Hjúkrunarfræði
180 eða 240 einingar - Doktorspróf
. . .
Doktorsnám í hjúkrunarfræði veitir þekkingu, hæfni og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum til að stunda vísindalegar rannsóknir og gegna hagnýtum störfum á innlendum sem og erlendum vettvangi.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?
Um námið
Doktorsnám í hjúkrunarfræði er 180/240e rannsóknaþjálfun. Doktorsritgerðin sjálf er 180/240e og taka má námskeið til allt að 30e að auki.
Doktorsnám að loknu meistaraprófi er þriggja - fjögurra ára fullt nám (60 einingar á hverju skólaári).
Að doktorsnámi loknu á nemandinn að vera vel undirbúinn að starfa sjálfstætt að vísindum.
Markmið námsins
- Að veita nemendum þjálfun og innsýn í rannsóknaraðferðir hjúkrunarfræðinnar og tengdra greina.
- Að nemendur öðlist ítarlega þekkingu á sviði doktorsverkefnis síns.
Í náminu felst undirbúningur og framkvæmd rannsókna, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna, kynning og rökræður á eigin rannsóknum í samhengi við þekkingu á fræðasviðinu og birting í ritrýndum tímaritum.