04/2015
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR
Ár 2015, þriðjudaginn 10. mars var haldinn rafrænn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 10.00.
Fundinn sátu Kristín Ingólfsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Ebba Þóra Hvannberg, Eiríkur Rögnvaldsson, Iðunn Garðarsdóttir, Jakob Ó. Sigurðsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Nanna Elísa Snædal Jakobsdóttir, Orri Hauksson, Stefán Hrafn Jónsson og Tómas Þorvaldsson. Fundinn sat einnig Magnús Diðrik Baldursson sem ritaði fundargerð.
1. Skipun kjörstjórnar vegna kjörs rektors Háskóla Íslands, skv. 4. tölul. 6. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Fyrir fundinum lá tillaga um að kjörstjórn vegna rektorskjörs Háskóla Íslands verði skipuð þeim Björgu Thorarensen, prófessor, sem verði formaður, Hjálmtý Hafsteinssyni, dósent, Ingibjörgu Gunnarsdóttur, prófessor, Trausta Fannari Valssyni, lektor, Bergþóri Bergssyni, stúdent, og Álfrúnu Perlu Baldursdóttur, stúdent.
– Samþykkt einróma. Kjörstjórn mun hefja störf um leið og hún hefur verið skipuð.
2. Embættisgengi umsækjenda um embætti rektors Háskóla Íslands, sbr. 6. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Fyrir fundinum lá niðurstaða millifundanefndar háskólaráðs, sem skipuð var á fundi ráðsins 5. mars sl. til að undirbúa ákvörðun ráðsins um hvort umsækjendur um embætti rektors uppfylli skilyrði um embættisgengi, umsóknirnar og fylgigögnin með þeim. Um embættið sóttu Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde, Skotlandi, Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands.
– Samþykkt einróma að umsækjendur um embætti rektors Háskóla Íslands uppfylla kröfur sem gerðar eru um embættisgengi rektors Háskóla Íslands.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.00.