Skip to main content
14. maí 2024

Hylurinn tæmdur - sögu bókasafns Menntavísindsviðs lýkur

Hylurinn tæmdur - sögu bókasafns Menntavísindsviðs lýkur - á vefsíðu Háskóla Íslands

Kveðjuhóf bókasafnsins í Stakkahlíð fór fram 8. maí síðastliðinn en nú í sumar lýkur sögu þess sem sjálfstæðs bókasafns því safnið verður þá sameinað Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni í ljósi þess að Menntavísindasvið flytur starfsemi sína í Sögu.

Bókasafn Menntavísindasviðs á sér langa og merkilega sögu. Safnið var hluti af Kennaraskólanum allt frá stofnun hans árið 1908 og varð síðan mikilvægur þáttur í starfsemi Kennaraháskóla Íslands og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. 

Að loknum prófum í vor verður húsnæði Bókasafns Menntavísindasviðs, Hylurinn í Hamri, tæmt og safnkostinum og starfsfólki fundinn nýr staður í Þjóðarbókhlöðu.

Í tilefni af þessum tímamótum var haldið kveðjuhóf í Hylnum, velunnarar safnsins mættu og áttu ljúfa stund á þessum tímamótum.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands hélt stutta tölu, auk Kolbrúnar Þ. Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs. Gunnhildur K. Björnsdóttir, forstöðumaður bókasafns Menntavísindasviðs ræddi sögu safnsins og þakkaði starfsfólki safnsins fyrir gott samstarf en hún hefur starfað á bókasafninu frá árinu 2006.

Starfsfólk bókasafnsins tók afleggjara af þeim plöntum sem hafa prýtt bókasafnið til margra ára og gafst gestum tækifæri á að grípa með sér afleggjara til minningar um hið góða starf bókasafnsins í Stakkahlíð. Þess má geta að tæplega 90 manns mættu á viðburðinn.

Hylurinn tæmdur Kveðjuhóf bókasafnsins í Stakkahlíð fór fram 8. maí
Hylurinn tæmdur Kveðjuhóf bókasafnsins í Stakkahlíð fór fram 8. maí
Hylurinn tæmdur Kveðjuhóf bókasafnsins í Stakkahlíð fór fram 8. maí
Hylurinn tæmdur Kveðjuhóf bókasafnsins í Stakkahlíð fór fram 8. maí
Hylurinn tæmdur Kveðjuhóf bókasafnsins í Stakkahlíð fór fram 8. maí
Hylurinn tæmdur Kveðjuhóf bókasafnsins í Stakkahlíð fór fram 8. maí
Hylurinn tæmdur Kveðjuhóf bókasafnsins í Stakkahlíð fór fram 8. maí
Hylurinn tæmdur Kveðjuhóf bókasafnsins í Stakkahlíð fór fram 8. maí