Sprettur
Sprettur er samfélagslegt nýsköpunarverkefni á kennslusviði Háskóla Íslands.
Sprettur er vettvangur sem veitir innflytjendum mennta- og félagsleg tækifæri og stuðlar að aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Áhersla er á jöfn tækifæri til menntunar og aukinn fjölbreytileika háskólanema í takt breytingar í íslensku fjölmenningarsamfélagi.
Almennar upplýsingar
Viltu verða mentor í Spretti?
Vilt þú taka þátt í samfélagslegu nýsköpunarverkefni? Viltu þróa leiðtogahæfni, fjölmenningarfærni og hnattrænna borgaravitund þína?
Ef þú vilt verða mentor í Spretti getur þú sótt um þátttöku fyrir næsta skólaár 2024-2025.
Kennsluskrá valnámskeið Mentor í Spretti GKY001M
Fylltu út þetta eyðublað eða hafðu samband við verkefnisstjóra Spretts: juancamilo@hi.is
Hvað er Sprettur?