Skip to main content

Rannsóknarstofa í endurhæfingar- og hreyfivísindum

Rannsóknarstofa í endurhæfingar- og hreyfivísindum - á vefsíðu Háskóla Íslands

Markmið Rannsóknastofu í endurhæfingar- og hreyfivísindum er að efla rannsóknir á sviði hreyfivísinda innan háskólans og leita eftir samvinnu þar um við stofnanir og fyrirtæki utan hans. Rannsóknastofan stendur reglulega fyrir málstofum um málefni tengd hreyfivísindum.

English version here.

Framkvæmdastjórn

Um rannsóknastofuna

Rannsóknastofa í endurhæfingar- og hreyfivísindum við námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands er vísindaleg rannsóknastofnun. Með hreyfivísindum er átt við öll þau fræði sem tengjast hreyfingum mannslíkamans á einn eða annan hátt. Stofan er starfrækt af Háskóla Íslands, heyrir undir læknadeild og er staðsett í Stapa við Hringbraut. Hún er vettvangur þekkingarmiðlunar og rannsókna- og þróunarstarfs á öllum sviðum hreyfivísinda og sjúkraþjálfunar. Rannsóknastofa í endurhæfingar- og hreyfivísindum var stofnuð 1. september 2003.

Fréttir

Hlutverk stofunnar er:

  • að vera vísindaleg rannsóknastofa í hreyfivísindum og tengdum greinum
  • að veita kennurum í sjúkraþjálfun aðstöðu til rannsókna í hreyfivísindum og efla rannsóknir þeirra
  • að hafa umsjón með framhaldsnámi í deildinni í samvinnu við deildarforseta og námsbrautarstjóra
  • að veita nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsókna
  • að veita nemum þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að stunda rannsóknir
  • að skapa rannsóknaaðstöðu fyrir gestakennara, sérfræðinga og unga vísindamenn eftir því sem unnt er
  • að gangast fyrir ráðstefnum, námskeiðum, málstofum og hvers kyns annarri starfsemi á fræðasviðinu
  • að sinna þjónustuverkefnum á fræðasviði námsbrautarinnar
  • að veita aðstoð og þjónustu við bókaútgáfu, t.d. í samvinnu við Háskólaútgáfuna
  • að hafa samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir og rannsóknastofur í heilbrigðisvísindum eða skyldum greinum.

Aðilar

Aðild að Rannsóknastofu í endurhæfingar- og hreyfivísindum eiga: prófessorar, dósentar, lektorar (þ.m.t. erlendir sendikennarar) við Námsbraut í sjúkraþjálfun við Læknadeild. Einnig aðrir sem stjórn veitir starfsaðstöðu, svo sem gestakennarar, sérfræðingar, nýdoktorar og framhaldsnemar.

Allir þeir sem aðild eiga að stofunni taka þátt í hugmyndavinnu um starfsemina og akademíska stefnumörkun með stjórn og forstöðumanni. Að auki geta aðrir fræðimenn, innan eða utan Háskólans, tengst rannsóknastofunni. Slík tengsl við stofuna fela ekki í sér sjálfkrafa aðild að henni.