01/2016
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR
Ár 2016, fimmtudaginn 21. janúar var haldinn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 13.
Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Björn Már Ólafsson (varamaður fyrir Nönnu Elísu Snædal Jakobsdóttur), Davíð Þorláksson (varamaður fyrir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur), Ebba Þóra Hvannberg, Eiríkur Rögnvaldsson, Iðunn Garðarsdóttir, Jakob Ó. Sigurðsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Orri Hauksson, Stefán Hrafn Jónsson og Tómas Þorvaldsson. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.
1. Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver vildi gera athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Jafnframt spurði rektor hvort einhver teldi sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og var svo ekki. Engar athugasemdir voru gerðar við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur. Rektor lagði til að undir liðnum „önnur mál“ yrði tekið fyrir erindi frá Tannlæknadeild og var það samþykkt.
2. Fjármál Háskóla Íslands.
a) Tillaga fjármálanefndar háskólaráðs um skiptingu fjárveitingar 2016 innan Háskóla Íslands.
Inn á fundinn komu Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs. Fyrir fundinum lá minnisblað um fjármál Háskóla Íslands og tillaga fjármálanefndar háskólaráðs um skiptingu fjárveitingar árið 2016, dags. 12. janúar 2016, vinnutafla við gerð fjárhagsáætlunar Háskóla Íslands 2016 og greinargerðir sviðsstjóra fjármálasviðs og forseta fræðasviða vegna fjárhagsáætlana 2016. Þau Guðmundur og Jenný gerðu grein fyrir málinu og var það rætt ítarlega.
– Háskólaráð samþykkir tillögu fjármálanefndar um skiptingu fjárveitingar innan Háskólans árið 2016. Þó er fjármálanefnd háskólaráðs í samráði við rektor heimilt að gera smávægilegar breytingar ef gildar ástæður eru fyrir hendi.
Jafnframt áréttar ráðið að öllum fræðasviðum og skipulagseiningum skólans ber að skila inn fjárhagsáætlunum í jafnvægi miðað við veitta fjárveitingu og áætlaðar sértekjur. Þó er heimilt að nýta uppsafnaðar fjárheimildir ef þær eru fyrir hendi.
Fyrir liggur að mati framkvæmdastjóra og fjármálastjóra Háskólans að enn vanti ríflega 200 m.kr. í fjárveitingu til skólans til þess að bæta að fullu áhrif miðlægra kjarasamninga. Afleiðingin er sú að Háskólinn er knúinn til að nýta uppsafnaðar fjárheimildir sem skólinn hefur til að mæta þessum mismun.
Háskólaráð óskar eftir því að endanlegar fjárhagsáætlanir eininga og fræðasviða liggi fyrir á næsta fundi ráðsins 4. febrúar nk.
b) Lög um opinber fjármál nr. 123/2015.
– Frestað.
3. Frá fjármálanefnd háskólaráðs: Drög að tillögu um innheimtu stjórnunar- og aðstöðugjalds, sbr. fund ráðsins 19. nóvember sl.
Inn á fundinn kom Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs. Fyrir fundinum lágu drög að tillögu fjármálanefndar háskólaráðs um innheimtu stjórnunar- og aðstöðugjalds, umsagnir um drögin og samantekt helstu ábendinga sem fram koma í umsögnunum. Halldór gerði ítarlega grein fyrir málinu og var það rætt.
– Tillaga um innheimtu stjórnunar- og aðstöðugjalds samþykkt einróma.
4. Frá innri endurskoðanda Háskóla Íslands: Drög að innri endurskoðunaráætlun.
Inn á fundinn kom Ingunn Ólafsdóttir, innri endurskoðandi Háskóla Íslands, og gerði grein fyrir framlögðum drögum að innri endurskoðunaráætlun 2016-2018 og fjárhagsáætlun 2016. Málið var rætt og svaraði Ingunn spurningum ráðsmanna.
– Innri endurskoðunaráætlun fyrir tímabilið 2016-2018 og fjárhagsáætlun innri endurskoðunar 2016 samþykkt einróma.
5. Málefni íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, sbr. síðasta fund.
Inn á fundinn komu Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og Ástríður Stefánsdóttir, deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar. Rektor gerði grein fyrir málinu og fór yfir þá kosti sem fyrir liggja, sbr. tvær skýrslur sem unnar hafa verið um framtíð grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Málið var rætt ítarlega. Ákvörðun í málinu verður tekin á næsta fundi.
6. Endurskoðun málstefnu Háskóla Íslands. Tillaga starfshóps rektors.
Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðaðri málstefnu Háskóla Íslands og skýrsla starfshóps um endurskoðun málstefnunnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði og formaður starfshóps rektors um endurskoðun málstefnunnar, gerði grein fyrir málinu, en auk Eiríks áttu sæti í starfshópnum þau Hafliði Pétur Gíslason, prófessor (Verkfræði- og náttúruvísindasviði), Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor (Félagsvísindasviði), Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor (Heilbrigðisvísindasviði), Kristján Jóhann Jónsson, dósent (Menntavísindasviði) og Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent (Hugvísindasviði), Með hópnum starfaði Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu og gæðastjóri Háskólans. Málið var rætt og svaraði Eiríkur spurningum og athugasemdum fulltrúa í háskólaráði.
– Samþykkt einróma að óska eftir umsögnum fræðasviða, starfsnefnda háskólaráðs, Skrifstofu alþjóðasamskipta og Stúdentaráðs um drögin að endurskoðaðri málstefnu Háskóla Íslands. Umsagnir berist fyrir lok febrúar nk. Í framhaldinu er gert ráð fyrir að endurskoðuð málstefna verði lögð fyrir háskólaþing vorið 2016.
7. Undirbúningur stefnu Háskóla Íslands 2016-2021, sbr. síðasta fund.
Inn á fundinn komu Sigurður Magnús Garðarsson prófessor og Steinunn Gestsdóttir prófessor, formenn stýrihóps um stefnumótun Háskóla Íslands og gerðu grein fyrir stöðu mála og næstu skrefum varðandi undirbúning stefnu Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2016-2021. Málið var rætt og svöruðu þau spurningum fulltrúa í háskólaráði. Áfram verður unnir að stefnudrögunum sem verða kynnt og rædd í stefnumótunarhópi Háskólans og meðal forseta fræðasviða og annarra stjórnenda. Stefnt er að því að endurskoðuð drög að stefnu verði á næstu vikum lögð fyrir háskólaþing og háskólaráð til samþykktar.
8. Bókfærð mál.
a) Tillögur fræðasviða um fjöldatakmörkun í einstakar námsleiðir 2016-2017 ásamt viðeigandi breytingum á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.
– Eftirfarandi tillögur fræðasviða og deilda um takmörkun á fjölda nýnema háskólaárið 2016-2017 samþykktar (tölur í sviga sýna fjölda nýnema háskólaárið 2015-2016) sem og samsvarandi breytingar á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands nr. 153/2010:
I. Heilbrigðisvísindasvið | ||
a. Læknadeild | ||
− Læknisfræði | 48 |
(48) |
− Sjúkraþjálfun | 35 | (35) |
– MS-nám í talmeinafræði | 15 | (-) |
b. Hjúkrunarfræðideild | ||
− Hjúkrunarfræði | 120 | (100) |
− Ljósmóðurfræði | 10 | (10) |
c. Tannlæknadeild | ||
− Tannlæknisfræði | 8 | (7) |
− Tannsmiðanám | 5 | (5) |
d. Sálfræðideild | ||
− Cand. psych. | 20 | (20) |
e. Matvæla- og næringarfræðideild | ||
− BS-nám í næringarfræði | 30 | (30) |
II. Félagsvísindasvið | ||
a. Stjórnmálafræðideild | ||
− MA-nám í blaða- og fréttamennsku | 21 | (21) |
b. Félags- og mannvísindadeild | ||
− MA-nám í náms- og starfsráðgjöf | 40 | (40) |
c. Félagsráðgjafardeild | ||
− MA-nám í félagsráðgjöf til starfsréttinda | 30 | (30) |
d. Lagadeild | ||
− Lögfræði | 90 | (100) |
e. Viðskiptafræðideild | ||
− MS-nám í nýsköpun og viðskiptaþróun | 13 | (13) |
b) Fyrirvarar í kennsluskrá Háskóla Íslands 2016-2017.
– Samþykkt.
c) Fulltrúar í stjórn Reiknistofnunar, tímabundin skipun.
– Samþykkt að skipa tímabundið þau Auði Hauksdóttur, prófessor við Hugvísindasvið (frá janúar 2016 til 30. júní 2016), Kristján Jónasson, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið (frá janúar 2016 til 30. júní 2016) og Björgu Gísladóttur, rekstrarstjóra Menntavísindasviðs (frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016) til að taka sæti í stjórn Reiknistofnunar þar sem þrír fulltrúar í stjórninni verða í rannsóknamisseri.
d) Tillaga kennslusviðs, Heilbrigðisvísindasviðs og Félagsvísindasviðs að breytingu á reglum um inntökupróf í Læknadeild (nr. 1042/2003), Hjúkrunarfræðideild (nr. 24/2015), Lagadeild (nr. 928/2013) og Hagfræðideild (nr. 188/2012).
– Samþykkt.
e) Tillaga Heilbrigðisvísindasviðs f.h. Hjúkrunarfræðideildar að breytingu á reglum nr. 140/2014 um meistaranám við Heilbrigðisvísindasvið (er varðar Hjúkrunarfræðideild).
– Samþykkt.
f) Drög skipulagsskrár Rannsóknasjóðs Össurar og Ottobock sem fyrirhugað er að undirrita 25. janúar 2016.
– Samþykkt.
9. Mál til fróðleiks.
a) Samkomulag um samstarf fræðasviða og deilda Háskóla Íslands og deilda Háskólans á Akureyri um nám á meistarastigi í greinum sem báðir háskólar hafa viðurkenningu til að bjóða.
b) Skipan Vísinda- og tækniráðs 2016-2018
c) Hugskeyti, fréttabréf Hugvísindasviðs, nóvember 2015.
d) Fréttabréf Menntavísindasviðs, haustmisseri 2015.
e) Fréttabréf Félagsvísindasviðs, desember 2015.
f) Dagskrá opins fundar um fræði og fjölmenningu, 11. janúar 2016.
10. Önnur mál.
Erindi frá Tannlæknadeild varðandi fjölgun nemenda. Fram var lagt erindi frá forseta Tannlæknadeildar ásamt minnisblaði kennslusviðs um að fjöldi nemenda sem teknir verða inn á þessu háskólaári (vormisseri 2016) verði 8 í stað 7.
– Samþykkt einróma.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.50.