Skip to main content

Laus störf

Doktorsnemi í sníkjudýrafræði

Auglýst er eftir doktorsnema sem kemur til með að starfa undir handleiðslu Dr Haseeb Randhawa og Dr Björn Schäffner við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Háskóla Íslands. Starfið er fjármagnað með styrk frá Rannís (Conservation of ancient relationships: Assessment of skates (Rajiformes: Rajidae) and their parasite fauna in Iceland).

Aðjúnkt í félagsfræði

Laust er til umsóknar 50% starf aðjúnkts II við námsbraut í félagsfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. 

Doktorsnemi við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild leitar eftir umsækjenda í starf doktorsnema til tveggja ára vegna verkefnisins Carbon Sink Cities (CSC).

Verkefnisstjóri hönnunar og undirbúnings framkvæmda

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra hönnunar og undirbúnings framkvæmda við Framkvæmda- og tæknisvið Háskóla Íslands. Á skrifstofu sviðsins starfa auk sviðsstjóra verkefnisstjórar ýmissa verkefna sem viðkoma rekstri og viðhaldi fasteigna. Sviðið skiptist í þrjár deildir:Bygginga- og tæknideild: fagfólk í smíði, rafvirkjun, málaraiðn og garðyrkju.Rekstur fasteigna: almennur rekstur fasteigna, þar á meðal leigumál, íþróttahús og ræstingar.Umsjón fasteigna: umsjónarmenn sem sinna þjónustu við notendur fasteigna.

Verkefnisstjóri í sköpun og sjálfbærni við Háskóla Íslands með starfsstöð í Hallormsstaðaskóla veturinn 2024-2025

Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra við kennslu og mótun háskólanáms í skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viðfangsefni verkefnisstjórans verða yfirfærsla námsins á háskólastig og mótun framtíðarnáms frá upphafi skólaársins 2025-2026 auk kennslu í skapandi sjálfbærni. Ráðið er í starfið til eins árs. Þverfræðilegt nám í skapandi sjálfbærni byggist á að tengja saman fræði og framkvæmd, kanna nýtingarmöguleika auðlinda og þróa og beita lausnum á sjálfbæran og skapandi hátt. Námið tekur á áskorunum framtíðar sem krefjast nýrrar hugsunar, virkrar hlustunar, skapandi lausna og greinandi nálgunar. Markmið námsins er að styðja við umbætur í átt að sjálfbærni, efla þekkingu og skilning á efnivið, lífríki, samfélagi og menningu.Hallormsstaðaskóli er staðsettur í hjarta Hallormsstaðaskógar á Austurlandi um 27 km frá Egilsstöðum. Skólinn var stofnaður árið 1930 og býður upp á einstakt námsumhverfi þar sem menningararfur, skapandi sjálfbærniþekking og hefðbundið handverk fyrri kynslóða er skoðað í nýju ljósi og tengt við nýja tækni, vísindalega þekkingu og hugmyndafræðilegar áherslur samtímans. Á þeim grunni er boðið upp á sérhæft og verklegt staðbundið nám á sviði sjálfbærni, hönnunar, umhverfis- og loftlagsbreytinga, matvælagerðar og fleiri greina samofið næmni fyrir samtíma, samfélagi, menningu og sögu.Starfsstöð er í Hallormsstaðaskóla. Möguleikar eru á leiguhúsnæði í nágrenni skólans.

Doktorsnemi í rannsóknum í klínískri sálfræði

Starf doktorsnema í rannsóknum á þunglyndi er laust til umsóknar við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Um er að ræða starf sem felur í sér krefjandi starfsnám sem samtvinnar grunn- og hagnýtar rannsóknir á sviði klínískrar sálfræði. Tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á rannsóknum í klínískri sálfræði og meðferð þunglyndis.  Starfið felur í sér vinnu við rannsóknarverkefni um eðli vanabundinnar svörunar í yfirstandandi þunglyndi og áhrif meðferðarinngrips (atferlisvirkjunar, behavioural activation) á hana. Verkefninu stjórnar dr. Ragnar P. Ólafsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ, í samstarfi við dr. Ívari Snorrason, sálfræðing og lektor, Massachusetts General Hospital/Harvard Medical School í Bandaríkjunum, dr. Igor Marchetti, dósent í klínískri sálfræði við háskólann í Trieste á Ítalíu og dr. Kristján Helgi Hjartarson, sálfræðing. Með rannsóknarhópnum starfar einnig dr. Christopher Martell, stjórnandi sálfræðiþjónustu háskólans í Massachusetts í Bandaríkjunum, og er einn af höfundum atferlisvirkjunar sem sjálfstæðs meðferðarinngrips við þunglyndi, en hann mun annast handleiðslu og þjálfun þeirra sem koma að meðferð í verkefninu. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Rannís (rannis.is). 

Verkefnisstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands

Laust til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands. Vísinda- og nýsköpunarsvið er eitt af sex þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, hagnýtingu, erlent samstarf og vísindastarf skólans.

Verkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjaskrifstofu, Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands

Laust til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra erlendra rannsóknastyrkja í nýju teymi verkefnaþjónustu á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Vísinda- og nýsköpunarsvið er eitt af sex þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, hagnýtingu, erlent samstarf og vísindastarf skólans.Hlutverk verkefnaþjónustu er að aðstoða rannsakendur við verkefnastjórn, utanumhald og uppgjör alþjóðlegra rannsóknarverkefna.

Húsasmiður við bygginga- og tæknideild

Á bygginga- og tæknideild við framkvæmda- og tæknisvið Háskóla Íslands er laust til umsóknar fullt starf smiðs. Bygginga- og tæknideild hefur umsjón með endurbótum og viðhaldi bygginga Háskóla Íslands. Hjá deildinni starfar fagfólk í fullu starfi í ýmsum faggreinum s.s. smíði, rafvirkjun, málaraiðn og garðyrkju. Næsti yfirmaður húsasmiðs er deildarstjóri bygginga- og tæknideildar.