Annarsmálsfræði
Annarsmálsfræði
MA gráða – 120 einingar
Þessi nýja námsleið er svar við brýnni þörf fyrir betri menntun tungumálakennara sem kenna á háskólastigi og þeirra sem kenna fullorðnum tungumál á öðrum vettvangi. Námsleiðinni er einnig ætlað að efla rannsóknir á sviði annarsmálsfræða og tví- og margtyngis.
Skipulag náms
- Haust
- Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum
- Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála
- Efst á baugi: Seminar með innlendum og erlendum fræðimönnumVE
- Samtalsgreining (Conversation Analysis) og tileinkun annars málsVE
- Kennsla íslensku sem annars máls: Málfræði og framburðurVE
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Efst á baugi: Seminar með innlendum og erlendum fræðimönnumV
- Tæknistutt málanám og -kennslaV
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Kennsla íslensku sem annars máls: Orðaforði í ræðu og ritiV
- Tileinkun málfræði í öðru máliV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- Mál og samfélagV
Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum (AMF001F)
Yfirlits- og inngangsnámskeið í rannsóknaraðferðum annarsmálsfræða. Nemendur fá innsýn í mun eigindlegra og megindlegra aðferða í rannsóknum á fræðasviðinu og litið verður á ýmsar tegundir rannsókna sem falla undir þær í annarsmálsfræðum. Rýnt verður í aðferðir við söfnun og greiningu gagna í tengslum við nýlegar kenningar á sviðinu. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli.
Efst á baugi: Seminar með innlendum og erlendum fræðimönnum (AMF002F)
Gert er ráð fyrir að nemendur taki þátt í stuttum málstofum, seminörum og ráðstefnum sem tengjast nýjungum á fræðasviðinu. Kostnaður við seminörin verður að einhverju leyti fjármagnaður gegnum styrkumsóknir s.s. Erasmus. Markmiðið er að efla tengsl nemenda við fræðimenn innan og utan Háskólans og gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegri umræðu á fræðasviðinu.
Samtalsgreining (Conversation Analysis) og tileinkun annars máls (AMF004M)
Fjallað verður um tilurð og forsendur samtalsgreiningar. Farið verður yfir meginhugtök samtalsgreiningar og nemendur verða þjálfaðir í að nota þau. Við skoðum helstu rannsóknir í annarsmálsfræðum bæði erlendar og íslenskar þar sem þessi aðferð er notuð. Nemendur fá þjálfun í að safna talmálsgögnum og endurrita þau með aðferðum samtalsgreiningar og loks verður farið rækilega í greiningu gagnanna, m.a. á gagnafundum. Einnig verða nemendur kynntir fyrir CLAN-forritinu í vinnusmiðju og munu nota það í verkefnavinnu.
Kennsla íslensku sem annars máls: Málfræði og framburður (AMF005F)
Námskeiðið er hagnýtt námskeið þar sem sjónum verður beint að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna. Farið verður yfir færniþættina fjóra þ.e. lestur, ritun, tal og skilning á mæltu máli og nemendum leiðbeint varðandi kennslu, verkefnagerð, námsmat og þjálfun þessara þátta í íslensku sem öðru máli. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir meginþætti hljóð- og beygingakerfis íslensku. Hugað verður að því hvernig heppilegast sé að kenna málfræði, þ.e. hvað eigi að kenna, hvernig og hvenær. Litið verður á hvernig kenna megi málfræði, beint og óbeint, í tengslum við færniþættina fjóra. Framburðarkennsla verður skoðuð með hliðsjón af hljóðfræði. Orðaforði íslenskunnar hefur sín sérkenni. Í námskeiðinu verður farið í uppbyggingu íslensks orðaforða og orðmyndun. Litið verður á hvernig kenna megi orðaforða í lestri og ritun á mismunandi getustigum og hugað að hlutverki bókmennta og menningarlæsis í kennslu íslensku sem annars máls.
Rannsóknarverkefni A (AMF006F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Rannsóknarverkefni B (AMF007F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Efst á baugi: Seminar með innlendum og erlendum fræðimönnum (AMF002F)
Gert er ráð fyrir að nemendur taki þátt í stuttum málstofum, seminörum og ráðstefnum sem tengjast nýjungum á fræðasviðinu. Kostnaður við seminörin verður að einhverju leyti fjármagnaður gegnum styrkumsóknir s.s. Erasmus. Markmiðið er að efla tengsl nemenda við fræðimenn innan og utan Háskólans og gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegri umræðu á fræðasviðinu.
Tæknistutt málanám og -kennsla (AMF004F)
Tölvustutt tungumálanám (e. Computer Assisted Language Learning) er ört vaxandi fræðasvið innan annarsmálsfræða. Í námskeiðinu verður fjallað um þá fjölmörgu möguleika sem margmiðlunarefni býður upp á í námi og kennslu annarra/erlendra mála sérstaklega fyrir fullorðna (á framhalds- og háskólastigi). Sjónum verður beint að mikilvægum tengslum tækni, fræðilegra kenninga og kennslufræði í netnámi auk þess sem mismunandi námsumgjarðir verður til umfjöllunar. Einnig verða ræddir möguleikar sem gefast til rannsókna á námshegðun nema í tölvustuddu tungumálanámi.
Rannsóknarverkefni A (AMF006F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Rannsóknarverkefni B (AMF007F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Kennsla íslensku sem annars máls: Orðaforði í ræðu og riti (AMF009F)
Í námskeiðinu verður sjónum beint að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna. Farið verður í uppbyggingu íslensks orðaforða og orðmyndun. Rætt verður um hvernig megi kenna orðaforða á mismunandi getustigum nemenda m.t.t. ólíkra færniþátta og litið á hlutverk bókmennta og menningarlæsis í því sambandi. Þá verður hlustun og talþjálfun tekin sérstaklega fyrir og þessir þættir skoðaðir m.t.t. orðaforða, málfræði og framburðar. Hugað verður að lýsingu á orðaforða í Evrópurammanum og nemendum leiðbeint varðandi kennslu, verkefnagerð og námsmat.
Tileinkun málfræði í öðru máli (AMF010F)
Í námskeiðinu verður litið á kenningar almennt um tileinkun málfræði í öðru máli. Megináhersla verður lögð á úrvinnslukenninguna (e. processability theory) en þar er sett fram algilt módel af stigvaxandi tileinkun málfræðinnar. Litið verður á þann jarðveg sem kenningin sprettur úr og þróun hennar fylgt allt frá því að hún var fyrst sett fram árið 1998. Kenningin hefur verið prófuð í fjölda ólíkra tungumála, þar á meðal íslensku. Farið verður ítarlega í grunnþætti kenningarinnar, aðferðafræði og hagnýtingu hennar. Litið verður á niðurstöður rannsókna og rætt um hvernig þær geti nýst í lýsingu á tileinkun málfræði í íslensku sem öðru máli. Nemendur fá þjálfun í öflun og greiningu rannsóknagagna.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Mál og samfélag (ÍSL004M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.
Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.
Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.
Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.
Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.
Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.
- Haust
- Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum
- Meistararitgerð í annarsmálsfræðum
- Efst á baugi: Seminar með innlendum og erlendum fræðimönnumVE
- Samtalsgreining (Conversation Analysis) og tileinkun annars málsVE
- Kennsla íslensku sem annars máls: Málfræði og framburðurVE
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Meistararitgerð í annarsmálsfræðum
- Efst á baugi: Seminar með innlendum og erlendum fræðimönnumV
- Tæknistutt málanám og -kennslaV
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Kennsla íslensku sem annars máls: Orðaforði í ræðu og ritiV
- Tileinkun málfræði í öðru máliV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- Mál og samfélagV
Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum (AMF001F)
Yfirlits- og inngangsnámskeið í rannsóknaraðferðum annarsmálsfræða. Nemendur fá innsýn í mun eigindlegra og megindlegra aðferða í rannsóknum á fræðasviðinu og litið verður á ýmsar tegundir rannsókna sem falla undir þær í annarsmálsfræðum. Rýnt verður í aðferðir við söfnun og greiningu gagna í tengslum við nýlegar kenningar á sviðinu. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
Meistararitgerð í annarsmálsfræðum (AMF401L)
.Meistararitgerð í annarsmálsfræðum
Efst á baugi: Seminar með innlendum og erlendum fræðimönnum (AMF002F)
Gert er ráð fyrir að nemendur taki þátt í stuttum málstofum, seminörum og ráðstefnum sem tengjast nýjungum á fræðasviðinu. Kostnaður við seminörin verður að einhverju leyti fjármagnaður gegnum styrkumsóknir s.s. Erasmus. Markmiðið er að efla tengsl nemenda við fræðimenn innan og utan Háskólans og gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegri umræðu á fræðasviðinu.
Samtalsgreining (Conversation Analysis) og tileinkun annars máls (AMF004M)
Fjallað verður um tilurð og forsendur samtalsgreiningar. Farið verður yfir meginhugtök samtalsgreiningar og nemendur verða þjálfaðir í að nota þau. Við skoðum helstu rannsóknir í annarsmálsfræðum bæði erlendar og íslenskar þar sem þessi aðferð er notuð. Nemendur fá þjálfun í að safna talmálsgögnum og endurrita þau með aðferðum samtalsgreiningar og loks verður farið rækilega í greiningu gagnanna, m.a. á gagnafundum. Einnig verða nemendur kynntir fyrir CLAN-forritinu í vinnusmiðju og munu nota það í verkefnavinnu.
Kennsla íslensku sem annars máls: Málfræði og framburður (AMF005F)
Námskeiðið er hagnýtt námskeið þar sem sjónum verður beint að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna. Farið verður yfir færniþættina fjóra þ.e. lestur, ritun, tal og skilning á mæltu máli og nemendum leiðbeint varðandi kennslu, verkefnagerð, námsmat og þjálfun þessara þátta í íslensku sem öðru máli. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir meginþætti hljóð- og beygingakerfis íslensku. Hugað verður að því hvernig heppilegast sé að kenna málfræði, þ.e. hvað eigi að kenna, hvernig og hvenær. Litið verður á hvernig kenna megi málfræði, beint og óbeint, í tengslum við færniþættina fjóra. Framburðarkennsla verður skoðuð með hliðsjón af hljóðfræði. Orðaforði íslenskunnar hefur sín sérkenni. Í námskeiðinu verður farið í uppbyggingu íslensks orðaforða og orðmyndun. Litið verður á hvernig kenna megi orðaforða í lestri og ritun á mismunandi getustigum og hugað að hlutverki bókmennta og menningarlæsis í kennslu íslensku sem annars máls.
Rannsóknarverkefni A (AMF006F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Rannsóknarverkefni B (AMF007F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Meistararitgerð í annarsmálsfræðum (AMF401L)
.Meistararitgerð í annarsmálsfræðum
Efst á baugi: Seminar með innlendum og erlendum fræðimönnum (AMF002F)
Gert er ráð fyrir að nemendur taki þátt í stuttum málstofum, seminörum og ráðstefnum sem tengjast nýjungum á fræðasviðinu. Kostnaður við seminörin verður að einhverju leyti fjármagnaður gegnum styrkumsóknir s.s. Erasmus. Markmiðið er að efla tengsl nemenda við fræðimenn innan og utan Háskólans og gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegri umræðu á fræðasviðinu.
Tæknistutt málanám og -kennsla (AMF004F)
Tölvustutt tungumálanám (e. Computer Assisted Language Learning) er ört vaxandi fræðasvið innan annarsmálsfræða. Í námskeiðinu verður fjallað um þá fjölmörgu möguleika sem margmiðlunarefni býður upp á í námi og kennslu annarra/erlendra mála sérstaklega fyrir fullorðna (á framhalds- og háskólastigi). Sjónum verður beint að mikilvægum tengslum tækni, fræðilegra kenninga og kennslufræði í netnámi auk þess sem mismunandi námsumgjarðir verður til umfjöllunar. Einnig verða ræddir möguleikar sem gefast til rannsókna á námshegðun nema í tölvustuddu tungumálanámi.
Rannsóknarverkefni A (AMF006F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Rannsóknarverkefni B (AMF007F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Kennsla íslensku sem annars máls: Orðaforði í ræðu og riti (AMF009F)
Í námskeiðinu verður sjónum beint að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna. Farið verður í uppbyggingu íslensks orðaforða og orðmyndun. Rætt verður um hvernig megi kenna orðaforða á mismunandi getustigum nemenda m.t.t. ólíkra færniþátta og litið á hlutverk bókmennta og menningarlæsis í því sambandi. Þá verður hlustun og talþjálfun tekin sérstaklega fyrir og þessir þættir skoðaðir m.t.t. orðaforða, málfræði og framburðar. Hugað verður að lýsingu á orðaforða í Evrópurammanum og nemendum leiðbeint varðandi kennslu, verkefnagerð og námsmat.
Tileinkun málfræði í öðru máli (AMF010F)
Í námskeiðinu verður litið á kenningar almennt um tileinkun málfræði í öðru máli. Megináhersla verður lögð á úrvinnslukenninguna (e. processability theory) en þar er sett fram algilt módel af stigvaxandi tileinkun málfræðinnar. Litið verður á þann jarðveg sem kenningin sprettur úr og þróun hennar fylgt allt frá því að hún var fyrst sett fram árið 1998. Kenningin hefur verið prófuð í fjölda ólíkra tungumála, þar á meðal íslensku. Farið verður ítarlega í grunnþætti kenningarinnar, aðferðafræði og hagnýtingu hennar. Litið verður á niðurstöður rannsókna og rætt um hvernig þær geti nýst í lýsingu á tileinkun málfræði í íslensku sem öðru máli. Nemendur fá þjálfun í öflun og greiningu rannsóknagagna.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Mál og samfélag (ÍSL004M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.
Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.
Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.
Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.
Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.
Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.