Frestur til að sækja um Erasmus+ styrki til starfsþjálfunar er til og með 1. apríl ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). Heimilt er að sækja um eftir auglýstan umsóknarfrest en þeir sem sækja um fyrir 1. apríl hafa forgang við úthlutun styrkja. Nemendur sem eru að brautskrást verða að sækja um styrkinn eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brautskráningu. Ekki er tekið á móti umsóknum um styrkinn ef sótt er um eftir þann frest. Sótt er um styrkinn til Alþjóðasviðs. Einnig þarf ábyrgðaraðili deildar/fags eða leiðbeinandi að gefa samþykki sitt fyrir starfsþjálfuninni en það er gert með undirritun skjalsins hér að neðan Lýsing og ávinningur starfsþjálfunar. Nemendur sem hyggja á starfsþjálfun þurfa að sinna árlegri skráningu líkt og aðrir nemendur og greiða skráningargjald við HÍ. Hægt er að skrá sig án þess að velja námskeið fyrir komandi skólaár og er starfsþjálfunarnemum ráðlagt að gera það. Nemendur sem hyggja á starfsþjálfun eftir útskrift eru undanþegnir þessu. Umsóknarferlið 1. Nemandi ákveður að fara í starfsþjálfun sem tengist náminu og í hversu langan tíma dvölin er áætluð 2. Nemandi fyllir út rafræna umsókn Umsókn um Erasmus+ starfsþjálfunarstyrk Fylgiskjöl eru hengd við umsókn: i. Skannað einkunnayfirlit (ekki meira en mánaðargamalt) ii. Skjalið Lýsing og ávinningur starfsþjálfunar undirritað af ábyrgðaraðila deildar/fags eða leiðbeinanda Nemendur geta sótt um viðbótarstyrki úr Erasmus+ áætluninni s.s.: Styrkir vegna fötlunar eða veikinda Styrkir fyrir nemendur með börn á framfæri Styrkir vegna dýrra ferðalaga Með því að senda inn umsókn gefa nemendur Alþjóðasviði leyfi til þess að nota þær upplýsingar sem gefnar eru upp í umsókninni og koma fram á fylgigögnum við úrvinnslu umsóknarinnar. Þessar upplýsingar eru geymdar ótímabundið. Eftir að vilyrði fyrir styrk hefur borist: 3. Nemandi sér sjálfur um að útvega sér starfsþjálfun. Nemandi getur haft sjálfur samband við háskóla, fyrirtæki eða stofnun og óskað eftir starfsþjálfun eða sótt um auglýsta starfsþjálfun. 4. Nemandi útbýr Starfsþjálfunarsamning Samninginn skal prenta út og fá undirritaðan af ábyrgðaraðila deildar/fags eða leiðbeinanda, auk alþjóðafulltrúa í deild. Einnig þarf að fá undirskrift frá gestastofnun. Undirrituðum samningi er svo skilað til Alþjóðasviðs. Athugið að þessu þarf að ljúka að lágmarki einum mánuði fyrir brottför. facebooklinkedintwitter