Skip to main content

Kínversk fræði - Grunndiplóma

Kínversk fræði - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Kínversk fræði

Grunndiplóma – 60 einingar

Í kínverskum fræðum öðlast nemendur vald á kínverskri tungu og ritmáli sem og skilning á fjölmörgum hliðum kínverskrar menningar, margbrotnum pólitískum og samfélagslegum birtingarmyndum í kínverskum samfélögum nútímans og hinu blómlega og spennandi viðskiptalífi í Kínverska alþýðulýðveldinu.

Skipulag náms

X

Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur (KÍN101G)

Hvernig virkar Kína? Yfirlitsnámskeið helstu áhrifaþátta kínversks samfélags, stjórnmála og efnahags með áherslu á afleiðingar opnunarstefnunnar eftir 1978. Farið verður yfir landfræði Kína. Stiklað er á stóru í efnahagssögu landsins. Stjórnmál og breytingar í forystu ríkisins og flokksins verða rýnd gaumgæfilega m.a. m.t.t. stjórnmálahagfræði Kína og samskipta við nágrannalöndin í Asíu og við Kyrrahaf. Einnig verða helstu atriði er varða þróun Kína nútímans skoðuð hvert fyrir sig í einstökum kennslustundum, þ. á m. orkumál, umhverfismál, lýðfræði, lista og alþjóðatengsl. Einnig verður vikið að stöðu fjölskyldunnar og kvenna, mannréttindum og fjölbreytileika. Hong Kong, Tævan og Tíbet eru einnig sérstaklega til umfjöllunar. Horft verður á klippur úr nýlegum kínverskum heimildamyndum sem taka á ýmsum þáttum hinna miklu umbreytinga sem orðið hafa á kínversku samfélagi undanfarna áratugi. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Kínversk málnotkun I (KÍN105G)

Í námskeiðinu er einkum lögð áhersla á hljóðfræði með þjálfun framburðar og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 1.

X

Kínverska I (KÍN107G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum tungumálsins og málfræðilegri og tónalegri uppbyggingu þess. Áhersla er lögð á orðaforða daglegs lífs.

Í upphafi er pinyin umritunarformið kennt en síðan koma einfölduð kínversk tákn (jiantizi) til sögunnar. 

Heimaæfingar og tímapróf eru tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi og í námskeiðinu gildir mætingarskylda.

X

Kínverska II (KÍN202G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur og framhald námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 2-3.

Nemendur dýpka skilning sinn á málfræði, bæta orðaforða og ná föstum tökum á grundvallaratriðum kínverskrar tungu. Kennsla mun fara aukið fram á kínversku og áhersla verður á virka notkun málsins. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi.

X

Kínversk málnotkun II (KÍN204G)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins kínversk málnotkun I og heldur áfram hljóðfræðilegri þjálfun nemenda með áherslu á framburð og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska II. Námsstigið miðast við HSK 2.

X

History of China I: From Mythological Origins to Late Ming (KÍN108G, KÍN102G)

Þetta námskeið fjallar um sögu Kína frá goðsögulegum tíma Xia-veldisins á þriðja árþúsundi f.Kr. fram að upphafi nítjándu aldar. Varpað verður ljósi á jafnt þær breytur sem varðað hafa mestu um mótun kínverskrar menningar sem einstaka viðburði í pólítískri og samfélagslegri framvindu þjóðarinnar. Veitt verður yfirlit yfir tilkomu og þróun áhrifamestu kínversku trúarbragða- og heimspekikerfa, einkum konfúsíanisma, daoisma og búddisma. Áhrifamiklir einstaklingar verða kynntir til sögunnar og samskipti og gagnkvæm áhrif erlendra þjóðhópa og Kínverja fá umtalsvert vægi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Snæfríður Grímsdóttir
Eyþór Björgvinsson
Hinrik Hólmfríðarson Ólason
Snæfríður Grímsdóttir
BA - í kínverskum fræðum

Námið í kínverskum fræðum var styrkur grunnur fyrir áframhaldandi nám og síðar vinnu. Nemendur öðlast vald á tungumáli hjá sívaxandi stórveldi, en læra einnig að tileinka sér öguð vinnubrögð, gagnrýna hugsun og annað sem er ómissandi á hvaða starfsvettvangi sem er - þess utan eru kennararnir fyrsta flokks! 

Eyþór Björgvinsson
BA - í kínverskum fræðum

Kínversk fræði er frábær námsleið fyrir þá sem hafa áhuga á tungumálum og/eða kínverskum málefnum. Þess má geta að námið er mjög krefjandi en ekki síður skemmtilegt. Í boði eru einstaklega áhugaverð námskeið sem snúa að kínverskri sögu, menningu og samfélagi. Námið er vel skipulagt og kennsluefni mjög áhugavert. Sérstakt hrós fá kínverskukennararnir. Þeir kenndu okkur af miklu kappi og héldu vel utan um hópinn. Kostur er á að klára þriðja skólaárið í Kína. Í raun alger hápunktur námsins þar sem maður er umkringdur kínverskri menningu, sögu og tungu. Skiptinám af þessu tagi er að mínu mati einn besti "kennarinn". Ég get því heils hugar mælt með kínverskri fræði sem aðalgrein.

Hinrik Hólmfríðarson Ólason
BA - í kínverskum fræðum

Ég hafði búið í Taívan og kunni ágætis kínversku áður en ég fór í námið. Í náminu fékk ég/ fá allir skólastyrk til að fara til meginlands Kína. Ég jók því færni mína í ræðu og riti til muna. Að læra sögu Kína í akademísku umhverfi jók líka bæði skilning minn á Kínverjum og kínversku því Kínverjar þekkja söguna sína mjög vel, vitna gjarnan í hana og tala meira í sögulegum málsháttum en við Íslendingar. Ég lærði líka ýmis heillandi forn-fræði en við deildina eru stundaðar rannsóknir á kínverskri heimspeki (daóisma, konfúsíanisma og búddisma). Þetta nám gagnaðist mér bæði í leik og starfi.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.