Skip to main content

Sprettur

Sprettur

Sprettur er samfélagslegt nýsköpunarverkefni á kennslusviði Háskóla Íslands.

Sprettur er vettvangur sem veitir innflytjendum mennta- og félagsleg tækifæri og stuðlar að aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Áhersla er á jöfn tækifæri til menntunar og aukinn fjölbreytileika háskólanema í takt breytingar í íslensku fjölmenningarsamfélagi.

Viltu verða mentor í Spretti?

Vilt þú taka þátt í samfélagslegu nýsköpunarverkefni? Viltu þróa leiðtogahæfni, fjölmenningarfærni og hnattrænna borgaravitund þína?​

Ef þú vilt verða mentor í Spretti getur þú sótt um þátttöku fyrir næsta skólaár 2024-2025.

Kennsluskrá valnámskeið Mentor í Spretti GKY001M

Fylltu út þetta eyðublað eða hafðu samband við verkefnisstjóra Spretts: juancamilo@hi.is

Hvað er Sprettur?

Sjáðu um hvað námið snýst

Fyrir hverja?

Sprettur er fyrir framhaldsskóla og háskólanemendur með innflytjendabakgrunn sem þurfa námsleg og félagsleg stuðning og bakland til að standa sig vel í náminu.

Þú getur tekið þátt í Spretti ef:

  • Þú hefur náð 18 ára aldri.
  • Þú hefur lokið a.m.k. einu ári í framhaldsskóla.
  • Þú ert skráð/ur í fullt nám í framhaldsskóla eða þú ert nú þegar í háskólanám.
  • Þú ætlar þér að taka stúdentspróf/framhaldsskólapróf og fara svo í háskóla.
  • Foreldrar þínir og foreldrar þeirra fæddust erlendis, hvort sem þú fæddist erlendis eða ekki.
  • Fáir eða engir í fjölskyldu þinni eru með háskólamenntun.

Hvað gerum við í Spretti? 

Í Spretti styðjum við nemendur til að læra meira um sig sjálf, samfélagið og háskólanám og það gerum við í gegnum:

  • umræður
  • heimavinnuhópa
  • menningarviðburði
  • samveru með mentor

Nemendur sem taka þátt skuldbinda sig til að mæta tvisvar í mánuði og taka þátt fram á fyrsta ár í háskólanám.

Hvað fæ ég? 

  • Félagslegan og námslegan stuðning
  • Mentor  
  • Menntun
  • Sjálfsstyrkingu

Hvernig tek ég þátt? 

Næsta umsóknarferli hefst í 2025

Hafðu samband

Verkefnisstjóri býður upp á fjölbreyttar kynningar á Spretti. Kynningarnar geta verið fyrir bæði einstaklinga, fjölskyldur, nemendahópa og starfsmannahópa.

Hægt er að hafa kynningarnar rafrænar eða staðsettar í framhaldsskólum, stofnunum eða Háskóla Íslands.

Juan Camilo Roman Estrada
FJölmenningarfulltrúi og verkefnisstjóri Spretts
Netfang: juancamilo@hi.is    
Sími: 525 5405

Sabrina Rosazza
Starfsmaður Spretts
Netfang: sabrinar@hi.is
Sími: 525-5417