Skip to main content

Rússneska - Grunndiplóma

Rússneska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Rússneska

Grunndiplóma – 60 einingar

Rússneska er eitt af útbreiddustu tungumálum veraldar og hafa um 150 milljónir manna rússnesku að móðurmáli. Kunnátta í rússnesku er mikilvæg fyrir pólitísk, efnahagsleg og ekki síst menningarleg samskipti við Rússland, löndin sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Austur-Evrópu.

Skipulag náms

X

Rússnesk málfræði I (RÚS103G)

Inntak / viðfangsefni:

Ítarlega er farið yfir stafrófið, framburðar- og réttritunarreglur. Farið verður í orðaforða og málfræði sem ætlaður rússneskunemum á byrjendastigi, s.s.:

  • nafnorð, lýsingarorð og fornöfn í nefnifalli eintölu og fleirtölu
  • beyging nafnorða og fornafna í eintölu
  • töluorð (1-1000)
  • nútíðarbeyging sagna
  • þátíðar- og framtíðarmyndun sagna og algengustu notkun sagnhorfa í nútíð og þátíð.

Nemendur fá einnig þjálfun í að setja fram einfaldar spurningar og svör og byrjað verður að kynna setningafræði einfaldra og samsettra setninga.

Áhersla er lögð á skriftarþjálfun.

Í námskeiðinu er farið yfir meginhluta þess efnis sem ætlaður er til að ná þekkingu á stigi A1.

Samhliða þessu námskeiði er gert ráð fyrir að byrjendur í rússnesku taki einnig námskeiðið RÚS104G: Rússnesk málnotkun I.

Kennsluhættir / vinnulag:

Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi tal- og málfræðiþjálfun. Málfræði og málnotkun fléttast saman í kennslu. Kennsluefni byggir á töflum og yfirliti yfir málfræði, textum og æfingum af ýmsu tagi. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Æfingarnar byggja á orðaforða og málfræði sem nemendum á byrjendastigi er ætlað að kunna skil á.

Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu.

X

Rússnesk málnotkun I (RÚS104G)

Inntak / viðfangsefni:

Ítarlega er farið yfir stafrófið og framburðarreglur. Farið verður í orðaforða sem ætlaður rússneskunemum á byrjendastigi. Nemendur fá þjálfun í að setja fram einfaldar spurningar og svör, halda uppi einföldum samræðum, segja frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni, áhugamálum og nærumhverfi, endursegja texta og fjalla um þá. Byggt er á þeirri málfræði sem unnið er með í RÚS103G: Rússneskri málfræði I.

Byrjað verður að kynna setningafræði einfaldra og samsettra setninga. Áhersla er lögð á tal-, hlustunar- og skriftarþjálfun.

  • Í námskeiðinu er farið yfir meginhluta þess efnis sem ætlaður er til að ná þekkingu á stigi A1.
  • Samhliða þessu námskeiði er byrjendum í rússnesku skylt að taka námskeiðið RÚS103G: Rússnesk málfræði I. 

Kennsluhættir / vinnulag:

Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi tal- og málfræðiþjálfun. Kennsluefni byggir textum og æfingum af ýmsu tagi. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Æfingarnar byggja á orðaforða og málfræði sem nemendum á byrjendastigi er ætlað að kunna skil á.

  • Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu.
  • Auk hefðbundinnar kennslu eru vikulegir tímar í málveri, sem er hluti af námskeiðinu.

X

Rússneskar bókmenntir I: 19. öld (RÚS106G, RÚS201G)

Fjallað verður um strauma og stefnur í rússneskum bókmenntum á 19. öld og upphafi þeirrar 20. Lesnir verða valdir textar og verk í íslenskum eða enskum þýðingum. Fjallað verður um verkin og höfunda þeirra (Púshkín, Lermontov, Gogol, Túrgenev, Dostojevskí, Tolstoj, Tsjekhov o.fl.), sem og hlutverk og stöðu bókmennta í samfélagsumræðu í Rússlandi á gullöld rússneskra bókmennta á 19. öld og við aldahvörf.

Kennsluhættir / vinnulag:

Kennsla byggir á fyrirlestrum og umræðum.

Námskeiðið er kennt á íslensku.

X

Rússnesk málfræði II (RÚS203G)

Inntak / viðfangsefni:

Námskeiðið byggist á orðaforða og málfræði sem ætluð er nemendum á grunnstigi. Fjallað verður um beygingu nafnorða, lýsingarorða og fornafna í fleirtölu; raðtölur, hreyfisagnir án forskeyta og notkun sagnhorfa í nafnhætti og boðhætti. Byrjað verður að fjalla um setningafræði samsettra setninga: aðalsetningar með aðaltengingu, og aðalsetningar með aukasetningu (tilvísunar-, skilyrðis- og tilgangssetningar).

  • Í námskeiðinu er lokið við að fara yfir málfræði á stigi A1 og farið yfir megin hluta þeirrar málfræði sem tilheyrir stigi A2.
  • Samhliða þessu námskeiði er byrjendum í rússnesku skylt að taka námskeiðið Rússnesk málnotkun II: RÚS204G

Kennsluhættir / vinnulag:
Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi tal- og málfræðiþjálfun. Málfræði og málnotkun fléttast saman í kennslu. Kennsluefni byggir á töflum og yfirliti yfir málfræði og textum af ýmsu tagi. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Æfingarnar byggja á orðaforða og málfræði sem nemendum á byrjendastigi er ætlað að kunna skil á. Lesnir verða textar um tiltekin efni og unnið með þá á ýmsan hátt – einkum skriflega.

  • Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu.
  • Auk hefðbundinnar kennslu í málfræði eru haldnir vikulegir málfræðiæfingatímar.
X

Rússnesk málnotkun II (RÚS204G)

Inntak/viðfangsefni:

Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í skrift, lestri og talmáli, þannig að þeir nái tökum á að skilja og taka þátt í samræðum um hversdagsleg og menningartengd efni. Námsefnið byggir á þematísku efni; þ.e. unnið verður með ákveðin þemu sem nemendum er ætlað að geta fjallað um í samtölum, sem og munnlegri og skriflegri frásögn, (áhugamál, nám, söfn, leikhús, kvikmyndir o.fl.). Í því efni sem lagt verður fyrir er fjallað m.a. um sögu og menningu Rússlands. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfa framburð og tónfall, bæði í talmáli og lestri.

  • Í námskeiðinu er lokið við að fara yfir málnotkunarefni á stigi A1 og farið yfir megin hluta þess efnis sem tilheyrir stigi A2.
  • Samhliða þessu námskeiði er byrjendum í rússnesku skylt að taka námskeiðið Rússnesk málfræði II: RÚS203G

Kennsluhættir / vinnulag:
Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi talþjálfun. Málfræði og málnotkun fléttast saman í kennslu. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Æfingarnar byggja á orðaforða og málfræði sem nemendum á byrjendastigi er ætlað að kunna skil á. Lesnir verða textar um tiltekin efni og fjallað um þá í frásögn og samtölum.

  • Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu.
  • Auk hefðbundinnar kennslu í málnotkun eru vikulegir æfingatímar í málveri.
X

Rússland á tuttugustu öld: Sovétsaga (RÚS206G, RÚS210G)

Í námskeiðinu er sögu Rússlands á tuttugustu öld gerð skil. Fjallað er um byltinguna 1917, borgarastríðið 1918-1922, Sovétríkin 1922-1991 og ástand mála eftir hrun þeirra. Megináhersla er á samfélagsþróun þriðja og fjórða áratugarins og þjóðfélagshræringar samyrkju- og iðnvæðingar. Tímabil stalínismans er rætt ítarlega, þar á meðal fangabúðakerfið og hreinsanirnar miklu. Þá er fjallað um alþjóðlega stöðu Sovétríkjanna, þar á meðal hugmyndafræðileg áhrif Sovéska kommúnistaflokksins og Alþjóðasambands kommúnista. Sovéskt samfélag og menning fær nokkra umfjöllun, samfélagsbreytingar í valdatíð Khrúsjovs, „stöðnunartíð“ Brezhnev-tímabilsins og ástand Sovétríkjanna á níunda áratugnum þegar endalokin færðust nær. Í lok námskeiðsins er horft til rússnesks samfélags, menningar og stjórnmála í dag og hugað að því að hve miklu leyti sovéskir stjórnarhættir hafa varðveist eða verið endurvaktir.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Matthildur Lillý Valdimarsdóttir
Símon Birgir Stefánsson
Matthildur Lillý Valdimarsdóttir
Rússneska - BA nám

Ég tók ákvörðun um að byrja í námi í rússnesku við Háskóla Íslands eftir að hafa prófað mig áfram í öðrum greinum sem náðu ekki alveg nógu mikið til mín. Ég sé svo aldeilis ekki eftir þeirri ákvörðun enda er hún ein sú besta sem ég hef tekið í lífinu. Námið er persónulegt, samband við kennarana er náið og nemendahópurinn fámennur og góður. Það sem gerir námið svo einstakt og frábært eru kennararnir, sem hafa mikla ástríðu fyrir námsefninu, eru reynslumiklir, skilningsríkir og sérstaklega skemmtilegir. Áhugi þeirra á efninu er smitandi sem gerir það að verkum að það er alltaf gaman að mæta í tíma. Rússneskan er gullfallegt mál og ótrúlega áhugavert svo ekki sé meira sagt. Námið er krefjandi en á góðan hátt og maður vill leggja vinnuna á sig. Rússneska þjóðin er auðug af merkilegum bókmenntum og landið á sér mikla sögu sem gaman er að fræðast um.

Símon Birgir Stefánsson
Rússneska - BA nám

Að ákveða að fara í rússnesku í HÍ er örugglega ein af bestu ákvörðunum lífs míns. Maður kynnist bæði nemendum og kennurum mjög vel, en kennararnir eru algjört æði. Þeim tekst að kenna námsefnið á skemmtilegan hátt og aldrei hefði ég haldið að málfræði gæti verið jafn áhugaverð og hún er. Námið er ótrúlega lærdómsríkt og gefandi og get ég ekki mælt nógu mikið með því!

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.