Starfsemi Verkfræðistofnunar
Undirstöðurannsóknir:
- Samningsbundnar þjónusturannsóknir
- Rannsóknir og uppbygging kennsluaðstöðu í verkfræði
Starfsmarkmið:
- Rannsóknir og þróunarstarfsemi á sviði tækni og verkvísinda.
- Byggja upp þekkingu og færni til að beita nýjum aðferðum við að leysa viðfangsefni íslenskra atvinnuvega.
- Byggja upp aðstöðu fyrir rannsóknir og verklegar æfingar til þess að styrkja kennslu í verkfræði.
- Vera til ráðuneytis og vinna að lausn ýmissa vandamála sem krefjast sérþekkingar og rannsóknaraðstöðu sem er til innan stofnunarinnar.
- Gangast fyrir fyrirlestrum, námskeiðum og ráðstefnum, sem stuðla að aukinni tækniþekkingu í landinu og þjálfun vísindalegra starfskrafta og rannsóknarmanna.
Rannsóknarsvið:
Rannsóknarsvið skiptist í þrjá rannsóknarkjarna:
Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðikjarni:
- Véla- og iðnaðarverkfræðistofa
- Tölvunarfræðistofa
- Kerfislíffræðisetur
Rafmagns- og tölvuverkfræðikjarni:
- Rafmagnsverkfræðistofa
- Upplýsinga- og merkjafræðistofa
- Kerfisfræðistofa
Umhverfis- og byggingarverkfræðikjarni:
- Rannsóknarstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði
- Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði
- Vatnaverkfræðistofa
Formaður stjórnar Verkfræðistofnunar er Gunnar Stefánsson
Verkfræðistúdentar vinna að sérverkefnum og lokaverkefnum á vettvangi stofnunarinnar.