Almenn bókmenntafræði
Almenn bókmenntafræði
BA gráða – 180 einingar
Í almennri bókmenntafræði er veitt yfirlit um þróun bókmennta á Vesturlöndum og að nokkru leyti í öðrum heimshlutum. Nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum á margvíslegan skáldskap, menningu og táknheim ólíkra tíma og svæða.
Skipulag náms
- Haust
- Bókmenntaritgerðir
- Aðferðir og hugtök
- Söguljóðið – myndun nútímansV
- Norrænar samtímabókmenntirV
- Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Franskar bókmenntir IV
- Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Vor
- Bókmenntasaga
- Menningarheimar
- Latneskar bókmenntirB
- Íslensk bókmenntasaga til 1900B
- Huldufólk, ófreskjur og drekar í bókmenntum VesturlandaV
- SamtímabókmenntirV
Bókmenntaritgerðir (ABF103G)
Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.
Aðferðir og hugtök (ABF104G)
Aðferðir og hugtök Viðfangsefni Þetta er inngangsnámskeið og myndar grundvöll annars náms í almennri bókmenntafræði. Markmið þess er að kynna nemendum helstu bókmenntafræðileg hugtök og undirstöðuatriði í aðferðafræði og veita þeim nokkra þjálfun í textagreiningu. Regluleg tímasókn er áskilin. Vinnulag Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og úthendum nemenda, en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna. Námsmat Námsmat byggist á skriflegu lokaprófi (50%) og tveimur verkefnum sem dreifð eru á misserið (25% og 25%).
Söguljóðið – myndun nútímans (ABF333G)
Í námskeiðinu verður fjallað um söguljóðið í alþjóðlegu samhengi og könnuð jafnt verk frá fornöld, frá miðöldum og úr nútímanum. Sjónum verður beint að lykilminnum og frásagnaraðferðum söguljóðsins í því skyni að skilgreina bókmenntagreinina. Sérstök áhersla verður lögð á sjónarhorn á stríð og skilgreiningar á siðmenningu, menningarlegt minni, sérstæð gildi og einkenni sem litið er á sem undirstöðuþætti siðmenningar í ólíku sögulegu samhengi. Leitast verður við að kortleggja sambandið á milli fornra söguljóða og verka sem tilheyra nútímanum, mismun þeirra og pólitískt, menningarlegt og félagslegt samhengi.
Norrænar samtímabókmenntir (ABF334G)
Fjallað verður um norrænar samtímabókmenntir. Rekin verður bókmenntasaga Norðurlandanna frá lok 19. aldar til tímans í dag. Lesin verða ólík verk og ýmsar bókmenntagreinar, frá skáldsögum, yfir leikrit til ljóða. Höfundar á borð við Henrik Ibsen, August Strindberg, Edith Södergran, Tove Ditlevsen, Inger Christensen, Jon Fosse og fleiri nútímahöfundar verða lesnir. Hugmyndir og þemu sem hafa verið áberandi á tímum módernismans eru rædd og sett í samhengi verkanna. Tekið verður tillit til verka frá öllum Norðurlöndum, þar sem textar verða lesnir í íslenskum þýðingum og á frummáli, en þeir eiga að vera auðskiljanlegir íslenskumælandi háskólanemum. Lesnir verða fræðitextar sem munu nýtast sem verkfæri i greiningu bókmenntaverka og tilhneiginga í norrænum samtímabókmenntum, en líka víðar.
Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA505G)
Í þessu sérverkefni fá nemendur tækifæri til að vinna að afmörkuðu verkefni sem tengist námskeiðinu FRA434G Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar,
Franskar bókmenntir I (ABF111G)
Lesið er úrval texta frá 18. og 19. öld, og skoðaðar helstu stefnur og straumar, m.a. upplýsing, rómantík og raunsæi, eins og þær birtast í ýmsum formum, t.d. skáldsögum, sjálfsævisögum og ljóðagerð. Sérstaklega verður litið til hvernig þær miklu breytingar sem urðu á tímabilinu í kjölfar byltingarinnar og iðnvæðingar höfðu áhrif á þróun franskra bókmennta. Meðal höfunda verða Voltaire, Rousseau, Stendhal, Balzac, Georges Sand, Flaubert, Rimbaud og Baudelaire.
Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA434G)
Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.
Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.
Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA505G Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Menningarheimar (TÁK204G)
Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.
Latneskar bókmenntir (ABF225G)
Með lestri valinna bókmenntaverka af ýmsu tagi verður leitast við að fá yfirsýn yfir meira en tvö þúsund ára sögu bókmennta á latínu frá Rómaríki til Skandinavíu á sautjándu öld. Verkin eru lesin í íslenskum þýðingum ef völ er á.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Huldufólk, ófreskjur og drekar í bókmenntum Vesturlanda (ABF438G)
Vestrænar bókmenntir, frá þjóðsögum til nútíma fantasíubókmennta, beina oft athyglinni að vættum sem búa á hálendinu og í yfirnáttúrulegum víddum. Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir fjölbreytt verk, allt frá Ljóðsögum eftir Mariu de France að The Hobbit eftir J. R. R. Tolkien, og ýmsum vættum innan þeirra. Í námskeiðinu munum við skoða helstu stefnur í greiningu á huldufólki, ófreskjum og drekum og uppgötva hlutverk þeirra innan og utan verka af þessu tagi.
Samtímabókmenntir (ABF224G)
Á námskeiðinu verða lesin ýmis bókmenntaverk frá síðustu árum, frumsamin og þýdd, meðal annars verk sem eru nýkomin út. Fjallað verður um samtímastrauma í bókmenntum, með áherslu á íslenskt bókmenntalíf og textagreiningu þeirra verka sem farið verður í. Jafnframt er spurt hvað „bókmenntalíf“ sé og hvað „samtími“ sé og hvernig hann birtist í menningu og skáldskap. Hugað verður að þeim skilningi sem leggja megi í hefð og nýmæli, frumleika og vinsældir, og kannað hvaða hugtök og viðmið eru áberandi í umfjöllun um samtímabókmenntir, bæði í fræðilegri umræðu og í öllu umhverfi bókmennta. Námskeiðið verður jafnframt í sambandi við bókmenntalíf líðandi stundar.
- Haust
- Stefnur í bókmenntafræði
- Söguljóðið – myndun nútímansV
- Norrænar samtímabókmenntirV
- Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Franskar bókmenntir IV
- Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Vor
- Latneskar bókmenntirB
- Íslensk bókmenntasaga til 1900B
- Huldufólk, ófreskjur og drekar í bókmenntum VesturlandaV
- SamtímabókmenntirV
- Franz Kafka og frásagnarlistinV
Stefnur í bókmenntafræði (ABF305G)
Sögulegt yfirlit yfir þróun bókmenntafræði á 20. og 21. öld. Auk fyrirlestra þar sem fjallað er um valdar lykilkenningar er gert ráð fyrir umræðutímum þar sem nemendur æfast í að beita ólíkum nálgunarleiðum á bókmenntatexta.
Söguljóðið – myndun nútímans (ABF333G)
Í námskeiðinu verður fjallað um söguljóðið í alþjóðlegu samhengi og könnuð jafnt verk frá fornöld, frá miðöldum og úr nútímanum. Sjónum verður beint að lykilminnum og frásagnaraðferðum söguljóðsins í því skyni að skilgreina bókmenntagreinina. Sérstök áhersla verður lögð á sjónarhorn á stríð og skilgreiningar á siðmenningu, menningarlegt minni, sérstæð gildi og einkenni sem litið er á sem undirstöðuþætti siðmenningar í ólíku sögulegu samhengi. Leitast verður við að kortleggja sambandið á milli fornra söguljóða og verka sem tilheyra nútímanum, mismun þeirra og pólitískt, menningarlegt og félagslegt samhengi.
Norrænar samtímabókmenntir (ABF334G)
Fjallað verður um norrænar samtímabókmenntir. Rekin verður bókmenntasaga Norðurlandanna frá lok 19. aldar til tímans í dag. Lesin verða ólík verk og ýmsar bókmenntagreinar, frá skáldsögum, yfir leikrit til ljóða. Höfundar á borð við Henrik Ibsen, August Strindberg, Edith Södergran, Tove Ditlevsen, Inger Christensen, Jon Fosse og fleiri nútímahöfundar verða lesnir. Hugmyndir og þemu sem hafa verið áberandi á tímum módernismans eru rædd og sett í samhengi verkanna. Tekið verður tillit til verka frá öllum Norðurlöndum, þar sem textar verða lesnir í íslenskum þýðingum og á frummáli, en þeir eiga að vera auðskiljanlegir íslenskumælandi háskólanemum. Lesnir verða fræðitextar sem munu nýtast sem verkfæri i greiningu bókmenntaverka og tilhneiginga í norrænum samtímabókmenntum, en líka víðar.
Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA505G)
Í þessu sérverkefni fá nemendur tækifæri til að vinna að afmörkuðu verkefni sem tengist námskeiðinu FRA434G Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar,
Franskar bókmenntir I (ABF111G)
Lesið er úrval texta frá 18. og 19. öld, og skoðaðar helstu stefnur og straumar, m.a. upplýsing, rómantík og raunsæi, eins og þær birtast í ýmsum formum, t.d. skáldsögum, sjálfsævisögum og ljóðagerð. Sérstaklega verður litið til hvernig þær miklu breytingar sem urðu á tímabilinu í kjölfar byltingarinnar og iðnvæðingar höfðu áhrif á þróun franskra bókmennta. Meðal höfunda verða Voltaire, Rousseau, Stendhal, Balzac, Georges Sand, Flaubert, Rimbaud og Baudelaire.
Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA434G)
Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.
Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.
Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA505G Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
Latneskar bókmenntir (ABF225G)
Með lestri valinna bókmenntaverka af ýmsu tagi verður leitast við að fá yfirsýn yfir meira en tvö þúsund ára sögu bókmennta á latínu frá Rómaríki til Skandinavíu á sautjándu öld. Verkin eru lesin í íslenskum þýðingum ef völ er á.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Huldufólk, ófreskjur og drekar í bókmenntum Vesturlanda (ABF438G)
Vestrænar bókmenntir, frá þjóðsögum til nútíma fantasíubókmennta, beina oft athyglinni að vættum sem búa á hálendinu og í yfirnáttúrulegum víddum. Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir fjölbreytt verk, allt frá Ljóðsögum eftir Mariu de France að The Hobbit eftir J. R. R. Tolkien, og ýmsum vættum innan þeirra. Í námskeiðinu munum við skoða helstu stefnur í greiningu á huldufólki, ófreskjum og drekum og uppgötva hlutverk þeirra innan og utan verka af þessu tagi.
Samtímabókmenntir (ABF224G)
Á námskeiðinu verða lesin ýmis bókmenntaverk frá síðustu árum, frumsamin og þýdd, meðal annars verk sem eru nýkomin út. Fjallað verður um samtímastrauma í bókmenntum, með áherslu á íslenskt bókmenntalíf og textagreiningu þeirra verka sem farið verður í. Jafnframt er spurt hvað „bókmenntalíf“ sé og hvað „samtími“ sé og hvernig hann birtist í menningu og skáldskap. Hugað verður að þeim skilningi sem leggja megi í hefð og nýmæli, frumleika og vinsældir, og kannað hvaða hugtök og viðmið eru áberandi í umfjöllun um samtímabókmenntir, bæði í fræðilegri umræðu og í öllu umhverfi bókmennta. Námskeiðið verður jafnframt í sambandi við bókmenntalíf líðandi stundar.
Franz Kafka og frásagnarlistin (ABF601M)
Franz Kafka er meðal þekktustu nútímarithöfunda Vesturlanda. Höfundarverki hans er stundum lýst sem torveldu í túlkun en þó er sem margir álíti það búa yfir mjög ákveðinni merkingu sem draga megi saman í lýsingarorðið „kafkaískur“. Sumir telja hann sviðsetja mannskepnuna á myrkum tímum en aðrir finna glettni og launkímni í textum hans. Á námskeiðinu verður tekist á við þessar þversagnir með því að kanna sagnaheim Kafka frá ýmsum hliðum. Leitað verður að frásagnarummerkjum í kjarnyrðum (afórismum) hans og þeim fylgt eftir í dagbókum hans og bréfum, örsögum (smáprósum), smásögum, nóvellum og skáldsögum. Ritverk Kafka bjóða upp á fjölbreytilegar athuganir á tengslum og mismun þessara ólíku tjáningarforma.
Jafnframt verður hugað að stöðu þessara verka gagnvart frásagnarhefðum sem og umbrotum módernismans á 20. öld, með áherslu á spurningar um einstaklingstilvist, frelsi, vald og samfélagsmyndir í nútímanum. Þá verður einnig vikið að vandanum við að flytja þessi ummerki og einkenni á milli tungumála, því að langflestir lesa verk Kafka í þýðingum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í framhaldsnámi eða komnir áleiðis í grunnnámi. Til greina kemur að nemendur vinni ritlistarverkefni, þýðingafræðileg verkefni eða samanburðarverkefni þar sem verk annarra rithöfunda eru einnig tekin til athugunar.
- Haust
- BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
- Söguljóðið – myndun nútímansV
- Norrænar samtímabókmenntirV
- Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Franskar bókmenntir IV
- Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Vor
- BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
- Latneskar bókmenntirB
- Íslensk bókmenntasaga til 1900B
- Huldufólk, ófreskjur og drekar í bókmenntum VesturlandaV
- SamtímabókmenntirV
- Franz Kafka og frásagnarlistinV
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði (ABF261L)
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
Söguljóðið – myndun nútímans (ABF333G)
Í námskeiðinu verður fjallað um söguljóðið í alþjóðlegu samhengi og könnuð jafnt verk frá fornöld, frá miðöldum og úr nútímanum. Sjónum verður beint að lykilminnum og frásagnaraðferðum söguljóðsins í því skyni að skilgreina bókmenntagreinina. Sérstök áhersla verður lögð á sjónarhorn á stríð og skilgreiningar á siðmenningu, menningarlegt minni, sérstæð gildi og einkenni sem litið er á sem undirstöðuþætti siðmenningar í ólíku sögulegu samhengi. Leitast verður við að kortleggja sambandið á milli fornra söguljóða og verka sem tilheyra nútímanum, mismun þeirra og pólitískt, menningarlegt og félagslegt samhengi.
Norrænar samtímabókmenntir (ABF334G)
Fjallað verður um norrænar samtímabókmenntir. Rekin verður bókmenntasaga Norðurlandanna frá lok 19. aldar til tímans í dag. Lesin verða ólík verk og ýmsar bókmenntagreinar, frá skáldsögum, yfir leikrit til ljóða. Höfundar á borð við Henrik Ibsen, August Strindberg, Edith Södergran, Tove Ditlevsen, Inger Christensen, Jon Fosse og fleiri nútímahöfundar verða lesnir. Hugmyndir og þemu sem hafa verið áberandi á tímum módernismans eru rædd og sett í samhengi verkanna. Tekið verður tillit til verka frá öllum Norðurlöndum, þar sem textar verða lesnir í íslenskum þýðingum og á frummáli, en þeir eiga að vera auðskiljanlegir íslenskumælandi háskólanemum. Lesnir verða fræðitextar sem munu nýtast sem verkfæri i greiningu bókmenntaverka og tilhneiginga í norrænum samtímabókmenntum, en líka víðar.
Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA505G)
Í þessu sérverkefni fá nemendur tækifæri til að vinna að afmörkuðu verkefni sem tengist námskeiðinu FRA434G Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar,
Franskar bókmenntir I (ABF111G)
Lesið er úrval texta frá 18. og 19. öld, og skoðaðar helstu stefnur og straumar, m.a. upplýsing, rómantík og raunsæi, eins og þær birtast í ýmsum formum, t.d. skáldsögum, sjálfsævisögum og ljóðagerð. Sérstaklega verður litið til hvernig þær miklu breytingar sem urðu á tímabilinu í kjölfar byltingarinnar og iðnvæðingar höfðu áhrif á þróun franskra bókmennta. Meðal höfunda verða Voltaire, Rousseau, Stendhal, Balzac, Georges Sand, Flaubert, Rimbaud og Baudelaire.
Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA434G)
Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.
Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.
Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA505G Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði (ABF261L)
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
Latneskar bókmenntir (ABF225G)
Með lestri valinna bókmenntaverka af ýmsu tagi verður leitast við að fá yfirsýn yfir meira en tvö þúsund ára sögu bókmennta á latínu frá Rómaríki til Skandinavíu á sautjándu öld. Verkin eru lesin í íslenskum þýðingum ef völ er á.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Huldufólk, ófreskjur og drekar í bókmenntum Vesturlanda (ABF438G)
Vestrænar bókmenntir, frá þjóðsögum til nútíma fantasíubókmennta, beina oft athyglinni að vættum sem búa á hálendinu og í yfirnáttúrulegum víddum. Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir fjölbreytt verk, allt frá Ljóðsögum eftir Mariu de France að The Hobbit eftir J. R. R. Tolkien, og ýmsum vættum innan þeirra. Í námskeiðinu munum við skoða helstu stefnur í greiningu á huldufólki, ófreskjum og drekum og uppgötva hlutverk þeirra innan og utan verka af þessu tagi.
Samtímabókmenntir (ABF224G)
Á námskeiðinu verða lesin ýmis bókmenntaverk frá síðustu árum, frumsamin og þýdd, meðal annars verk sem eru nýkomin út. Fjallað verður um samtímastrauma í bókmenntum, með áherslu á íslenskt bókmenntalíf og textagreiningu þeirra verka sem farið verður í. Jafnframt er spurt hvað „bókmenntalíf“ sé og hvað „samtími“ sé og hvernig hann birtist í menningu og skáldskap. Hugað verður að þeim skilningi sem leggja megi í hefð og nýmæli, frumleika og vinsældir, og kannað hvaða hugtök og viðmið eru áberandi í umfjöllun um samtímabókmenntir, bæði í fræðilegri umræðu og í öllu umhverfi bókmennta. Námskeiðið verður jafnframt í sambandi við bókmenntalíf líðandi stundar.
Franz Kafka og frásagnarlistin (ABF601M)
Franz Kafka er meðal þekktustu nútímarithöfunda Vesturlanda. Höfundarverki hans er stundum lýst sem torveldu í túlkun en þó er sem margir álíti það búa yfir mjög ákveðinni merkingu sem draga megi saman í lýsingarorðið „kafkaískur“. Sumir telja hann sviðsetja mannskepnuna á myrkum tímum en aðrir finna glettni og launkímni í textum hans. Á námskeiðinu verður tekist á við þessar þversagnir með því að kanna sagnaheim Kafka frá ýmsum hliðum. Leitað verður að frásagnarummerkjum í kjarnyrðum (afórismum) hans og þeim fylgt eftir í dagbókum hans og bréfum, örsögum (smáprósum), smásögum, nóvellum og skáldsögum. Ritverk Kafka bjóða upp á fjölbreytilegar athuganir á tengslum og mismun þessara ólíku tjáningarforma.
Jafnframt verður hugað að stöðu þessara verka gagnvart frásagnarhefðum sem og umbrotum módernismans á 20. öld, með áherslu á spurningar um einstaklingstilvist, frelsi, vald og samfélagsmyndir í nútímanum. Þá verður einnig vikið að vandanum við að flytja þessi ummerki og einkenni á milli tungumála, því að langflestir lesa verk Kafka í þýðingum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í framhaldsnámi eða komnir áleiðis í grunnnámi. Til greina kemur að nemendur vinni ritlistarverkefni, þýðingafræðileg verkefni eða samanburðarverkefni þar sem verk annarra rithöfunda eru einnig tekin til athugunar.
- Haust
- Rússneskar bókmenntir I: 19. öldV
- Sagnir, ævintýri og sagnamenn: ÞjóðsagnafræðiV
- Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndarVE
- Vor
- Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðirV
Rússneskar bókmenntir I: 19. öld (RÚS201G)
Fjallað verður um strauma og stefnur í rússneskum bókmenntum á 19. öld og upphafi þeirrar 20. Lesnir verða valdir textar og verk í íslenskum eða enskum þýðingum. Fjallað verður um verkin og höfunda þeirra (Púshkín, Lermontov, Gogol, Túrgenev, Dostojevskí, Tolstoj, Tsjekhov o.fl.), sem og hlutverk og stöðu bókmennta í samfélagsumræðu í Rússlandi á gullöld rússneskra bókmennta á 19. öld og við aldahvörf.
Kennsluhættir / vinnulag:
Kennsla byggir á fyrirlestrum og umræðum.
Námskeiðið er kennt á íslensku.
Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)
Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.
Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.
Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndar (ÞJÓ340G)
Í námskeiðinu verður íslensk sagna og þjóðtrúarhefð rannsökuð í ljósi frumheimilda og fræðilegrar umræðu á síðustu árum. Meginviðfangsefnið verður hvernig íslenskar sagnir hafa orðið til, gengið frá manni til manns og lifað og þróast I munnlegri hefð. Rætt verður um samhengi íslenskrar þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld og skoðað hvernig Sagnagrunnurinn, kortlagður gagnagrunnur um sagnir þjóðsagnasafnanna, getur nýst sem rannsóknartæki. Þá verður sjónum beint að efnisflokkum íslenskra sagna og fjallað um það hvernig sagnir kortleggja landslag, menningu og náttúru og gefa innsýn inn í hugmynda- og reynsluheim fólksins sem deildi þeim. Jafnframt verður reynt að meta hvað sagnirnar geta sagt um þjóðtrú á Íslandi og hugað sérstaklega að reynslusögnum (memorat) og heimildagildi þeirra. Nemendur munu einnig kynnast helstu flökkusögnum á Íslandi og því hvernig mismunandi sagnahefðir og þjóðtrú nágrannalandanna setja mark sitt á þær.
Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðir (ÞJÓ439G)
Námskeiðið fjallar um hvernig sjálfsmyndir og ímyndir af Íslendingum og öðrum þjóðum hafa mótast og hvernig þær vinna með alþýðuhefðir á hverjum stað. Við skoðum íslenskan veruleika og ímyndir í samanburði við reynslu ýmissa grannþjóða og rannsökum hvernig sögur, siðir og minjar skapa þjóðir og móta þær, frá þjóðminjasöfnum til þorrablóta í London; og frá viskídrykkju (í Skotlandi) til víkingasagna (á Norðurlöndum), með viðkomu á Up Helly Aa (á Hjaltlandseyjum) og Ólafsvöku (í Færeyjum); við skoðum hönnunarsýningu (á Grænlandi), norrænar byggðir í Vesturheimi og sendum myndir af öllu saman á samfélagsmiðla.
Við berum niður í kvikmyndum og tónlist, hátíðum, leikjum og skrautsýningum stjórnmálanna. Sérstaklega verður greint hvernig þjóðlegar ímyndir sameina og sundra hópum fólks. Í því samhengi verður horft til kvenna og karla, búsetu (borgar og landsbyggðar), fólksflutninga fyrr og síðar (innfluttra, brottfluttra, heimfluttra), kynþáttahyggju og kynhneigðar. Við rannsökum þessar ímyndir sem hreyfiafl og hugsjón, auðlindir og þrætuepli og skoðum hvernig þeim er beitt í margvíslegu skyni af ólíku fólki á ólíkum stöðum, jafnt af þjóðernispopúlistum sem græningjum, ríkisstofnunum og bönkum, fræðafólki og nemendum.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.