinni verður lesið úr Lögunum eftir Platon.
Lögin eru bæði lengsta verk Platons og það síðasta. Samræðan fjallar um stjórnmálaheimspeki en með nokkuð öðrum hætti en eldra verk Platons, Ríkið. Í námskeiðinu vörpum við ljósi á þá stjórnmálaheimspeki sem er að finna í Lögunum og setjum í samhengi við aðrar heimspekilegar hugmyndir Platons.
Kunnáttu í grísku og latínu er ekki krafist en nemendur í grísku, latínu eða klassískum fræðum geta valið að taka sérverkefni (5 eða 10 ECTS) um grískan eða latneskan frumtexta í tengslum við námskeiðið. Sérverkefnum sem nemendum stendur til boða að vinna er ætlað að styrkja grísku- og/eða latínukunnáttu nemenda (orðaforða og málfræði) og þjálfa nemendur í lestri frumtexta og greiningu þeirra.
Rómversk epík (KLM306G)
Epískur kveðskapur er meðal glæsilegustu minnisvarða klassískrar fornaldar. Í þessu námskeiði kynnast nemendur epískum kveðskap Rómverja í þýðingu. Tekin verða fyrir verk tveggja höfunda: Eneasarkviða Virgils og Þebukviða Statiusar.
Grísk leikritun (KLM107G)
Óbilgirni, þrjóska, stolt og trúnaðarbrestur geta haft skelfilegar afleiðingar, svo ekki sé minnst á móðurmorð, föðurmorð og sifjaspell. En stundum er hreinlega eins og örlögin ráði ferðinni og kaldhæðni þeirra er oft mikil. Þetta eru kunnugleg stef úr grískum harmleikjum.
Námskeiði þessu er einmitt ætlað að kynna nemendum gríska harmleikinn sem bókmenntagrein. Nemendur lesa all nokkur leikrit í íslenskri þýðingu og kynnast þannig vel bæði formi og inntaki grískra harmleikja. Við munum leiða hugann að ýmsu í grískum harmleikjum, þ.á m. samskiptum manna og guða, valdi örlaganna og ábyrgð manna, stöðu kynjanna, sjálfsmynd Grikkja og birtingarmynd útlendinga.
Þekking á frummálinu er ekki nauðsynleg en þó vinni þeir nemendur þýðingarverkefni sem hafa forsendur til þess.
Hómer (KLM303G)
Lesið verður úr kviðum Hómers í þýðingu og á frummáli. Nemendur kynnast sögulegum bakgrunni kviðanna og inntaki þeirra en einnig bragarhætti og efnistökum Hómers og vinna nokkur smærri verkefni.
Nemendum stendur til boða að vinna sérverkefni sem byggja á lestri frumtexta (5 eða 10 eininga) samhliða námskeiðinu.
Sérverkefni í grísku (KLM109G, KLM110G, KLM113G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í latínu (KLM109G, KLM110G, KLM113G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í klassískum málum (KLM109G, KLM110G, KLM113G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í grísku (KLM111G, KLM112G, KLM114G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í latínu (KLM111G, KLM112G, KLM114G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í klassískum málum (KLM111G, KLM112G, KLM114G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
BA-ritgerð í klassískum málum (KLM301L)
Lokaritgerð í klassískum málum.
Saga Mið-Austurlanda I (MAF101G)
Í námskeiðinu verður farið yfir sögu þess svæðis sem telst til Mið-Austurlanda frá fornöld og fram á miðaldir. Fjallað verður um uppgang Egypta, Súmera og annarra þjóða í hinni svokölluðu 'vöggu siðmenningarinnar'. Sérstök áhersla verður lögð á uppgang íslam á 7. öld og það heimsveldi sem múslimar byggðu upp næstu aldir þar á eftir. Fjallað verður um Múhameð spámann og eftirmenn hans, tilurð Kóransins, kalífat Umayya, kalífat Abbasída og 'gullöld' íslam. Námskeiðið er kennt á íslensku en mest af lesefninu verður á ensku.
Aðferðir og hugtök (ABF104G)
Aðferðir og hugtök Viðfangsefni Þetta er inngangsnámskeið og myndar grundvöll annars náms í almennri bókmenntafræði. Markmið þess er að kynna nemendum helstu bókmenntafræðileg hugtök og undirstöðuatriði í aðferðafræði og veita þeim nokkra þjálfun í textagreiningu. Regluleg tímasókn er áskilin. Vinnulag Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og úthendum nemenda, en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna. Námsmat Námsmat byggist á skriflegu lokaprófi (50%) og tveimur verkefnum sem dreifð eru á misserið (25% og 25%).
Inngangur að fornleifafræði (FOR103G)
Yfirlitsnámskeið um viðfangsefni og aðferðir fornleifafræðinnar. Hvað er fornleifafræði? Saga fornleifafræðinnar, hugmyndafræðilegur grundvöllur og samband hennar við aðrar greinar fortíðarvísinda. Hvernig eru fornleifar notaðar til að varpa ljósi á samfélagsgerð, umhverfi, hagkerfi og viðskipti, trú og hugmyndafræði, þróun og breytileika?
Gríska Nýja testamentisins (GFR212G)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita nemendum grunn til að lesa og túlka texta Nýja testamentisins á sjálfstæðan hátt. Farið verður yfir meginatriði málfræðilegrar uppbyggingar forngrísku og textadæmi úr Nýja testamentinu og öðrum frumkristnum textum lesin í því sambandi. Lögð verður áhersla á hagnýtingu grískukunnáttunnar innan guðfræði og trúarbragðafræði.
Fornaldarheimspeki (HSP104G)
Meginmarkmið námskeiðsins er þríþætt:
- Í fyrsta lagi að nemendur öðlist skilning á viðfangsefnum vestrænnar heimspeki í fornöld, sögulegri þróun hennar og félagslegu umhverfi.
- Í öðru lagi að þeir læri að lesa og greina heimspekilega texta úr fornöld og beita þeim til að svara brýnum spurningum samtímans.
- Í þriðja lagi að þeir öðlist færni í að skrifa heimspekilega texta út frá lesefni í fornaldarheimspeki.
Við leggjum áherslu á að lesa heil verk í íslenskum þýðingum, með sérstakri áherslu á Ríkið eftir Platon, og í tímum munum við leitast við að greina helstu kenningar og rökfærslur í textunum. Nemendur vinna einir og í hópum að verkefnum undir leiðsögn kennara en stór þáttur námskeiðsins felst í gagnkvæmum stuðningi nemenda í verkefnum.
Fyrsti tími verður haldinn þriðjudaginn 31. ágúst. Þá förum við saman yfir kennsluáætlun, hæfniviðmið og námsmat og nemendur fá fyrsta verkefni vetrarins. Þrisvar sinnum á önninni (eftir hádegi á föstudögum) verða jafningjamatsdagar þar sem nemendur lesa og meta verkefni hvers annars og er þátttaka í þeim mikilvægur hluti af námsmati.
Íslenskar þýðingar texta fást með 25% afslætti hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi (við Hagatorg) og skal tekið fram að sum verkin eru líka notuð í öðrum heimspekinámskeiðum. Eins er einfalt að nálgast þau á bókasöfnum.
Söguleg málvísindi (AMV314G)
Í námskeiðinu verða hugmyndir og aðferðir sögulegra málvísinda kynntar, þeirrar undirgreinar málvísinda sem fæst við breytingar á tungumálum í tímans rás. Rætt verður um ólíkar tegundir málbreytinga, orsakir þeirra og einkenni. Tekin verða dæmi af málbreytingum frá ýmsum tímum, einkum úr germönskum og öðrum indóevrópskum málum en einnig úr öðrum málaættum. Jafnframt verður rætt um þróun hugmynda um eðli málbreytinga.
Inngangur að málfræði (ÍSL110G)
Kynnt verða helstu viðfangsefni málvísinda og undirstöðuatriði í íslenskri málfræði. Fjallað verður um valin atriði innan höfuðgreina málvísinda og helstu hliðargreinar þeirra auk þess sem gefið verður yfirlit yfir þróun málvísinda í gegnum aldirnar. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla skilning nemenda á eðli tungumála og kynna þeim helstu grundvallarhugtök og aðferðir málvísinda. Kennsla felst í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið. Nemendur vinna heimaverkefni reglulega yfir misserið, taka tvö heimakrossapróf og ljúka námskeiðinu með lokaprófi í stofu á háskólasvæðinu.
Aðferðafræði og hugtök listfræði (LIS101G)
Aðferðafræði og hugtök listfræði (LIS101G) er inngangsnámskeið sem er hugsað sem grunnnámskeið fræðigreinarinnar listfræði. Fjallað er um listhugtakið, sögu fræðigreinarinnar, fræðilegar forsendur listfræði sem sjálfstæðrar fræðigreinar og tengsl hennar við aðrar fræðigreinar. Helstu hugtök, rannsóknaraðferðir og kenningar listfræðinnar eru kynnt. Nemendur fá þjálfun í myndgreiningu og myndlestri og kynnast helstu greiningaraðferðum listfræði, s.s. formalískri, íkónógrafískri og marxískri myndgreiningu. Áhersla er lögð á þjálfun gagnrýnnar hugsunar og hæfni nemenda til gagnrýnnar greiningar á texta og myndmáli.
Sagnfræðileg vinnubrögð (SAG101G)
Fjallað er um sérstöðu og einkenni sagnfræði og hvernig sambandi hennar við aðrar fræðigreinar er háttað. Rannsóknatækni sagnfræðinga er kynnt sem og fræðileg vinnubrögð í sagnfræði, einkum heimildafræði, megindlegar aðferðir í sagnfræði og ritgerðasmíð. - Námskeiðið skal taka á fyrsta misseri í sagnfræðinámi (öðru misseri fyrir þá nemendur sem byrja um áramót).
Grikklandssaga (SAG413G)
Fjallað verður um sögu Grikklands frá mínóískum tíma og fram að innlimun grísku borgríkjanna í Rómarveldi.
Áhersla verður lögð á klassískan og hellenískan tíma, tilkomu lýðræðis innan borgríkjanna, Persastríðin og Pelopsskagastyrjöldina, heimsveldi Alexanders mikla. Einnig verða rakin örlög arftakaríkjanna í Makedoníu,
Sýrlandi og Egyptalandi.
Heimur Rómverja: Saga og samfélag (KLM216G)
Námskeiðið kynnir nemendum menningu, sögu og samfélag Rómverja. Áhersla verður lögð á tímann frá 201 f.o.t. til 180 e.o.t. Fjallað verður um helstu atburði sögunnar, megin stofnanir samfélagsins, samfélagsgerð, fjölskyldu og kynjahlutverk, þrælahald, menntun, menningu, trú afþreyingu og hversdagslíf. Auk stoðrita verða lesnir fornir textar í þýðingu (enskri eða íslenskri) en ekki gert ráð fyrir latínukunnáttu.
Cicero og samtíð hans (KLM217G)
Í námskeiðinu eru lesnir valdir textar eftir M. Tullius Cicero á frummálinu. Auk þess verður Cicero settur í sögulegt, pólitískt og heimspekilegt samhengi.
Grísk lýrík (KLM404G)
„Sá gumi líkur guðum er, gullfögur augun þín er sér, og málið sætt af munni þér og milda hlát’rinn nemur.“ Svo kvað Saffó, þekktasta lýríska skáld Grikkja, í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar.
Þetta námskeið á að kynna nemendum lýrískan kveðskap Forngrikkja. Hugtakið verður skilið víðum skilningi þannig að innifalin verði jambísk og elegísk kvæði arkaíska tímans. Lesin verða á frummálinu kvæði eftir Arkílokkos, Alkajos, Saffó, Tyrtajos, Mímnermos, Sólon, Símonídes, Pindaros, Bakkýlídes og fleiri.
Ekki er gert ráð fyrir þekkingu á frummálinu en lesið verður á íslensku og ensku. Þeir nemendur sem geta lesið grísku vinna verkefni á frummálinu.
Miðaldalatína (KLM203G)
Í námskeiðinu verða lesnir og þýddir valdir kaflar úr latneskum miðaldabókmenntum (allt frá lokum 4ðu aldar til upphafs þeirrar 16du) úr ýmsum áttum: fagurbókmenntum og sagnaritun, heimspeki og guðfræði. Textar verða skýrðir málfræðilega og ræddir efnislega eftir þörfum.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, stendur til boða að ljúka verkefnum og prófum á ensku.
Latneskar áletranir og fornlatneskir textar (KLM211G)
Fornar áletranir sýna samfélag fornmanna stundum í öðru ljósi en varðveittir textar í handritum og geta verið mikilvægar heimildir um allt frá málsögu til félagssögu. Í námskeiðinu verða skoðaðar latneskar áletranir auk fornlatneskra texta, þ.e. frá því fyrir klassíska tímann. Einkum verða skoðaðar valdar áletranir frá 7. til 2. aldar f.o.t. en einnig yngri áletranir. Enn fremur verður lesið úr öðrum fornlatneskum textum s.s. úr Plautusi og Terentiusi. Textar verða túlkaðir og settir í samhengi.
Sérverkefni í grísku (KLM209G, KLM210G, KLM214G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í latínu (KLM209G, KLM210G, KLM214G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í klassískum málum (KLM209G, KLM210G, KLM214G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í grísku (KLM212G, KLM213G, KLM215G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í latínu (KLM212G, KLM213G, KLM215G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
Sérverkefni í klassískum málum (KLM212G, KLM213G, KLM215G)
Sérverkefni eru ætluð nemendum sem ekki geta tekið önnur námskeið við sitt hæfi. Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann. Verkefnin eru einstaklingsmiðuð og efni þeirra breytilegt. Nánari upplýsingar veitir greinarformaður.
BA-ritgerð í klassískum málum (KLM401L)
Lokaritgerð í klassískum málum.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Latneskar bókmenntir (ABF225G)
Með lestri valinna bókmenntaverka af ýmsu tagi verður leitast við að fá yfirsýn yfir meira en tvö þúsund ára sögu bókmennta á latínu frá Rómaríki til Skandinavíu á sautjándu öld. Verkin eru lesin í íslenskum þýðingum ef völ er á.
Þróun málvísinda (AMV205G)
Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.
Siðfræði (HSP202G)
Veitt verður yfirlit yfir þrjár af höfuðkenningum siðfræðinnar, reist á lestri frumtexta: kenningu Aristótelesar í Siðfræði hans, Johns Stuarts Mill í Nytjastefnunni og Immanuels Kant í Frumspeki siðlegrar breytni.
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í II. hluta heimspekináms. Ætlast er til að það sé tekið á öðru misseri fyrsta námsárs í heimspeki. Námskeiðið getur verið valnámskeið fyrir nemendur í ýmsum öðrum greinum.
Fluttir verða 2 x 12 fyrirlestrar. Lestur námsefnisins er nauðsynlegt skilyrði fyrir árangursríkri þátttöku í tímum. Hver fyrirlestur tekur fyrir afmarkað efni. Að loknum fyrirlestri verða glærur settar inn á heimasvæði námskeiðsins í Canvas.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.