Skip to main content
7. maí 2024

Nýr framkvæmdastjóri Aurora-samstarfsins í HÍ

Nýr framkvæmdastjóri Aurora-samstarfsins í HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nýr framkvæmdastjóri Aurora-samstarfsins, Ramon A. Puras, heimsótti Háskóla Íslands seint í apríl. Ramon tók formlega við stöðunni 1. maí. Í heimsókninni fékk hann kynningu á háskólanum, hlutverki ýmissa fulltrúa HÍ innan Aurora-samstarfsins og hvernig nemendur og kennarar nýta sér helst tækifæri þvert á Aurora-háskólana.

Jón Atli Benediktsson rektor og forseti Aurora-samstarfsins ræddi jafnframt við Ramon um þau verkefni sem fram undan eru hjá stjórn Aurora. Meðal verkefna er stefnumótun Aurora-samstarfsins sem byggir á enn öflugra og fjölbreyttara samstarfi háskólanna í kennslu og rannsóknum sem og frekari útvíkkun samstarfsnetsins til háskóla utan Evrópu.

Ramon hefur langa reynslu af starfi innan háskóla, bæði sem kennari og stjórnandi.  Sem framkvæmdastjóri Aurora er hann með starfsaðstöðu á miðlægri skrifstofu Aurora-samstarfsins í Vrije-háskólanum í Amsterdam.

Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari HÍ var á staðnum.

Nánari upplýsingar um Aurora-samstarfið má finna hér:
https://www.hi.is/aurora

Nýr framkvæmdastjóri Aurora-samstarfsins, Ramon A. Puras, heimsótti Háskóla Íslands í síðustu viku. Ramon tekur formlega við stöðunni á morgun, 1. maí. Í heimsókninni fékk hann kynningu á háskólanum, hlutverki ýmissa fulltrúa HÍ innan Aurora-samstarfsins og hvernig nemendur og kennarar nýta sér helst tækifæri þvert á Aurora-háskólana.