Skip to main content

Fundargerð háskólaþings 21. maí 2015

14. háskólaþing Háskóla Íslands haldið 21. maí 2015 í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu

Fundartími: Kl. 13.00-16.00

Dagskrá

  • Kl. 13.00 – 13.05    Rektor setur háskólaþing, fer yfir dagskrá og tímaáætlun og gerir grein fyrir fundargögnum.
  • Kl. 13.05 – 13.40    Dagskrárliður 1. Háskóli Íslands – umfang og áherslur.
  • Kl. 13.40 – 14.25    Dagskrárliður 2. Hvernig getur Háskóli Íslands ræktað tengsl við núverandi og fyrrum nemendur og starfsmenn skólans, velunnara og velgjörðarmenn hans? Um hollvinastarf Háskóla Íslands.
  • Kl. 14.25 – 14.45    Kaffihlé.
  • Kl. 14.45 – 16.00    Dagskrárliður 3. Þverfræðileg samvinna innan Háskóla Íslands.
  • Kl. 16.00    Rektor slítur háskólaþingi.

Kl. 13.00-13.05: Fundarsetning

Rektor setti háskólaþing Háskóla Íslands og bauð þingfulltrúa velkomna til starfa. Háskólaþing er haldið í samræmi við lög um opinbera háskóla nr. 85/2008 sem tóku gildi 1. júlí 2008 og var þetta 14. háskólaþing Háskóla Íslands. Sérstaklega bauð rektor velkomna þá fulltrúa sem mættir voru í fyrsta sinn á þingið. Jafnframt gesti frá samstarfsstofnunum, þau Bryndísi Hrafnkelsdóttur, forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, Áslaugu Agnarsdóttur, fulltrúa Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Kristínu Jónsdóttur Njarðvík, forstöðumann Endurmenntunar Háskóla Íslands, Ólaf Baldursson, fulltrúa Landspítala, Sigurð Ingvarsson, forstöðumann Rannsóknastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, auk Arons Ólafssonar, formanns Stúdentaráðs.

Fundargerð síðasta háskólaþings var send fulltrúum fyrir þingið og bárust engar athugasemdir við hana. Þá gerði rektor grein fyrir tímaáætlun og gögnum fundarins og fól Magnúsi Diðriki Baldurssyni, skrifstofustjóra rektorsskrifstofu og gæðastjóra háskólans, að vera fundarritari.

Kl. 13.05-13.20 - Dagskrárliður 1: Háskóli Íslands – umfang og áherslur

Rektor gerði grein fyrir málinu.

Andlátsfregn

Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild, lést 22. apríl sl. á 70. aldursári.

Rektorskjör við Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2015-2020

Jón Atli Benediktsson, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild og aðstoðarrektor vísinda og kennslu, var kjörinn rektor Háskóla Íslands 20. apríl sl. með 54,8 % greiddra atkvæða. 86,4 % starfsmanna og 48,8% stúdenta tóku þátt í kosningunni. Rektorsskipti fara fram 30. júní nk.

Nokkrar tölulegar staðreyndir um Háskóla Íslands 2015

Stúdentar: 13.945

  • Grunnnám: 9.055
  • Meistaranám: 4.383
  • Doktorsnám: 507

Starfsfólk: 1.519 + 2.500 stundakennarar (1.437 FTE)

  • Prófessorar: 277 (29% konur)
  • Dósentar: 166 (41% konur)
  • Lektorar: 149 (57% konur)
  • Aðjunktar: 95 (74% konur)

Tekjur 2015: 17 milljarðar kr.

  • 2/3 ríkisframlag
  • 1/3 sértekjur

Fræðasvið: 5

  • Deildir: 25
  • Þverfræðilegar námsleiðir: 2

Rannsóknastofnanir og skipulag rannsóknastarfsemi
Skýrsla til umsagnar hjá fræðasviðum og stofnunum

  • Kortlagning á skipulagi og starfsemi rannsóknaeininga HÍ
  • 142 rannsóknarstofnanir og rannsóknastofur
    • 28 stofnanir sem tengjast fræðasviðum eða deildum
    • 104 stofur sem starfa innan vébanda rannsóknastofnana
    • 1 rannsóknastofnun & 8 rannsóknastofur heyra undir háskólaráð
  • Flókið skipulag, mismunandi hlutverk, fjölbreytt starfsemi:
    • Stoðþjónusta við rannsóknir fræðimanna, rannsóknir, þjónusta, kennsla og fræðsla, útgáfa, samstarfsaðilar við starfsvettvang, hagsmunaaðila og stjórnvöld
  • Tekjur 2013 hátt í 4 milljarðar. Ráðnir starfsmenn > 300

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á landsbyggðinni 2015

  • Suðurnes: Lífríki sjávar, eiturefnavistfræði. Áhrif mengandi efna á sjávarlífverur og grjótkrabba.
  • Snæfellsnes: Umhverfi og fuglalíf Breiðafjarðar, einkum æðarfugl o.fl. sjófuglar.
  • Vestfirðir: Lífríki sjávar, einkum þorskur. Fornleifafræði. Ferðamálafræði.
  • Norðurland vestra: Réttarsaga, munnleg saga, menningartengd ferðaþjónusta.
  • Húsavík: Hvalir, tjáskipti og atferli.  Áhrif hvalaskoðunar og veiða.
  • Austurland: Sambúð manns og hreindýra, saga dýrsins og sess í íslenskri náttúrusýn.
  • Höfn: Umhverfismál og náttúruvernd, einkum í tengslum við ferðaþjónustu og starfsemi á friðlýstum svæðum.  Rannsóknir í bókmenntum og listum.
  • Suðurland (Árborg og Gunnarsholt): Landnotkun, náttúra landsins og vaðfuglar.

Þverfræðilegar námsleiðir. Breidd skapar tækifæri til þverfræðilegs samstarfs

  • Lýðheilsuvísindi: Heilbrigðisvísinda-, Félagsvísinda-, Verkfræði- og náttúruvísinda -, Menntavísinda- og Hugvísindasvið
  • Umhverfis- og auðlindafræði: Félagsvísinda-, Verkfræði- og náttúruvísinda-, Menntavísinda-, Heilbrigðisvísinda- og Hugvísindasvið
  • Talmeinafræði: Heilbrigðisvísinda-, Menntavísinda- og Hugvísindasvið
  • Menntun framhaldsskólakennara: Menntavísinda-, Hugvísinda-, Verkfræði- og náttúruvísinda-, Félagsvísinda- og Heilbrigðisvísindasvið
  • Nýsköpun og viðskiptaþróun: Félagsvísinda- og Verkfræði- og náttúruvísindasvið
  • Í undirbúningi: Upplýsingatækni á heilbrigðissviði

Breidd skapar tækifæri til þverfræðilegs samstarfs. Fræðasvið, deildir, greinar, Rannsóknasetur HÍ á landsbyggðinni, samstarfsaðilar utan HÍ

  • Norðurslóðir: Umhverfis- og auðlindafræði, jarðfræði, landfræði, lögfræði, líffræði, vistfræði, stjórnun fiskveiða, stjórnmálafræði, félagsfræði, stjarneðlisfræði, hagfræði, lyfjafræði, lýðheilsa, kvikmyndafræði, bókmenntir, sagnfræði, o.fl. Brynhildur Davíðsdóttir
  • Endurnýjanleg orka: Verkfræði, jarðfræði, líffræði, hagfræði, umhverfis- og auðlindafræði, o.fl. Sigurður Magnús Garðarsson
  • Sjávarútvegur: Líffræði, matvælafræði, hagfræði, tölfræði, auðlindaréttur, hafréttur, næringarfræði, verkfræði, fjarkönnun, umhverfis- og auðlindafræði, kennaramenntun, lyfjafræði, fornleifafræði, sagnfræði, mannfræði, íþróttafræði, félagsfræði, o.fl. Daði Már Kristófersson
  • Lífvísindi: Sameindalíffræði, læknisfræði, líffræði, lyfjafræði, örverufræði, o.fl. Eiríkur Steingrímsson
  • Fjarkönnun: Rafmagns- og tölvuverkfræði, landfræði, jarðvísindi (eldfjallafræði, jöklafræði), sjávarlíffræði, landfræðileg upplýsingakerfi,  umhverfis- og byggingaverkfræði (landmæling), eðlisfræði, hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði, o.fl. Jón Atli Benediktsson
  • Miðaldafræði: Íslensk fræði,  bókmenntafræði, sagnfræði, guðfræði, þjóðfræði, o.fl. Haraldur Bernharðsson
  • Ferðamál: Ferðamálafræði, safnafræði, þjóðfræði, náttúruvísindi, hagfræði, viðskiptafræði, sagnfræði, kennaramenntun, íþróttafræði, bókmenntir, tungumál, o.fl. Rannveig Ólafsdóttir
  • Íþróttir og heilsa: Íþróttafræði, kennaramenntun, næringarfræði, sjúkraþjálfun, uppeldisfræði, sálfræði, lýðheilsa, íþróttabókmenntir, lyfjafræði, læknisfræði, o.fl. Erlingur S. Jóhannsson
  • Þróunarsamvinna: Mannfræði, hagfræði, stjórnmálafræði, kynja- og jafnréttisfræði, tungumál, bókmenntir, hjúkrunarfræði, læknisfræði, verkfræði, kennaramenntun, o.fl. Jónína Einarsdóttir
  • Tækni, hugvísindi og listir: Verkfræði, listfræði, bókmenntir, stærðfræði, eðlisfræði, heimspeki, ritlist, tungumál, hagnýt menningarmiðlun, o.fl. Hilmar Bragi Janusson og Ástráður Eysteinsson

Þekktar áskoranir

  • Fátækt
  • Umhverfis- og loftslagsmál
  • Átök milli menningarheima
  • Breytt samsetning þjóða – öldrun, fjölmenning, fjölbreytileiki
  • Þörf á endurnýjanlegum orkulindum
  • Tækniþróun – tækifæri og ógnir
  • Fæðuöryggi
  • Heilsufarsógnir
  • Skortur á hreinu vatni
  • Alþjóðavæðing - áhrif á tungumál og menningu

Breidd skapar tækifæri til þverfræðilegs samstarfs í nýsköpun
Sprotafyrirtæki HÍ:

  • Akthelia. Líf- og umhverfisvísindadeild og Læknadeild
  • Lífeind. Læknadeild og Raunvísindastofnun
  • Oculis. Lyfjafræðideild og Læknadeild
  • Oxymap. Læknadeild og Rafmagns- og tölvuverkfræðideild
  • Risk. Læknadeild, Lýðheilsufræði, Tölvunarfræðideild

Breidd skapar tækifæri til þverfræðilegs samstarfs við atvinnulíf. Vísindagarðar Háskóla Íslands - Miðstöð háskóla, atvinnulífs, nýsköpunar

  • Vísindagarðalóð markast af
    • Íslenskri erfðagreiningu í austur
    • Stúdentagörðum í vestur
  • Stúdentagarðar – teknir í notkun 2013
  • Lyfjaþróunarsetur Alvogen - 2016 (áætlaðar árlegar útflutningstekjur 65 ma.)
  • CCP – höfuðstöðvar á lóð Vísindagarða. Gengið frá samningum maí 2015

Húsnæðismál - fréttir af framkvæmdum

  • Hús íslenskra fræða
    • Verklok 2018?
  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum  
    • Áætluð verklok í október 2016
  • Heilbrigðisvísindasvið á lóð LSH
    • Frumhönnun lokið
    • Áætluð verklok 2021

Yfirlýsing frá ráðherrafundi í Yerevan um Bologna-samstarfið

  • Stefnumótunin mikilvægur liður í innleiðingu evrópska háskólasvæðisins (European Higher Education Area; EHEA)
  • Áhersla lögð á enn frekara samstarf ríkjanna í málefnum háskóla og ljúka innleiðingu ákvæða um EHEA fyrir 2020
  • Leiðir til að mæta langvarandi atvinnuleysi ungs fólks í aðildarríkjunum og auka þátttöku innflytjenda og annarra minnihlutahópa í háskólanámi
  • Áhersla lögð á að efla gæði kennslu, nýta tækni við innleiðingu nýrra kennsluhátta og auka þátttöku stúdenta í gæðastjórnun vegna kennslu
  • Hvatt er til jafnréttis, sjálfræðis og akademísks frelsis í starfsemi háskóla

Háskóli Íslands - sameiginlegar doktorsgráður

  • University of Copenhagen – Lögfræði
  • Norwegian University of Science and Technology – Jarðvísindi
  • University of Tromsö – Líffræði
  • University of Lund – Jarðvísindi, líf- og læknavísindi
  • University of Lapland – Félagsráðgjöf
  • Aalto University – Umhverfis- og byggingaverkfræði
  • Université de Paris-Sorbonne – Hugvísindi
  • Université Pierre et Marie Curie – Læknisfræði
  • Université Paul Sabatier, Toulouse III – Jarðvísindi
  • Université Blaise Pascal, Clermont-Ferrand – Jarðvísindi
  • Institut National Polytechnique – Rafmagns- og tölvuverkfræði
  • Université Lumière, Lyon – Heimspeki
  • La Sapienzia University of Rome – Tölfræði
  • University of Trento – Rafmagns- og tölvuverkfræði
  • University of Genoa – Rafmagns- og tölvuverkfræði
  • University of Bologna – Jarðeðlisfræði
  • Universidad de Extremadura – Rafmagns- og tölvuverkfræði
  • Universidad de Sevilla – Spænsk málvísindi
  • Humboldt-Universität, Berlín – Stjórnmálafræði
  • University of Freiburg – Sálfræði
  • University of Vienna – Lífvísindi
  • Université Libre de Bruxelles – Umhverfis- og auðlindafræði
  • University of St. Andrews – Efnafræði
  • University College, Dublin – Almenn bókmenntafræði
  • Warsaw University – Íslenskar bókmenntir
  • St. Petersburg State University – Verkfræði og náttúruvísindi
  • University of Washington, Seattle – Líf- og umhverfisvísindi
  • Oregon State University – Líffræði
  • University of Colorado-Boulder – Jarðvísindi
  • Johns Hopkins University, Baltimore – Efnafræði
  • Fudan University, Kína – Upplýsingatækni
  • Jilin University, Kína – Rafmagns- og tölvuverkfræði
  • Macquarie University, Sydney, Ástralíu – Landfræði

Rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á Íslandi (Quality Enhancement Framework for Icelandic Higher Education, QEF)

  • Innra mat á gæðum náms, kennslu og prófgráða
    • 25 deildir og 2 þverfræðilegar námsleiðir, 2011-2015
  • Innra og ytra mat á Háskóla Íslands, 2014-2015
  • Niðurstaða heildarmatsins: Gæðaráð ber traust (e. confidence) til Háskóla Íslands varðandi
    • gæði prófgráðanna sem háskólinn veitir
    • gæði kennslu, náms og námsumhverfis nemenda
  • Þetta er hæsta einkunn sem háskóla er veitt við fyrstu úttekt skv. núverandi kerfi
  • Í matsskýrslunni eru jafnframt fjölmargar ábendingar um einstaka þætti í starfsemi HÍ, bæði það sem vel er gert og það sem betur má fara
  • Ábendingarnar eru í meginatriðum í samræmi við niðurstöður sjálfsmatsskýrslu HÍ og aðgerðaráætlun háskólans í 75 liðum
  • Ráðstefna um niðurstöður matsins 8. júní nk. síðdegis

Þróun nýrra kennsluhátta innan HÍ - vel fylgst með þróun og áhrifum tækninýjunga í kennslu

  • Hvernig nýtum við best tækni við þróun nýrra kennsluhátta?
  • Hvernig mætum við breytingum á eðli námsgreina og nýjum kröfum?
  • Hvernig mætum við hæfileikum og þörfum nýrra kynslóða?

http://tutor-web.net

  • Kennslukerfi á netinu, opið öllum án endurgjalds
  • Notað við kennslu í tölfræði og stærðfræði við HÍ
  • Samstarf hafið við þrjá framhaldsskóla
  • Kennsla fyrir nemendur og starfsfólk HÍ í öllum greinum að bæta þekkingu í stærðfræði, m.a. vegna nýrra þarfa í viðkomandi grein
  • Kynning 26. maí kl. 9 : HT-101 á Háskólatorgi

Brautskráningar 2005-2014 - grunn-, meistara- og doktorsnám

 


Efling kennaramenntunar – aðgerðaáætlun

  • Skipulag og inntak námsins
  • Uppbygging nýs grunnskólakennaranáms og mótun nýrra námskeiða
  • Auknir valmöguleikar og sveigjanleiki í náminu. Meiri sérhæfing í MS námi

Áherslur:

  • Náttúruvísindi á nýrri öld (NaNo)
  • Læsi
  • Samfélagsmiðlar í námi og kennslu
  • Stærðfræðikennaramenntun
  • Þrjár nýjar námsleiðir haustið 2015:
    • Stærðfræðimenntun fyrir starfandi framhaldsskólakennara (60 ECTS diplómanám á MS stigi)
    • BS í hagnýttri stærðfræði
    • BS í stærðfræði og stærðfræðimenntun
  • Stuðningur við Stærðfræðitorgið, Dag stærðfræðinnar, stærðfræðikeppnir í grunn- og framhaldsskólum o.fl.
  • Kynningarátak (Háskóladagur, fjölmiðlar, heimsóknir í framhaldsskóla, Afreks- og hvatningasjóður HÍ o.fl.)
  • Efling menntarannsókna
  • Öflug tengsl við starfsvettvang
  • Símenntun

Nemendur í sumarnám erlendis

  • 11 nemendur til Columbia University í sumar – nýr samningur
  • 9 nemendur til Standford University
  • 2 til Caltech (SURF Program)
  • Heildarsamningur við University of California, Santa Barbara (UCSB) endurnýjaður (júlí)
  • Viðbótarsamningur við Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
    • 20 nemendur frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði geta tekið hluta af námi án þess að greiða skólagjöld
    • Nemendur í jarðvísindum við UCSB koma í sumarnám til HÍ
  • Viðbótarsamningar við Félagsvísindasvið og Hugvísindasvið í undirbúningi

Málefni stundakennara

  • Tillögur um bætt kjör stundakennara samþykktar í háskólaráði 10. apríl sl. Breytingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2015.
    • Taxtahækkun í samræmi við prófgráðu kennara
    • Álagsgreiðslur vegna aukinnar ábyrgðar á námskeiði
  • Í undirbúningi er könnun á starfsumhverfi stundakennara.
  • Tillögur um réttindamál stundakennara í vinnslu og verða sendar til umsagnar
  • Að þessari vinnu lokinni verður hafin vinna við að fara yfir málefni aðjunkta.

Árangur mældur með alþjóðlegum mælikvörðum. Dæmi: Heildarfjöldi greina í ISI-tímaritum Heildarfjöldi greina í ISI-tímaritum 2005-2013

Árangur mældur með alþjóðlegum mælikvörðum. Dæmi: Fjöldi birtinga í öndvegistímaritum

Fjöldi birtinga í öndvegistímaritum 2007-2013

Árangur mældur með alþjóðlegum mælikvörðum. Dæmi: Heildarfjöldi tilvitnana

Heildarfjöldi tilvitnana 2005-2014
 
Úthlutun doktorsstyrkja úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands og Rannsóknasjóði HÍ

  • 25 styrkjum úthlutað 20. maí

Norrænn samanburður

Starfsumhverfiskönnun 2014

Þegar á heildina er litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú í starfi þínu?

Frekar eða mjög ánægð(ur):

 
Finnur þú fyrir streitu í starfi þínu?

Oftast eða alltaf
 

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með hvernig staðið er að upplýsinga- og boðmiðlun innan Háskóla Íslands?

Þeir sem segja frekar eða mjög ánægð(ur)

Nýr vefur – www.hi.is - 2016

  • Stýrihópur um nýjan vef tekinn til starfa
  • Skoðanakönnun og viðtöl
  • Þarfagreining, hönnun og framkvæmd

Fjármögnun Háskóla Íslands til framtíðar

  • Hækkun ríkisframlags skv. samningi um Aldarafmælissjóð
  • Viðmið OECD og Norðurlönd
    • Nefnd skipuð af forsætisráðherra
    • Vinna hófst desember 2014
    • Niðurstöður væntanlegar í júní 2015
  • Ráðuneyti forsætis-, fjármála, mennta- og menningarmála-, Alþingi, Háskóli Íslands

Aukning sértekna

  • Sókn í samkeppnissjóði
  • Happdrætti Háskóla Íslands
  • Fjármögnun nýsköpunarverkefna
  • Hollvinastarf
  • Vísindagarðar
  • Aðrar leiðir til fjáröflunar

Velgjörðarmenn HÍ

  • Nýlegar úthlutanir úr styrktarsjóðum
  • 7 styrkjum úthlutað til vísindamanna og nemenda úr Watanabe styrktarsjóðnum
  • Úthlutað í fyrsta sinn úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til eflingar íslenskri tungu

Gjafir og styrkir til skólans

  • Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur styrkir tekjulágar konur til náms, m.a. við HÍ.
  • Styrktarfélagið Göngum saman hefur stutt grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini um 50 m.kr. á síðustu 8 árum

Gjöf Ingjaldar Hannibalssonar til Háskóla Íslands

  • Ingjaldur Hannibalsson eftirlét Háskóla Íslands allar eigur sínar.
  • Að hans beiðni skal stofnsetja við skólann sjóð sem hefur það hlutverk að styrkja efnilega íslenska námsmenn til framhaldsnáms erlendis í rekstrarstjórnun, alþjóðlegum viðskiptum eða tónlist.
  • Stofnun styrktarsjóðs (Ingjaldssjóðs) er í undirbúningi

Viðburðir framundan

  • EUA Third Global Strategic Forum on Doctoral Education 20.-22. maí
  • Kynningarfundur um Tutor-web 26. maí
  • Ráðstefna Gæðaráðs íslenskra háskóla um úttekt á HÍ 8. júní
  • Háskóli unga fólksins 10. júní
  • Heimsókn sendinefndar frá Tsinghua University 10.-11. júní
  • Opinn fundur í júní
  • Brautskráning  20. júní
  • Úthlutun úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við HÍ 23. júní
  • Rektorsskipti 30. júní
  • Háskólalestin. Þáttur um háskólalestina sýnd á RÚV 13. maí sl
  • Í dag kl. 18 hefst skráning í Háskóla unga fólksins www.ung.hi.is

Kl. 13.40-14.25 - Dagskrárliður 2
Hvernig getur Háskóli Íslands ræktað tengsl við núverandi og fyrrum nemendur og starfsmenn skólans, velunnara og velgjörðamenn hans? Um hollvinastarf Háskóla Íslands

Ásta Möller, verkefnisstjóri á skrifstofu rektors, gerði grein fyrir málinu.

Fjármögnun Háskóla Íslands til framtíðar

A. Hækkun ríkisframlags skv. samningi um Aldarafmælissjóð

  • Viðmið OECD og Norðurlönd
    • Nefnd skipuð af forsætisráðherra
    • Vinna hófst desember 2014
    • Niðurstöður júní 2015
  • Ráðuneyti forsætis-, fjármála, mennta- og menningarmála-, Alþingi, Háskóli Íslands

B. Aukning sértekna

  • Sókn í samkeppnissjóði
  • Happdrætti Háskóla Íslands
  • Fjármögnun nýsköpunarverkefna
  • Hollvinastarf
  • Vísindagarðar
  • Aðrar leiðir til fjáröflunar
  • Háskólaþing, fræðasvið, deildir og stofnanir, samfélag

Alþjóðleg þróun – fjármögnun háskóla

  • Auknar kröfur til háskóla um að finna nýjar leiðir til fjármögnunar þeirra
  • Mikil fjölgun nemenda, skert opinbert framlag, alþjóðleg fjármálakreppa, auknar áherslur á rannsóknir
  • Til að skara fram úr þurfa háskólar að auka tengsl við aðila utan skólans og leita fjármagns til rannsókna úr fleiri áttum, m.a. til góðgerðafélaga, einstaklinga og fyrirtækja
  • Góðgerðasjóðir, einstaklingar og fyrirtæki sem eru að leggja til fé eru að átta sig á að framlag þeirra til rannsókna innan háskóla getur skipt sköpum um framfarir á þeim sviðum sem þeir láta sig varða.

Áherslur ESB

  • ESB hefur sett fram stefnu um að Evrópa sem heild verði öflugasta þekkingarhagkerfi í heimi og mikilvægur þáttur þess er aukin fjárfesting í rannsóknum
  • Til að ná þessu markmiði hefur ESB sett fram sértæk markmið sem beinast að stjórnvöldum og einkaaðilum, auk þess sem sérstakri athygli hefur verið beint að uppsprettu fjármagns til rannsókna frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem láta fé af hendi rakna í góðgerðaskyni (sjá skýrslur EU Commission)
  • Hefð er fyrir því í Evrópu að gefa í góðgerðaskyni, en því hefur síður verið beint til menntunar og rannsókna sem skv. hefð er að mestu greitt af opinberu fé
  • Skýrslur EU commission:
    • Giving more for research in Europe: Strenghtening the Role of Philanthropy in the Financing of Research (2006)
    • Engaging Philanthropy for university research: Fundraising by universities from philanthropic sources: developing partnerships between universities and private donors (2008).
    • Giving in Evidence. Fundraising from philanthropy in European Universities, EU commission (2011)

Að afla velvildar til háskólans og auka sértekjur

  1. Uppbygging hollvinastarfs innan HÍ
  2. Gjafir til HÍ
  3. Happdrætti Háskóla Íslands
  4. Fjáröflun - leiðir til að auka sértekjur skólans

Hollvinastarf Háskóla Íslands

  • Úr stefnu Háskóla Íslands 2011-2016: „Styrkja tengsl við fyrrverandi nemendur. Efla hollvinastarf m.a. með stofnun hollvinafélaga og sérstökum hollvinavef.“
  • Hollvinasamtök HÍ voru stofnuð 1995 en lögðust af um 2003.
  • Hollvinir: Núverandi og fyrrverandi nemendur og starfsmenn HÍ og aðrir velunnarar skólans
  • Tilgangur: Viðhalda og treysta tengsl við hollvini með það að markmiði að festa í sessi velvilja, tryggð og samstöðu með háskólanum
  • Þarf að byggja á skilaboðum HÍ til samfélagsins um að skólinn sé alhliða rannsóknaháskóli í háum gæðaflokki sem starfi í alþjóðlegu umhverfi og hafi ríkar skyldur við íslenskt samfélag, menningu og tungu
  • Um 50 þúsund stúdentar hafa útskrifast frá stofnun HÍ

Hvers vegna hollvinastarf?

Ávinningur fyrir HÍ

  • Fá öfluga talsmenn sem leggja starfi skólans lið með ýmsum hætti
  • Mynda tengsl við aðila í atvinnulífi og stjórnsýslu sem getur m.a. nýst nemendum
  • Skiptir máli fyrir alþjóðlegt mat á skólanum (rating)

Ávinningur fyrir hollvini

  • Tilheyra áfram háskólasamfélaginu eftir brautskráningu eða starfslok og  fá tækifæri til að leggja skólanum lið
  • Aðgengi að upplýsingum um starf skólans og taka þátt í ýmsum viðburðum á hans vegum
  • Tilboð t.d. afslætti af námskeiðum, bókum eða tímaritum
  • Tengsl við fyrrum skólafélaga og hugsanlega aðgangur að eigin námsferilsupplýsingum

Framundan í uppbyggingu hollvinastarfs

  • Verkefnisstjóri hollvinastarfs sem hefur yfirumsjón með starfinu og veitir deildum ráðgjöf og stuðning við uppbyggingu þess
  • Setja upp vefkerfi sem heldur utan um hollvinastarf
  • Stofna hollvinafélög í deildum og setja upp hollvinavefsíður deilda
  • Starfsmaður sem hefur ábyrgð á hollvinastarfi í deild sem hluta af sínum starfsskyldum
  • Samstarf við fagfélög þar sem það á við
  • Stofna ráðgjafanefnd um hollvinastarf

Gjafir til Háskóla Íslands

  • Vekja athygli á gjöfum sem hafa borist HÍ gegnum tíðina og sýna velgjörðamönnum og velunnurum þakklæti og virðingu fyrir sýndan hlýhug og velvilja til skólans
  • Velgjörðamenn Háskóla Íslands – Gluggi á forsíðu vefs HÍ  www.hi.is
  • Efling og samræming á styrktarsjóðum. Gera styrktarsjóði sýnilegri og aðgengilegri á vefsíðum og í kynningarefni háskólans. Skoða skattalega meðferð gjafa til háskólans

Happdrætti Háskóla Íslands

  • Auka sýnileika á framlagi Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) til eflingar starfsemi HÍ
  • HHÍ leggur árlega HÍ til 800 m.kr. til byggingaframkvæmda og tækjakaupa – hefur fjármagnað 22 byggingar skólans frá 1933
  • Auk þess renna 150 m.kr. árlega til Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís
  • Samnýta sameiginlegt afl HÍ og HHÍ til fjáröflunar í þágu skólans

Fjáröflun – leiðir til að auka sértekjur

  • Úr stefnu Háskóla Íslands 2006-2011: „Aukinn stuðningur við metnaðarfullt rannsóknastarf og hagnýtingu þekkingar.“
  • Erlendir háskólar hafa í auknum mæli staðið fyrir sérstöku fjáröflunarátaki sem beinist að einstaklingum, fyrirtækjum, innlendum og erlendum góðgerðasjóðum t.d. til einstakra verkefna innan skólans ekki síst til  rannsókna
  • Fjáröflun með þessum hætti getur einnig vakið athygli á gildi rannsókna í þágu almennings

Dæmi um árangursríka fjáröflun háskóla til að styrkja rannsóknastarf

  • Karolinska Institutet 2008-2010: Fjáröflun beint að fjársterkum einstaklingum og góðgerðasjóðum. Öfluðu alls 1 milljarðs sænskra króna (um 16 milljarðar íslenskra króna)til eflingar rannsókna og aðstöðu innan skólans
  • Helsinki Universitet 2014-2017: Fjáröflun hófst haustið 2014 í tilefni af 375 ára afmæli háskólans og var beint jafnt til einstaklinga, félaga, fyrirtækja og sjóða. Stefna að því að afla 25 milljóna evra fyrir mitt ár 2017

Rektor þakkaði Ástu fyrir framsöguna og gaf orðið laust. Enginn tók til máls. Þá bar rektor upp svohljóðandi tillögu að bókun:

„Háskólaþing hvetur til þess að unnið verði áfram skipulega að því að rækta tengsl við núverandi og fyrrverandi nemendur og starfsmenn skólans, velunnara og velgjörðarmenn hans. Í því efni er tekið undir þær áherslur sem kynntar voru á þinginu um eflingu hollvinastarfs með það að markmiði að festa í sessi velvilja og tryggð við Háskóla Íslands og sýna velgjörðarmönnum og gefendum þakklæti og virðingu. Þá verði sífellt leitað nýrra leiða til að styrkja fjárhag háskólans og efla enn frekar starfsemi hans.“

Samþykkt einróma.

Kl. 14.25-14.45 - Kaffihlé

Kl. 14.45-16.00 - Dagskrárliður 3
Þverfræðileg samvinna innan Háskóla Íslands

Fyrst gerði Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, grein fyrir átaksverkefni í málefnum norðurslóða.

Átaksverkefni í málefnum norðurslóða. The University of Iceland Arctic Initiative - arctic.hi.is

Af hverju?

  • Ísland er eitt af átta ríkjum sem teljast til Norðurslóðaríkja, en vegna loftslagsbreytinga hefur áhersla á málefni Norðurslóða aukist verulega.
  • Háskóli Íslands ekki mjög sýnilegur í umræðu um Norðurslóðir – þrátt fyrir að við skólann séu stundaðar gríðarlega fjölbreyttar rannsóknir tengdar Norðurslóðum – dreifðar útum öll fræðasvið.
  • Óskilvirkt samband við aðrar stofnanir innanlands og utan svo sem Norðurslóðanetið og UArctic.
  • Þátttaka í Arctic Circle, Climate Research Foundation

Hafa í huga

  • Er ekki stofnun, né námsbraut heldur átaksverkefni sem mun standa til loka árs 2016

Markmið

  • Auka sýnileika Háskóla Íslands í málefnum Norðurslóða bæði innávið sem og útávið með því að:
    • Efla og samþætta rannsóknir á málefnum Norðurslóða innan Háskóla Íslands og auka sýnileika þeirra.
    • Efla og samþætta kennslu í málefnum Norðurslóða innan Háskóla Íslands sem og sýnileika.
    • Treysta tengsl og samstarf HÍ við aðra aðila innan lands og utan um málefni Norðurslóða og gera tillögur um áherslusvið.
  • Átaksverkefnið heyrir undir rektor HÍ sem ber ábyrgð á því í samvinnu við forseta Félagsvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Verkþættir

Horft inn á við fyrst hjá Háskóla Íslands:

  • Kortlagning rannsókna á málefnum Norðurslóða innan Háskóla Íslands.
  • Kortlagning kennslu í málefnum Norðurslóða innan Háskóla Íslands.
  • Tengsl við öll fræðasvið Háskóla Íslands (tengiliðir átaksins á öllum fræðasviðum – vantar í dag enn við Menntavísindasvið og Heilbrigðisvísindasvið
  • Stuðla að vinnustofum og ráðstefnum í málefnum Norðurslóða innan Háskóla Íslands – Transarctic Agenda, Arctic Circle, fjölmargir viðburðir á vegum CAPS
  • Stofnun ráðgjafahóps –  hefur orðið að samráðshóp þar sem upplýsingum er miðlað.
  • Uppsetning heimasíðu á íslensku og ensku (www.arctic.hi.is) og netfang arctic@hi.is.
  • Kortlagning tengsla og samstarfs HÍ við aðra aðila innan lands og utan um málefni Norðurslóða.
  • T.d. Norðurslóðanetið, Samstarfsnefnd um Norðurslóðamál, Arctic Circle Assembly, The University of the Arctic og RANNIS.

Þverfræðileiki – tækifæri

  • Gríðarleg tækifæri fólgin í þverfræðilegri samvinnu bæði í rannsóknum og kennslu:
    • Þverfræðileiki (interdisciplinarity) og jafnvel transdisciplinarity er krafa í dag bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu.
    • Miklir styrkjamöguleikar Nordforsk, Horizon 2020, Fulbright etc.  Alls staðar kallað á þverfræðilega samvinnu.
    • T.d. Umsóknir um Öndvegissetur Nordforsk.
    • Eigum sterkar einingar, en erum enn sterkari saman.
    • Ásókn nemenda mikil í þverfræðilegt nám – mikil tækifæri fólgin í uppbyggingu námskeiða og námsleiða.
    • T.d. uppbygging West-Nordic Studies.

Þverfræðileiki – áskoranir

  • Styrkjakerfi innanlands langt á eftir því sem tíðkast erlendis
  • Innan HÍ eru enn hindranir þverfræðilegum námsbrautum:
    • Passa illa inn í skipulag skólans – gerir ekki ráð fyrir þverfræðilegu samstarfi (,,ígildi deilda”).
    • Ekki hefð fyrir akademískum stöðum innan tveggja deilda.
    • Mikill munur á milli deilda og á milli og innan sviða. Kröfur til framhaldsnema ólíkar (álag, ritgerðir, varnir, einkunnir).
    • Tekjur og kostnaður ólíkur milli sviða (t.d. greiðslur per þreytta einingu).
  • Deililíkan HÍ nokkur hindrun þverfræðilegs samstarfs
    • Samkeppni um nemendur vegna þreyttra eininga.
    • Greiðslur mótframlaga.

Að lokum

  • Gríðarleg tækifæri fólgin í þverfræðilegu samstarfi í rannsóknum og kennslu
  • Vel hægt að láta slíkt samstarf ganga upp – en það gerist aðeins með góðum vilja yfirmanna í núverandi fyrirkomulagi:
    • Auðvelt að koma í veg fyrir samstarf innan kerfisins ef vilji er til þess.
  • Nauðsynlegt að endurskoða skipulag Háskólans þannig að gert sé ráð fyrir þverfræðilegum einingum.

Þá greindi Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið, frá þverfræðilegu samstarfi á sviði lífvísinda.

Lífvísindi við HÍ

  • Mikilvæg saga
  • Læknadeild:
    • brautryðjendur í erfðafræði og sameindalíffræði sjúkdóma
  • Líffræðiskor/Keldur
    • brautryðjendur í sameindalíffræði
  • Mikil áhrif á samfélagið
    • Fjöldi fyrirtækja í geiranum
    • Efling heilbrigðisþjónustu
    • Dreifð starfsemi við HÍ
  • Á tímabili fór starfsemin fram á 11 stöðum

Forsaga Lífvísindaseturs

  • Starfshópur rektors skipaður í janúar 2003 undir stjórn Þórðar Harðarsonar
    • Skilaði skýrslu í apríl 2003
    • Niðurstaða: „leita skuli allra leiða til að sameina rannsóknir og kennslu í lífvísindum svo sem unnt er á einn stað í lífvísindasetri“
  • 2008: Hófum að nota nafnið Lífvísindasetur Læknagarðs til að auka sýnileika og efla starfsemina
  • Starfsemin óx hægt en örugglega
  • Bættum við hópum utan Læknagarðs
  • VON, LSH, Keldur, Örtæknikjarni, Kerfislíffræði
  • 30. nóv. 2011 var svo Lífvísindasetur HÍ formlega stofnað
  • Reglur: http://www.hi.is/adalvefur/reglur_nr_1145_2011
  • Yfir 50 hópstjórar
  • ~100 nemendur, nýdoktorar og starfsmenn
  • Aukið samstarf
  • Samstarf hópstjóra um verkefni, tækjakaup og annað
  • Samskipti nemenda

Lífvísindasetur HÍ

  • Lífvísindasetur HÍ (BioMedical Center) er formlegt samstarf þeirra rannsóknahópa við HÍ og tengdar stofnanir sem stunda rannsóknir á sviði lífvísinda.
    • HÍ (HVS, VON), Keldur, Landspítali, LBHÍ, HR, HA
  • Rannsóknahópar þessir stunda rannsóknir á ýmsum sviðum lífvísinda
    • sameindalíffræði krabbameins
    • starfsemi og sérhæfingu stofnfruma
    • taugalíffræði
    • örverufræði
    • stjórnun genatjáningar
    • erfðalækninga
    • næringar- og matvælafræði
    • auk ýmissa sviða lífeðlisfræðinnar.
  • Sameiginlegar aðferðir/tækni/aðstaða
  • Rannsóknanám
  • Viljum fá sem flesta til að taka þátt í Lífvísindasetri

Ávinningur af BMC

  • Aukin samvinna rannsóknahópa
  • Aukin samskipti nemenda og kennara
  • Aukin samnýting tækja og aðstöðu
  • Aukinn sýnileiki
  • Hagræðing í rekstri
  • Öflugra vísindastarf
  • Reglulegir gestafyrirlestrar
  • Umhverfi þar sem eftirsóknarvert er að starfa

Uppbygging aðstöðu og tækni

  • Confocal smásjá (lagsjá)
    • Sameiginleg umsókn í Innviðasjóð
    • 15 hópstjórar stóðu að umsókninni
    • Veglegt mótframlag frá Háskóla Íslands
    • Olympus FluoView 1200 með live cell imaging
    • Umsjón: Sævar Ingþórsson
  • Rafeindasmásjá
    • Sameiginleg umsókn í Innviðasjóð
    • 17 hópstjórar stóðu að umsókninni
    • JEOL JEM-1400 Plus
    • Umsjón: Jóhann Arnfinnsson

Kjarnatækni

  • CRISPR/cas9 tækni
    • Gerir mögulegt að breyta erfðaefni fruma/lífvera að vild
    • Fer sigurför um heiminn
    • Umsjón: Tobias Richter
  • Zebrafiskar sem módel í lífvísindum
    • Samstarf við rannsóknastofu Karls Ægis Karlssonar við HR
    • Umsjón: Valerie Meier

Lífvísindasetur og framhaldsnámið

  • Doktorsnámið skipulagt í samstarfi við líffræðideild, Keldur og LSH
    • GPMLS
  • Sameiginleg námskeið
    • Erum að skipuleggja 2 ný námskeið    
      • Tilraunadýr (FELASA)
      • PhD career
  • Sameiginlegar fyrirlestraraðir
  • Árleg spekigleði (retreat)
  • Aukinn sýnileiki og samstarf

Fjármögnun

  • Rannsóknastarfsemi
    • Verkefni fjármögnuð af styrkjum til hópstjóra
    • Um 70 m.kr. í nýja styrki 2014
    • Um 200 m.kr. í nýja styrki 2015
  • Tækjakaup eru öll fyrir fé úr samkeppnissjóðum
    • Sameiginleg umsókn í nafni Lífvísindaseturs
    • Einstaklingar og hópar sækja líka um
    • Mótframlög frá Tækjasjóði HÍ
  • Rekstrarstjóri
  • Uppbygging tækni
  • Framlög frá fyrirtækjum

Frekari upplýsingar

Síðastur tók til máls Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs, og gerði grein fyrir frá þverfræðilegu samstarfi um sjávarútvegsmál og starfi nefndar um leiðir til að efla þverfræðilega samvinnu á sviði kennslu og rannsókna innan Háskóla Íslands

Einstök fagleg breidd tengd sjávarútvegi

  • Matvælafræði
  • Fiskifræði
  • Hagfræði
  • Iðnaðarverkfræði
  • Haffræði
  • Lögfræði
  • Vélaverkfræði
  • Lyfjafræði
  • Tölfræði
  • Viðskiptafræði
  • Sagnfræði
  • Markaðsfræði
  • Mannfræði
  • Stærðfræði
  • Næringarfræði
  • Stjórnmálafræði
  • Íþróttafræði
  • Lýðheilsa
  • Félagsfræði
  • Vistfræði…

Rannsóknarverkefni

  • Mjög umfangsmikil starfsemi
  • Dæmi: Nokkur Evrópuverkefni frá 2005:
    • Success
    • Primefish
    • MariFrame
    • FishACE
    • DeepFishMan
    • EcoFishMan
    • BENEFISH
    • COFASP
    • COOP-SME
    • CODLIGHT-TECH
    • FISHSCAPE
    • GENIMPACT
    • MILLENNIUM
    • SOCIOEC
    • CEDER
    • ICE2SEA
    • CEVIS
    • CoastAdapt
    • SEAMAN
    • MBEO
    • GENIMPACT
    • MARSAFENET
    • EU4SEAS
    • SHEEL
    • INTIMATE
    • METACOD
    • COBECOS
  • Fjöldi annarra verkefna, bæði innlendra og erlendra
  • Víðtækt samstarf á sviði sjávarútvegsrannsókna á milli HÍ og atvinnulífs og annarra stofnana

Mikið fræðilegt gildi

 
Framlag fræðigreina (meðaltal 2000-2013)
 

Rektor þakkaði framsögumönnum fyrir kynningarnar og bar að því búnu upp svohljóðandi tillögu að bókun:

Mikil áhrif á verðmæti hráefnis og verðmætasköpun

Dæmi: Makríll
 

 

Tillögur starfshóps um þverfræðilega samvinnu á sviði kennslu og rannsókna innan HÍ

  • Starfshópur um þverfræðilega samvinnu skipaður af Háskólaráði 6. mars 2014
  • Hópinn skipa:
    • Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs
    • Ebba Þóra Hvannberg, prófessor og fulltrúi í háskólaráði
    • Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóra fjármála og reksturs
    • Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs
    • Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu og gæðastjóri.
  • Staða vinnunnar kynnt í háskólaráði 5. júní 2014

Helstu hindranir fyrir þverfræðilegri samvinnu innan Háskóla Íslands

  • Hindranir fyrir samvinnu um kennslu
    • Deililíkan Háskóla Íslands og hvatar sem vinna gegn samkennslu
    • Árekstrar í stundaskrá draga úr áhuga nemenda á að sækja námskeið í öðrum deildum
    • Munur á uppgjöri fyrir kennslu milli deilda og háir millifærslutaxtar torvelda samvinnu um kennslu
  • Hindranir fyrir samvinnu í rannsóknum
    • Skipting mótframlaga samkvæmt deililíkani HÍ
    • Skortur á vettvangi fyrir þverfræðileg tengsl

Samkeppni um nemendur
 

Almennar aðgerðir til að fræða um ávinning og hvetja til þverfræðilegrar samvinnu

  • Nefndin leggur áherslu á jákvæða hvata sem örva þverfræðilega samvinnu fremur en neikvæða hvata til að þvinga til slíkrar samvinnu
    • Fjölga með sameiginlegum störfum sem fela í sér vinnuskyldur við fleiri en eina deild
    • Gera ávinning þverfræðilegrar samvinnu betur sýnilegan, t.d. með málþingum og ráðstefnum
    • Veita hvatningarverðlaun fyrir vel heppnaða þverfræðilega samvinnu

Aðgerðir til að auka rannsóknarsamvinnu

  • Skilgreina skiptingu mótframlaga milli deilda við upphaf rannsóknarverkefna
  • Koma á sérstökum sjóði eða deild í Rannsóknasjóði HÍ sem veitir styrki til verkefna sem eru þverfræðileg
  • Skilgreina sérstök áherslusvið þverfræðilegra rannsókna og styrkja þau til samvinnu

Aðgerðir til að auka kennslusamvinnu

  • Kanna kosti og galla þess að HÍ taki upp lotukennslu með 4 anna fyrirkomulagi
    • Einfaldar stundaskrár og fækkar árekstrum
    • Dreifir vinnuálagi nemenda, kennara og stjórnsýslu
    • Eykur sveigjanleika gagnvart nemendum
    • Frímisseri auðvelda rannsóknir
    • Styttri misseri auðvelda gestakennslu
    • EN: meiriháttar aðgerð sem tekur langan tíma og þarf að undirbúa vel
    • Hefur faglegar afleiðingar sem huga þarf að
  • Breytingar á deililíkani
    • Útskriftarpremíur í grunnnámi
    • Deililíkan námskeiða fremur en faga
    • Afturhvarf til kassa…
  • Verðlauna sérstaklega kennslusamvinnu, t.d. með því að hrinda í framkvæmd tillögum fyrri samkennslunefnda um samkennsluhvata
  • Lækka millideildartaxta í því skyni að örva kennaraskipti
  • Samræma uppgjör kennslu milli deilda skólans
  • Samræma gæðaferla, s.s. varðandi mat á vinnuálagi, námseiningum og námsmat, til að auðvelda nemendum að sækja námskeið í öðrum deildum og fræðasviðum

Næstu skref

  • Sumar tillögur þegar komnar til framkvæmda
    • Áhersluhópar, sameiginlegar stöður, þverfræðileg kennslusamvinna…
  • Aðrar krefjast umræðu
    • Deildaskipting rannsóknasjóðs, samkennsluhvatar…
    • Samræming kennsluuppgjörs
    • Deililíkansbreytingar
    • Breytingar á kennslufyrirkomulagi í 4 misseri
  • Hugsanlega skynsamlegt að verja Háskólaþingi á haustmánuðum í slíka umræðu – hugsanlega með sama fyrirkomulagi og vegna sjálfsmatsskýrslu HÍ

Rektor þakkaði þeim Brynhildi, Eiríki og Daða Má fyrir framsöguna og gaf orðið laust. Enginn tók til máls. Þá bar rektor upp svohljóðandi tillögu að bókun:

„Háskólaþing telur mikilvægt að nýta með skipulegum hætti breidd og styrk Háskóla Íslands með því að stuðla markvisst að auknu samstarfi fræðasviða, deilda, Rannsóknasetra og greina í kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Í þessu felst m.a. að uppræta fjárhagslegar og formlegar hindranir og greiða fyrir því að fjölbreytileg þverfræðileg samvinna vaxi og dafni. Nú þegar hefur verið aflað reynslu af farsælu og frjóu samstarfi sem skilað hefur miklum ávinningi, s.s. á vettvangi lýðheilsuvísinda, umhverfis- og auðlindafræði, menntunar framhaldsskólakennara og þjálfunar nemenda í nýsköpun. Unnið er að hliðstæðri samhæfingu í rannsóknum, m.a. á sviði endurnýjanlegrar orku, málefna norðurslóða, fjarkönnunar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu, miðaldafræða, heilbrigðismála, lífvísinda, íþrótta og heilsu, þróunarsamvinnu, jafnréttismála og tækni-hugvísinda-lista.”

Samþykkt einróma.

Að endingu þakkaði rektor fulltrúum á háskólaþingi fyrir góðar og málefnalegar umræður, sleit þinginu og bauð fundarmönnum að þiggja hressingu í Bókastofu Aðalbyggingar.

Útsend gögn og gögn sem lögð voru fram á 13. háskólaþingi 4. nóvember 2014:

  1. Dagskrá og tímaáætlun 14. háskólaþings 21. maí 2015.
  2. Listi yfir fulltrúa á háskólaþingi.
  3. Fundargerð 13. háskólaþings 4. nóvember 2014.