Skip to main content

Jarðfræði

Jarðfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Jarðfræði

MS gráða – 120 einingar

Ísland er ungt og mjög virkt land og því er jarðfræði mikilvægt fag á Íslandi.

Meistaranám í jarðfræði er rannsóknartengt framhaldsnám þar sem megin áhersla er lögð á stórt rannsóknarverkefni sem nemendur vinna sjálfstætt undir leiðsögn kennara Jarðvísindadeildar eða sérfræðings Jarðvísindastofnunar.

Skipulag náms

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Ritfærni og kynning í jarðvísindum (JAR242F)

Vikulegar málstofur haldnar bæði misseri. Þátttakendur kanna viðeigandi efni í jarðvísindum með fyrirlestrum og lestri greina. Hver nemandi flytur einn fyrirlestur á misseri.

X

Lesnámskeið til meistaraprófs í jarðfræði (JAR107F, JAR209F)

Kennarar velja í samráði við nemanda safn af vísindaritgerðum, yfirlitsritgerðum og bókarköflum um efni sem tengist sérsviði, sem rannsóknarverkefni hans fjallar um, en skarast ekki við það. Nemandi og kennari hittast vikulega til þess að ræða efni ritgerða, sem lesnar hafa verið. Námskeiðinu lýkur með ritgerð og munnlegu prófi í lestrarefninu þar sem umsjónarkennari eða kennari úr umsjónarnefnd er prófdómari.

X

Lesnámskeið til meistaraprófs í jarðfræði (JAR107F, JAR209F)

Kennarar velja í samráði við nemanda safn af vísindaritgerðum, yfirlitsritgerðum og bókarköflum um efni sem tengist sérsviði, sem rannsóknarverkefni hans fjallar um, en skarast ekki við það. Nemandi og kennari hittast vikulega til þess að ræða efni ritgerða, sem lesnar hafa verið. Námskeiðinu lýkur með ritgerð og munnlegu prófi í lestrarefninu þar sem umsjónarkennari eða kennari úr umsjónarnefnd er prófdómari.

X

Andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (JEÐ113F)

Námskeiði er kennt á seinni hluta haustmisseris (7 vikur, vika 8-14)) annað hvert ár (oddatölu ár).

Fræðilegt námskeið um stafrænar andhverfar varpanir og notkun þeirra til að leysa jarðeðlisfræðileg verkefni og greina jarðeðlisfræðileg gögn. Nemendur fá reynslu í að túlka og greina mælingar með andhverfum aðferðum. Fylgt verður fyrstu 7 köflum í bók William Menke: Geophysical Data Analysis: Discret Inverse Theory. Skoðuð verða venjuleg og andhverf verkefni í jarðeðlisfræði, tölfræðileg hugtök og skekkjumörk, almennar, mestu líkinda og lengdar andhverfar aðferðir við lausn línulegra, Gaussískra, andhverfra verkefna. Almenn og staðbundin meðaltöl, hallatölu, greininga og nálgunar aðferðir við andhver verkefni og beiting vektor rúms.

Fyrirlestrar verða um fræðilegan bakrunn og notkun aðferða og í æfingatímum er aðferðunum beitt á jarðeðlisfræðileg verkefni. Í hverri viku leysa nemendur verkefni sem tengjast efni fyrirlestra og í dæmatímum öðlast þeir reynslu í að beita tölulegum aðferðum við lausn þeirra. Greinar um notkun andhverfra varpana verða lesnar og kynntar af nemendum vikulega.

Lokaeinkunn byggir á heimaverkefnum (6 x 5%), þátttöku í fyrirlestrum og æfingatímum (20%), kynningu á grein sem notar andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (10%) og lokaprófi sem er heimapróf (40%). Til að mega taka lokapróf verða nemendur að kynna grein sem tengist sérsviði þeirra og notar andhverfar varpanir og ljúka að minnsta kosti 4 af 6 heimaverkefnum.

X

Umhverfi á kvarter tímabili (JAR516M)

Fjallað er um helstu umhverfis- og loftslagsbreytingar sem átt hafa sér stað á kvartertímabilinu, helstu orsakir breytinga og svörun.  Sérstök áhersla er lögð á umhverfis- og loftslagsbreytingar á Íslandi og Norður Atlantshafssvæðinu á tímabilinu. Fjallað er um einkenni kvarter tímabilsins og jarðfræðilegan vitnisburð loftslagsbreytinga á tímabilinu, breytingar á braut jarðar og áhrif á veðurfar, aldursgreiningar, vitnisburð loftslagsbreytinga á landi og í sjó, eldvirkni og umhverfisbreytingar og sögu jöklabreytinga á jörðu. Námsmat: Lokaverkefni 35%, verkefni unnin á misserinu  30%, erindi 15%, heimapróf 20%. Hluti lokaverkefnis er leit að heimildum sem nýtast í verkefninu og erindi tengdu því.

X

Greiningartækni (JAR215F)

Námskeiðið Greininartækni samanstendur af fyrirlestrum og æfingum.  Í námskeiðinu verður farið yfir söfnun sýna af gasi, vatni og bergi, sýnaundirbúningur, nákvæmni og  samkvæmni efnagreininga. Fræðilegur grundvöllur fyrir mælitæki og mælingaraðferðir, m.a. geislarófsmælingu,  mælingar með jónaskilju og gasskilju, ICP tækjum, títrunum, XRD, SEM og örgreini. Námskeiði er kennt á 14 vikna tímabili.  Í viku 1-7 verður farið fyrirlestrar á netinu, ásamt ritgerð og prófum.  Í viku 8-14 verða síðan verklegar æfingar á rannsóknarstofum í jarðefnafræði.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Aflfræði og varmaflutningur í samfelldum efnum (JEÐ503M)

Markmið:   Að kynna aflfræði samfelldra efna, vökvaaflfræði og varmaflutning og beitingu fræðanna á vandamál í eðlisfræði og jarðeðlisfræði. I. Spenna og aflögun, spennusvið, spennutensor, sveiging platna, efniseiginleikar, líkön: Fjaðrandi efni, seigt efni, plastískt efni.- II. Seigir vökvar, lagstreymi, iðustreymi, samfellujafna, jafna Navier-Stokes.- III. Varmaflutningur: Varmaleiðing, hræring vatns, varmaburður og jarðhiti. Dæmi tekin úr ýmsum greinum eðlisfræði, einkum jarðeðlisfræði.

Kennslusýn:  Til að standa sig vel í námskeiðinu þurfa nemendur að taka virkan þátt í umræðum, mæta í fyrirlestra, halda sjálf nemendafyrirlestra og skila verkefnum sem sett eru fyrir. Nemendur öðlast þekkingu í fyrirlestrunum en það er nauðsynlegt að gera verkefnin til að skilja og þjálfa notkun hugtakanna. Verkefnin eru samþættuð textanum í kennslubókinni og því er ráðlagt að gera æfingarnar þegar textinn er lesinn. Kennari munu reyna að gera hugtök og tungutak aðgengilegt, en það er ætlast til að nemendur læri sjálfstætt og spyrji spurninga ef eitthvað er óljóst eða óskýrt. Til að bæta námskeiðið og innihald þess er óskað eftir að nemendur taki þátt í kennslukönnunum, bæði miðmisseriskönnun og í lok annar.

X

Líkanreikningar fyrir jarðvísindi (JAR129F)

Námskeiði er 7 vikna námskeið kennt seinni hluta haustmisseris.

Aðferðir til að reikna mismunandi jarðvísindaverkefni verða kynntar og þeim beitt við raunveruleg verkefni. Verkefnin eru meðal annars orkubúskapur við yfirborð, afkoma jökla, varmaflæði, flæði hægfara efna (t.d. jökla og hrauna) og streymi vatns í gegnum fast efni, t.d. jökla. Farið verður í saumana á varma og massa flæði líkönum sem notuð eru í jarðvísindum. Skoðaðar verða tölulegar aðferðir og nálganir, greiningarlausnir og tölulegar lausnir t.d. bútaaðferð til lausnar á afleiðujöfnum. Nemendur vinna 3 sjálfstæð verkefni þar sem aðferðunum sem rannsakaðar eru í námskeiðinu er beitt.

X

Kynning á jarðfræði Íslands (JAR107M)

Námskeiðið spannar 14 vikur og hefst ávallt viku áður en almenn kennsla hefst við Verkfræði-og náttúruvísindasvið með fögurra daga námsferð um suðvestur og suður Ísland

  • Námsferðirnar einblína á þau jarðfræðilegu ferli sem eru ráðandi á Íslandi
  • Eftir námsferðir eru fimm vikur af fyrirlestrum um eldvirkni, gjóskulagafræði, jarðhnik, bergfræði, jökla og jöklajarðfræði, haffræði, jarðefnafræði, fornloftslag og náttúruvá
  • Námsmat námskeiðisins byggir á skýrslu úr námsferðum (20%) og prófi (80%)

X

Eldfjallafræði (JAR514M)

Eldgos eru eitt þeirra meginferla sem skapar og mótar svipmót jarðar. Eldgos geta leitt af sér hamfarir og valdið verulegu tjóni á mannvirkjum. Kvikugösin sem rísa upp frá eldspúandi gígunum viðhalda andrúmslofti jarðar, sem og hafa veruleg áhrif á eiginleika andrúmsloftsins og loftstrauma þess. Kvikuvirkni neðanjarðar, og í sumum tilfellum eldvirknin ofan jarðar, hefur myndað beint eða óbeint stóran hluta að þeim málmum sem við nemum úr jörðu. Þannig að fyrirbærið eldgos hefur bein og óbein áhrif á mannkynið sem og tengsl við margar af undirgreinum jarðvísindanna. Af þeim sökum er grunnskilningur á því hvernig eldfjöll og eldstöðvakerfi virka og framlag eldvirkninar til hringrásaferla jarðar góð undirstaða fyrir alla nemendur í jarðvísindum.

Í þessu námskeiði verður farið í grunnatriði eldfjallafræðinnar; ferðalag kviku upptakastað til yfirborðs og almenn ferli sem stjórna eldvirkni á yfirborði og dreifingu gosefna. Fjallað verður líka um grunnatriði eldgosavár og hnattrænna áhrifa eldgosa.

Verklegar æfingar eru vikulega og beinast að því að leysa vandamál með útreikningum, greiningu gagna og rökstuðningi. Ein vettvangsferð á Reykjanes.

X

Jöklar, eldfjöll og jökulhlaup (JAR130F)

Sjö vikna námskeið (fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Jöklar þekja um tíunda hluta Íslands og undir þeim eru sum eldvirkustu svæði landsins.  Á jökulskeiðum þakkti jökull mestan hluta gosbeltanna.  Gos undir jöklum verða víðar en á Íslandi, m.a. í Andesfjöllum, Alaska og Antartíku. Samspil kviku og vatns hefur mikil áhrif á goshætti, m.a. myndun bólstrabergs, tvístrun kviku og sprengivirkni.  Jökulhlaup koma frá jarðhitasvæðum undir jöklum, jökulstífluðum vötnum og vegna bræðslu í eldgosum og hafa  mikil landmótunaráhrif.  Í námskeiðinu verður farið yfir samspil jökla, vatns og eldgosa, jökulhlaup og landmótun.  Nemendur munu læra helstu hugtök og kynnast þeim ferlum sem einkenna eldgos í jöklum, jökulhlaup, bæði undir jöklum og utan þeirra, auk þess sem skoðuð verða landmótunaráhrif hlaupa, setflutningur og rofmáttur. 

Námskeiðið er sett upp þannig að það henti nemendum með mismunandi bakgrunn.  Fyrri hlutinn er sameiginlegur, meðan að í seinni hlutinn er meira einstaklingsmiðaður þar sem nemendur geta valið eitt af þremur áherslusviðum.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og umræðutímar með dæmum og verkefnum í fimm vikur.   Síðustu tvær vikurnar:  Nemendur skrifa ritgerð og halda fyrirlestur um viðfangsefni ritgerðarinnar.  Farin verður dagsferð til að skoða jarðmyndanir sem orðið hafa til í gosum undir jökli.

X

Loftslagsbreytingar; fortíð nútíð og framtíð (JAR257F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir á loftslagsbreytingum fyrri jarðsögutímabila og fram á okkar tíma, auk þess sem áhersla verður lögð á þá aðferðafræði sem notuð er við öflun upplýsinga um veðurfar. Skoðaðar verða náttúrulegar loftslagssveiflur á mismunandi tímaskölum og hugsanlegar ástæður þeirra ræddar. Hlýnun í nútíð og framtíð verður sett í víðara samhengi við veðurfarsbreytingar á nútíma (síðustu 11700 ár). Námskeiðið er á fyrirlestraformi, þar sem kennari og nemendur taka fyrir í hverjum tíma nýlegar greinar úr ritrýndum tímaritum um umhverfis- og loftslagsbreytingar. Umræður með þátttöku allra fylgja í kjölfarið, þar sem nemendur taka þátt í að stjórna umræðum. Nemendum er ætlað að halda fyrirlestra yfir misserið um valin efni sem snerta markmið námskeiðs og skila lokaverkefni tengt þema námskeiðsins, auk þess að taka þátt í að stjórna umræðum. Minni verkefni verða einnig lögð fyrir nemendur á misserinu.

Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið eru sex viðverutímar á formi fyrirlestra-, hópvinnu- og verklegra tímar. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 190 tímar (c.a. 25 tímar per einingu) og þar af er skráður heildarfjöldi viðverutima 40.

X

Jarðefnafræði og yfirborð jarðar (JAR134F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um jarðefnafræðileg ferli á og við yfirborð jarðar. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, æfingum og rannsóknarvinnu.

Í námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

  • Efnavarmafræði og hraði efnahvarfa í lausn og tengt samspili vatns og bergs
  • Uppleyst efni og efnasambönd í vatnslausn
  • Hringrás efna í náttúrunni
  • Efnahvarfaveðrun
  • Jarðefnafræði jarðhita
  • Samspil vatns og bergs
  • Stöðugar samsætur í jarðefnafræði vatns og bergs
  • Notkun algengra forrita í jarðefnafræði
X

Forðafræði jarðhitakerfa (JEÐ116F)

Sjö vikna námskeið (seinni 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Námskeiðið veitir innsýn í grunnatriði forðafræði jarðhitageyma.  Fjallað er um mælingar, hugmyndalíkön og reiknilíkön af jarðgeymum.  Innhald:  Varmaleiðing og hræring, borholumælingar, flutningur massa og varma í jarðhitageymum, greining borholumælinga, hagnýting auðlindar, tvífasa flæði, reiknifræðileg líkön, stjórnun nýtingar jarðhitakerfis, niðurdæling, aðferðir við framleiðslu og sjálfbærni.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og verklegir tímar með dæmum og verkefnum. Nemendur halda fyrirlestra um valin efni og eins dags verkleg æfing í borholumælingum. 

X

Eldfjallafræði II – eldgos og eldgosavá (JAR258F)

Eldvirkni er eitt af frumöflum jarðarinnar sem móta, hafa áhrif á og stundum umbylta yfirborðsferlum jarðar. Andrúmslofti jarðar er ekki bara viðhaldið af eldfjallagösunum, heldur geta þau einnig haft veruleg áhrif eiginleika andrúmsloftsins, þar með talið loftstrauma og veðurfar. Gjóskufall, í miklu magni, getur eytt gróðurlendi. Öskuríkir gosmekkir geta haft áhrif á flugsamgöngur sem og innviði eins og rafmagnslínur og vatnsveitur. Gusthlaup og gjóskuhlaup eru algeng afleiða af sprengigosum og hafa valdið varanlegu tjóni á nánasta umhverfi eldfjalla. En áhrifin eru ekki bara neikvæð; hóflegt gjóskufall virkar örvandi á gróður og jarðveg, brennisteinn er jákvæður fyrir vínvið, gjóskulög geta, vegna víðfeðmar útbreiðslu, verið afburðar góð leiðarlög á stórum landsvæðum ásamt því að vera nytsamleg til aldursgreininga á ýmsum viðburðum.

Þemað í þessu námskeiði er ELDGOSIÐ þar sem áherslan er á (i) frumbreytur gosferlanna (þ.e. rishraði kviku, afgösun og framleiðni) sem stjórna hegðun og afli goss, (ii) þau ferli sem ráða mestu um dreifingu gosefna (þ.e. hrauns, gjósku og gasa) frá gosopi og (iii) eldgosavá vegna hraunflæðis, gjóskufalls og gasmengunar. Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið verður þannig að fyrstu 3-4 vikurnar eru fyrirlestrar og umræðutímar sem taka á ofangreindum áhersluatriðum. Í seinni hluta námskeiðsins fá nemendur verkefni sem leyst er í 2-3 manna hópum. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar beinist það að gosferlum og hins vegar eldgosavánni. Farið verður í tveggja daga vettvangsferð þar sem hver hópur safnar gögnum um og sýnum af gosefnum til frekari mælinga inni á rannsóknarstofu. Gögnin og mælingarnar ásamt verkfærakistunni VETOOLS eru síðan notuð af hverjum hóp sem grunnur að mati á eldgosavá inni á athugunarsvæðinu og niðurstöðunum skilað sem skýrslu (á ensku) sem er sett upp eins og grein í alþjóðlegu tímariti. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 150 tímar (c.a. 20 tímar per einingu = tímar per viku).

Kennt á vormisseri, blokk 2, á hverju ári.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Málstofa um jarðfræðilega atburði (JEÐ205F)

The topic of this course is geological events on a global scale, s.a. earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, landslides, etc. and will be discussed in weekly meetings during the semester. Events of the preceding week will be studied using all available data, web pages and written documents. Students are expected to review at least one paper during the semester on background information.

Course layout: Each week a student is assigned the task of monitoring news of geological events such as earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, and landslides. He will give a report of these in the following week's class and present background information on the most significant events. The course can be repeated up to three times for 2 credit units each time.

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Jarðhiti (JAR508M)

Jarðhitakerfi og uppbygging þeirra, orkubúskapur jarðar, hita-/orkuflutningur til yfirborðs jarðar. Uppruni og efnafræði jarðhitavökva, efnaskipti bergs og vökva, borholumælingar, endurnýjun jarðhitakerfa, aðferðir í jarðhitaleit, forðamat, nýting jarðhita og umhverfisáhrif hennar. Námskeiði er kennt á 7 vikna tímabili í upphafi haustmisseris.  Það samanstendur af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendafyrirlesturm, nemendaveggspjöldum, ritgerð og prófum.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Bergfræði 2 (JAR603M)

Í þessu námskeiði mun nemandinn fræðast um uppruna, myndun og þróun kviku á jörðinni. Sérstök áhersla verður lögð á að auka skilning á því hvernig kvika breytist við tilfærslu og viðstöðu í skorpunni.

Fyrirlestrar munu taka fyrir eðlis- og efnafræði kviku ásamt mikilvægustu fasabreytingum sem kvika verður fyrir við flutning upp í gegnum skorpuna.

Í verklegum tímum verður farið í eðlis- og efnafræðilegar aðferðir sem notaðar eru við að meta uppruna kviku og þróun. Í því felst m.a. fasajafnvægi, efnavarmafræði, útreikningar á þrýstingi og hitastigi, og líkanreikningar á hlutbráðnun og hlutkristöllun. Sérstök áhersla er lögð á túlkun gagna og skilning á óvissu í gögnum.
Námskeiðið stendur í 7 vikur á fyrri hluta vormisseris (vikur 1-7) og samanstendur af 3 fyrirlestrum og 4 verklegum tímum í hverri viku.

X

Jarðskorpuhreyfingar og aflfræði jarðar - mælingar og líkön (JEÐ209F)

Námskeiðið er haldið á fyrri hluta vorannar. Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg.  Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.
Í námskeiðinu er fjallað um mælingar á jarðskorpuhreyfingum og aflfræðileg líkön af ferlum í jarðskorpu og möttli jarðar. Áhersla er lögð á tvær meginaðferðir geimlandmælinga, Global Navigation Satellite System (GNSS) landmælingar og bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, InSAR). Einnig eru teknar fyrir þenslumælingar í borholum, hæðar- og hallamælingar. Farið er yfir fræðilegan grunn aðferðanna sem og úrvinnsla gagna sem safnað er. Nemendur fá reynslu í söfnun og úrvinnslu gagna, og mati á skekkjuvöldum og óvissum. Fjallað er um hvernig mælingar á jarðskorpuhreyfingum nýtast við rannsóknir á aflfræði jarðar, þar með talið flekahreyfingum, eldfjallaaflögun, jarðskjálftum og hæðarbreytingum vegna fargbreytinga á yfirborði jarðar, t.d. vegna jöklabreytinga. Farið er yfir fræðileg líkön sem notuð eru til að túlka jarðskorpuhreyfingar og reiknilíkön kynnt. Nemendur vinna sjálfstætt verkefni sem tengist einum eða fleirum af eftirtöldum þáttum: mælingum á jarðskorpuhreyfingum, úrvinnslu gagna og túlkun jarðskorpuhreyfinga með hliðsjón af líkönum fyrir aflfræðileg ferli í jarðskorpu og möttli jarðar.

X

Jarðeðlisfræðileg könnun (JEÐ504M)

Námskeiðið skiptist í tvo hluta:

a) Fjögurra til fimm daga mælingaferð í upphafi haustmisseris. Margvíslegum jarðeðlisfræðilegum aðferðum beitt til að kanna jarðlagaskipan á tilteknu svæði.

b) Farið yfir aðferðir jarðeðlisfræðilegrar könnunar og hagnýtingu þeirra við rannsóknir á jarðlögum, orkulindum og jarðefnum, fræðilegan grunn, aðferðafræði mælinga, meðferð gagna og úrvinnslu. Aðferðir sem teknar eru fyrir: Bylgjubrots- og endurkastsmælingar, þyngdar- og segulmælingar, viðnáms- og jarðleiðnimælingar, borholumælingar.  Í námskeiðinu eru dæma- og reikniæfingar þar sem m.a. verður unnið niðurstöðum úr mæliferðinni auk þess sem nemendur skrifa skýrslu um mælingarnar og niðurstöður þeirra.

X

Orka og auðlindir jarðar (JAR513M)

Sjálbær nýting náttúruauðlinda og endurnýjanleg orkuframleiðla eru undirstaða sjálfbærrar þróunar. Til að nálgast sjálfbærni þarf að hafa heildstæða sýn sem tekur tillit til grunnstoðanna þriggja sem eru umhverfi, efnahagur og samfélag. Í námskeiðinu verður farið yfir orkubúskap jarðar, myndun og nýtingu jarðefnaeldsneytis, óendalegar og endurnýjanlegar orkuauðlindir. - þar með taldar óendurnýjanlegu auðlindirnar kol, olía, gas, úran og þóríum. Einnig verður farið yfir orkuauðlindir sem nýta þarf með gát - jarðhita, vatnsafl og líforku.  Annað efni námskeiðsins er um endurnýjanlega orku sem byggð er á sólinni, vindi, sjávarföllum og ölduafli.  Einnig verður gert yfirlit yfir helstu auðlindir jarðar sem nýttar eru til tæknivæðingar, uppbyggingar innviða samfélagsins og í landbúnaði, svo sem málma, áburð, jarðveg og vatn. Námskeiðið fjallar um hvernig þessar auðlindir myndast, eru nýttar, hve lengi þær endast og hvaða áhrif nýtingin hefur á umhverfið, efnahaginn og samfélagið. Að skilja samfélags- og efnahagskerfið sem knýr áfram neyslumynstur náttúruauðlinda er lykillinn að mati á sjálfbærri auðlindastjórnun. Í umfjölluninni er þess vegna einnig endurvinnsla óendurnýjanlegra auðlinda og auk þess er farið yfir nýja hagsældar hugsun sem að byggir á hringhagkerfi og velsældarhagkerfi.

X

Jarðskjálftafræði (JEÐ505M)

Spennu- og aflögunarþinir, öldulíkingar fyrir P-og S-bylgjur. Rúmbylgjur og leiddar bylgjur. Helstu jarðskjálftabylgjur: P-, S-, Rayleigh- og Love-bylgjur. Frjálsar sveiflur jarðar. Gerð og eiginleikar jarðskjálftamæla. Upptök jarðskjálfta: Brotlausn, vægi, stærð, orka, tíðniróf, áhrif. Dýpi jarðskjálfta, dreifing þeirra um jörðina og samband við jarðfræði. Jarðskjálftabylgjur og innri gerð jarðarinnar.

Námskeiðið er ýmist kennt með hefðbundnum hætti (fyrirlestrar, heimadæmi, verkefni) eða sem lesnámskeið þar sem nemendur kynna sér efnið og gera því skil skriflega og í umræðutímum.

X

Jarðefnafræði hinnar föstu jarðar (JAR133F)

Aðeins kennt ef lágmarksfjöldi nemenda næst, annars kennt sem lesnámkeið.

Fyrirlestar: Fjallað verður um nokkur valin atriði jarðefnafræðinnar með áherslu á hina föstu jörð og ferli sem eiga sér stað við háan hita, sér í lagi storkubergsferli. Sérstök áhersla verður á ferli sem hafa átt sér stað gegnum jarðsöguna og eru enn að verki ásamt viðeigandi tímaskölum. Umfjöllunarefni verða m.a. dreifing frumefna í jörðinni, myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar og hvernig nota má einföld líkön af snefilefnum og samsætum til rannsókna á hinni föstu jörð. Sérstaklega verður fjallað um notagildi þeirra við rannsóknir á uppruna storkubergs á jörðinni og þróun þess undir virkum eldfjöllum.

Verklegir tímar: Kynnt verður notkun einfaldra líkana sem skýra dreifinu snefilefna og samsæta sem og notagildi þeirra við rannsóknir á storkubergsferlum og breytileika hinnar föstu jarðar. Sérstök áhersla verður á viðeigandi tímaskala sem varða myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar, þ. á m. storkubergsferli.

Skipulag: Sjö vikna námskeið með fjórum fyrirlestrum og tveimur dæmatímum í viku hverri. Undir lok námskeið halda nemendur fyrirlestur um valið efni og skila samhliða því stuttu ágripi.

Námsmat: Byggist á heimaverkefnum, fyrirlestri og skrifi ágrips ásamt lokarprófi sem að öllu jöfnu verður heimapróf.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Þverfaglegt hópverkefni um endurnýjanlega orku (JAR240F)

Námskeiðinu er skipt í tvo hluta:

Námskeiðslýsing:

  1. mars - 22. apríl

Fyrri hluti: kynning, tímaáætlun, söfnun gagna, verkefnavinna.

  1. - 13. maí      

Seinni hluti: skýrslugerð og kynning nemenda á verkefni.


Námskeiðið byggir á sjálfstæðri verkefnavinnu nemenda sem stunda meistaranám á sviði endurnýjanlegrar orku. Verkefnið er þverfaglegt og verkefnahópurinn samanstendur af nemendum frá eftirfarandi fagsviðum:

  • Jarðhitaverkfræði (Vélaverkfræði)
  • Vatnsaflsverkfræði (Umhverfis- og byggingarverkfræði)
  • Vistvæn raforkuverkfræði (Rafmagns- og tölvuverkfræði)
  • Jarðvísindi (Jarðfræði og jarðeðlisfræði)
  • Orkuhagfræði, orkustefnumál og sjálfbærni (Umhverfis- og auðlindafræði)

Nemendur vinna með raunhæft verkefni um nýtingu auðlindar til orkuframleiðslu eða til beinnar nýtingar. Helstu verkþættir eru:

  • Mat á auðlind og sjálfbærri nýtingu hennar.
  • Mat á mismunandi nýtingarmöguleikum auðlindar ásamt hönnun á því ferli nýtingar sem fyrir valinu verður.
  • Viðskiptaáætlun fyrir verkefnið í heild ásamt næmnigreiningu á helstu kostnaðarþáttum.
  • Mat á umhverfisáhrifum og leyfi vegna nýtingar auðlindar.
  • Félagsleg og umhverfisleg áhrif verkefnisins.
  • Stjórnun þverfaglegs verkefnis.
X

Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)

Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun  umhverfisvænni og endurnýanlegri orku.  Í þessu inngangsnámskeiði verður:  i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag.  Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.

Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum. 

Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.

X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Ritfærni og kynning í jarðvísindum (JAR242F)

Vikulegar málstofur haldnar bæði misseri. Þátttakendur kanna viðeigandi efni í jarðvísindum með fyrirlestrum og lestri greina. Hver nemandi flytur einn fyrirlestur á misseri.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Bergfræði 2 (JAR603M)

Í þessu námskeiði mun nemandinn fræðast um uppruna, myndun og þróun kviku á jörðinni. Sérstök áhersla verður lögð á að auka skilning á því hvernig kvika breytist við tilfærslu og viðstöðu í skorpunni.

Fyrirlestrar munu taka fyrir eðlis- og efnafræði kviku ásamt mikilvægustu fasabreytingum sem kvika verður fyrir við flutning upp í gegnum skorpuna.

Í verklegum tímum verður farið í eðlis- og efnafræðilegar aðferðir sem notaðar eru við að meta uppruna kviku og þróun. Í því felst m.a. fasajafnvægi, efnavarmafræði, útreikningar á þrýstingi og hitastigi, og líkanreikningar á hlutbráðnun og hlutkristöllun. Sérstök áhersla er lögð á túlkun gagna og skilning á óvissu í gögnum.
Námskeiðið stendur í 7 vikur á fyrri hluta vormisseris (vikur 1-7) og samanstendur af 3 fyrirlestrum og 4 verklegum tímum í hverri viku.

X

Eldfjallafræði II – eldgos og eldgosavá (JAR258F)

Eldvirkni er eitt af frumöflum jarðarinnar sem móta, hafa áhrif á og stundum umbylta yfirborðsferlum jarðar. Andrúmslofti jarðar er ekki bara viðhaldið af eldfjallagösunum, heldur geta þau einnig haft veruleg áhrif eiginleika andrúmsloftsins, þar með talið loftstrauma og veðurfar. Gjóskufall, í miklu magni, getur eytt gróðurlendi. Öskuríkir gosmekkir geta haft áhrif á flugsamgöngur sem og innviði eins og rafmagnslínur og vatnsveitur. Gusthlaup og gjóskuhlaup eru algeng afleiða af sprengigosum og hafa valdið varanlegu tjóni á nánasta umhverfi eldfjalla. En áhrifin eru ekki bara neikvæð; hóflegt gjóskufall virkar örvandi á gróður og jarðveg, brennisteinn er jákvæður fyrir vínvið, gjóskulög geta, vegna víðfeðmar útbreiðslu, verið afburðar góð leiðarlög á stórum landsvæðum ásamt því að vera nytsamleg til aldursgreininga á ýmsum viðburðum.

Þemað í þessu námskeiði er ELDGOSIÐ þar sem áherslan er á (i) frumbreytur gosferlanna (þ.e. rishraði kviku, afgösun og framleiðni) sem stjórna hegðun og afli goss, (ii) þau ferli sem ráða mestu um dreifingu gosefna (þ.e. hrauns, gjósku og gasa) frá gosopi og (iii) eldgosavá vegna hraunflæðis, gjóskufalls og gasmengunar. Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið verður þannig að fyrstu 3-4 vikurnar eru fyrirlestrar og umræðutímar sem taka á ofangreindum áhersluatriðum. Í seinni hluta námskeiðsins fá nemendur verkefni sem leyst er í 2-3 manna hópum. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar beinist það að gosferlum og hins vegar eldgosavánni. Farið verður í tveggja daga vettvangsferð þar sem hver hópur safnar gögnum um og sýnum af gosefnum til frekari mælinga inni á rannsóknarstofu. Gögnin og mælingarnar ásamt verkfærakistunni VETOOLS eru síðan notuð af hverjum hóp sem grunnur að mati á eldgosavá inni á athugunarsvæðinu og niðurstöðunum skilað sem skýrslu (á ensku) sem er sett upp eins og grein í alþjóðlegu tímariti. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 150 tímar (c.a. 20 tímar per einingu = tímar per viku).

Kennt á vormisseri, blokk 2, á hverju ári.

X

Jarðhiti (JAR508M)

Jarðhitakerfi og uppbygging þeirra, orkubúskapur jarðar, hita-/orkuflutningur til yfirborðs jarðar. Uppruni og efnafræði jarðhitavökva, efnaskipti bergs og vökva, borholumælingar, endurnýjun jarðhitakerfa, aðferðir í jarðhitaleit, forðamat, nýting jarðhita og umhverfisáhrif hennar. Námskeiði er kennt á 7 vikna tímabili í upphafi haustmisseris.  Það samanstendur af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendafyrirlesturm, nemendaveggspjöldum, ritgerð og prófum.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Orka og auðlindir jarðar (JAR513M)

Sjálbær nýting náttúruauðlinda og endurnýjanleg orkuframleiðla eru undirstaða sjálfbærrar þróunar. Til að nálgast sjálfbærni þarf að hafa heildstæða sýn sem tekur tillit til grunnstoðanna þriggja sem eru umhverfi, efnahagur og samfélag. Í námskeiðinu verður farið yfir orkubúskap jarðar, myndun og nýtingu jarðefnaeldsneytis, óendalegar og endurnýjanlegar orkuauðlindir. - þar með taldar óendurnýjanlegu auðlindirnar kol, olía, gas, úran og þóríum. Einnig verður farið yfir orkuauðlindir sem nýta þarf með gát - jarðhita, vatnsafl og líforku.  Annað efni námskeiðsins er um endurnýjanlega orku sem byggð er á sólinni, vindi, sjávarföllum og ölduafli.  Einnig verður gert yfirlit yfir helstu auðlindir jarðar sem nýttar eru til tæknivæðingar, uppbyggingar innviða samfélagsins og í landbúnaði, svo sem málma, áburð, jarðveg og vatn. Námskeiðið fjallar um hvernig þessar auðlindir myndast, eru nýttar, hve lengi þær endast og hvaða áhrif nýtingin hefur á umhverfið, efnahaginn og samfélagið. Að skilja samfélags- og efnahagskerfið sem knýr áfram neyslumynstur náttúruauðlinda er lykillinn að mati á sjálfbærri auðlindastjórnun. Í umfjölluninni er þess vegna einnig endurvinnsla óendurnýjanlegra auðlinda og auk þess er farið yfir nýja hagsældar hugsun sem að byggir á hringhagkerfi og velsældarhagkerfi.

X

Líkanreikningar fyrir jarðvísindi (JAR129F)

Námskeiði er 7 vikna námskeið kennt seinni hluta haustmisseris.

Aðferðir til að reikna mismunandi jarðvísindaverkefni verða kynntar og þeim beitt við raunveruleg verkefni. Verkefnin eru meðal annars orkubúskapur við yfirborð, afkoma jökla, varmaflæði, flæði hægfara efna (t.d. jökla og hrauna) og streymi vatns í gegnum fast efni, t.d. jökla. Farið verður í saumana á varma og massa flæði líkönum sem notuð eru í jarðvísindum. Skoðaðar verða tölulegar aðferðir og nálganir, greiningarlausnir og tölulegar lausnir t.d. bútaaðferð til lausnar á afleiðujöfnum. Nemendur vinna 3 sjálfstæð verkefni þar sem aðferðunum sem rannsakaðar eru í námskeiðinu er beitt.

X

Eldfjallafræði (JAR514M)

Eldgos eru eitt þeirra meginferla sem skapar og mótar svipmót jarðar. Eldgos geta leitt af sér hamfarir og valdið verulegu tjóni á mannvirkjum. Kvikugösin sem rísa upp frá eldspúandi gígunum viðhalda andrúmslofti jarðar, sem og hafa veruleg áhrif á eiginleika andrúmsloftsins og loftstrauma þess. Kvikuvirkni neðanjarðar, og í sumum tilfellum eldvirknin ofan jarðar, hefur myndað beint eða óbeint stóran hluta að þeim málmum sem við nemum úr jörðu. Þannig að fyrirbærið eldgos hefur bein og óbein áhrif á mannkynið sem og tengsl við margar af undirgreinum jarðvísindanna. Af þeim sökum er grunnskilningur á því hvernig eldfjöll og eldstöðvakerfi virka og framlag eldvirkninar til hringrásaferla jarðar góð undirstaða fyrir alla nemendur í jarðvísindum.

Í þessu námskeiði verður farið í grunnatriði eldfjallafræðinnar; ferðalag kviku upptakastað til yfirborðs og almenn ferli sem stjórna eldvirkni á yfirborði og dreifingu gosefna. Fjallað verður líka um grunnatriði eldgosavár og hnattrænna áhrifa eldgosa.

Verklegar æfingar eru vikulega og beinast að því að leysa vandamál með útreikningum, greiningu gagna og rökstuðningi. Ein vettvangsferð á Reykjanes.

X

Jöklar, eldfjöll og jökulhlaup (JAR130F)

Sjö vikna námskeið (fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Jöklar þekja um tíunda hluta Íslands og undir þeim eru sum eldvirkustu svæði landsins.  Á jökulskeiðum þakkti jökull mestan hluta gosbeltanna.  Gos undir jöklum verða víðar en á Íslandi, m.a. í Andesfjöllum, Alaska og Antartíku. Samspil kviku og vatns hefur mikil áhrif á goshætti, m.a. myndun bólstrabergs, tvístrun kviku og sprengivirkni.  Jökulhlaup koma frá jarðhitasvæðum undir jöklum, jökulstífluðum vötnum og vegna bræðslu í eldgosum og hafa  mikil landmótunaráhrif.  Í námskeiðinu verður farið yfir samspil jökla, vatns og eldgosa, jökulhlaup og landmótun.  Nemendur munu læra helstu hugtök og kynnast þeim ferlum sem einkenna eldgos í jöklum, jökulhlaup, bæði undir jöklum og utan þeirra, auk þess sem skoðuð verða landmótunaráhrif hlaupa, setflutningur og rofmáttur. 

Námskeiðið er sett upp þannig að það henti nemendum með mismunandi bakgrunn.  Fyrri hlutinn er sameiginlegur, meðan að í seinni hlutinn er meira einstaklingsmiðaður þar sem nemendur geta valið eitt af þremur áherslusviðum.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og umræðutímar með dæmum og verkefnum í fimm vikur.   Síðustu tvær vikurnar:  Nemendur skrifa ritgerð og halda fyrirlestur um viðfangsefni ritgerðarinnar.  Farin verður dagsferð til að skoða jarðmyndanir sem orðið hafa til í gosum undir jökli.

X

Aflfræði og varmaflutningur í samfelldum efnum (JEÐ503M)

Markmið:   Að kynna aflfræði samfelldra efna, vökvaaflfræði og varmaflutning og beitingu fræðanna á vandamál í eðlisfræði og jarðeðlisfræði. I. Spenna og aflögun, spennusvið, spennutensor, sveiging platna, efniseiginleikar, líkön: Fjaðrandi efni, seigt efni, plastískt efni.- II. Seigir vökvar, lagstreymi, iðustreymi, samfellujafna, jafna Navier-Stokes.- III. Varmaflutningur: Varmaleiðing, hræring vatns, varmaburður og jarðhiti. Dæmi tekin úr ýmsum greinum eðlisfræði, einkum jarðeðlisfræði.

Kennslusýn:  Til að standa sig vel í námskeiðinu þurfa nemendur að taka virkan þátt í umræðum, mæta í fyrirlestra, halda sjálf nemendafyrirlestra og skila verkefnum sem sett eru fyrir. Nemendur öðlast þekkingu í fyrirlestrunum en það er nauðsynlegt að gera verkefnin til að skilja og þjálfa notkun hugtakanna. Verkefnin eru samþættuð textanum í kennslubókinni og því er ráðlagt að gera æfingarnar þegar textinn er lesinn. Kennari munu reyna að gera hugtök og tungutak aðgengilegt, en það er ætlast til að nemendur læri sjálfstætt og spyrji spurninga ef eitthvað er óljóst eða óskýrt. Til að bæta námskeiðið og innihald þess er óskað eftir að nemendur taki þátt í kennslukönnunum, bæði miðmisseriskönnun og í lok annar.

X

Jarðskorpuhreyfingar og aflfræði jarðar - mælingar og líkön (JEÐ209F)

Námskeiðið er haldið á fyrri hluta vorannar. Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg.  Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.
Í námskeiðinu er fjallað um mælingar á jarðskorpuhreyfingum og aflfræðileg líkön af ferlum í jarðskorpu og möttli jarðar. Áhersla er lögð á tvær meginaðferðir geimlandmælinga, Global Navigation Satellite System (GNSS) landmælingar og bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, InSAR). Einnig eru teknar fyrir þenslumælingar í borholum, hæðar- og hallamælingar. Farið er yfir fræðilegan grunn aðferðanna sem og úrvinnsla gagna sem safnað er. Nemendur fá reynslu í söfnun og úrvinnslu gagna, og mati á skekkjuvöldum og óvissum. Fjallað er um hvernig mælingar á jarðskorpuhreyfingum nýtast við rannsóknir á aflfræði jarðar, þar með talið flekahreyfingum, eldfjallaaflögun, jarðskjálftum og hæðarbreytingum vegna fargbreytinga á yfirborði jarðar, t.d. vegna jöklabreytinga. Farið er yfir fræðileg líkön sem notuð eru til að túlka jarðskorpuhreyfingar og reiknilíkön kynnt. Nemendur vinna sjálfstætt verkefni sem tengist einum eða fleirum af eftirtöldum þáttum: mælingum á jarðskorpuhreyfingum, úrvinnslu gagna og túlkun jarðskorpuhreyfinga með hliðsjón af líkönum fyrir aflfræðileg ferli í jarðskorpu og möttli jarðar.

X

Jarðeðlisfræðileg könnun (JEÐ504M)

Námskeiðið skiptist í tvo hluta:

a) Fjögurra til fimm daga mælingaferð í upphafi haustmisseris. Margvíslegum jarðeðlisfræðilegum aðferðum beitt til að kanna jarðlagaskipan á tilteknu svæði.

b) Farið yfir aðferðir jarðeðlisfræðilegrar könnunar og hagnýtingu þeirra við rannsóknir á jarðlögum, orkulindum og jarðefnum, fræðilegan grunn, aðferðafræði mælinga, meðferð gagna og úrvinnslu. Aðferðir sem teknar eru fyrir: Bylgjubrots- og endurkastsmælingar, þyngdar- og segulmælingar, viðnáms- og jarðleiðnimælingar, borholumælingar.  Í námskeiðinu eru dæma- og reikniæfingar þar sem m.a. verður unnið niðurstöðum úr mæliferðinni auk þess sem nemendur skrifa skýrslu um mælingarnar og niðurstöður þeirra.

X

Jarðskjálftafræði (JEÐ505M)

Spennu- og aflögunarþinir, öldulíkingar fyrir P-og S-bylgjur. Rúmbylgjur og leiddar bylgjur. Helstu jarðskjálftabylgjur: P-, S-, Rayleigh- og Love-bylgjur. Frjálsar sveiflur jarðar. Gerð og eiginleikar jarðskjálftamæla. Upptök jarðskjálfta: Brotlausn, vægi, stærð, orka, tíðniróf, áhrif. Dýpi jarðskjálfta, dreifing þeirra um jörðina og samband við jarðfræði. Jarðskjálftabylgjur og innri gerð jarðarinnar.

Námskeiðið er ýmist kennt með hefðbundnum hætti (fyrirlestrar, heimadæmi, verkefni) eða sem lesnámskeið þar sem nemendur kynna sér efnið og gera því skil skriflega og í umræðutímum.

X

Forðafræði jarðhitakerfa (JEÐ116F)

Sjö vikna námskeið (seinni 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Námskeiðið veitir innsýn í grunnatriði forðafræði jarðhitageyma.  Fjallað er um mælingar, hugmyndalíkön og reiknilíkön af jarðgeymum.  Innhald:  Varmaleiðing og hræring, borholumælingar, flutningur massa og varma í jarðhitageymum, greining borholumælinga, hagnýting auðlindar, tvífasa flæði, reiknifræðileg líkön, stjórnun nýtingar jarðhitakerfis, niðurdæling, aðferðir við framleiðslu og sjálfbærni.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og verklegir tímar með dæmum og verkefnum. Nemendur halda fyrirlestra um valin efni og eins dags verkleg æfing í borholumælingum. 

X

Kynning á jarðfræði Íslands (JAR107M)

Námskeiðið spannar 14 vikur og hefst ávallt viku áður en almenn kennsla hefst við Verkfræði-og náttúruvísindasvið með fögurra daga námsferð um suðvestur og suður Ísland

  • Námsferðirnar einblína á þau jarðfræðilegu ferli sem eru ráðandi á Íslandi
  • Eftir námsferðir eru fimm vikur af fyrirlestrum um eldvirkni, gjóskulagafræði, jarðhnik, bergfræði, jökla og jöklajarðfræði, haffræði, jarðefnafræði, fornloftslag og náttúruvá
  • Námsmat námskeiðisins byggir á skýrslu úr námsferðum (20%) og prófi (80%)

X

Jarðefnafræði og yfirborð jarðar (JAR134F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um jarðefnafræðileg ferli á og við yfirborð jarðar. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, æfingum og rannsóknarvinnu.

Í námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

  • Efnavarmafræði og hraði efnahvarfa í lausn og tengt samspili vatns og bergs
  • Uppleyst efni og efnasambönd í vatnslausn
  • Hringrás efna í náttúrunni
  • Efnahvarfaveðrun
  • Jarðefnafræði jarðhita
  • Samspil vatns og bergs
  • Stöðugar samsætur í jarðefnafræði vatns og bergs
  • Notkun algengra forrita í jarðefnafræði
X

Jarðefnafræði hinnar föstu jarðar (JAR133F)

Aðeins kennt ef lágmarksfjöldi nemenda næst, annars kennt sem lesnámkeið.

Fyrirlestar: Fjallað verður um nokkur valin atriði jarðefnafræðinnar með áherslu á hina föstu jörð og ferli sem eiga sér stað við háan hita, sér í lagi storkubergsferli. Sérstök áhersla verður á ferli sem hafa átt sér stað gegnum jarðsöguna og eru enn að verki ásamt viðeigandi tímaskölum. Umfjöllunarefni verða m.a. dreifing frumefna í jörðinni, myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar og hvernig nota má einföld líkön af snefilefnum og samsætum til rannsókna á hinni föstu jörð. Sérstaklega verður fjallað um notagildi þeirra við rannsóknir á uppruna storkubergs á jörðinni og þróun þess undir virkum eldfjöllum.

Verklegir tímar: Kynnt verður notkun einfaldra líkana sem skýra dreifinu snefilefna og samsæta sem og notagildi þeirra við rannsóknir á storkubergsferlum og breytileika hinnar föstu jarðar. Sérstök áhersla verður á viðeigandi tímaskala sem varða myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar, þ. á m. storkubergsferli.

Skipulag: Sjö vikna námskeið með fjórum fyrirlestrum og tveimur dæmatímum í viku hverri. Undir lok námskeið halda nemendur fyrirlestur um valið efni og skila samhliða því stuttu ágripi.

Námsmat: Byggist á heimaverkefnum, fyrirlestri og skrifi ágrips ásamt lokarprófi sem að öllu jöfnu verður heimapróf.

X

Lesnámskeið til meistaraprófs í jarðfræði (JAR107F, JAR209F)

Kennarar velja í samráði við nemanda safn af vísindaritgerðum, yfirlitsritgerðum og bókarköflum um efni sem tengist sérsviði, sem rannsóknarverkefni hans fjallar um, en skarast ekki við það. Nemandi og kennari hittast vikulega til þess að ræða efni ritgerða, sem lesnar hafa verið. Námskeiðinu lýkur með ritgerð og munnlegu prófi í lestrarefninu þar sem umsjónarkennari eða kennari úr umsjónarnefnd er prófdómari.

X

Lesnámskeið til meistaraprófs í jarðfræði (JAR107F, JAR209F)

Kennarar velja í samráði við nemanda safn af vísindaritgerðum, yfirlitsritgerðum og bókarköflum um efni sem tengist sérsviði, sem rannsóknarverkefni hans fjallar um, en skarast ekki við það. Nemandi og kennari hittast vikulega til þess að ræða efni ritgerða, sem lesnar hafa verið. Námskeiðinu lýkur með ritgerð og munnlegu prófi í lestrarefninu þar sem umsjónarkennari eða kennari úr umsjónarnefnd er prófdómari.

X

Loftslagsbreytingar; fortíð nútíð og framtíð (JAR257F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir á loftslagsbreytingum fyrri jarðsögutímabila og fram á okkar tíma, auk þess sem áhersla verður lögð á þá aðferðafræði sem notuð er við öflun upplýsinga um veðurfar. Skoðaðar verða náttúrulegar loftslagssveiflur á mismunandi tímaskölum og hugsanlegar ástæður þeirra ræddar. Hlýnun í nútíð og framtíð verður sett í víðara samhengi við veðurfarsbreytingar á nútíma (síðustu 11700 ár). Námskeiðið er á fyrirlestraformi, þar sem kennari og nemendur taka fyrir í hverjum tíma nýlegar greinar úr ritrýndum tímaritum um umhverfis- og loftslagsbreytingar. Umræður með þátttöku allra fylgja í kjölfarið, þar sem nemendur taka þátt í að stjórna umræðum. Nemendum er ætlað að halda fyrirlestra yfir misserið um valin efni sem snerta markmið námskeiðs og skila lokaverkefni tengt þema námskeiðsins, auk þess að taka þátt í að stjórna umræðum. Minni verkefni verða einnig lögð fyrir nemendur á misserinu.

Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið eru sex viðverutímar á formi fyrirlestra-, hópvinnu- og verklegra tímar. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 190 tímar (c.a. 25 tímar per einingu) og þar af er skráður heildarfjöldi viðverutima 40.

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (JEÐ113F)

Námskeiði er kennt á seinni hluta haustmisseris (7 vikur, vika 8-14)) annað hvert ár (oddatölu ár).

Fræðilegt námskeið um stafrænar andhverfar varpanir og notkun þeirra til að leysa jarðeðlisfræðileg verkefni og greina jarðeðlisfræðileg gögn. Nemendur fá reynslu í að túlka og greina mælingar með andhverfum aðferðum. Fylgt verður fyrstu 7 köflum í bók William Menke: Geophysical Data Analysis: Discret Inverse Theory. Skoðuð verða venjuleg og andhverf verkefni í jarðeðlisfræði, tölfræðileg hugtök og skekkjumörk, almennar, mestu líkinda og lengdar andhverfar aðferðir við lausn línulegra, Gaussískra, andhverfra verkefna. Almenn og staðbundin meðaltöl, hallatölu, greininga og nálgunar aðferðir við andhver verkefni og beiting vektor rúms.

Fyrirlestrar verða um fræðilegan bakrunn og notkun aðferða og í æfingatímum er aðferðunum beitt á jarðeðlisfræðileg verkefni. Í hverri viku leysa nemendur verkefni sem tengjast efni fyrirlestra og í dæmatímum öðlast þeir reynslu í að beita tölulegum aðferðum við lausn þeirra. Greinar um notkun andhverfra varpana verða lesnar og kynntar af nemendum vikulega.

Lokaeinkunn byggir á heimaverkefnum (6 x 5%), þátttöku í fyrirlestrum og æfingatímum (20%), kynningu á grein sem notar andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (10%) og lokaprófi sem er heimapróf (40%). Til að mega taka lokapróf verða nemendur að kynna grein sem tengist sérsviði þeirra og notar andhverfar varpanir og ljúka að minnsta kosti 4 af 6 heimaverkefnum.

X

Umhverfi á kvarter tímabili (JAR516M)

Fjallað er um helstu umhverfis- og loftslagsbreytingar sem átt hafa sér stað á kvartertímabilinu, helstu orsakir breytinga og svörun.  Sérstök áhersla er lögð á umhverfis- og loftslagsbreytingar á Íslandi og Norður Atlantshafssvæðinu á tímabilinu. Fjallað er um einkenni kvarter tímabilsins og jarðfræðilegan vitnisburð loftslagsbreytinga á tímabilinu, breytingar á braut jarðar og áhrif á veðurfar, aldursgreiningar, vitnisburð loftslagsbreytinga á landi og í sjó, eldvirkni og umhverfisbreytingar og sögu jöklabreytinga á jörðu. Námsmat: Lokaverkefni 35%, verkefni unnin á misserinu  30%, erindi 15%, heimapróf 20%. Hluti lokaverkefnis er leit að heimildum sem nýtast í verkefninu og erindi tengdu því.

X

Málstofa um jarðfræðilega atburði (JEÐ205F)

The topic of this course is geological events on a global scale, s.a. earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, landslides, etc. and will be discussed in weekly meetings during the semester. Events of the preceding week will be studied using all available data, web pages and written documents. Students are expected to review at least one paper during the semester on background information.

Course layout: Each week a student is assigned the task of monitoring news of geological events such as earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, and landslides. He will give a report of these in the following week's class and present background information on the most significant events. The course can be repeated up to three times for 2 credit units each time.

X

Greiningartækni (JAR215F)

Námskeiðið Greininartækni samanstendur af fyrirlestrum og æfingum.  Í námskeiðinu verður farið yfir söfnun sýna af gasi, vatni og bergi, sýnaundirbúningur, nákvæmni og  samkvæmni efnagreininga. Fræðilegur grundvöllur fyrir mælitæki og mælingaraðferðir, m.a. geislarófsmælingu,  mælingar með jónaskilju og gasskilju, ICP tækjum, títrunum, XRD, SEM og örgreini. Námskeiði er kennt á 14 vikna tímabili.  Í viku 1-7 verður farið fyrirlestrar á netinu, ásamt ritgerð og prófum.  Í viku 8-14 verða síðan verklegar æfingar á rannsóknarstofum í jarðefnafræði.  Námskeiðið er kennt á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Ritfærni og kynning í jarðvísindum (JAR242F)

Vikulegar málstofur haldnar bæði misseri. Þátttakendur kanna viðeigandi efni í jarðvísindum með fyrirlestrum og lestri greina. Hver nemandi flytur einn fyrirlestur á misseri.

X

Aflfræði og varmaflutningur í samfelldum efnum (JEÐ503M)

Markmið:   Að kynna aflfræði samfelldra efna, vökvaaflfræði og varmaflutning og beitingu fræðanna á vandamál í eðlisfræði og jarðeðlisfræði. I. Spenna og aflögun, spennusvið, spennutensor, sveiging platna, efniseiginleikar, líkön: Fjaðrandi efni, seigt efni, plastískt efni.- II. Seigir vökvar, lagstreymi, iðustreymi, samfellujafna, jafna Navier-Stokes.- III. Varmaflutningur: Varmaleiðing, hræring vatns, varmaburður og jarðhiti. Dæmi tekin úr ýmsum greinum eðlisfræði, einkum jarðeðlisfræði.

Kennslusýn:  Til að standa sig vel í námskeiðinu þurfa nemendur að taka virkan þátt í umræðum, mæta í fyrirlestra, halda sjálf nemendafyrirlestra og skila verkefnum sem sett eru fyrir. Nemendur öðlast þekkingu í fyrirlestrunum en það er nauðsynlegt að gera verkefnin til að skilja og þjálfa notkun hugtakanna. Verkefnin eru samþættuð textanum í kennslubókinni og því er ráðlagt að gera æfingarnar þegar textinn er lesinn. Kennari munu reyna að gera hugtök og tungutak aðgengilegt, en það er ætlast til að nemendur læri sjálfstætt og spyrji spurninga ef eitthvað er óljóst eða óskýrt. Til að bæta námskeiðið og innihald þess er óskað eftir að nemendur taki þátt í kennslukönnunum, bæði miðmisseriskönnun og í lok annar.

X

Andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (JEÐ113F)

Námskeiði er kennt á seinni hluta haustmisseris (7 vikur, vika 8-14)) annað hvert ár (oddatölu ár).

Fræðilegt námskeið um stafrænar andhverfar varpanir og notkun þeirra til að leysa jarðeðlisfræðileg verkefni og greina jarðeðlisfræðileg gögn. Nemendur fá reynslu í að túlka og greina mælingar með andhverfum aðferðum. Fylgt verður fyrstu 7 köflum í bók William Menke: Geophysical Data Analysis: Discret Inverse Theory. Skoðuð verða venjuleg og andhverf verkefni í jarðeðlisfræði, tölfræðileg hugtök og skekkjumörk, almennar, mestu líkinda og lengdar andhverfar aðferðir við lausn línulegra, Gaussískra, andhverfra verkefna. Almenn og staðbundin meðaltöl, hallatölu, greininga og nálgunar aðferðir við andhver verkefni og beiting vektor rúms.

Fyrirlestrar verða um fræðilegan bakrunn og notkun aðferða og í æfingatímum er aðferðunum beitt á jarðeðlisfræðileg verkefni. Í hverri viku leysa nemendur verkefni sem tengjast efni fyrirlestra og í dæmatímum öðlast þeir reynslu í að beita tölulegum aðferðum við lausn þeirra. Greinar um notkun andhverfra varpana verða lesnar og kynntar af nemendum vikulega.

Lokaeinkunn byggir á heimaverkefnum (6 x 5%), þátttöku í fyrirlestrum og æfingatímum (20%), kynningu á grein sem notar andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (10%) og lokaprófi sem er heimapróf (40%). Til að mega taka lokapróf verða nemendur að kynna grein sem tengist sérsviði þeirra og notar andhverfar varpanir og ljúka að minnsta kosti 4 af 6 heimaverkefnum.

X

Jarðhiti (JAR508M)

Jarðhitakerfi og uppbygging þeirra, orkubúskapur jarðar, hita-/orkuflutningur til yfirborðs jarðar. Uppruni og efnafræði jarðhitavökva, efnaskipti bergs og vökva, borholumælingar, endurnýjun jarðhitakerfa, aðferðir í jarðhitaleit, forðamat, nýting jarðhita og umhverfisáhrif hennar. Námskeiði er kennt á 7 vikna tímabili í upphafi haustmisseris.  Það samanstendur af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendafyrirlesturm, nemendaveggspjöldum, ritgerð og prófum.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Jarðefnafræði hinnar föstu jarðar (JAR133F)

Aðeins kennt ef lágmarksfjöldi nemenda næst, annars kennt sem lesnámkeið.

Fyrirlestar: Fjallað verður um nokkur valin atriði jarðefnafræðinnar með áherslu á hina föstu jörð og ferli sem eiga sér stað við háan hita, sér í lagi storkubergsferli. Sérstök áhersla verður á ferli sem hafa átt sér stað gegnum jarðsöguna og eru enn að verki ásamt viðeigandi tímaskölum. Umfjöllunarefni verða m.a. dreifing frumefna í jörðinni, myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar og hvernig nota má einföld líkön af snefilefnum og samsætum til rannsókna á hinni föstu jörð. Sérstaklega verður fjallað um notagildi þeirra við rannsóknir á uppruna storkubergs á jörðinni og þróun þess undir virkum eldfjöllum.

Verklegir tímar: Kynnt verður notkun einfaldra líkana sem skýra dreifinu snefilefna og samsæta sem og notagildi þeirra við rannsóknir á storkubergsferlum og breytileika hinnar föstu jarðar. Sérstök áhersla verður á viðeigandi tímaskala sem varða myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar, þ. á m. storkubergsferli.

Skipulag: Sjö vikna námskeið með fjórum fyrirlestrum og tveimur dæmatímum í viku hverri. Undir lok námskeið halda nemendur fyrirlestur um valið efni og skila samhliða því stuttu ágripi.

Námsmat: Byggist á heimaverkefnum, fyrirlestri og skrifi ágrips ásamt lokarprófi sem að öllu jöfnu verður heimapróf.

X

Eldfjallafræði II – eldgos og eldgosavá (JAR258F)

Eldvirkni er eitt af frumöflum jarðarinnar sem móta, hafa áhrif á og stundum umbylta yfirborðsferlum jarðar. Andrúmslofti jarðar er ekki bara viðhaldið af eldfjallagösunum, heldur geta þau einnig haft veruleg áhrif eiginleika andrúmsloftsins, þar með talið loftstrauma og veðurfar. Gjóskufall, í miklu magni, getur eytt gróðurlendi. Öskuríkir gosmekkir geta haft áhrif á flugsamgöngur sem og innviði eins og rafmagnslínur og vatnsveitur. Gusthlaup og gjóskuhlaup eru algeng afleiða af sprengigosum og hafa valdið varanlegu tjóni á nánasta umhverfi eldfjalla. En áhrifin eru ekki bara neikvæð; hóflegt gjóskufall virkar örvandi á gróður og jarðveg, brennisteinn er jákvæður fyrir vínvið, gjóskulög geta, vegna víðfeðmar útbreiðslu, verið afburðar góð leiðarlög á stórum landsvæðum ásamt því að vera nytsamleg til aldursgreininga á ýmsum viðburðum.

Þemað í þessu námskeiði er ELDGOSIÐ þar sem áherslan er á (i) frumbreytur gosferlanna (þ.e. rishraði kviku, afgösun og framleiðni) sem stjórna hegðun og afli goss, (ii) þau ferli sem ráða mestu um dreifingu gosefna (þ.e. hrauns, gjósku og gasa) frá gosopi og (iii) eldgosavá vegna hraunflæðis, gjóskufalls og gasmengunar. Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið verður þannig að fyrstu 3-4 vikurnar eru fyrirlestrar og umræðutímar sem taka á ofangreindum áhersluatriðum. Í seinni hluta námskeiðsins fá nemendur verkefni sem leyst er í 2-3 manna hópum. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar beinist það að gosferlum og hins vegar eldgosavánni. Farið verður í tveggja daga vettvangsferð þar sem hver hópur safnar gögnum um og sýnum af gosefnum til frekari mælinga inni á rannsóknarstofu. Gögnin og mælingarnar ásamt verkfærakistunni VETOOLS eru síðan notuð af hverjum hóp sem grunnur að mati á eldgosavá inni á athugunarsvæðinu og niðurstöðunum skilað sem skýrslu (á ensku) sem er sett upp eins og grein í alþjóðlegu tímariti. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 150 tímar (c.a. 20 tímar per einingu = tímar per viku).

Kennt á vormisseri, blokk 2, á hverju ári.

X

Loftslagsbreytingar; fortíð nútíð og framtíð (JAR257F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir á loftslagsbreytingum fyrri jarðsögutímabila og fram á okkar tíma, auk þess sem áhersla verður lögð á þá aðferðafræði sem notuð er við öflun upplýsinga um veðurfar. Skoðaðar verða náttúrulegar loftslagssveiflur á mismunandi tímaskölum og hugsanlegar ástæður þeirra ræddar. Hlýnun í nútíð og framtíð verður sett í víðara samhengi við veðurfarsbreytingar á nútíma (síðustu 11700 ár). Námskeiðið er á fyrirlestraformi, þar sem kennari og nemendur taka fyrir í hverjum tíma nýlegar greinar úr ritrýndum tímaritum um umhverfis- og loftslagsbreytingar. Umræður með þátttöku allra fylgja í kjölfarið, þar sem nemendur taka þátt í að stjórna umræðum. Nemendum er ætlað að halda fyrirlestra yfir misserið um valin efni sem snerta markmið námskeiðs og skila lokaverkefni tengt þema námskeiðsins, auk þess að taka þátt í að stjórna umræðum. Minni verkefni verða einnig lögð fyrir nemendur á misserinu.

Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið eru sex viðverutímar á formi fyrirlestra-, hópvinnu- og verklegra tímar. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 190 tímar (c.a. 25 tímar per einingu) og þar af er skráður heildarfjöldi viðverutima 40.

X

Umhverfi á kvarter tímabili (JAR516M)

Fjallað er um helstu umhverfis- og loftslagsbreytingar sem átt hafa sér stað á kvartertímabilinu, helstu orsakir breytinga og svörun.  Sérstök áhersla er lögð á umhverfis- og loftslagsbreytingar á Íslandi og Norður Atlantshafssvæðinu á tímabilinu. Fjallað er um einkenni kvarter tímabilsins og jarðfræðilegan vitnisburð loftslagsbreytinga á tímabilinu, breytingar á braut jarðar og áhrif á veðurfar, aldursgreiningar, vitnisburð loftslagsbreytinga á landi og í sjó, eldvirkni og umhverfisbreytingar og sögu jöklabreytinga á jörðu. Námsmat: Lokaverkefni 35%, verkefni unnin á misserinu  30%, erindi 15%, heimapróf 20%. Hluti lokaverkefnis er leit að heimildum sem nýtast í verkefninu og erindi tengdu því.

X

Jarðeðlisfræðileg könnun (JEÐ504M)

Námskeiðið skiptist í tvo hluta:

a) Fjögurra til fimm daga mælingaferð í upphafi haustmisseris. Margvíslegum jarðeðlisfræðilegum aðferðum beitt til að kanna jarðlagaskipan á tilteknu svæði.

b) Farið yfir aðferðir jarðeðlisfræðilegrar könnunar og hagnýtingu þeirra við rannsóknir á jarðlögum, orkulindum og jarðefnum, fræðilegan grunn, aðferðafræði mælinga, meðferð gagna og úrvinnslu. Aðferðir sem teknar eru fyrir: Bylgjubrots- og endurkastsmælingar, þyngdar- og segulmælingar, viðnáms- og jarðleiðnimælingar, borholumælingar.  Í námskeiðinu eru dæma- og reikniæfingar þar sem m.a. verður unnið niðurstöðum úr mæliferðinni auk þess sem nemendur skrifa skýrslu um mælingarnar og niðurstöður þeirra.

X

Kynning á jarðfræði Íslands (JAR107M)

Námskeiðið spannar 14 vikur og hefst ávallt viku áður en almenn kennsla hefst við Verkfræði-og náttúruvísindasvið með fögurra daga námsferð um suðvestur og suður Ísland

  • Námsferðirnar einblína á þau jarðfræðilegu ferli sem eru ráðandi á Íslandi
  • Eftir námsferðir eru fimm vikur af fyrirlestrum um eldvirkni, gjóskulagafræði, jarðhnik, bergfræði, jökla og jöklajarðfræði, haffræði, jarðefnafræði, fornloftslag og náttúruvá
  • Námsmat námskeiðisins byggir á skýrslu úr námsferðum (20%) og prófi (80%)

X

Bergfræði 2 (JAR603M)

Í þessu námskeiði mun nemandinn fræðast um uppruna, myndun og þróun kviku á jörðinni. Sérstök áhersla verður lögð á að auka skilning á því hvernig kvika breytist við tilfærslu og viðstöðu í skorpunni.

Fyrirlestrar munu taka fyrir eðlis- og efnafræði kviku ásamt mikilvægustu fasabreytingum sem kvika verður fyrir við flutning upp í gegnum skorpuna.

Í verklegum tímum verður farið í eðlis- og efnafræðilegar aðferðir sem notaðar eru við að meta uppruna kviku og þróun. Í því felst m.a. fasajafnvægi, efnavarmafræði, útreikningar á þrýstingi og hitastigi, og líkanreikningar á hlutbráðnun og hlutkristöllun. Sérstök áhersla er lögð á túlkun gagna og skilning á óvissu í gögnum.
Námskeiðið stendur í 7 vikur á fyrri hluta vormisseris (vikur 1-7) og samanstendur af 3 fyrirlestrum og 4 verklegum tímum í hverri viku.

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Greiningartækni (JAR215F)

Námskeiðið Greininartækni samanstendur af fyrirlestrum og æfingum.  Í námskeiðinu verður farið yfir söfnun sýna af gasi, vatni og bergi, sýnaundirbúningur, nákvæmni og  samkvæmni efnagreininga. Fræðilegur grundvöllur fyrir mælitæki og mælingaraðferðir, m.a. geislarófsmælingu,  mælingar með jónaskilju og gasskilju, ICP tækjum, títrunum, XRD, SEM og örgreini. Námskeiði er kennt á 14 vikna tímabili.  Í viku 1-7 verður farið fyrirlestrar á netinu, ásamt ritgerð og prófum.  Í viku 8-14 verða síðan verklegar æfingar á rannsóknarstofum í jarðefnafræði.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Jarðefnafræði og yfirborð jarðar (JAR134F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um jarðefnafræðileg ferli á og við yfirborð jarðar. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, æfingum og rannsóknarvinnu.

Í námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

  • Efnavarmafræði og hraði efnahvarfa í lausn og tengt samspili vatns og bergs
  • Uppleyst efni og efnasambönd í vatnslausn
  • Hringrás efna í náttúrunni
  • Efnahvarfaveðrun
  • Jarðefnafræði jarðhita
  • Samspil vatns og bergs
  • Stöðugar samsætur í jarðefnafræði vatns og bergs
  • Notkun algengra forrita í jarðefnafræði
X

Eldfjallafræði (JAR514M)

Eldgos eru eitt þeirra meginferla sem skapar og mótar svipmót jarðar. Eldgos geta leitt af sér hamfarir og valdið verulegu tjóni á mannvirkjum. Kvikugösin sem rísa upp frá eldspúandi gígunum viðhalda andrúmslofti jarðar, sem og hafa veruleg áhrif á eiginleika andrúmsloftsins og loftstrauma þess. Kvikuvirkni neðanjarðar, og í sumum tilfellum eldvirknin ofan jarðar, hefur myndað beint eða óbeint stóran hluta að þeim málmum sem við nemum úr jörðu. Þannig að fyrirbærið eldgos hefur bein og óbein áhrif á mannkynið sem og tengsl við margar af undirgreinum jarðvísindanna. Af þeim sökum er grunnskilningur á því hvernig eldfjöll og eldstöðvakerfi virka og framlag eldvirkninar til hringrásaferla jarðar góð undirstaða fyrir alla nemendur í jarðvísindum.

Í þessu námskeiði verður farið í grunnatriði eldfjallafræðinnar; ferðalag kviku upptakastað til yfirborðs og almenn ferli sem stjórna eldvirkni á yfirborði og dreifingu gosefna. Fjallað verður líka um grunnatriði eldgosavár og hnattrænna áhrifa eldgosa.

Verklegar æfingar eru vikulega og beinast að því að leysa vandamál með útreikningum, greiningu gagna og rökstuðningi. Ein vettvangsferð á Reykjanes.

X

Orka og auðlindir jarðar (JAR513M)

Sjálbær nýting náttúruauðlinda og endurnýjanleg orkuframleiðla eru undirstaða sjálfbærrar þróunar. Til að nálgast sjálfbærni þarf að hafa heildstæða sýn sem tekur tillit til grunnstoðanna þriggja sem eru umhverfi, efnahagur og samfélag. Í námskeiðinu verður farið yfir orkubúskap jarðar, myndun og nýtingu jarðefnaeldsneytis, óendalegar og endurnýjanlegar orkuauðlindir. - þar með taldar óendurnýjanlegu auðlindirnar kol, olía, gas, úran og þóríum. Einnig verður farið yfir orkuauðlindir sem nýta þarf með gát - jarðhita, vatnsafl og líforku.  Annað efni námskeiðsins er um endurnýjanlega orku sem byggð er á sólinni, vindi, sjávarföllum og ölduafli.  Einnig verður gert yfirlit yfir helstu auðlindir jarðar sem nýttar eru til tæknivæðingar, uppbyggingar innviða samfélagsins og í landbúnaði, svo sem málma, áburð, jarðveg og vatn. Námskeiðið fjallar um hvernig þessar auðlindir myndast, eru nýttar, hve lengi þær endast og hvaða áhrif nýtingin hefur á umhverfið, efnahaginn og samfélagið. Að skilja samfélags- og efnahagskerfið sem knýr áfram neyslumynstur náttúruauðlinda er lykillinn að mati á sjálfbærri auðlindastjórnun. Í umfjölluninni er þess vegna einnig endurvinnsla óendurnýjanlegra auðlinda og auk þess er farið yfir nýja hagsældar hugsun sem að byggir á hringhagkerfi og velsældarhagkerfi.

X

Lesnámskeið til meistaraprófs í jarðfræði (JAR107F, JAR209F)

Kennarar velja í samráði við nemanda safn af vísindaritgerðum, yfirlitsritgerðum og bókarköflum um efni sem tengist sérsviði, sem rannsóknarverkefni hans fjallar um, en skarast ekki við það. Nemandi og kennari hittast vikulega til þess að ræða efni ritgerða, sem lesnar hafa verið. Námskeiðinu lýkur með ritgerð og munnlegu prófi í lestrarefninu þar sem umsjónarkennari eða kennari úr umsjónarnefnd er prófdómari.

X

Lesnámskeið til meistaraprófs í jarðfræði (JAR107F, JAR209F)

Kennarar velja í samráði við nemanda safn af vísindaritgerðum, yfirlitsritgerðum og bókarköflum um efni sem tengist sérsviði, sem rannsóknarverkefni hans fjallar um, en skarast ekki við það. Nemandi og kennari hittast vikulega til þess að ræða efni ritgerða, sem lesnar hafa verið. Námskeiðinu lýkur með ritgerð og munnlegu prófi í lestrarefninu þar sem umsjónarkennari eða kennari úr umsjónarnefnd er prófdómari.

X

Málstofa um jarðfræðilega atburði (JEÐ205F)

The topic of this course is geological events on a global scale, s.a. earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, landslides, etc. and will be discussed in weekly meetings during the semester. Events of the preceding week will be studied using all available data, web pages and written documents. Students are expected to review at least one paper during the semester on background information.

Course layout: Each week a student is assigned the task of monitoring news of geological events such as earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, and landslides. He will give a report of these in the following week's class and present background information on the most significant events. The course can be repeated up to three times for 2 credit units each time.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Jarðskjálftafræði (JEÐ505M)

Spennu- og aflögunarþinir, öldulíkingar fyrir P-og S-bylgjur. Rúmbylgjur og leiddar bylgjur. Helstu jarðskjálftabylgjur: P-, S-, Rayleigh- og Love-bylgjur. Frjálsar sveiflur jarðar. Gerð og eiginleikar jarðskjálftamæla. Upptök jarðskjálfta: Brotlausn, vægi, stærð, orka, tíðniróf, áhrif. Dýpi jarðskjálfta, dreifing þeirra um jörðina og samband við jarðfræði. Jarðskjálftabylgjur og innri gerð jarðarinnar.

Námskeiðið er ýmist kennt með hefðbundnum hætti (fyrirlestrar, heimadæmi, verkefni) eða sem lesnámskeið þar sem nemendur kynna sér efnið og gera því skil skriflega og í umræðutímum.

X

Jöklar, eldfjöll og jökulhlaup (JAR130F)

Sjö vikna námskeið (fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Jöklar þekja um tíunda hluta Íslands og undir þeim eru sum eldvirkustu svæði landsins.  Á jökulskeiðum þakkti jökull mestan hluta gosbeltanna.  Gos undir jöklum verða víðar en á Íslandi, m.a. í Andesfjöllum, Alaska og Antartíku. Samspil kviku og vatns hefur mikil áhrif á goshætti, m.a. myndun bólstrabergs, tvístrun kviku og sprengivirkni.  Jökulhlaup koma frá jarðhitasvæðum undir jöklum, jökulstífluðum vötnum og vegna bræðslu í eldgosum og hafa  mikil landmótunaráhrif.  Í námskeiðinu verður farið yfir samspil jökla, vatns og eldgosa, jökulhlaup og landmótun.  Nemendur munu læra helstu hugtök og kynnast þeim ferlum sem einkenna eldgos í jöklum, jökulhlaup, bæði undir jöklum og utan þeirra, auk þess sem skoðuð verða landmótunaráhrif hlaupa, setflutningur og rofmáttur. 

Námskeiðið er sett upp þannig að það henti nemendum með mismunandi bakgrunn.  Fyrri hlutinn er sameiginlegur, meðan að í seinni hlutinn er meira einstaklingsmiðaður þar sem nemendur geta valið eitt af þremur áherslusviðum.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og umræðutímar með dæmum og verkefnum í fimm vikur.   Síðustu tvær vikurnar:  Nemendur skrifa ritgerð og halda fyrirlestur um viðfangsefni ritgerðarinnar.  Farin verður dagsferð til að skoða jarðmyndanir sem orðið hafa til í gosum undir jökli.

X

Forðafræði jarðhitakerfa (JEÐ116F)

Sjö vikna námskeið (seinni 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Námskeiðið veitir innsýn í grunnatriði forðafræði jarðhitageyma.  Fjallað er um mælingar, hugmyndalíkön og reiknilíkön af jarðgeymum.  Innhald:  Varmaleiðing og hræring, borholumælingar, flutningur massa og varma í jarðhitageymum, greining borholumælinga, hagnýting auðlindar, tvífasa flæði, reiknifræðileg líkön, stjórnun nýtingar jarðhitakerfis, niðurdæling, aðferðir við framleiðslu og sjálfbærni.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og verklegir tímar með dæmum og verkefnum. Nemendur halda fyrirlestra um valin efni og eins dags verkleg æfing í borholumælingum. 

X

Líkanreikningar fyrir jarðvísindi (JAR129F)

Námskeiði er 7 vikna námskeið kennt seinni hluta haustmisseris.

Aðferðir til að reikna mismunandi jarðvísindaverkefni verða kynntar og þeim beitt við raunveruleg verkefni. Verkefnin eru meðal annars orkubúskapur við yfirborð, afkoma jökla, varmaflæði, flæði hægfara efna (t.d. jökla og hrauna) og streymi vatns í gegnum fast efni, t.d. jökla. Farið verður í saumana á varma og massa flæði líkönum sem notuð eru í jarðvísindum. Skoðaðar verða tölulegar aðferðir og nálganir, greiningarlausnir og tölulegar lausnir t.d. bútaaðferð til lausnar á afleiðujöfnum. Nemendur vinna 3 sjálfstæð verkefni þar sem aðferðunum sem rannsakaðar eru í námskeiðinu er beitt.

X

Jarðskorpuhreyfingar og aflfræði jarðar - mælingar og líkön (JEÐ209F)

Námskeiðið er haldið á fyrri hluta vorannar. Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg.  Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.
Í námskeiðinu er fjallað um mælingar á jarðskorpuhreyfingum og aflfræðileg líkön af ferlum í jarðskorpu og möttli jarðar. Áhersla er lögð á tvær meginaðferðir geimlandmælinga, Global Navigation Satellite System (GNSS) landmælingar og bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, InSAR). Einnig eru teknar fyrir þenslumælingar í borholum, hæðar- og hallamælingar. Farið er yfir fræðilegan grunn aðferðanna sem og úrvinnsla gagna sem safnað er. Nemendur fá reynslu í söfnun og úrvinnslu gagna, og mati á skekkjuvöldum og óvissum. Fjallað er um hvernig mælingar á jarðskorpuhreyfingum nýtast við rannsóknir á aflfræði jarðar, þar með talið flekahreyfingum, eldfjallaaflögun, jarðskjálftum og hæðarbreytingum vegna fargbreytinga á yfirborði jarðar, t.d. vegna jöklabreytinga. Farið er yfir fræðileg líkön sem notuð eru til að túlka jarðskorpuhreyfingar og reiknilíkön kynnt. Nemendur vinna sjálfstætt verkefni sem tengist einum eða fleirum af eftirtöldum þáttum: mælingum á jarðskorpuhreyfingum, úrvinnslu gagna og túlkun jarðskorpuhreyfinga með hliðsjón af líkönum fyrir aflfræðileg ferli í jarðskorpu og möttli jarðar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Jarðhiti (JAR508M)

Jarðhitakerfi og uppbygging þeirra, orkubúskapur jarðar, hita-/orkuflutningur til yfirborðs jarðar. Uppruni og efnafræði jarðhitavökva, efnaskipti bergs og vökva, borholumælingar, endurnýjun jarðhitakerfa, aðferðir í jarðhitaleit, forðamat, nýting jarðhita og umhverfisáhrif hennar. Námskeiði er kennt á 7 vikna tímabili í upphafi haustmisseris.  Það samanstendur af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendafyrirlesturm, nemendaveggspjöldum, ritgerð og prófum.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Aflfræði og varmaflutningur í samfelldum efnum (JEÐ503M)

Markmið:   Að kynna aflfræði samfelldra efna, vökvaaflfræði og varmaflutning og beitingu fræðanna á vandamál í eðlisfræði og jarðeðlisfræði. I. Spenna og aflögun, spennusvið, spennutensor, sveiging platna, efniseiginleikar, líkön: Fjaðrandi efni, seigt efni, plastískt efni.- II. Seigir vökvar, lagstreymi, iðustreymi, samfellujafna, jafna Navier-Stokes.- III. Varmaflutningur: Varmaleiðing, hræring vatns, varmaburður og jarðhiti. Dæmi tekin úr ýmsum greinum eðlisfræði, einkum jarðeðlisfræði.

Kennslusýn:  Til að standa sig vel í námskeiðinu þurfa nemendur að taka virkan þátt í umræðum, mæta í fyrirlestra, halda sjálf nemendafyrirlestra og skila verkefnum sem sett eru fyrir. Nemendur öðlast þekkingu í fyrirlestrunum en það er nauðsynlegt að gera verkefnin til að skilja og þjálfa notkun hugtakanna. Verkefnin eru samþættuð textanum í kennslubókinni og því er ráðlagt að gera æfingarnar þegar textinn er lesinn. Kennari munu reyna að gera hugtök og tungutak aðgengilegt, en það er ætlast til að nemendur læri sjálfstætt og spyrji spurninga ef eitthvað er óljóst eða óskýrt. Til að bæta námskeiðið og innihald þess er óskað eftir að nemendur taki þátt í kennslukönnunum, bæði miðmisseriskönnun og í lok annar.

X

Orka og auðlindir jarðar (JAR513M)

Sjálbær nýting náttúruauðlinda og endurnýjanleg orkuframleiðla eru undirstaða sjálfbærrar þróunar. Til að nálgast sjálfbærni þarf að hafa heildstæða sýn sem tekur tillit til grunnstoðanna þriggja sem eru umhverfi, efnahagur og samfélag. Í námskeiðinu verður farið yfir orkubúskap jarðar, myndun og nýtingu jarðefnaeldsneytis, óendalegar og endurnýjanlegar orkuauðlindir. - þar með taldar óendurnýjanlegu auðlindirnar kol, olía, gas, úran og þóríum. Einnig verður farið yfir orkuauðlindir sem nýta þarf með gát - jarðhita, vatnsafl og líforku.  Annað efni námskeiðsins er um endurnýjanlega orku sem byggð er á sólinni, vindi, sjávarföllum og ölduafli.  Einnig verður gert yfirlit yfir helstu auðlindir jarðar sem nýttar eru til tæknivæðingar, uppbyggingar innviða samfélagsins og í landbúnaði, svo sem málma, áburð, jarðveg og vatn. Námskeiðið fjallar um hvernig þessar auðlindir myndast, eru nýttar, hve lengi þær endast og hvaða áhrif nýtingin hefur á umhverfið, efnahaginn og samfélagið. Að skilja samfélags- og efnahagskerfið sem knýr áfram neyslumynstur náttúruauðlinda er lykillinn að mati á sjálfbærri auðlindastjórnun. Í umfjölluninni er þess vegna einnig endurvinnsla óendurnýjanlegra auðlinda og auk þess er farið yfir nýja hagsældar hugsun sem að byggir á hringhagkerfi og velsældarhagkerfi.

X

Kynning á jarðfræði Íslands (JAR107M)

Námskeiðið spannar 14 vikur og hefst ávallt viku áður en almenn kennsla hefst við Verkfræði-og náttúruvísindasvið með fögurra daga námsferð um suðvestur og suður Ísland

  • Námsferðirnar einblína á þau jarðfræðilegu ferli sem eru ráðandi á Íslandi
  • Eftir námsferðir eru fimm vikur af fyrirlestrum um eldvirkni, gjóskulagafræði, jarðhnik, bergfræði, jökla og jöklajarðfræði, haffræði, jarðefnafræði, fornloftslag og náttúruvá
  • Námsmat námskeiðisins byggir á skýrslu úr námsferðum (20%) og prófi (80%)

X

Forðafræði jarðhitakerfa (JEÐ116F)

Sjö vikna námskeið (seinni 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Námskeiðið veitir innsýn í grunnatriði forðafræði jarðhitageyma.  Fjallað er um mælingar, hugmyndalíkön og reiknilíkön af jarðgeymum.  Innhald:  Varmaleiðing og hræring, borholumælingar, flutningur massa og varma í jarðhitageymum, greining borholumælinga, hagnýting auðlindar, tvífasa flæði, reiknifræðileg líkön, stjórnun nýtingar jarðhitakerfis, niðurdæling, aðferðir við framleiðslu og sjálfbærni.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og verklegir tímar með dæmum og verkefnum. Nemendur halda fyrirlestra um valin efni og eins dags verkleg æfing í borholumælingum. 

X

Jarðefnafræði og yfirborð jarðar (JAR134F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um jarðefnafræðileg ferli á og við yfirborð jarðar. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, æfingum og rannsóknarvinnu.

Í námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

  • Efnavarmafræði og hraði efnahvarfa í lausn og tengt samspili vatns og bergs
  • Uppleyst efni og efnasambönd í vatnslausn
  • Hringrás efna í náttúrunni
  • Efnahvarfaveðrun
  • Jarðefnafræði jarðhita
  • Samspil vatns og bergs
  • Stöðugar samsætur í jarðefnafræði vatns og bergs
  • Notkun algengra forrita í jarðefnafræði
X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Líkanreikningar fyrir jarðvísindi (JAR129F)

Námskeiði er 7 vikna námskeið kennt seinni hluta haustmisseris.

Aðferðir til að reikna mismunandi jarðvísindaverkefni verða kynntar og þeim beitt við raunveruleg verkefni. Verkefnin eru meðal annars orkubúskapur við yfirborð, afkoma jökla, varmaflæði, flæði hægfara efna (t.d. jökla og hrauna) og streymi vatns í gegnum fast efni, t.d. jökla. Farið verður í saumana á varma og massa flæði líkönum sem notuð eru í jarðvísindum. Skoðaðar verða tölulegar aðferðir og nálganir, greiningarlausnir og tölulegar lausnir t.d. bútaaðferð til lausnar á afleiðujöfnum. Nemendur vinna 3 sjálfstæð verkefni þar sem aðferðunum sem rannsakaðar eru í námskeiðinu er beitt.

X

Jarðeðlisfræðileg könnun (JEÐ504M)

Námskeiðið skiptist í tvo hluta:

a) Fjögurra til fimm daga mælingaferð í upphafi haustmisseris. Margvíslegum jarðeðlisfræðilegum aðferðum beitt til að kanna jarðlagaskipan á tilteknu svæði.

b) Farið yfir aðferðir jarðeðlisfræðilegrar könnunar og hagnýtingu þeirra við rannsóknir á jarðlögum, orkulindum og jarðefnum, fræðilegan grunn, aðferðafræði mælinga, meðferð gagna og úrvinnslu. Aðferðir sem teknar eru fyrir: Bylgjubrots- og endurkastsmælingar, þyngdar- og segulmælingar, viðnáms- og jarðleiðnimælingar, borholumælingar.  Í námskeiðinu eru dæma- og reikniæfingar þar sem m.a. verður unnið niðurstöðum úr mæliferðinni auk þess sem nemendur skrifa skýrslu um mælingarnar og niðurstöður þeirra.

X

Fornvatnafræði (JAR515M)

Námskeiðið gefur innsýn í rannsóknir á seti stöðuvatna, aðferðafræði og túlkun. Farið verður í einkenni setmyndana í stöðuvötnum, bæði ólífræna og lífræna setmyndun og svörun við umhverfis- og loftslagsbreytingum. Æfingar snúast um lýsingu og greiningu á setkjörnum, þunnsneiðum af seti, meðhöndlun sýna, greiningu og skoðun á lífrænum leifum sem finnast í setinu. Farið verður í hvernig unnt er að endurbyggja fornumhverfi byggt á greiningunum. Námskeiðið verður kennt sjö síðustu vikur misseris.

X

Jöklar, eldfjöll og jökulhlaup (JAR130F)

Sjö vikna námskeið (fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Jöklar þekja um tíunda hluta Íslands og undir þeim eru sum eldvirkustu svæði landsins.  Á jökulskeiðum þakkti jökull mestan hluta gosbeltanna.  Gos undir jöklum verða víðar en á Íslandi, m.a. í Andesfjöllum, Alaska og Antartíku. Samspil kviku og vatns hefur mikil áhrif á goshætti, m.a. myndun bólstrabergs, tvístrun kviku og sprengivirkni.  Jökulhlaup koma frá jarðhitasvæðum undir jöklum, jökulstífluðum vötnum og vegna bræðslu í eldgosum og hafa  mikil landmótunaráhrif.  Í námskeiðinu verður farið yfir samspil jökla, vatns og eldgosa, jökulhlaup og landmótun.  Nemendur munu læra helstu hugtök og kynnast þeim ferlum sem einkenna eldgos í jöklum, jökulhlaup, bæði undir jöklum og utan þeirra, auk þess sem skoðuð verða landmótunaráhrif hlaupa, setflutningur og rofmáttur. 

Námskeiðið er sett upp þannig að það henti nemendum með mismunandi bakgrunn.  Fyrri hlutinn er sameiginlegur, meðan að í seinni hlutinn er meira einstaklingsmiðaður þar sem nemendur geta valið eitt af þremur áherslusviðum.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og umræðutímar með dæmum og verkefnum í fimm vikur.   Síðustu tvær vikurnar:  Nemendur skrifa ritgerð og halda fyrirlestur um viðfangsefni ritgerðarinnar.  Farin verður dagsferð til að skoða jarðmyndanir sem orðið hafa til í gosum undir jökli.

X

Jarðefnafræði hinnar föstu jarðar (JAR133F)

Aðeins kennt ef lágmarksfjöldi nemenda næst, annars kennt sem lesnámkeið.

Fyrirlestar: Fjallað verður um nokkur valin atriði jarðefnafræðinnar með áherslu á hina föstu jörð og ferli sem eiga sér stað við háan hita, sér í lagi storkubergsferli. Sérstök áhersla verður á ferli sem hafa átt sér stað gegnum jarðsöguna og eru enn að verki ásamt viðeigandi tímaskölum. Umfjöllunarefni verða m.a. dreifing frumefna í jörðinni, myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar og hvernig nota má einföld líkön af snefilefnum og samsætum til rannsókna á hinni föstu jörð. Sérstaklega verður fjallað um notagildi þeirra við rannsóknir á uppruna storkubergs á jörðinni og þróun þess undir virkum eldfjöllum.

Verklegir tímar: Kynnt verður notkun einfaldra líkana sem skýra dreifinu snefilefna og samsæta sem og notagildi þeirra við rannsóknir á storkubergsferlum og breytileika hinnar föstu jarðar. Sérstök áhersla verður á viðeigandi tímaskala sem varða myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar, þ. á m. storkubergsferli.

Skipulag: Sjö vikna námskeið með fjórum fyrirlestrum og tveimur dæmatímum í viku hverri. Undir lok námskeið halda nemendur fyrirlestur um valið efni og skila samhliða því stuttu ágripi.

Námsmat: Byggist á heimaverkefnum, fyrirlestri og skrifi ágrips ásamt lokarprófi sem að öllu jöfnu verður heimapróf.

X

Andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (JEÐ113F)

Námskeiði er kennt á seinni hluta haustmisseris (7 vikur, vika 8-14)) annað hvert ár (oddatölu ár).

Fræðilegt námskeið um stafrænar andhverfar varpanir og notkun þeirra til að leysa jarðeðlisfræðileg verkefni og greina jarðeðlisfræðileg gögn. Nemendur fá reynslu í að túlka og greina mælingar með andhverfum aðferðum. Fylgt verður fyrstu 7 köflum í bók William Menke: Geophysical Data Analysis: Discret Inverse Theory. Skoðuð verða venjuleg og andhverf verkefni í jarðeðlisfræði, tölfræðileg hugtök og skekkjumörk, almennar, mestu líkinda og lengdar andhverfar aðferðir við lausn línulegra, Gaussískra, andhverfra verkefna. Almenn og staðbundin meðaltöl, hallatölu, greininga og nálgunar aðferðir við andhver verkefni og beiting vektor rúms.

Fyrirlestrar verða um fræðilegan bakrunn og notkun aðferða og í æfingatímum er aðferðunum beitt á jarðeðlisfræðileg verkefni. Í hverri viku leysa nemendur verkefni sem tengjast efni fyrirlestra og í dæmatímum öðlast þeir reynslu í að beita tölulegum aðferðum við lausn þeirra. Greinar um notkun andhverfra varpana verða lesnar og kynntar af nemendum vikulega.

Lokaeinkunn byggir á heimaverkefnum (6 x 5%), þátttöku í fyrirlestrum og æfingatímum (20%), kynningu á grein sem notar andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (10%) og lokaprófi sem er heimapróf (40%). Til að mega taka lokapróf verða nemendur að kynna grein sem tengist sérsviði þeirra og notar andhverfar varpanir og ljúka að minnsta kosti 4 af 6 heimaverkefnum.

X

Jarðskjálftafræði (JEÐ505M)

Spennu- og aflögunarþinir, öldulíkingar fyrir P-og S-bylgjur. Rúmbylgjur og leiddar bylgjur. Helstu jarðskjálftabylgjur: P-, S-, Rayleigh- og Love-bylgjur. Frjálsar sveiflur jarðar. Gerð og eiginleikar jarðskjálftamæla. Upptök jarðskjálfta: Brotlausn, vægi, stærð, orka, tíðniróf, áhrif. Dýpi jarðskjálfta, dreifing þeirra um jörðina og samband við jarðfræði. Jarðskjálftabylgjur og innri gerð jarðarinnar.

Námskeiðið er ýmist kennt með hefðbundnum hætti (fyrirlestrar, heimadæmi, verkefni) eða sem lesnámskeið þar sem nemendur kynna sér efnið og gera því skil skriflega og í umræðutímum.

X

Umhverfi á kvarter tímabili (JAR516M)

Fjallað er um helstu umhverfis- og loftslagsbreytingar sem átt hafa sér stað á kvartertímabilinu, helstu orsakir breytinga og svörun.  Sérstök áhersla er lögð á umhverfis- og loftslagsbreytingar á Íslandi og Norður Atlantshafssvæðinu á tímabilinu. Fjallað er um einkenni kvarter tímabilsins og jarðfræðilegan vitnisburð loftslagsbreytinga á tímabilinu, breytingar á braut jarðar og áhrif á veðurfar, aldursgreiningar, vitnisburð loftslagsbreytinga á landi og í sjó, eldvirkni og umhverfisbreytingar og sögu jöklabreytinga á jörðu. Námsmat: Lokaverkefni 35%, verkefni unnin á misserinu  30%, erindi 15%, heimapróf 20%. Hluti lokaverkefnis er leit að heimildum sem nýtast í verkefninu og erindi tengdu því.

X

Eldfjallafræði II – eldgos og eldgosavá (JAR258F)

Eldvirkni er eitt af frumöflum jarðarinnar sem móta, hafa áhrif á og stundum umbylta yfirborðsferlum jarðar. Andrúmslofti jarðar er ekki bara viðhaldið af eldfjallagösunum, heldur geta þau einnig haft veruleg áhrif eiginleika andrúmsloftsins, þar með talið loftstrauma og veðurfar. Gjóskufall, í miklu magni, getur eytt gróðurlendi. Öskuríkir gosmekkir geta haft áhrif á flugsamgöngur sem og innviði eins og rafmagnslínur og vatnsveitur. Gusthlaup og gjóskuhlaup eru algeng afleiða af sprengigosum og hafa valdið varanlegu tjóni á nánasta umhverfi eldfjalla. En áhrifin eru ekki bara neikvæð; hóflegt gjóskufall virkar örvandi á gróður og jarðveg, brennisteinn er jákvæður fyrir vínvið, gjóskulög geta, vegna víðfeðmar útbreiðslu, verið afburðar góð leiðarlög á stórum landsvæðum ásamt því að vera nytsamleg til aldursgreininga á ýmsum viðburðum.

Þemað í þessu námskeiði er ELDGOSIÐ þar sem áherslan er á (i) frumbreytur gosferlanna (þ.e. rishraði kviku, afgösun og framleiðni) sem stjórna hegðun og afli goss, (ii) þau ferli sem ráða mestu um dreifingu gosefna (þ.e. hrauns, gjósku og gasa) frá gosopi og (iii) eldgosavá vegna hraunflæðis, gjóskufalls og gasmengunar. Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið verður þannig að fyrstu 3-4 vikurnar eru fyrirlestrar og umræðutímar sem taka á ofangreindum áhersluatriðum. Í seinni hluta námskeiðsins fá nemendur verkefni sem leyst er í 2-3 manna hópum. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar beinist það að gosferlum og hins vegar eldgosavánni. Farið verður í tveggja daga vettvangsferð þar sem hver hópur safnar gögnum um og sýnum af gosefnum til frekari mælinga inni á rannsóknarstofu. Gögnin og mælingarnar ásamt verkfærakistunni VETOOLS eru síðan notuð af hverjum hóp sem grunnur að mati á eldgosavá inni á athugunarsvæðinu og niðurstöðunum skilað sem skýrslu (á ensku) sem er sett upp eins og grein í alþjóðlegu tímariti. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 150 tímar (c.a. 20 tímar per einingu = tímar per viku).

Kennt á vormisseri, blokk 2, á hverju ári.

X

Greiningartækni (JAR215F)

Námskeiðið Greininartækni samanstendur af fyrirlestrum og æfingum.  Í námskeiðinu verður farið yfir söfnun sýna af gasi, vatni og bergi, sýnaundirbúningur, nákvæmni og  samkvæmni efnagreininga. Fræðilegur grundvöllur fyrir mælitæki og mælingaraðferðir, m.a. geislarófsmælingu,  mælingar með jónaskilju og gasskilju, ICP tækjum, títrunum, XRD, SEM og örgreini. Námskeiði er kennt á 14 vikna tímabili.  Í viku 1-7 verður farið fyrirlestrar á netinu, ásamt ritgerð og prófum.  Í viku 8-14 verða síðan verklegar æfingar á rannsóknarstofum í jarðefnafræði.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Loftslagsbreytingar; fortíð nútíð og framtíð (JAR257F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir á loftslagsbreytingum fyrri jarðsögutímabila og fram á okkar tíma, auk þess sem áhersla verður lögð á þá aðferðafræði sem notuð er við öflun upplýsinga um veðurfar. Skoðaðar verða náttúrulegar loftslagssveiflur á mismunandi tímaskölum og hugsanlegar ástæður þeirra ræddar. Hlýnun í nútíð og framtíð verður sett í víðara samhengi við veðurfarsbreytingar á nútíma (síðustu 11700 ár). Námskeiðið er á fyrirlestraformi, þar sem kennari og nemendur taka fyrir í hverjum tíma nýlegar greinar úr ritrýndum tímaritum um umhverfis- og loftslagsbreytingar. Umræður með þátttöku allra fylgja í kjölfarið, þar sem nemendur taka þátt í að stjórna umræðum. Nemendum er ætlað að halda fyrirlestra yfir misserið um valin efni sem snerta markmið námskeiðs og skila lokaverkefni tengt þema námskeiðsins, auk þess að taka þátt í að stjórna umræðum. Minni verkefni verða einnig lögð fyrir nemendur á misserinu.

Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið eru sex viðverutímar á formi fyrirlestra-, hópvinnu- og verklegra tímar. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 190 tímar (c.a. 25 tímar per einingu) og þar af er skráður heildarfjöldi viðverutima 40.

X

Bergfræði 2 (JAR603M)

Í þessu námskeiði mun nemandinn fræðast um uppruna, myndun og þróun kviku á jörðinni. Sérstök áhersla verður lögð á að auka skilning á því hvernig kvika breytist við tilfærslu og viðstöðu í skorpunni.

Fyrirlestrar munu taka fyrir eðlis- og efnafræði kviku ásamt mikilvægustu fasabreytingum sem kvika verður fyrir við flutning upp í gegnum skorpuna.

Í verklegum tímum verður farið í eðlis- og efnafræðilegar aðferðir sem notaðar eru við að meta uppruna kviku og þróun. Í því felst m.a. fasajafnvægi, efnavarmafræði, útreikningar á þrýstingi og hitastigi, og líkanreikningar á hlutbráðnun og hlutkristöllun. Sérstök áhersla er lögð á túlkun gagna og skilning á óvissu í gögnum.
Námskeiðið stendur í 7 vikur á fyrri hluta vormisseris (vikur 1-7) og samanstendur af 3 fyrirlestrum og 4 verklegum tímum í hverri viku.

X

Málstofa um jarðfræðilega atburði (JEÐ205F)

The topic of this course is geological events on a global scale, s.a. earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, landslides, etc. and will be discussed in weekly meetings during the semester. Events of the preceding week will be studied using all available data, web pages and written documents. Students are expected to review at least one paper during the semester on background information.

Course layout: Each week a student is assigned the task of monitoring news of geological events such as earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, and landslides. He will give a report of these in the following week's class and present background information on the most significant events. The course can be repeated up to three times for 2 credit units each time.

X

Jarðskorpuhreyfingar og aflfræði jarðar - mælingar og líkön (JEÐ209F)

Námskeiðið er haldið á fyrri hluta vorannar. Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg.  Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.
Í námskeiðinu er fjallað um mælingar á jarðskorpuhreyfingum og aflfræðileg líkön af ferlum í jarðskorpu og möttli jarðar. Áhersla er lögð á tvær meginaðferðir geimlandmælinga, Global Navigation Satellite System (GNSS) landmælingar og bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, InSAR). Einnig eru teknar fyrir þenslumælingar í borholum, hæðar- og hallamælingar. Farið er yfir fræðilegan grunn aðferðanna sem og úrvinnsla gagna sem safnað er. Nemendur fá reynslu í söfnun og úrvinnslu gagna, og mati á skekkjuvöldum og óvissum. Fjallað er um hvernig mælingar á jarðskorpuhreyfingum nýtast við rannsóknir á aflfræði jarðar, þar með talið flekahreyfingum, eldfjallaaflögun, jarðskjálftum og hæðarbreytingum vegna fargbreytinga á yfirborði jarðar, t.d. vegna jöklabreytinga. Farið er yfir fræðileg líkön sem notuð eru til að túlka jarðskorpuhreyfingar og reiknilíkön kynnt. Nemendur vinna sjálfstætt verkefni sem tengist einum eða fleirum af eftirtöldum þáttum: mælingum á jarðskorpuhreyfingum, úrvinnslu gagna og túlkun jarðskorpuhreyfinga með hliðsjón af líkönum fyrir aflfræðileg ferli í jarðskorpu og möttli jarðar.

X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Ritfærni og kynning í jarðvísindum (JAR242F)

Vikulegar málstofur haldnar bæði misseri. Þátttakendur kanna viðeigandi efni í jarðvísindum með fyrirlestrum og lestri greina. Hver nemandi flytur einn fyrirlestur á misseri.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Lokaverkefni (JAR441L, JAR441L, JAR441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
X

Ritfærni og kynning í jarðvísindum (JAR242F)

Vikulegar málstofur haldnar bæði misseri. Þátttakendur kanna viðeigandi efni í jarðvísindum með fyrirlestrum og lestri greina. Hver nemandi flytur einn fyrirlestur á misseri.

X

Bergfræði 2 (JAR603M)

Í þessu námskeiði mun nemandinn fræðast um uppruna, myndun og þróun kviku á jörðinni. Sérstök áhersla verður lögð á að auka skilning á því hvernig kvika breytist við tilfærslu og viðstöðu í skorpunni.

Fyrirlestrar munu taka fyrir eðlis- og efnafræði kviku ásamt mikilvægustu fasabreytingum sem kvika verður fyrir við flutning upp í gegnum skorpuna.

Í verklegum tímum verður farið í eðlis- og efnafræðilegar aðferðir sem notaðar eru við að meta uppruna kviku og þróun. Í því felst m.a. fasajafnvægi, efnavarmafræði, útreikningar á þrýstingi og hitastigi, og líkanreikningar á hlutbráðnun og hlutkristöllun. Sérstök áhersla er lögð á túlkun gagna og skilning á óvissu í gögnum.
Námskeiðið stendur í 7 vikur á fyrri hluta vormisseris (vikur 1-7) og samanstendur af 3 fyrirlestrum og 4 verklegum tímum í hverri viku.

X

Jarðefnafræði og yfirborð jarðar (JAR134F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um jarðefnafræðileg ferli á og við yfirborð jarðar. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, æfingum og rannsóknarvinnu.

Í námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

  • Efnavarmafræði og hraði efnahvarfa í lausn og tengt samspili vatns og bergs
  • Uppleyst efni og efnasambönd í vatnslausn
  • Hringrás efna í náttúrunni
  • Efnahvarfaveðrun
  • Jarðefnafræði jarðhita
  • Samspil vatns og bergs
  • Stöðugar samsætur í jarðefnafræði vatns og bergs
  • Notkun algengra forrita í jarðefnafræði
X

Orka og auðlindir jarðar (JAR513M)

Sjálbær nýting náttúruauðlinda og endurnýjanleg orkuframleiðla eru undirstaða sjálfbærrar þróunar. Til að nálgast sjálfbærni þarf að hafa heildstæða sýn sem tekur tillit til grunnstoðanna þriggja sem eru umhverfi, efnahagur og samfélag. Í námskeiðinu verður farið yfir orkubúskap jarðar, myndun og nýtingu jarðefnaeldsneytis, óendalegar og endurnýjanlegar orkuauðlindir. - þar með taldar óendurnýjanlegu auðlindirnar kol, olía, gas, úran og þóríum. Einnig verður farið yfir orkuauðlindir sem nýta þarf með gát - jarðhita, vatnsafl og líforku.  Annað efni námskeiðsins er um endurnýjanlega orku sem byggð er á sólinni, vindi, sjávarföllum og ölduafli.  Einnig verður gert yfirlit yfir helstu auðlindir jarðar sem nýttar eru til tæknivæðingar, uppbyggingar innviða samfélagsins og í landbúnaði, svo sem málma, áburð, jarðveg og vatn. Námskeiðið fjallar um hvernig þessar auðlindir myndast, eru nýttar, hve lengi þær endast og hvaða áhrif nýtingin hefur á umhverfið, efnahaginn og samfélagið. Að skilja samfélags- og efnahagskerfið sem knýr áfram neyslumynstur náttúruauðlinda er lykillinn að mati á sjálfbærri auðlindastjórnun. Í umfjölluninni er þess vegna einnig endurvinnsla óendurnýjanlegra auðlinda og auk þess er farið yfir nýja hagsældar hugsun sem að byggir á hringhagkerfi og velsældarhagkerfi.

X

Jarðskjálftafræði (JEÐ505M)

Spennu- og aflögunarþinir, öldulíkingar fyrir P-og S-bylgjur. Rúmbylgjur og leiddar bylgjur. Helstu jarðskjálftabylgjur: P-, S-, Rayleigh- og Love-bylgjur. Frjálsar sveiflur jarðar. Gerð og eiginleikar jarðskjálftamæla. Upptök jarðskjálfta: Brotlausn, vægi, stærð, orka, tíðniróf, áhrif. Dýpi jarðskjálfta, dreifing þeirra um jörðina og samband við jarðfræði. Jarðskjálftabylgjur og innri gerð jarðarinnar.

Námskeiðið er ýmist kennt með hefðbundnum hætti (fyrirlestrar, heimadæmi, verkefni) eða sem lesnámskeið þar sem nemendur kynna sér efnið og gera því skil skriflega og í umræðutímum.

X

Líkanreikningar fyrir jarðvísindi (JAR129F)

Námskeiði er 7 vikna námskeið kennt seinni hluta haustmisseris.

Aðferðir til að reikna mismunandi jarðvísindaverkefni verða kynntar og þeim beitt við raunveruleg verkefni. Verkefnin eru meðal annars orkubúskapur við yfirborð, afkoma jökla, varmaflæði, flæði hægfara efna (t.d. jökla og hrauna) og streymi vatns í gegnum fast efni, t.d. jökla. Farið verður í saumana á varma og massa flæði líkönum sem notuð eru í jarðvísindum. Skoðaðar verða tölulegar aðferðir og nálganir, greiningarlausnir og tölulegar lausnir t.d. bútaaðferð til lausnar á afleiðujöfnum. Nemendur vinna 3 sjálfstæð verkefni þar sem aðferðunum sem rannsakaðar eru í námskeiðinu er beitt.

X

Greiningartækni (JAR215F)

Námskeiðið Greininartækni samanstendur af fyrirlestrum og æfingum.  Í námskeiðinu verður farið yfir söfnun sýna af gasi, vatni og bergi, sýnaundirbúningur, nákvæmni og  samkvæmni efnagreininga. Fræðilegur grundvöllur fyrir mælitæki og mælingaraðferðir, m.a. geislarófsmælingu,  mælingar með jónaskilju og gasskilju, ICP tækjum, títrunum, XRD, SEM og örgreini. Námskeiði er kennt á 14 vikna tímabili.  Í viku 1-7 verður farið fyrirlestrar á netinu, ásamt ritgerð og prófum.  Í viku 8-14 verða síðan verklegar æfingar á rannsóknarstofum í jarðefnafræði.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Aflfræði og varmaflutningur í samfelldum efnum (JEÐ503M)

Markmið:   Að kynna aflfræði samfelldra efna, vökvaaflfræði og varmaflutning og beitingu fræðanna á vandamál í eðlisfræði og jarðeðlisfræði. I. Spenna og aflögun, spennusvið, spennutensor, sveiging platna, efniseiginleikar, líkön: Fjaðrandi efni, seigt efni, plastískt efni.- II. Seigir vökvar, lagstreymi, iðustreymi, samfellujafna, jafna Navier-Stokes.- III. Varmaflutningur: Varmaleiðing, hræring vatns, varmaburður og jarðhiti. Dæmi tekin úr ýmsum greinum eðlisfræði, einkum jarðeðlisfræði.

Kennslusýn:  Til að standa sig vel í námskeiðinu þurfa nemendur að taka virkan þátt í umræðum, mæta í fyrirlestra, halda sjálf nemendafyrirlestra og skila verkefnum sem sett eru fyrir. Nemendur öðlast þekkingu í fyrirlestrunum en það er nauðsynlegt að gera verkefnin til að skilja og þjálfa notkun hugtakanna. Verkefnin eru samþættuð textanum í kennslubókinni og því er ráðlagt að gera æfingarnar þegar textinn er lesinn. Kennari munu reyna að gera hugtök og tungutak aðgengilegt, en það er ætlast til að nemendur læri sjálfstætt og spyrji spurninga ef eitthvað er óljóst eða óskýrt. Til að bæta námskeiðið og innihald þess er óskað eftir að nemendur taki þátt í kennslukönnunum, bæði miðmisseriskönnun og í lok annar.

X

Jarðhiti (JAR508M)

Jarðhitakerfi og uppbygging þeirra, orkubúskapur jarðar, hita-/orkuflutningur til yfirborðs jarðar. Uppruni og efnafræði jarðhitavökva, efnaskipti bergs og vökva, borholumælingar, endurnýjun jarðhitakerfa, aðferðir í jarðhitaleit, forðamat, nýting jarðhita og umhverfisáhrif hennar. Námskeiði er kennt á 7 vikna tímabili í upphafi haustmisseris.  Það samanstendur af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendafyrirlesturm, nemendaveggspjöldum, ritgerð og prófum.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Jarðefnafræði hinnar föstu jarðar (JAR133F)

Aðeins kennt ef lágmarksfjöldi nemenda næst, annars kennt sem lesnámkeið.

Fyrirlestar: Fjallað verður um nokkur valin atriði jarðefnafræðinnar með áherslu á hina föstu jörð og ferli sem eiga sér stað við háan hita, sér í lagi storkubergsferli. Sérstök áhersla verður á ferli sem hafa átt sér stað gegnum jarðsöguna og eru enn að verki ásamt viðeigandi tímaskölum. Umfjöllunarefni verða m.a. dreifing frumefna í jörðinni, myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar og hvernig nota má einföld líkön af snefilefnum og samsætum til rannsókna á hinni föstu jörð. Sérstaklega verður fjallað um notagildi þeirra við rannsóknir á uppruna storkubergs á jörðinni og þróun þess undir virkum eldfjöllum.

Verklegir tímar: Kynnt verður notkun einfaldra líkana sem skýra dreifinu snefilefna og samsæta sem og notagildi þeirra við rannsóknir á storkubergsferlum og breytileika hinnar föstu jarðar. Sérstök áhersla verður á viðeigandi tímaskala sem varða myndun og þróun mismunandi hvolfa/geima jarðarinnar, þ. á m. storkubergsferli.

Skipulag: Sjö vikna námskeið með fjórum fyrirlestrum og tveimur dæmatímum í viku hverri. Undir lok námskeið halda nemendur fyrirlestur um valið efni og skila samhliða því stuttu ágripi.

Námsmat: Byggist á heimaverkefnum, fyrirlestri og skrifi ágrips ásamt lokarprófi sem að öllu jöfnu verður heimapróf.

X

Lesnámskeið til meistaraprófs í jarðfræði (JAR107F, JAR209F)

Kennarar velja í samráði við nemanda safn af vísindaritgerðum, yfirlitsritgerðum og bókarköflum um efni sem tengist sérsviði, sem rannsóknarverkefni hans fjallar um, en skarast ekki við það. Nemandi og kennari hittast vikulega til þess að ræða efni ritgerða, sem lesnar hafa verið. Námskeiðinu lýkur með ritgerð og munnlegu prófi í lestrarefninu þar sem umsjónarkennari eða kennari úr umsjónarnefnd er prófdómari.

X

Lesnámskeið til meistaraprófs í jarðfræði (JAR107F, JAR209F)

Kennarar velja í samráði við nemanda safn af vísindaritgerðum, yfirlitsritgerðum og bókarköflum um efni sem tengist sérsviði, sem rannsóknarverkefni hans fjallar um, en skarast ekki við það. Nemandi og kennari hittast vikulega til þess að ræða efni ritgerða, sem lesnar hafa verið. Námskeiðinu lýkur með ritgerð og munnlegu prófi í lestrarefninu þar sem umsjónarkennari eða kennari úr umsjónarnefnd er prófdómari.

X

Almenn haffræði 1 (JAR414M)

Markmið námskeiðs er að nemendur öðlist yfirsýn á undirstöðum almennrar haffræði, gerð hafsbotns, eðlis- og efna- og lífefnafræði sjávar.  Ennfremur hvernig samspil þessara þátta mótar aðstæðurnar í höfunum. Viðfangsefnið er skipting lands og sjávar, heimshöfin, stærð og landfræðileg einkenni, botnlögun. Tæki og aðferðir í hafrannsóknum. Eðliseiginleikar sjávar, selta. Ljós og hljóð í hafinu. Breytingar eiginleika vegna sveims og strauma. Orkubúskapur og vatnshagur. Dreifing sjávarhita og seltu, sjógerðir og hita-seltuhringrásin. Ágrip af stöðu- og hreyfifræði hafsins. Efnafræði sjávar: Jarðefnafræðileg hringrás, aðalefni, snefilefni og uppleystar lofttegundir í sjó. Næringarsölt í sjó og tengsl þeirra við kolefni og súrefni. Áhrif eðlis- og efnafræðilegra eiginleika á frjósemi hafsvæða.  Hafið við Ísland.

Verklegar æfingar ná yfir dæmaæfingar, skýringar dæma, úrvinnslu og túlkun haffræðilegra gagna og heimsókn í Hafrannsóknarstofnun og í rannsóknaskip.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Eldfjallafræði II – eldgos og eldgosavá (JAR258F)

Eldvirkni er eitt af frumöflum jarðarinnar sem móta, hafa áhrif á og stundum umbylta yfirborðsferlum jarðar. Andrúmslofti jarðar er ekki bara viðhaldið af eldfjallagösunum, heldur geta þau einnig haft veruleg áhrif eiginleika andrúmsloftsins, þar með talið loftstrauma og veðurfar. Gjóskufall, í miklu magni, getur eytt gróðurlendi. Öskuríkir gosmekkir geta haft áhrif á flugsamgöngur sem og innviði eins og rafmagnslínur og vatnsveitur. Gusthlaup og gjóskuhlaup eru algeng afleiða af sprengigosum og hafa valdið varanlegu tjóni á nánasta umhverfi eldfjalla. En áhrifin eru ekki bara neikvæð; hóflegt gjóskufall virkar örvandi á gróður og jarðveg, brennisteinn er jákvæður fyrir vínvið, gjóskulög geta, vegna víðfeðmar útbreiðslu, verið afburðar góð leiðarlög á stórum landsvæðum ásamt því að vera nytsamleg til aldursgreininga á ýmsum viðburðum.

Þemað í þessu námskeiði er ELDGOSIÐ þar sem áherslan er á (i) frumbreytur gosferlanna (þ.e. rishraði kviku, afgösun og framleiðni) sem stjórna hegðun og afli goss, (ii) þau ferli sem ráða mestu um dreifingu gosefna (þ.e. hrauns, gjósku og gasa) frá gosopi og (iii) eldgosavá vegna hraunflæðis, gjóskufalls og gasmengunar. Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið verður þannig að fyrstu 3-4 vikurnar eru fyrirlestrar og umræðutímar sem taka á ofangreindum áhersluatriðum. Í seinni hluta námskeiðsins fá nemendur verkefni sem leyst er í 2-3 manna hópum. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar beinist það að gosferlum og hins vegar eldgosavánni. Farið verður í tveggja daga vettvangsferð þar sem hver hópur safnar gögnum um og sýnum af gosefnum til frekari mælinga inni á rannsóknarstofu. Gögnin og mælingarnar ásamt verkfærakistunni VETOOLS eru síðan notuð af hverjum hóp sem grunnur að mati á eldgosavá inni á athugunarsvæðinu og niðurstöðunum skilað sem skýrslu (á ensku) sem er sett upp eins og grein í alþjóðlegu tímariti. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 150 tímar (c.a. 20 tímar per einingu = tímar per viku).

Kennt á vormisseri, blokk 2, á hverju ári.

X

Andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (JEÐ113F)

Námskeiði er kennt á seinni hluta haustmisseris (7 vikur, vika 8-14)) annað hvert ár (oddatölu ár).

Fræðilegt námskeið um stafrænar andhverfar varpanir og notkun þeirra til að leysa jarðeðlisfræðileg verkefni og greina jarðeðlisfræðileg gögn. Nemendur fá reynslu í að túlka og greina mælingar með andhverfum aðferðum. Fylgt verður fyrstu 7 köflum í bók William Menke: Geophysical Data Analysis: Discret Inverse Theory. Skoðuð verða venjuleg og andhverf verkefni í jarðeðlisfræði, tölfræðileg hugtök og skekkjumörk, almennar, mestu líkinda og lengdar andhverfar aðferðir við lausn línulegra, Gaussískra, andhverfra verkefna. Almenn og staðbundin meðaltöl, hallatölu, greininga og nálgunar aðferðir við andhver verkefni og beiting vektor rúms.

Fyrirlestrar verða um fræðilegan bakrunn og notkun aðferða og í æfingatímum er aðferðunum beitt á jarðeðlisfræðileg verkefni. Í hverri viku leysa nemendur verkefni sem tengjast efni fyrirlestra og í dæmatímum öðlast þeir reynslu í að beita tölulegum aðferðum við lausn þeirra. Greinar um notkun andhverfra varpana verða lesnar og kynntar af nemendum vikulega.

Lokaeinkunn byggir á heimaverkefnum (6 x 5%), þátttöku í fyrirlestrum og æfingatímum (20%), kynningu á grein sem notar andhverfar varpanir í jarðeðlisfræði (10%) og lokaprófi sem er heimapróf (40%). Til að mega taka lokapróf verða nemendur að kynna grein sem tengist sérsviði þeirra og notar andhverfar varpanir og ljúka að minnsta kosti 4 af 6 heimaverkefnum.

X

Kynning á jarðfræði Íslands (JAR107M)

Námskeiðið spannar 14 vikur og hefst ávallt viku áður en almenn kennsla hefst við Verkfræði-og náttúruvísindasvið með fögurra daga námsferð um suðvestur og suður Ísland

  • Námsferðirnar einblína á þau jarðfræðilegu ferli sem eru ráðandi á Íslandi
  • Eftir námsferðir eru fimm vikur af fyrirlestrum um eldvirkni, gjóskulagafræði, jarðhnik, bergfræði, jökla og jöklajarðfræði, haffræði, jarðefnafræði, fornloftslag og náttúruvá
  • Námsmat námskeiðisins byggir á skýrslu úr námsferðum (20%) og prófi (80%)

X

Loftslagsbreytingar; fortíð nútíð og framtíð (JAR257F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir á loftslagsbreytingum fyrri jarðsögutímabila og fram á okkar tíma, auk þess sem áhersla verður lögð á þá aðferðafræði sem notuð er við öflun upplýsinga um veðurfar. Skoðaðar verða náttúrulegar loftslagssveiflur á mismunandi tímaskölum og hugsanlegar ástæður þeirra ræddar. Hlýnun í nútíð og framtíð verður sett í víðara samhengi við veðurfarsbreytingar á nútíma (síðustu 11700 ár). Námskeiðið er á fyrirlestraformi, þar sem kennari og nemendur taka fyrir í hverjum tíma nýlegar greinar úr ritrýndum tímaritum um umhverfis- og loftslagsbreytingar. Umræður með þátttöku allra fylgja í kjölfarið, þar sem nemendur taka þátt í að stjórna umræðum. Nemendum er ætlað að halda fyrirlestra yfir misserið um valin efni sem snerta markmið námskeiðs og skila lokaverkefni tengt þema námskeiðsins, auk þess að taka þátt í að stjórna umræðum. Minni verkefni verða einnig lögð fyrir nemendur á misserinu.

Þetta er sjö vikna námskeið og fyrirkomulagið eru sex viðverutímar á formi fyrirlestra-, hópvinnu- og verklegra tímar. Væntanlegt nemenda-vinnuálag í þessu námskeiði er um 190 tímar (c.a. 25 tímar per einingu) og þar af er skráður heildarfjöldi viðverutima 40.

X

Eldfjallafræði (JAR514M)

Eldgos eru eitt þeirra meginferla sem skapar og mótar svipmót jarðar. Eldgos geta leitt af sér hamfarir og valdið verulegu tjóni á mannvirkjum. Kvikugösin sem rísa upp frá eldspúandi gígunum viðhalda andrúmslofti jarðar, sem og hafa veruleg áhrif á eiginleika andrúmsloftsins og loftstrauma þess. Kvikuvirkni neðanjarðar, og í sumum tilfellum eldvirknin ofan jarðar, hefur myndað beint eða óbeint stóran hluta að þeim málmum sem við nemum úr jörðu. Þannig að fyrirbærið eldgos hefur bein og óbein áhrif á mannkynið sem og tengsl við margar af undirgreinum jarðvísindanna. Af þeim sökum er grunnskilningur á því hvernig eldfjöll og eldstöðvakerfi virka og framlag eldvirkninar til hringrásaferla jarðar góð undirstaða fyrir alla nemendur í jarðvísindum.

Í þessu námskeiði verður farið í grunnatriði eldfjallafræðinnar; ferðalag kviku upptakastað til yfirborðs og almenn ferli sem stjórna eldvirkni á yfirborði og dreifingu gosefna. Fjallað verður líka um grunnatriði eldgosavár og hnattrænna áhrifa eldgosa.

Verklegar æfingar eru vikulega og beinast að því að leysa vandamál með útreikningum, greiningu gagna og rökstuðningi. Ein vettvangsferð á Reykjanes.

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Jöklar, eldfjöll og jökulhlaup (JAR130F)

Sjö vikna námskeið (fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Jöklar þekja um tíunda hluta Íslands og undir þeim eru sum eldvirkustu svæði landsins.  Á jökulskeiðum þakkti jökull mestan hluta gosbeltanna.  Gos undir jöklum verða víðar en á Íslandi, m.a. í Andesfjöllum, Alaska og Antartíku. Samspil kviku og vatns hefur mikil áhrif á goshætti, m.a. myndun bólstrabergs, tvístrun kviku og sprengivirkni.  Jökulhlaup koma frá jarðhitasvæðum undir jöklum, jökulstífluðum vötnum og vegna bræðslu í eldgosum og hafa  mikil landmótunaráhrif.  Í námskeiðinu verður farið yfir samspil jökla, vatns og eldgosa, jökulhlaup og landmótun.  Nemendur munu læra helstu hugtök og kynnast þeim ferlum sem einkenna eldgos í jöklum, jökulhlaup, bæði undir jöklum og utan þeirra, auk þess sem skoðuð verða landmótunaráhrif hlaupa, setflutningur og rofmáttur. 

Námskeiðið er sett upp þannig að það henti nemendum með mismunandi bakgrunn.  Fyrri hlutinn er sameiginlegur, meðan að í seinni hlutinn er meira einstaklingsmiðaður þar sem nemendur geta valið eitt af þremur áherslusviðum.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og umræðutímar með dæmum og verkefnum í fimm vikur.   Síðustu tvær vikurnar:  Nemendur skrifa ritgerð og halda fyrirlestur um viðfangsefni ritgerðarinnar.  Farin verður dagsferð til að skoða jarðmyndanir sem orðið hafa til í gosum undir jökli.

X

Jarðskorpuhreyfingar og aflfræði jarðar - mælingar og líkön (JEÐ209F)

Námskeiðið er haldið á fyrri hluta vorannar. Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg.  Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.
Í námskeiðinu er fjallað um mælingar á jarðskorpuhreyfingum og aflfræðileg líkön af ferlum í jarðskorpu og möttli jarðar. Áhersla er lögð á tvær meginaðferðir geimlandmælinga, Global Navigation Satellite System (GNSS) landmælingar og bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, InSAR). Einnig eru teknar fyrir þenslumælingar í borholum, hæðar- og hallamælingar. Farið er yfir fræðilegan grunn aðferðanna sem og úrvinnsla gagna sem safnað er. Nemendur fá reynslu í söfnun og úrvinnslu gagna, og mati á skekkjuvöldum og óvissum. Fjallað er um hvernig mælingar á jarðskorpuhreyfingum nýtast við rannsóknir á aflfræði jarðar, þar með talið flekahreyfingum, eldfjallaaflögun, jarðskjálftum og hæðarbreytingum vegna fargbreytinga á yfirborði jarðar, t.d. vegna jöklabreytinga. Farið er yfir fræðileg líkön sem notuð eru til að túlka jarðskorpuhreyfingar og reiknilíkön kynnt. Nemendur vinna sjálfstætt verkefni sem tengist einum eða fleirum af eftirtöldum þáttum: mælingum á jarðskorpuhreyfingum, úrvinnslu gagna og túlkun jarðskorpuhreyfinga með hliðsjón af líkönum fyrir aflfræðileg ferli í jarðskorpu og möttli jarðar.

X

Umhverfi á kvarter tímabili (JAR516M)

Fjallað er um helstu umhverfis- og loftslagsbreytingar sem átt hafa sér stað á kvartertímabilinu, helstu orsakir breytinga og svörun.  Sérstök áhersla er lögð á umhverfis- og loftslagsbreytingar á Íslandi og Norður Atlantshafssvæðinu á tímabilinu. Fjallað er um einkenni kvarter tímabilsins og jarðfræðilegan vitnisburð loftslagsbreytinga á tímabilinu, breytingar á braut jarðar og áhrif á veðurfar, aldursgreiningar, vitnisburð loftslagsbreytinga á landi og í sjó, eldvirkni og umhverfisbreytingar og sögu jöklabreytinga á jörðu. Námsmat: Lokaverkefni 35%, verkefni unnin á misserinu  30%, erindi 15%, heimapróf 20%. Hluti lokaverkefnis er leit að heimildum sem nýtast í verkefninu og erindi tengdu því.

X

Forðafræði jarðhitakerfa (JEÐ116F)

Sjö vikna námskeið (seinni 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið.

Námskeiðið veitir innsýn í grunnatriði forðafræði jarðhitageyma.  Fjallað er um mælingar, hugmyndalíkön og reiknilíkön af jarðgeymum.  Innhald:  Varmaleiðing og hræring, borholumælingar, flutningur massa og varma í jarðhitageymum, greining borholumælinga, hagnýting auðlindar, tvífasa flæði, reiknifræðileg líkön, stjórnun nýtingar jarðhitakerfis, niðurdæling, aðferðir við framleiðslu og sjálfbærni.

Skipulag: Fyrirlestrar, dæma- og verklegir tímar með dæmum og verkefnum. Nemendur halda fyrirlestra um valin efni og eins dags verkleg æfing í borholumælingum. 

X

Jarðeðlisfræðileg könnun (JEÐ504M)

Námskeiðið skiptist í tvo hluta:

a) Fjögurra til fimm daga mælingaferð í upphafi haustmisseris. Margvíslegum jarðeðlisfræðilegum aðferðum beitt til að kanna jarðlagaskipan á tilteknu svæði.

b) Farið yfir aðferðir jarðeðlisfræðilegrar könnunar og hagnýtingu þeirra við rannsóknir á jarðlögum, orkulindum og jarðefnum, fræðilegan grunn, aðferðafræði mælinga, meðferð gagna og úrvinnslu. Aðferðir sem teknar eru fyrir: Bylgjubrots- og endurkastsmælingar, þyngdar- og segulmælingar, viðnáms- og jarðleiðnimælingar, borholumælingar.  Í námskeiðinu eru dæma- og reikniæfingar þar sem m.a. verður unnið niðurstöðum úr mæliferðinni auk þess sem nemendur skrifa skýrslu um mælingarnar og niðurstöður þeirra.

X

Málstofa um jarðfræðilega atburði (JEÐ205F)

The topic of this course is geological events on a global scale, s.a. earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, landslides, etc. and will be discussed in weekly meetings during the semester. Events of the preceding week will be studied using all available data, web pages and written documents. Students are expected to review at least one paper during the semester on background information.

Course layout: Each week a student is assigned the task of monitoring news of geological events such as earthquakes, volcanic eruptions, tsunamis, and landslides. He will give a report of these in the following week's class and present background information on the most significant events. The course can be repeated up to three times for 2 credit units each time.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.