Skip to main content

Læknavísindi, doktorsnám

Læknavísindi

180 eða 240 einingar - Doktorspróf

. . .

Námið veitir þekkingu, hæfni og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum til að stunda vísindalegar rannsóknir og gegna hagnýtum störfum á innlendum sem og erlendum vettvangi. 

Um námið

Doktorsnám í læknavísindum er 180 eininga þriggja ára rannsóknatengt fræðilegt og verklegt framhaldsnám. 

Doktorsnemum er skylt að ljúka eða hafa lokið þremur námskeiðum. Þátttaka í árlegri ráðstefnu doktorsnema á Heilbrigðisvísindasviði er einnig skylda.

Markmið námsins

  • Að veita nemendum þjálfun og innsýn í rannsóknaraðferðir í læknavísindum
  • Að nemendur öðlist ítarlega þekkingu á sviði doktorsverkefnis síns

Í náminu felst undirbúningur og framkvæmd rannsókna, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna, kynning og rökræður á eigin rannsóknum í samhengi við þekkingu á fræðasviðinu og birting í ritrýndum tímaritum.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Rannsóknatengt MS próf eða sambærilegt próf með góðum vitnisburði. Hafi nemandi sýnt góða námshæfni og reynslu af rannsóknastörfum með góðum vitnisburði leiðbeinanda, er heimilt að innrita hann í samþætt doktorsnám og kandídatsnám í læknisfræði að loknu þriðja námsári til kandídatsprófs í læknisfræði við læknadeild, þ.e. að loknu 180-240e námi til BS-prófs í læknisfræði.

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881   Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

Opið alla virka daga kl. 9-15.

Upplýsingar um skrifstofur og starfsfólk