Innlent samstarf Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er í nánu samstarfi við íslensk fyrirtæki og stofnanir um rannsóknir, kennslu og gagnkvæma ráðgjöf. Einnig leggur deildin ríka áherslu á að halda sambandi og samstarfi við fyrrverandi nemendur. Þessir mikilvægu samstarfsaðilar og hollvinir deildarinnar eiga það sameiginlegt að vilja efla enn frekar tæknimenntun og rannsóknir til hagsbóta fyrir starfsemi sína og þjóðfélagið í heild. Samstarfsnet deildarinnar er því bæði víðfeðmt og margþætt. Náið samstarf er einnig við aðrar deildir á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands auk fjölþætts samstarfs við virta erlenda samstarfsskóla og stofnanir um rannsóknir og kennslu. Innlend fyrirtæki og stofnanir samstarfsaðila Athugið að listinn er ekki tæmandi Alta BM Vallá Efla verkfræðistofa Garðabær GEORG Háskólafélag Suðurlands Háskólinn í Reykjavík Hnit verkfræðistofa Icelandic Geothermal ÍSOR Landbúnaðarháskóli Íslands Landsvirkjun Malbikunarstöðin Höfði Mannvirkjastofnun Mannvit verkfræðistofa Munck Íslandi Náttúrufræðistofnun Íslands Náttúruhamfaratrygging Íslands NORDRESS Nýsköpunarmiðstöð Íslands Ósafl Reykjavíkurborg Samband íslenskra sveitarfélaga Samgöngustofa Samtök iðnaðarins Skipulagsstofnun Snæfellsbær Umhverfisstofnun Urriðaholt ehf. Vatnaskil verkfræðistofa Veðurstofa Íslands Vegagerðin Veitur ehf. Verkfræðingafélag Íslands Verkís verkfræðistofa Vistbyggðaráð VSÓ Ráðgjöf Styrktaraðilar Efla verkfræðistofa European Commission, DG-ECHO European Commission, FP7 ISAVIA sjóður Háskóla Íslands Landsvirkjun NordForsk NORDRESS Rannís Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga Sáttmálasjóður Háskóla Íslands Skipulagsstofnun Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr Vegagerðin Alþjóðlegt samstarf Háskóli Íslands starfar í alþjóðlegu umhverfi og á deildin samstarf við fjölmarga erlenda háskóla og rannsóknastofnanir. Deildin leggur mikla áherslu á alþjóðleg samskipti í öllu starfi sínu og vinnur stöðugt að því að styrkja þau og efla. Erlend fyrirtæki og stofnanir samstarfsaðila Athugið að listinn er ekki tæmandi Aalto University Asian Institute of Technology Cambridge Architectural Research Ltd. Canterbury Seismic Instruments Ltd. Comnius University East Border Region Ltd. European University Association (EUA) Faroese Earth an Energy Directorate Hanyang University Highland Council, Scotland Institute Superior Téchnico (IST), Portugal Istituto Nazionale di Geofisica e Vulcanologia Italy Italian Department of Civil Protection IVM Institute for Environmental Studies, Vrije Universiteit King Abdullah University of Science and Technology Korea Research Institute for Human Settlements KTH - Royal Institute of Technology Laboratório Nacional de Engenharaia Civil, Portugal Lake Tahoe Environmental Research Center Louth County Council Lunds Universitet Mahidol University, Bangkok National Observatory of Athens Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet (NTNU) Norwegian Building Authority Pennsylvania State University Politecnico di Milano Seoul National University Tampere University of Technology Technical University of Sofia Universitat Rovira i Virgili University College London University of Bristol University of California Berkeley University of California, Davis University of Canterbury University of Colorado, Denver University of East London University of Granada, Water Institute University of Missouri - Kansas City University of Missouri - St. Louis University of Natural Resources and Life Sciences (BOKU), Dept. of Civil Engineering and Natural Hazards University of North-Carolina University of Oulu University of Patras University of Surrey University of Washington University of Zilina Virginia Technical University, Dept. of Civil Engineering VTI - The Swedish National Road and Transport Research Institute Washington University in St. Louis Erlent samstarf deildarinnar er af mörgum toga. Allir kennarar deildarinnar eru þátttakendur í alþjóðlegu vísindasamfélagi. Þeir sækja fyrirlestra og ráðstefnur víða um heim þar sem þeir flytja niðurstöður rannsókna sinna og sækja frekari þekkingu. Einnig stunda þeir rannsóknir með erlendum samstarfsaðilum og birta niðurstöður í viðurkenndum alþjóðlegum vísindatímaritum. Þá tíðkast að kennarar deildarinnar starfi sem gestakennarar við erlenda samstarfsskóla til skemmri tíma og að erlendir kollegar þeirra kenni við deildina. Öllum nemendum deildarinnar gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla og fjöldi erlendra nema stundar nám við deildina ár hvert. Alþjóðasvið veitir upplýsingar og aðstoð vegna þátttöku í fjölþjóðlegum samstarfsáætlunum í menntamálum. Sviðið þjónar stúdentum sem fara utan sem skiptinemar og aðstoðar þá sem hingað koma. facebooklinkedintwitter