Skip to main content

Kennsluþróunardagur HVS 2024

Kennsluþróunardagur HVS 2024 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. maí 2024 9:00 til 12:00
Hvar 

Eirberg

Stofa 103-C

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kennsluþróunardagur HVS 2024 fer fram fimmtudaginn 23. maí í stofu 103-c í Eirbergi. Kennsluþróunardagurinn verður einnig sendur út í beinu streymi á Zoom.

Dagskráin, sem finna má hér fyrir neðan, er fyrir fólk sem starfar við kennslu heilbrigðisvísinda og er opin öllum hvort sem þau eru starfandi við HÍ eða annars staðar. Starfsfólk HÍ skráir sig á viðburðarsíðunni í Uglu, en skráning fyrir gesti utan HÍ fer fram með því að smella á þennan hlekk.

Dagskrá

  • 9:00 Opnun – Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður kennslumálanefndar HVS
  • 9:05 Frá sjálfsmatsskýrslu til breyttrar námskrár við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ: Svar deildar við kalli samtímans um aukna áherslu á sjálfbærni í kennslu – Ólafur Ögmundarson og Ólöf Guðný Geirsdóttir
  • 9:30 Hvernig upplifa nemendur klíníska þjálfun? Kynning á rannsóknarniðurstöðum – Ásta Bryndís Schram, Guðfinna Björnsdóttir og Abby Snook
  • 10:00 Þverfræðileg hæfni Aurora – LOUIS hæfniramminn - Sandra Berg Cepero
  • 10:30 Klínískt námsmat  í sjúkraþjálfun með The APP – Guðfinna Björnsdóttir
  • 11:00 Möguleikar færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísindum – Þorsteinn Jónsson
  • 11:45 Létt hádegissnarl í lok dagskrár

Streymishlekkur fyrir ZOOM kemur hér: https://eu01web.zoom.us/j/64848336871

Dagskráin er fyrir fólk sem starfar við kennslu heilbrigðisvísinda og er opin öllum hvort sem þau eru starfsfólk HÍ eða vinna annars staðar.

Kennsluþróunardagur HVS 2024