Skip to main content

Góðvinir Grunnavíkur-Jóns 30 ára – Ritgerð um leiki – afmælismálþing

Góðvinir Grunnavíkur-Jóns 30 ára – Ritgerð um leiki – afmælismálþing - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. maí 2024 13:30 til 16:00
Hvar 

Edda

Fyrirlestrasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ritgerð um leiki eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík.

30 ára afmælismálþing Góðvina Grunnavíkur-Jóns laugardaginn 4. maí 2024 kl 13.30–16.00 í fyrirlestrasal Eddu, Arngrímsgötu 5.

Leikjaritgerðin er hluti af íslensk-latneskri orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (1705–1779) í handritinu AM 433 fol. Í þessari óútgefnu orðabók er oft og tíðum að finna mjög mikilvægan fróðleik og við orðið leikur í orðabókinni er löng og ómetanleg lýsing á íslenskum leikjum sem var gefin út í fyrsta sinn í heild sinni í fyrra af Góðvinum Grunnavíkur-Jóns.

Kynnir á afmælismálþinginu er Guðvarður Már Gunnlaugsson. Guðrún Kvaran, Svavar Sigmundsson og Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir munu segja stuttlega frá útgáfunni og þýðingu textans úr latínu yfir á íslensku. Una Margrét Jónsdóttir fjallar um sögu íslenskra leikja og Pétur Gunnarsson um stílsnilld Jóns úr Grunnavík.

Nokkrir piltar úr fimleikafélaginu Gerplu undir stjórn Axels Ólafs, þjálfara síns, munu sýna ýmsa leiki úr leikjaritgerðinni. Sumir þeirra eru einfaldir í framkvæmd en aðrir aðeins á færi fimleikafólks. Ingibjörg Björnsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins, mun kynna stuttlega leikina sem sýndir verða.

Leikjaritgerðin eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík er óviðjafnanleg heimild um leiki barna og fullorðinna á 18. öld.

Góðvinir Grunnavíkur-Jóns er félagsskapur sem stofnaður var í Reykjavík árið 1994. Félagið hefur að markmiði að breyta þeirri mynd sem menn hafa af Jóni Ólafssyni úr Grunnavík og standa vörð um fræðimannsheiður hans með því að kynna hann, æviferil hans og störf. Vefur félagsins.

30 ára afmælismálþing Góðvina Grunnavíkur-Jóns verður laugardaginn 4. maí 2024 kl 13.30–16.00 í fyrirlestrasal Eddu, Arngrímsgötu 5.

Góðvinir Grunnavíkur-Jóns 30 ára – Ritgerð um leiki – afmælismálþing