Skip to main content

Samstarf við Viðskiptafræðideild

Innlent samstarf
Deildin á í margskonar samstarfi við ýmsa aðila, bæði innanlands og utan. Tengsl við atvinnulífið eru góð og vinna fjölmörg fyrirtæki og stofnanir með deildinni. Samstarf Háskólans annars vegar og fyrirtækja og opinberra aðila hins vegar skilar starfsmönnum og nemendum skólans miklu. Öflug samvinna er atvinnulífinu ekki síður mikilvæg en skólanum þar sem Háskólinn hefur verið driffjöður íslensks atvinnulífs og gegnir enn lykilhlutverki í því að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðavettvangi.

Starfsþjálfun
Viðskiptafræðideild býður nemendum sínum upp á starfsþjálfun í samstarfi við íslensk fyrirtæki og stofnanir. Nemendur sem eru langt komnir í námi og hafa sýnt fram á góðan námsárangur geta sótt um þær stöður sem eru í boði á hverju misseri fyrir sig, en framboð á stöðum er breytilegt. Hægt er að lesa meira um starfsþjálfun hér. Fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög sem eru áhugasöm um að taka þátt í verkefninu eru hvött til að sækja um með því að senda tölvupóst á vidskipti@hi.is eða starfsthjalfun@hi.is

Alþjóðlegt samstarf
Háskóli Íslands starfar í alþjóðlegu umhverfi og á deildin samstarf við fjölmarga erlenda háskóla og rannsóknastofnanir um rannsóknir, nemendaskipti, starfsmannaskipti og fleira. Öllum nemendum deildarinnar gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla og fjöldi erlendra nema stundar nám við deildina ár hvert. Deildin leggur mikla áherslu á alþjóðleg samskipti í öllu starfi sínu og vinnur stöðugt að því að styrkja þau og efla.

Viðskiptafræðideild (University of Iceland School of Business) hefur náið samstarf við fjölda erlendra háskóla og námið tekur mið af kröfum og námsefni bestu háskóla erlendis. Fjöldi erlendra skiptinema sækir deildina heim á hverju ári og er hluti af námskeiðum í deildinni kenndur á ensku. Á sama hátt fer stór hópur nemenda frá deildinni á hverju ári til náms utan í eitt eða tvö misseri við góða erlenda háskóla og enn fleiri fara til starfa erlendis yfir sumartímann.

Alþjóðasvið veitir upplýsingar og aðstoð vegna þátttöku í fjölþjóðlegum samstarfsáætlunum í menntamálum. Sviðið þjónar stúdentum sem fara utan sem skiptinemar og aðstoðar þá sem hingað koma.