Norðurlandafræði
Norðurlandafræði
MA gráða – 120 einingar
Meistaranám í norðurlandafræði er hagnýtt nám, sem hefur þann tilgang að búa nemendur undir hvers konar störf og samskipti, þar sem reynir á haldgóða kunnáttu í dönsku, norsku og sænsku auk almennrar þekkingar á menningu og samfélagsgerð norrænna þjóða.
Lögð er áhersla á Norðurlönd sem sérstakt mál- og menningarsvæði.
Skipulag náms
- Haust
- Meistararitgerð í Norðurlandafræðum
- Tungumál og menning I
- Norrænn módernismi og framúrstefna - frá Edith Södergran til óreiðu internetsinsB
- Norðurlönd: Saga og samfélag. Frá miðstýrðum konungsveldum til velferðarsamfélagaVE
- Málnotkun og framsetning: DanskaV
- VíkingaöldinV
- Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öldV
- Vor
- Meistararitgerð í Norðurlandafræðum
- Norræn tjáskipti
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð
- Alþýðumenning og fagurfræði hversdagsinsV
- Fjölmenning og fólksflutningarV
- Nýjar rannsóknir í sagnfræðiV
- Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðumV
- Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnarV
- Norræn trúV
Meistararitgerð í Norðurlandafræðum (NLF441L)
Meistararitgerð í norðurlandafræðum.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Norrænn módernismi og framúrstefna - frá Edith Södergran til óreiðu internetsins (NLF108F, NLF109F)
Í námskeiðinu verður saga módernisma og framúrstefnuhreyfinga á Norðurlöndunum könnuð og lesnir ýmsir lykiltextar norræns módernisma. Fjallað verður um komu framúrstefnuhreyfingar til Norðurlandanna, expressionisma, súrrealisma og fleiri stefna sem voru áberandi í Evrópu á millistríðsárunum. Einnig verður hugað að hópum skálda og listamanna sem störfuðu undir merkjum módernismans á Norðurlöndunumallt frá hópum eins og Heretica í Danmörku og Birtíngsmanna á Íslandi á eftirstríðsárunum til margvíslegra hreyfinga rithöfunda og annarra listamanna sem starfa í samtímanum, ekki síst á netinu.
Á námskeiðinu verður einnig fengist við grundvallarspurningar eins og þá hvernig módernisminn bregst við hinum "stóru frásögnum" nútímavæðingarinnar og hvort módernisminn sjálfur sé orðinn að hefð og stórri skýringarfrásögn í bókmenntasögunni.
Norðurlönd: Saga og samfélag. Frá miðstýrðum konungsveldum til velferðarsamfélaga (NLF105F)
Námskeiðið miðar að því að auka þekkingu og skilning nemenda á sögu Norðurlanda og Vestnorrænu-landanna frá 19. öld til samtímans og sameiginlegum menningar- og stjórnmálaarfi þeirra. Fjallað er um myndun þjóðríkja á 19. öld, iðnvæðingu og almenna efnahagsþróun, stjórnmál og flokka, Norðurlönd á alþjóðavettvangi frá 19. öld til samtímans og samvinnu norrænu ríkjanna sín á milli. Kannað verður hugtakið norræn samfélagsgerð, den nordiske model, sérkenni norrænu velferðarríkjanna í alþjóðlegum samanburði og söguleg þróun þeirra á 20. öld. Sérstök áhersla verður lögð á þróun mála í Vestnorrænu löndunum, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.
Málnotkun og framsetning: Danska (DAN703F)
Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Nemendur rifja upp helstu reglur um danskt mál, málnotkun og stílbrögð. Þeir greina hvernig ólíkar textagerðir taka mið af mismunandi tilgangi tjáskipta. Áhersla verður einnig lögð á ritfærni nemenda á dönsku og þeir þjálfaðir í notkun hjálpargagna.
Víkingaöldin (MIS704M)
Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.
Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)
Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.
Meistararitgerð í Norðurlandafræðum (NLF441L)
Meistararitgerð í norðurlandafræðum.
Norræn tjáskipti (NLF206F)
Í námskeiðinu verður fyrst og fremst fjallað um málstefnu Norðurlandanna í nútímanum og sögulegu ljósi og rannsakað hvort og í hve miklum mæli málstefna og tjáskipti milli landa er samofin á Norðurlöndum. Í námskeiðinu leitað svara við spurningum eins og t.d. Hvað einkennir málstefnu Norðurlanda? Hvernig virka tjáskipti innan Norðurlandanna? Hefur hin íslenska hreintungustefna afleiðingar/áhrif á tjáskipti innan Norðurlandanna. Hvernig er samhengi milli norskrar málstefnu og hæfni Norðmanna til að skilja önnur Norðurlandamál? Hafa tjáskipti á Norðurlandamálum sérstöðu á Eyrarsundssvæðinu?
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Alþýðumenning og fagurfræði hversdagsins (ÞJÓ212F)
Í námskeiðinu rannsökum við sjónarhorn þjóðfræðinnar á menningu og samfélag með sérstakri áherslu á daglegt líf og daglegt brauð - það sem kalla mætti prósa heimsins. Við tökum sögu þjóðfræðinnar til skoðunar með gagnrýnu hugarfari og setjum í samhengi við sögu grannfaganna og við könnum í sameiningu strauma og stefnur við upphaf 21. aldar. Þá förum við í saumana á helstu hugtökum, þ.á m. menningarmun og margbreytileika, þjóðerni, kyngervi, alþýðu, hefð, hópi, höfundi, hnattvæðingu, fjölhyggju, elleftu stundinni, menningarlegu forræði, menningararfi og eignarhaldi á menningu.
Markmiðið er að skilja hvernig mennirnir skapa hversdaginn og fylla daglegt umhverfi sitt merkingu, hvernig þeir móta líf sitt við aðstæður sem þeir hafa ekki sjálfir kosið sér, hvort heldur sem er í bændasamfélagi fyrri tíðar eða borgarsamfélagi 21. aldarinnar. Námskeiðið er ætlað meistaranemum, en er einnig opið nemendum á þriðja ári í BA-námi.
Markmið:
Í lok námskeiðsins er ætlast til að nemandinn:
- Hafi lesið ýmis grundvallarrit í þjóðfræði
- Kunni skil á straumum og stefnum á 20. og 21. öld
- Þekki þær breytingar sem fagið hefur gengið í gegnum og þá sjálfsgagnrýnu umræðu sem fer nú fram innan fagsins
- Hafi vald á lykilhugtökum í greiningu á alþýðumenningu og fagurfræði hversdagsins
- Geti rökrætt um menningu hópa og menningarmun með tilvísun til kenninga og fræðilegra hugtaka
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum.
Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)
Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.
Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.
Nýjar rannsóknir í sagnfræði (SAG201F)
Í námskeiðinu verða lesnar þekktar sagnfræðilegar rannsóknir úr vestrænni menningarsögu sem fjalla um margvísleg efni sem hafa verið ofarlega á baugi innan fagsins. Gerð verður tilraun til að sýna hvernig sagnfræðingar, bæði í lok tuttugustu aldar og í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar, glíma við ólík efni í rannsóknum sínum. Umfjöllunin verður sett í hugmyndafræðilegt samhengi og lögð verður áhersla á að sýna fram á ólík gímutök sagnfræðinga þegar viðfangsefnið hefur tengst áðurnefndu fræðasviði. Reynt var að velja áhugaverðar bækur sem eru líklegar til að gefa okkur áhugaverða mynd af stöðu sagnfræðinnar í dag.
Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum (FER214F)
Námskeiðið Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum er tekið í fjarnámi frá háskólanum í OULU - Finnlandi. Námskeiðið er partur af samstarfi við þemanet háskóla norðuslóða: UArctic Thematic Network on Northern Tourism.
Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í lok hvers árs. Nemendur þurfa að sækja um og skrá sig í gegnum nemendaþjónustu VON MS-SENS.
Takmarkaður fjöldi nemendaplássa er í boði.
The course will address tourism in the circumpolar north from a societal perspective. It will present different views on the phenomenon and its dimensions, resources and implications for nature, places and cultures involved. The place of northern tourism in times of globalization and emergent global issues like climate changes will be explored, together with the relevant governance aspects.
Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnar (HMM201F)
Í námskeiðinu verður sett upp sýning tengd erlendum leiðöngrum til Íslands um miðja 19. öld, einkum leiðangra Pauls Gaimard 1835-1836 og Napóleons prins 20 árum síðar og er nemendum ætlað að móta sýninguna í samstarfi við leiðbeinendur. Sýningin verður opnuð í Borgarsögusafni við lok annar.
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópvinnu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Norræn trú (ÞJÓ203F)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.