Skip to main content

Efnisvísinda- og efnisverkfræðisetur

Efnisvísinda- og efnisverkfræðisetur - á vefsíðu Háskóla Íslands

Efnisvísinda- og efnisverkfræðisetur er miðstöð rannsókna í efnisvísindum á Íslandi og er samstarfsverkefni Raunvísindastofnunar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Tækniseturs.

Miðstöðin samhæfir rekstur og aðgengi að rannsóknarbúnaði í efnisvísindum á Íslandi fyrir bæði iðnað og akademískar rannsóknir. Innan setursins er aðgengi að tækjabúnaði fyrir framleiðslu á efnum á stórum og smáum skala og greiningu efna allt frá kristalgerð upp í hörku þeirra og tæringarþol.

Rannsóknarinnviðir Efnisvísinda- og efnisverkfræðiseturs eru staðsettir við Háskóla Íslands, Tæknisetur og Háskólann í Reykjavík.

Setrið var stofnað árið 2020 til að styrkja rannsóknarinnviði og möguleika á sviði efnisvísinda, efnisverkfræði og í hátækniiðnaði á Íslandi. Stór hluti innviða setursins er fjármagnaður með styrkjum úr vegvísi Innviðasjóðs um rannsóknarinnviði.

Frekari upplýsingar um innviði og aðgengi má fá hjá stjórn verkefnisins eða tengiliðum á viðkomandi innviðum.

Myndbönd um Vegvísi í efnisvísindum- og efnisverkfræði:

""
Tengt efni