Skip to main content

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum, NordMaG

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum, NordMaG

Félagsvísindasvið

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum

MA gráða – 120 einingar

Samnorrænt meistaranám í öldrunarfræðum (NordMaG) er 120 eininga þverfaglegt nám sem fer fram í þremur löndum: í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi.

Sérstök áhersla er lögð á að kynna nemendum norræna öldrunarþjónustu og gera þá hæfari til að taka þátt í norrænu rannsóknasamstarfi. Fjarnám að mestu eða hluta. 

Skipulag náms

X

Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta (ÖLD102F)

Markmið námskeiðsins er að kynna öldrunarfræði sem þverfaglega fræðigrein með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir verða kynntar. Fjallað verður um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Kynntar verða helstu kenningar öldrunarfræðinnar og fjallað um áhrif þeirra á stefnumótun í öldrunarþjónustu. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda um málefni aldraðra með það að markmiði að gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.

Lotukennsla. Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í staðlotur. 

X

Introduction to Interdisciplinary Gerontology (ÖLD103F)

Scientific study on ageing, processes of biological, psychological and social ageing and how they affect an individual, dissemination of results obtained in gerontology.

The goal is to familiarise the student with the basics in gerontology (definitions, concepts, research methods and dissemination of results) and to prepare the student for the further studies in the programme.

Web based.

X

Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og heilsufar (ÖLD201F)

Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu þátttakenda í öldrunarfræðum (gerontology) og öldrunarlækningum (geriatri). Fjallað verður um það hvernig umhverfi, félagsleg tengsl og heilsufar hafa áhrif á vellíðan aldraðra. Rætt verður um þjónustu við aldraða almennt og einnig hópa aldraðra með sérþarfir. Mismunandi kenningar öldrunarfræða verða til umræðu og hvernig þær hafa áhrif á viðhorf og þjónustu við aldraðra. Rannsóknir innlendar og erlendar á sviðinu verða kynntar svo og rannsóknaraðferðir öldrunarfræðinnar. Fjallað verður um teymisvinnu í öldrunarþjónustu og áhersla lögð á að kynna starfsaðferðir mismunandi starfsstétta sem vinna að málefnum aldraðra.

Námskeiðið er kennt í staðlotum og fyrirlestrum. Mætingaskylda er í staðlotur. 

Gestafyrirlesarar á sérsviðum öldrunarfræða og öldrunarlækninga.

X

Rannsóknamálstofur í MA-námi við Félagsráðgjafardeild (FRG003F)

Undirbúningur og gerð lokarannsóknar í meistaranámi. Farið er yfir verklag í fræðilegum ritgerðum. Meðal annars er fjallað um rannsóknaáætlanir, aðferðir og hvernig rannsóknir eru tengdar kenningagrunni og starfsvettvangi félagsráðgjafar. Nemendur kynna rannsóknaáætlanir sínar, fá gagnrýna viðgjöf og taka þátt í hópumræðum sem gagnast á gagnkvæman hátt.

X

MA ritgerð í öldrunarfræði (ÖLD442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MA ritgerð í Félagsráðgjafardeild er 30-60e eftir námsleiðum og ákvörðun leiðbeinanda og nemanda. MA ritgerð í öldunarfræði og NordMaG á að vera á bilinu 40-60e

Meistaranemar hafa leiðbeinanda úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. MA ritgerðir eru að jafnaði 80-120 bls. að lengd að frátöldum skrám, efnisyfirliti og útdrætti sé um að ræða 40-60e ritgerðir.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Prófdómari gefur skriflega umsögn um ritgerðina.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

MA ritgerð í öldrunarfræði (ÖLD442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MA ritgerð í Félagsráðgjafardeild er 30-60e eftir námsleiðum og ákvörðun leiðbeinanda og nemanda. MA ritgerð í öldunarfræði og NordMaG á að vera á bilinu 40-60e

Meistaranemar hafa leiðbeinanda úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. MA ritgerðir eru að jafnaði 80-120 bls. að lengd að frátöldum skrám, efnisyfirliti og útdrætti sé um að ræða 40-60e ritgerðir.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Prófdómari gefur skriflega umsögn um ritgerðina.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Álfhildur Hallgrímsdóttir
Álfhildur Hallgrímsdóttir
Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum

Örlögin höguðu því þannig, að ég fór að vinna innan öldrunargeirans hjá Reykjavíkurborg eftir að hafa lokið BA námi í félagsfræði frá HÍ ásamt kennsluréttindum. Frá byrjun varð mér ljóst, að til að fá innsýn í hugmyndafræðina að baki öldrunarþjónustu og að geta tekist á við breytilegar áherslur og áskoranir í starfi varð ég að afla mér aukinnar þekkingar.  Eftir að ég frétti af þverfaglegu námi í öldrunarfræðum við félagsráðgjafardeild HÍ uppgötvaði ég mína hillu. Upphaflega hugsaði ég þetta sem endurmenntun og stefndi á diplómanám. Þar sem námið hentaði einkar vel með fullri atvinnuþátttöku og reyndist mér afar ánægjulegt og starfseflandi lauk ég á endanum samnorrænu meistaranámi í öldrunarfræðum. Eitthvað það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig!  Skemmtilegast fannst mér að kynnast og vera samferða alls kyns fagaðilum í náminu, eins og t.d. hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum og guðfræðingum, og jafnframt að fá tækifæri til að sækja námskeið á hinum Norðurlöndunum.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.