Skip to main content

Reglur nr. 244-2014

Reglur um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl., og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds, nr. 244/2014, ásamt viðaukum

með síðari breytingum

1. gr.  Öflun tekna til viðbótar fjárveitingu á fjárlögum.

Samkvæmt 24. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla er Háskóla Íslands heimilt að afla sér tekna til viðbótar fjárveitingu á fjárlögum. Háskólaráð setur nánari reglur um gjaldtöku og ráðstöfun gjalda samkvæmt sömu lagagrein. Þessi gjaldskrá og reglur eru settar í samræmi við það.

2. gr.  Skrásetningargjald.

Skrásetningargjald kr. 75.000
Leyfi til skrásetningar utan auglýsts skrásetningartímabils kr. 10.000
Skrásetningargjald – öryrki og nýskráning á vormisseri kr. 55.000
Skráningargjald öryrki – nýskráning á vormisseri með álagi kr. 65.000
Skrásetningargjald – gestanemandi á samningi kr. 10.000
Skrásetningargjald – gestanemandi án samnings kr. 20.000
Skrásetningargjald – í leyfi kr. 10.000
Skrásetningargjald – úr leyfi kr. 65.000

3. gr.  Staðfesting skráningar, gjalddagi og eindagi skrásetningargjalds.

Eindagi skrásetningargjalds er sem hér segir:

  1. 4. júlí vegna skrásetningar á auglýstum umsóknartímabilum (mars/apríl, nýskráning í framhaldsnám, mars/júní, nýskráning í grunnnám, desember/janúar, erlendir umsækjendur).
  2. 4. júlí vegna skrásetningar í áframhaldandi nám (mars/apríl) fyrir komandi háskólaár.
  3. 6. janúar vegna skrásetningar á auglýstum umsóknartímabilum á vormisseri, ef um slíkt er að ræða (sept./okt., umsóknir í framhaldsnám, okt./nóv., umsóknir í grunnnám).
  4. 20 dögum eftir að doktorsnemi er samþykktur í háskólann.

Beri eindaga upp á laugardag, sunnudag eða almennan frídag, færist eindagi til næsta virka dags þar á eftir.

Greiðsluheimild fellur úr gildi á eindaga, 4. júlí. Frá 5. júlí til og með 4. ágúst geta nemendur sem ekki hafa greitt skrásetningargjald fyrir eindaga sótt skriflega um leyfi til að ganga frá staðfestingu á skráningu utan auglýstra skráningartímabila. Um slíkt leyfi er sótt til Nemendaskrár. Fái nemandi leyfi til skráningar greiðir hann skrásetningargjald með 10.000 kr. álagi eigi síðar en 4. ágúst og staðfestir þar með skrásetningu sína í háskólann. Frá og með 4. ágúst fellur sá möguleiki niður og þar með heimild til skólavistar. Nemandi sem fengið hefur heimild til að hefja nám á vormisseri verður að hafa staðfest skrásetningu sína fyrir eindaga, sem er 6. janúar.

4. gr.  Heimildir til lækkunar skrásetningargjalds.

Í lögum er fjárhæð skrásetningargjalds ákvörðuð fyrir heilt háskólaár, nú kr. 75.000, sbr. 2. gr. Lægra skrásetningargjald er heimilt að innheimta í eftirfarandi tilvikum:

  1. Ef stúdent á við verulega fötlun að stríða,  sem haft getur áhrif á námsframvindu hans, kr. 55.000, sbr. 2. gr.
  2. Ef stúdent hefur fengið samþykki deildar til að gera hlé á námi sínu eitt eða tvö kennslumisseri, en þó á sama háskólaári, kr. 10.000, sbr. 2. gr. þessara reglna og 5. mgr. 48. gr. reglna nr. 569/2009.
  3. Ef stúdent stundar nám á grundvelli samnings milli Háskóla Íslands og annars háskóla, kr. 10.000, sbr. 2. gr. Gestanemandinn tekur að jafnaði eitt til tvö námskeið við háskólann sem hluta af námi sínu við viðkomandi heimaskóla þar sem hann greiðir fullt skrásetningargjald.
  4. Í því tilviki þar sem ekki er samningur á milli Háskóla Íslands og viðkomandi heimaskóla gestanemenda, kr. 20.000, sbr. 2. gr., enda liggi fyrir skrifleg beiðni frá viðkomandi skóla um að nemandinn taki námskeiðin sem hluta af námi sínu við heimaskólann. Skilyrði er að gestanemandinn greiði fullt skrásetningargjald í sínum heimaskóla og taki að hámarki tvö námskeið (10 einingar) á misseri við Háskóla Íslands.

5. gr.  Undanþága frá greiðslu skrásetningargjalds.

Alþjóðlegir skiptinemar samkvæmt samningum sem Ísland er aðili að og gestanemendur frá öðrum opinberum háskólum á Íslandi eru undanþegnir greiðslu skrásetningargjalds, enda hafi þeir greitt við sinn heimaskóla. Heimilt er í samstarfssamningum háskólans við erlenda háskóla, einkum vegna meistara- og doktorsnáms, að leyfa frávik frá greiðslu.

6. gr.  Endurgreiðsla skrásetningargjalds.

Skrásetningargjald er ekki endurkræft ef skráður stúdent hættir námi.

Endurgreiðsla skrásetningargjalds er einungis möguleg ef ákvarðanir háskóladeilda eða annarra opinberra aðila raska forsendum stúdents fyrir því að hefja nám. Rökstutt erindi þar að lútandi skal sent Nemendaskrá fyrir upphaf kennslumisseris.

7. gr.  Umsókn um skrásetningu utan auglýstra skrásetningartímabila.

Sviðsstjóra kennslusviðs er heimilt, ef sérstaklega stendur á, s.s. vegna veikinda eða annarra ófyrirséðra ástæðna, að leyfa einstökum stúdentum skrásetningu á öðrum tímum en kveðið er á um í 2. mgr. 48. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009, sbr. einnig 3. gr. þessara reglna. Rökstudd umsókn þar að lútandi skal send Nemendaskrá.

8. gr.  Ráðstöfun skrásetningargjalds.

Skrásetningargjaldið er bókfært hjá yfirstjórn háskólans í samræmi við fjárlög. Háskólaráð ráðstafar skrásetningargjaldi á þá kostnaðarliði, sem falla undir gjaldið lögum samkvæmt.

9. gr.  Umsýslu- og afgreiðslugjald vegna erlendra umsókna.

Umsýslu- og afgreiðslugjald vegna umsókna nemenda með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins, að undanskildum Færeyjum og Grænlandi er EUR [135.]1

Umsýslu- og afgreiðslugjald miðast við þá vinnu að taka á móti hverri umsókn, fara yfir hana og tilheyrandi fylgigögn, eiga samskipti við umsækjendur m.a. ef fylgigögn vantar, meta umsókn og afgreiða hana. Miðað er við evrur þegar umsóknirnar koma erlendis frá.
1Breytt með 1. gr. reglna nr. 1179/2024.

10. gr.  Staðfest vottorð og innsiglun gagna.

Afrit brautskráningarskírteinis kr.     350
Ferilsyfirlit kr.     350
Vottorð kr.     350
Námskeiðslýsingar [...]1  kr.  [450]1
Staðfesting á skírteini kr.     350
Skjal sem sent er í símbréfi kr.     350
Þýðing eldra brautskráningarskírteinis kr.  2.500
Aukaafrit af staðfestu vottorði pr. bls. kr.         7
Innsiglun gagna pr. umslag kr.       50

Nemendur Háskóla Íslands geta á hverjum tíma nálgast, án endurgjalds, yfirlit yfir námsferil sinn í nemendakerfinu, Uglu, og við námslok fá þeir afhent braut­skráningar­skírteini, braut­skráningar­yfirlit, ásamt viðauka við prófskírteinið á íslensku og ensku. Óski nemendur umfram það eftir staðfestu vottorði um nám sitt við Háskóla Íslands, s.s. staðfestingu á skólavist, námsferilsyfirliti, námskeiðalýsingum eða afriti braut­skráningar­skírteina, greiða þeir fyrir það. Gjald vegna vottorða miðast eingöngu við pappírs- og prentkostnað. Þýðing eldra prófskírteinis miðast við vinnu við þýðingu og kostnaður við innsiglun felst í umslagi og límmiða, án sendingarkostnaðar.
1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 605/2023.

11. gr.  Vinnsla vegna kannana.

Vinnsla vegna kannana kr.  3.000

Kannanir eru sendar skv. beiðni hverju sinni til úrtaks nemenda úr gögnum Nemendaskrár eftir forskrift verkbeiðanda, kennara eða nemanda. Kannanir eru eingöngu sendar út vegna verkefna sem vega 10 einingar eða meira.Vinna telst um 1-2 klst. og er ítrekun innifalin.

12. gr.  Stúdentakort.

Stúdentakort – rafrænt kr.  1.500
Stúdentakort – rafrænt – skilagjald kr. -1.000

 Kostnaður felst í korti með örgjörva og prentun á kortið. Hluti kostnaðar er endurgreiddur er korti er skilað.

13. gr.  Umframþjónusta [Nemendaráðgjafar.]2

[Áhugakönnun Strong kr. 12.000
Áhugakönnun Bendill kr.   6.000
Námskeið/vinnustofur 2 stundir kr.   2.000
Námskeið/vinnustofur 4 stundir kr.   4.000
Námskeið/vinnustofur 6 stundir kr.   6.000
Námskeið/vinnustofur 8-10 stundir kr.   8.000
Handbækur (í lausasölu)   kr.   2.000
Sálfræðiráðgjöf háskólanema kr.   2.000

Miðað er við meðaltalskostnað við tímakaup ráðgjafa og launakostnað skrifstofu, auk kostnaðar við pappír og prentun.]1
1
Breytt með 1. gr. rgl. nr. 889/2016.
2Breytt með 1. gr. rgl. nr. 272/2023.

14. gr.  Gjöld vegna prófa.

Endurtökupróf kr.   6.000
[Inntökupróf í Læknadeild og Tannlæknadeild kr. 35.000]1
Fjarpróf utan skipulagðs fjarnáms:
        próf við HÍ haldið á Íslandi kr.   3.000
        " ½ gjald ef fleiri en eitt próf kr.   1.500
        próf við HÍ haldið erlendis kr.   5.000
        " ½ gjald ef fleiri en eitt próf kr.   2.500
        próf annarra þreytt við HÍ utan prófatíma kr.   8.000
        " ½ gjald ef fleiri en eitt próf kr.   4.000
        próf annarra þreytt við HÍ á prófatíma kr.   5.000
        " ½ gjald ef fleiri en eitt próf kr.   2.500

Kostnaðarliðir eru m.a. laun prófgæslufólks, breytileg laun umsjónarmanna, prófgögn, leiga á tölvuverum sem á við í um 20–30% prófa, umsýsla og póstkostnaður þar sem við á vegna fjarprófa. Enginn fastur kostnaður, s.s. föst laun, er talinn með.
1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 125/2023.

15. gr.  Upptökur á ráðstefnum og eMission.

Upptökur á ráðstefnum, fyrsta klukkustund kr. 10.000
Hver klukkustund eftir fyrstu klukkustund kr.   5.000
Fast viðbótargjald ef upptaka er utan dagvinnutíma kr. 20.000
eMission hýsing og umsýsla, árgjald að lágmarki kr. 30.000

Við upptökur á ráðstefnum er miðað við vélaleigu, laun, forrit, tölvubúnað o.fl. Forritið eMission er notað við upptökur á kennslustundum í námskeiðum sem kennd eru í fjarnámi og eftir atvikum til upptöku á öðrum fyrirlestrum og málstofum sem og við ýmsa námsgagnagerð. Árgjald við hýsingu og umsýslu er áætlað miðað við 10-15 upptökur á ári.

[16. gr. Tölfræðiráðgjöf við Heilbrigðisvísindasvið.

Minni verkefni Stærri verkefni > 10 klst. og
3-9 klst. > 10 klst. samstarfs­­samningur
Verð á útselda klst.
Nemendur við HÍ og aðra háskóla  kr.   5.000 kr.   5.000 kr. 5.000
Kennarar/starfsfólk HÍ kr.   9.500 kr.   8.750 kr. 5.000
Aðrir kr. 15.525 kr. 14.375

Ráðgjöf seld nemendum og kennurum er án virðisaukaskatts, en virðisaukaskattur leggst á ráðgjöf sem er seld aðilum utan Háskóla Íslands. Aðstoð í tvær klst. eða minna eða í gegnum samfélagsmiðla er án endurgjalds.

Grunnur að gjaldskránni er kostnaður við rekstur tölfræðiráðgjafarinnar, þ.e. laun starfsmanna, hluti af tíma starfsmanna sem ekki er seldur út og fer í þróun ráðgjafarinnar, s.s. heimasíðu með leiðbeinandi upplýsingum, húsnæði og annar kostnaður vegna aðstöðu. Gjaldskrá fyrir nemendur er niðurgreidd af Heilbrigðisvísindasviði.]1
1
Breytt með 1. gr. rgl. nr. 801/2016.

[17. gr. Aðgangseyrir o.fl. að sýningunni „Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur“ í húsnæði Háskóla Íslands, Loftskeytastöðinni við Suðurgötu.

  • Almennur aðgöngumiði, sem gildir í eitt ár, skal kosta 1.950 kr.
  • Frítt skal vera inn fyrir börn yngri en 18 ára, öryrkja, námsmenn og starfsfólk Háskóla Íslands.
  • Námsmenn (aðrir en nemendur HÍ) skulu greiða 1.100 kr. og gildir miðinn í eitt ár.
  • Eldri borgarar skulu greiða 1.100 kr. og gildir miðinn í eitt ár.
  • Hópar sem telja fleiri en 15 manns fá afslátt og skal hver meðlimur hópsins borga 1.700 kr. fyrir aðgöngumiðann.
  • Í Lofskeytastöðinni verði heimilt að innheimta kaffi- eða veitingagjald fyrir hópa sem þess óska á kostnaðarverði.
  • Einnig verði heimilt að selja bækur og annan varning sem hefur tengingu við sýningar og starfsemi hússins á samkeppnishæfu verði.

Grunnur að gjaldskránni er kostnaður við rekstur starfsemi í Loftskeytastöðinni og tekur mið af gjaldskrá sambærilegra sýninga og safna sem og nágrannasafna.  Aðgangseyrir mun ekki standa að öllu leyti straum af rekstri sýningarinnar, en kemur til móts við styrk ríkisins.]1

1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 489/2024.

[18. gr. Mælingar Rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið á líkamlegu atgervi.

Unnið er með íþróttahreyfingunni við mælingar á íþróttafólki og með stofnunum samfélagsins með mælingum á almenningi og sjúklingum. Rannsóknastofan er búin nýjustu tækjum til mæling­anna sem mörg er ekki að finna annars staðar á landinu. Mælingar eru nýttar í þágu kennslu, rann­sókna og þróunar. Allir þátttakendur sem mældir eru í rannsóknastofunni skrifa undir upplýst sam­þykki áður en mælingar hefjast.

1) Mælingar á styrk, hraða og liðleika                 15.000 kr. pr. einstakling
2) Mælingar á þoli (VO2max + lactates)             20.000 kr. pr. einstakling
3) Mælingar á styrk, hraða, liðleika og þoli         30.000 kr. pr. einstakling

Mæling 1 tekur 30–40 mín pr. einstakling í framkvæmd.
Mæling 2 tekur 40–50 mín pr. einstakling í framkvæmd.
Mæling 3 tekur 70–90 mín pr. einstakling í framkvæmd.

Grunnur að gjaldskránni er launakostnaður starfsfólks við framkvæmd mælinga, tilfallandi kostn­aður vegna mælinganna, s.s. hanskar, grímur, súrefniskútar, viðhald tækjabúnaðar og húsa­leiga. Gjöldin standa undir hluta af kostnaði sem til fellur vegna þjónustunnar.

Virðisaukaskattur leggst á mælingar. Gjöld vegna þjónustunnar skulu vera fjárhagslega afmörkuð frá öðrum rekstri Rannsóknastofunnar og þess gætt að þjónustan sé ekki niðurgreidd með öðrum tekjum, í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Gjaldskráin skal hverju sinni taka mið af upp­lýsingum um verðlagningu fyrir sambærilega þjónustu á almennum markaði, að því marki sem slík þjónusta er í boði. Um stjórnunar- og aðstöðugjald fer eftir ákvæðum 73. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.]1
1Breytt með 1. gr. reglna nr. 1179/2024.

[19. gr.] Lagastoð og gildistaka.

Reglur þessar sem settar eru með stoð í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. einnig 48. og 71. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009, taka þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 287/2012 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl.

1Breytt með 3. gr. reglna nr. 1179/2024.

Háskóla Íslands, 7. mars 2014.


Viðaukar

A. Skýringar með 2. og 3. gr.

Upphæð skrásetningargjalds er ákveðin á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Fyrir árið 2014 er skrásetningargjaldið kr. 75.000 og er innheimt fyrir hvert háskólaár.

Samkvæmt 3. mgr. 24. gr. laganna er heimilt að taka 15% hærra gjald af þeim sem fá leyfi til skrásetningar utan auglýstra skráningartímabila. Áætlaður meðaltalskostnaður við það er um kr. 10.500 á nemanda miðað við að 2.000 nemendur fái heimild til að greiða í einn mánuð eftir eindaga skráningartímabils. Í þessum reglum er miðað við kr. 10.000, sem samsvarar rúmlega 13,3% álagi á kr. 75.000. Þessi kostnaður, auk óhagræðis við skipulag skólastarfsins, fellur einkum til vegna þjónustu á sumarleyfistíma sem ella væri ekki veitt nema í algjöru lágmarki hjá Nemendaskrá, Þjónustuborði og Reiknistofnun háskólans, auk aðgangs sem nemendur hafa að tölvuverum, bókasafni, lesaðstöðu o.fl. yfir sumartímann.

Háskóla er heimilt að skipta innheimtu skrásetningargjalds skv. a. lið 2. mgr. 24. gr. laganna hlutfallslega yfir skólaárið og jafnframt er heimilt að mæla fyrir um lækkun skrásetningargjalds til tekjulítilla stúdenta er búa við örorku eða fötlun, sbr. 2. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra. Heimilt er að miða slíkar reglur við tekjumörk og hvort lækkun sé í formi fastrar krónutölu eða hlutfalls af skrásetningargjaldi, sbr. 4. mgr. 24. gr. laga nr. 85/2008. Í þessum reglum er lækkað skrásetningargjald nemenda sem búa við örorku eða fötlun og hafa örorkuskírteini/­endurhæfingar­lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins kr. 55.000 og er sú upphæð miðuð við fasta krónutölu og er óháð því hvort nemendur eru skráðir í heilt eða hálft háskólaár. Skrásetningargjald vegna gestanemenda er föst krónutala sem miðast við þá vinnu sem felst í skráningu þeirra og þjónustu sem þeim er veitt. Hið sama á við um  nemendur sem fá  leyfi frá námi sínu heilt kennslumisseri eða lengur og skulu þeir þá leita heimildar viðkomandi háskóladeildar og skrá sig árlegri skráningu, meðan á leyfistíma stendur, enda sé gætt ákvæða um tímamörk náms. Leyfistími getur að hámarki verið eitt ár í senn og lengir ekki hámarksnámstíma samkvæmt reglum viðkomandi deildar. Stúdent greiðir hluta skrásetningargjalds á meðan á leyfistíma stendur, þ.e. kr. 10.000, sem síðan dregst frá skrásetningargjaldinu er hann kemur úr leyfi, ef um sama háskólaár er að ræða.

Hluta skrásetningargjalds er varið til Félagsstofnunar stúdenta og til félagssamtaka stúdenta skv. sérstökum samningum, sbr. heimild í 4. mgr. 24. gr. laga nr. 85/2008.

Ef umsókn stúdents um skólavist er samþykkt gefur Nemendaskrá út rafræna kröfu fyrir skrásetningar­gjaldi ásamt rafrænu skjali sem birtist í netbanka nemanda. Sama gildir við árlega skráningu stúdenta sem þegar eru í námi. Greiðsla skrásetningargjalds staðfestir skráningu stúdents í háskólann.

B. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins, sbr. 8. gr.

Skrásetningargjaldið er bókfært hjá yfirstjórn háskólans í samræmi við fjárlög. Háskólaráð ráðstafar innheimtu skrásetningargjaldi á þá kostnaðarliði, sem falla undir gjaldið lögum samkvæmt, þ.e. bókfærður kostnaður vegna skrásetningar og þjónustu, annarrar en kennslu, að frádregnum kostnaði sem háskólanum er heimilt að innheimta sérstaklega sbr. b.–e. lið 2. mgr. 24. gr. laga nr. 85/2008:

1. Skrásetning stúdenta í námskeið, próf
Bókfærð gjöld Nemendaskrár og þjónustuborðs.
Önnur gjöld (reiknuð) 25% af rekstri sviðs-/deildarskrifstofa.
2. Nemendakerfi – Ugla
Bókfærð gjöld þess hluta nemendakerfisins sem snýr að nemendum.
3. Upplýsingamiðlun og námsráðgjöf
Bókfærð gjöld [Nemendaráðgjafar]1 og námskynningar.
4. Skipulag kennslu og prófa
Bókfærð gjöld, prófgæsla.
5. Framlög til samtaka og stofnana stúdenta, FS og SHÍ
Bókfærð gjöld, framlag  til SHÍ o.fl.
Bókfærð gjöld, framlag til FS, hlutur FS í skrásetningargjöldum.
Önnur áætluð gjöld áætluð – aðstaða fyrir kaffistofur stúdenta.
6. Skrifstofa kennslusviðs
Reiknuð gjöld (20%) af rekstri skrifstofu kennslusviðs.
7. Þjónusta Skrifstofu alþjóðasamskipta
Bókfærð gjöld Skrifstofu alþjóðasamskipta.
8. Aðgangur að bókasafni og lesaðstöðu
Landsaðgangur og aðstaða í Þjóðarbókhlöðu, 50% áætlað vegna nemenda.
Bókasafn Menntavísindasviðs, 50% vegna nemenda.
Önnur gjöld reiknuð – félagsaðstaða  stúdenta.
9. Aðgangur að tölvum, prenturum o.fl.
Bókfærð gjöld, rekstur tölvuvera.
Önnur gjöld reiknuð (50%) af alm. rekstri Reiknistofnunar.
10. Aðstaða og stjórnun
Reiknuð gjöld 12% af liðum 1.–9.

1Breytt með 2. gr. rgl. nr. 272/2023.