Skip to main content

Fundargerð 13. háskólaþings 4. nóvember 2014

13. háskólaþing Háskóla Íslands haldið 4. nóvember 2014 í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu

Fundartími: Kl. 13.00-17.00

Dagskrá
Kl. 13.00 – 13.05    Rektor setur háskólaþing, fer yfir dagskrá og tímaáætlun og gerir grein fyrir fundargögnum.
Kl. 13.05 – 13.20    Dagskrárliður 1. Drög að sjálfsmatsskýrslu Háskóla Íslands skv. áætlun Gæðaráðs háskóla.
Kl. 14.50 – 15.10    Kaffihlé.
Kl. 15.10 – 17.00    Dagskrárliður 1 (frh.).
Kl. 17.00    Rektor slítur háskólaþingi.

Kl. 13.00-13.05
Fundarsetning

Rektor setti háskólaþing Háskóla Íslands og bauð þingfulltrúa velkomna til starfa. Háskólaþing er haldið í samræmi við lög um opinbera háskóla nr. 85/2008 sem tóku gildi 1. júlí 2008 og var þetta 13. háskólaþing Háskóla Íslands. Sérstaklega bauð rektor velkomna þá fulltrúa sem mættir voru í fyrsta sinn á þingið. Jafnframt gesti frá samstarfsstofnunum, þau Bryndísi Hrafnkelsdóttur, forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, Gísla Sigurðsson, fulltrúa Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur, landsbókavörð, Ísak Einar Rúnarsson, formann Stúdentaráðs, Kristínu Jónsdóttur Njarðvík, forstöðumann Endurmenntunar Háskóla Íslands, Ólaf Baldursson, fulltrúa Landspítala og Sigurð Ingvarsson, forstöðumann Rannsóknastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Fundargerð síðasta háskólaþings var send fulltrúum fyrir þingið og bárust engar athugasemdir við hana. Þá gerði rektor grein fyrir tímaáætlun og gögnum fundarins og fól Magnúsi Diðriki Baldurssyni, skrifstofustjóra rektorsskrifstofu og gæðastjóra háskólans, að vera fundarritari.

Kl. 13.05-13.20
Dagskrárliður 1
Drög að sjálfsmatsskýrslu Háskóla Íslands skv. áætlun Gæðaráðs háskóla

Magnús Diðrik Baldursson gerði grein fyrir málinu.

Rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á Íslandi (Quality Enhancement Framework for Icelandic Higher Education, QEF)
•    Fyrsta fimm ára lota 2011-2015
•    Tveir meginþættir rammaáætlunarinnar:
a)    Innra mat á gæðastjórnun náms, kennslu og prófgráða við allar faglegar einingar íslenskra háskóla (e. Institution-led review at the subject level)
- Við HÍ verða metnar 25 deildir og 2 þverfræðilegar námsleiðir
b)    Innra og ytra mat á heilum háskólastofnunum (e. Quality Board-led institutional review)
- HÍ metinn veturinn 2014-2015

Sjálfsmat deilda – yfirlit
2011-2012
•    Íslensku- og menningardeild (Hugvísindasvið) – lokið
•    Jarðvísindadeild (Verkfræði- og náttúruvísindasvið) – lokið
•    Lýðheilsuvísindi (Þverfræðileg námsleið) – lokið
•    Stjórnmálafræðideild (Félagsvísindasvið) – lokið
•    Umhverfis- og auðlindafræði (þverfræðileg námsleið) – lokið

2012-2013
•    Deild erlendra tungumála, bókm. og málvísinda (Hugvísindasvið) – lokið
•    Félags- og mannvísindadeild (Félagsvísindasvið) – lokið
•    Hagfræðideild (Félagsvísindasvið) – lokið
•    Iðnaðarverkfr.-, vélaverkfr.- og tölvunarfr.deild (Verkfr.- og nátt.vís.svið) – á lokastigi
•    Matvæla- og næringarfræðideild (Heilbrigðisvísindasvið) – lokið
•    Sálfræðideild (Heilbrigðisvísindasvið) – lokið
•    Umhverfis- og byggingarverkfræðideild (Verkfr.- og nátt.vís.svið) – lokið
•    Uppeldis- og menntunarfræðideild (Menntavísindasvið) – lokið
•    Viðskiptafræðideild (Félagsvísindasvið) – lokið

2013-2014
•    Félagsráðgjafardeild (Félagsvísindasvið) – lokið
•    Íþrótta- tómstunda- og þroskaþjálfadeild (Menntavísindasvið) – lokið
•    Lyfjafræðideild (Heilbrigðisvísindasvið) – á lokastigi
•    Raunvísindadeild (Verkfræði- og náttúruvísindasvið) – lokið
•    Sagnfræði- og heimspekideild (Hugvísindasvið) – lokið

2014-2015
•    Guðfræði- og trúarbragðafræðideild (Hugvísindasvið) – í vinnslu
•    Hjúkrunarfræðideild (Heilbrigðisvísindasvið) – í vinnslu
•    Kennaradeild (Menntavísindasvið) – í vinnslu
•    Lagadeild (Félagsvísindasvið) – í vinnslu
•    Líf- og umhverfisvísindadeild (Verkfr.- og nátt.vís.svið) – í vinnslu
•    Læknadeild (Heilbrigðisvísindasvið) – í vinnslu
•    Rafmagns- og tölvuverkfræðideild (Verkfræði- og náttúruvísindasvið) – í vinnslu
•    Tannlæknadeild (Heilbrigðisvísindasvið) – í vinnslu

Sjálfsmat Háskóla Íslands – ‘Reflective Analysis’
•    Viðfangsefni: Hvernig tryggir og eflir HÍ með skipulegum hætti gæði náms, námsumhverfis, kennslu og prófgráða sem hann veitir?
•    Áherslur m.a.:
-    Sjónarmið stúdenta
-    Heiðarlegt og sjálfsgagnrýnið mat sem dregur fram styrkleika og veikleika – áskoranir og tækifæri
-    Allar staðhæfingar skulu studdar rökum og gögnum
-    Innlent og alþjóðlegt sjónarhorn
-    Jafnvægi á milli lýsingar, mats og aðgerða
•    Matið byggir á margvíslegum gögnum, s.s.
-    sjálfsmatsskýrslum deilda
-    fyrri úttektum
-    lögum, reglum, verklagsreglum, öðrum gæðaskjölum
-    alþjóðlegum viðmiðunum
-    tölulegum gögnum
-    viðtölum
-    könnunum

Sjálfsmatshópur Háskóla Íslands
•    Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu og formaður gæðanefndar háskólaráðs, formaður
•    Guðrún Geirsdóttir, dósent og forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HÍ
•    Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs
•    Hanna Ragnarsdóttir, prófessor
•    Helga Ögmundsdóttir, prófessor og fulltrúi í gæðanefnd háskólaráðs
•    Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs
•    Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu og gæðastjóri
•    Magnús Lyngdal Magnússon, skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms
•    Róbert H. Haraldsson, prófessor og fv. form. kennslumálanefndar háskólaráðs
•    Sigurður J. Grétarsson, prófessor og fv. form. kennslumálanefndar háskólaráðs
•    Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslusviðs

Fyrirliggjandi drög að sjálfsmatsskýrslu
•    Kaflaskipting er skv. uppleggi í Handbók Gæðaráðs háskóla:
-    Kafli 1: ‘About UI’
-    Kafli 2: ‘Safeguarding Standards’
-    Kafli 3: ‘The Student Learning Experience’
-    Kafli 4: ‘Research and Innovation’
-    Kafli 5: ‘Managing Enhancement’
-    Kafli 6: ‘The Case Study: Doctoral Education and the Graduate School’

Háskólaþing
•    Fyrir þinginu liggja drög að sjálfsmatsskýrslu HÍ sem verða rædd í vinnuhópum
•    Skýrslunni er ætlað að endurspegla sameiginlega sýn stjórnenda, nemenda, kennara og annarra starfsmanna
•    Háskólaþing er fulltrúasamkoma háskólasamfélagsins – öllum gefst tækifæri á að koma á framfæri sjónarmiðum og ábendingum
•    Hóparnir hugi sérstaklega að tillögum um úrbætur (‘measures’) – bæði þeim sem nú þegar eru í skýrsludrögunum og öðrum sem ekki eru í drögunum en eiga þangað erindi

Skipulag vinnunnar
•    Tímaáætlun:
Kl. 13.20-14.50: Vinnuhóparnir fjalla um einstaka kafla skýrsludraganna (á Háskólatorgi og í Stapa)
Kl. 14.50-15.10: Kaffihlé (hópar 1-3 á ,Litla-Torgi’, hópar 4-6 í anddyri Stapa)
Kl. 15.10-16.15: Vinnuhóparnir fjalla um skýrsludrögin í heild
Kl. 16.15-17.00:  Samantekt og næstu skref (í Hátíðasal)
Kl. 17.00: Léttar veitingar (í anddyri Aðalbyggingar)
•    Staðir:
Hópur 1: Háskólatorg HT-300 (efri hæð)
Hópur 2: Háskólatorg HT-303 (efri hæð)
Hópur 3: Háskólatorg HT-207 (neðri hæð)
Hópur 4: Stapi 217 (efri hæð)
Hópur 5: Stapi 210 (efri hæð)
Hópur 6: Stapi 216 (efri hæð)

Næstu skref
•    5.-11. nóv. 2014: Gengið frá lokadrögum með hliðsjón af ábendingum fulltrúa á háskólaþingi og annarra yfirlesara
•    13. nóv. 2014: Endanleg skýrsla staðfest af háskólaráði
•    17. nóv. 2014: Sjálfsmatsskýrslu skilað til Gæðaráðs háskóla
•    14.-16. jan. 2015: Heimsókn ytri matshóps
•    Lok jan. 2015: Háskólanum tilkynnt um helstu niðurstöður matsins (‘Headline Letter’)
•    Apríl 2015: Lokaskýrslu ytri matshóps skilað
•    Júní 2015: Ráðstefna í HÍ um niðurstöður matsins

Skipan ytri matshóps
1.    Norman Sharp, formaður Gæðaráðs háskóla, formaður matshópsins (Bretlandi)
2.    Jean-Marie Hombert, Director of Research, Institute of Human Sciences, University of Lyon and member of the Quality Board, Vice-Chair of the Self-Review Team (Frakklandi)
3.    Jeremy Bradshaw, Prof. of Molecular Biophysics and Assistant Principal at the University of Edinburgh (Bretlandi)
4.    Bruce L. Mallory, Prof. of Education and former Provost, University of New Hampshire (Bandaríkjum Norður-Ameríku)
5.    Harald Walderhaug, Prof. of Geophysics and Director of Teaching, University of Bergen (Noregi)
6.    Snædís Anna Þórhallsdóttir, meistaranemi í búvísindum, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (Íslandi)

Ritarar:
7.    Frank Quinault, former Director for Teaching and Learning, University of St. Andrews, Scotland, member of the Quality Board (Bretlandi)
8.    Elísabet Andrésdóttir, Sviðsstjóri Alþjóðasviðs Rannís (Íslandi)
Háskóla

Dagskrá heimsóknar:
•    Háskólinn ákveður dagskrá fyrsta formiðdagsins
•    Næstu tvo og hálfa daga verður haldnir ríflega 20 fundir með hagsmunaaðilum (háskólaráði, sjálfsmatshópi, sviðsforsetum, deildarforsetum, stúdentum, fulltrúum atvinnulífs o.fl.)
•    Opnir fundir fyrir nemendur og starfsmenn

Niðurstaða og eftirfylgni
•    Skýrslu ytri matshóps lýkur með einkunn / dómi um getu háskólans til að
a)    tryggja gæði prófgráðanna sem hann veitir
b)    tryggja gæði náms og námsumhverfis
•    Einkunn: ,,Full confidence“ / ,,confidence“ / ,,limited confidence“ / ,,no confidence“. Fyrir liggur að einkunnin ,,Full confidence“ verður ekki notuð í fyrstu lotu rammaáætlunarinnar.
•    Í skýrslunni verða einnig settar fram ábendingar um styrkleika og veikleika
•    Einu ári síðar (vorið 2016) skilar háskólinn greinargerð um árangur aðgerðaráætlunar sinnar og eftirfylgni með ábendingum ytri matshóps

Framhaldið
•    Haustmisseri 2015: Mat á árangri fyrstu lotu rammaáætlunarinnar og undirbúningur annarrar lotu
•    Vormisseri 2016: Önnur lota hefst – með aukinni áherslu á rannsóknir

Rektor þakkaði Magnúsi Diðriki fyrir framsöguna og því næst hófu vinnuhópar umfjöllun um drög að sjálfsmatsskýrslu Háskóla Íslands og fjallaði hver vinnuhópur um einn tiltekinn kafla skýrsludraganna.

Kl. 14.50-15.10
Kaffihlé

Kl. 15.10-17.00
Dagskrárliður 1
Drög að sjálfsmatsskýrslu Háskóla Íslands skv. áætlun Gæðaráðs háskóla

Eftir kaffihlé héldu vinnuhóparnir áfram störfum og fjölluðu nú allir hóparnir um drögin að sjálfsmatsskýrslu Háskóla Íslands í heild.

Þegar vinnuhóparnir höfðu lokið störfum komu allir fulltrúar á háskólaþingi aftur saman í Hátíðasal þar sem hópstjórar og ritarar hópanna kynntu helstu niðurstöður þeirra.

Vinnuhópur 1.
Hópstjóri: Ingi Rúnar Eðvarðsson.
Ritari: Amalía Björnsdóttir.

A) Ábendingar um kafla 1
•    Í upphafi kaflans mætti vera betri kynning á Háskóla Íslands sem stærsta háskóla landsins. Skerpa á stöðu skólans í samfélaginu vegna sögu hans, stærðar og fjölbreytni. Háskóli Íslands er opinber háskóli og staða hans önnur en einkarekinna háskóla.
•    Lýsa betur skipulagi skólans í upphafi kaflans.
•    Birta töflu um fjölda nemenda, námsleiða og vísindalegar birtingar í íslenskum  háskólum og hvernig þetta dreifist á Háskóla Íslands annars vegar og aðra innlenda háskóla hins vegar.
•    Í kafla 1.1. segir: „UI is authorised to award doctoral degrees in all its fields of studies and collaborates closely with many of the world’s leading universities.“ Hverjir eru þessir háskólar og hvað einkennir þá? Mætti útskýra t.d. neðanmáls.
•    Í umfjölluninni um tekjur Háskóla Íslands á bls. 21 kemur til álita að breyta framsetningunni þannig að fé sem kemur úr samkeppnissjóðum verði skilgreint sem „governmental“ frekar en „non-governmental“ um leið og þetta yrði útskýrt.
•    Á bls. 13 segir að reglur um hámarks tímalengd náms hafi verið settar 2010. Eru til reglur sem ekki er framfylgt?
•    Athuga samræmingu á notkun hugtaka, s.s. „programmes“, „dean“, „head“ og „chair“.
•    Athuga samræmingu á upplýsingum um fjölda stundakennara og vinnuframlagi þeirra á bls. 16-17 og síðar í skýrslunni.
•    Umfjöllun um stundakennara er fremur jákvæð í skýrslunni, en einnig þarf að draga fram þá vankanta sem fylgja mikilli stundakennslu. Þá er ekki aðgreint hvort um er að ræða stundakennara sem koma utan að og kennslu meistara- og doktorsnema („teaching assistants“).
•    Í kafla 1.2.9 segir um skiptingu ábyrgðar: „The division of responsibilities between the school dean and the faculties may in general terms be compared to the division of responsibilities between the rector/UC and the school dean.“ Þetta mætti útskýra betur.
•    Í kafla 1.2.9 segir enn fremur: „All major responsibilities are coordinated centrally, i.e., through consultative teams made up of division heads within central administration and those responsible for the corresponding issues within schools.  útskýra mætti betur hvað átt er við með „consultative teams og „major responsibilities“.
•    Á bls. 42 segir að nemendur Háskóla Íslands komist auðveldlega („easy“) að í erlendum háskólum í fremstu röð. Það er ekkert sem heitir að komast auðveldlega inn háskóla í fremstu röð og betra að segja með hlutlausum hætti að nemendur úr Háskóla Íslands hafi fengið inni í slíkum skólum.
•    Umfjöllunina um gæðamál í 1. kafla mætti e.t.v. stytta, færa í viðauka eða í kafla 2.
•    Fjalla mætti meira um stjórnskipulag háskólans, kosti þess og galla. Einnig ætti það að vera hluti af aðgerðaráætlun að meta stjórn og skipulag háskólans.
•    Skoða stjórnskipulega stöðu þverfræðilegs náms.
•    Í skýrsludrögunum er fjallað um fjölda karla og kvenna og erlendra nemenda og starfsmanna en tölulegar upplýsingar ekki túlkaðar eða lagt mat á hvað eigi að gera eða hvort þörf sé á að bregðast við.
•    Lítið er fjallað um undirbúning nemenda fyrir háskólanám og hversu opið aðgengi er að námi í Háskóla Íslands. Einnig mætti taka til umfjöllunar tungumálakunnáttu í öðrum málum en ensku, s.s. norrænum málum, þýsku og frönsku.
•    Í kafla 1.6. mætti að gera grein fyrir aðild að sameiginlegum námsgráðum (t.d. Nordic master). Einnig kemur til álita að í viðauka sé birtur listi yfir allar námsleiðir skólans.
•    Aðgerðaráætlun: Úttekt á stjórnskipulagi, stöðu stundakennara og hlutfalli nemenda og kennara, hlutfalli karl- og kvenstúdenta, hlutfalli íslenskra og erlendra nemenda/starfsmanna.

B) Ábendingar um aðra kafla og almennar ábendingar
•    Of lítið er vísað í sjálfsmat deilda og að því leyti endurspegla skýrsludrögin ekki nægilega vel mikilvægi fræðasviða og deilda.
•    Of mikið er af skammstöfunum og undirköflum. Hugsanlega mætti fækka myndum og sameina þær við töflur. Huga þarf vel að framsetningu mynda („tables og figures“). Hugsanleg ætti að kynna liti fræðasviða sem eru notaðir og við hér þekkjum en ekki aðrir.
•    Á bls. 32 segir að lítið atvinnuleysi sé meðal útskrifaðra og mætti vísa í tölur því til stuðnings.

Vinnuhópur 2.
Hópstjóri: Guðrún Geirsdóttir.
Ritari: Róbert H. Haraldsson.

A) Ábendingar um kafla 2
•    Ambitious report. Clearly a lot of work has gone into chapter 2 which is filled with useful details. However, generally speaking we think that the chapter is too descriptive, could be more reflective/evaluative. Also, it would be helpful to have at the opening of chapter 2, a detailed overview of the quality assurance system at UI (perhaps a chart). The quality system does not evaluate conformity (kerfið segir okkur hvað við eigum að gera en ekki hvort við gerum það).
•    What steps will be taken to ensure that quality assurance procedures and guidelines in Ugla and easy-to-use manual will actually be used to improve quality at UI (see measures on p. 43)?
•    Define/list of quality documents in Section 2.1.6 (p. 43).
•    Chapter 2.1.11 is mostly descriptive. The responsibilities of the UC Quality Committee are listed but more reflection on how it has worked, how often it meets would be helpful (p. 44). [On page 45-46 we get two good examples of how things are actually done and how quality assurance systems actually work. More of this.]
•    Select best practices for review and install best practices and procedures at all levels (measures on p. 46).
•    The importance of connecting curriculum review procedures with learning outcomes (see measures on p. 46). The form is often assured (how decisions about the curriculum are made) but not the content (especially whether learning outcomes are considered in this context).
•    Introduce clear quality assurance guidelines for the design and development of courses (see measures on p. 46).
•    Figure 2.1, survey on students´ satisfaction 2013, response to question on study programme: Integrate table better with the discussion in section 2.2.2 and put into context (do we have earlier surveys, changes between years, what conclusions are drawn, etc.).
•    Make Master´s level courses available between Department and Schools (see measures on p. 49).
•    In instances of contracting teaching, the head of the receiving faculty must have access to the courses evaluations relating to those courses (see measures p. 53).
•    Design more ways to ascertain compliance/conformity with quality procedures, rules and controls, e.g. student teaching survey. (Relevant for example in section 2.2.7.2 on p. 53).
•    Allocate grants from Teaching Development Fund to a greater extent to quality assurance improvements (see measures on p. 57).
•    „... not least in relation course assessment“ (p.58). Some sentences like:  „...taking the LOs into account when organizing and mediating the content of their courses“ should be in the measures on p. 58.
•    Section 2.7.4.1: List the requirements for sabbaticals (fewer academics can avail themselves of these sabbaticals. This should be spelt out). It is more difficult now to get a sabbatical than earlier.
•    Section 2.7.4.2: „Staff training“. This heading should be Job development. More needs to be said in this section about academics and job development. Possibilities of job development for academics have decreased (Sáttmálasjóður does not support job development).
•    Section 2.7.5: Use a table to present the numbers in this section.
•    Transparency (a better overview of who has access to information relating to quality assurance).

Vinnuhópur 3.
Hópstjóri: Jón Atli Benediktsson.
Ritari: Ísak Einar Rúnarsson.

A) Ábendingar um kafla 3
•    Vantar að fara yfir stefnu Háskóla Íslands 2011-2016 og þróun lykilmælikvarða, um þróun fjölbreyttra kennsluhátta og vægi lokaprófa í námsmati námskeiða.
•    Vantar að skýra út „measures“ og gera þau mælanlegri.
•    Í kafla 3 þarf að fjalla betur um kennsluna sjálfa en hér eru einkum ræddar þjónustustofnanir og þjónusta við nemendur í kringum kennslu.
•    Í kafla 3 vantar umfjöllun um líðan og stöðu erlendra nema og skiptinema.
•    Kafli 3.1: Mikilvægt að háskólinn sé aðalleikarinn þegar fjallað er um kynningarstarfsemi en markaðssetning í aukahlutverki. Það kemur á óvart hversu margir framhaldsskólanemar sækja upplýsingar um námið við Háskóla Íslands á heimasíðu skólans og því mikilvægt að tryggja að réttar upplýsingar séu á ytri vefnum. Einnig þarf að keyra betur saman ytri og innri vef svo hægt sé að tryggja að upplýsingar séu réttar. Of löng leið er að upplýsingum sem leitað er að og erfitt að finna þær upplýsingar sem leitað er að. Einnig er misjafnt á milli sviða hvernig uppbygging á vefnum er. Þetta þarf að samræma. Mikilvægt að ráðast í þetta sem fyrst þar sem þetta tengist m.a. umhverfisstefnu háskólans. Ljúka mætti kaflanum með aðgerð: „Ráðast í að endurskoða uppbyggingu vefs og kennsluskrár Háskóla Íslands á árunum 2016-2018“.
•    Sú spurning kom upp hvernig nemendum finnst markaðsúrræði skólans virka. Kynningarefni merkt: „Þetta þarf að uppfæra“ á fleiri en einum stað.
•    Kafli 3.2, „Student retention“: Töflur 3.8, 3.9 og 3.10 fjallar bara um þá sem útskrifast ekki um þá sem útskrifast ekki. Ætti að vera óþarfi að hafa fyrstu tvö árin því það fjallar um þá sem eru að endurinnrita sig.
•    Kynjatöflur segja enga sérstaka sögu, mætti stytta þar og/eða setja þær töflur í viðauka
•    Þarf að bæta við aðgerð í kafla 3.2.
•    Mynd 3.12 er villandi.
•    Mynd 3.3: Ekki rétt að nota orðið „other“.
•    Í kaflanum er getið um reglur varðandi hámarks námslengd, en raunin er sú að þeim er ekki fylgt eftir.
•    Vantar skýra og mælanlega aðgerð um brottfall.
•    „Improve tracking of student progression“ er veik aðgerð.
•    Tryggja virk tengsl deildarforystu og nemenda strax frá upphafi.
•    Kafli 3.3, „Integration of teaching and research“: Í síðustu setningu kaflans segir: „In the future the work carried out within faculties towards this goal must be analysed, and teaching policies and faculty self-review reports examined in consideration of this.“ Þetta mætti umorða og breyta í aðgerð.
•    Kafli 3.4: Víkka út aðgerðina til þess að stofnanir falli undir hana.
•    Kafli 3.5: Það sem atvinnulífinu finnst er það sem það er tilbúið að borga fyrir. Afla þarf samanburðartalna um laun útskrifaðra nemenda. Launaupplýsingar eru ekki sambærilegar á milli deilda og því þarf að flokka þær.
•    Kafli: 3.6, „The learning environment“: Stofubókanakerfið er ekki nógu þægilegt fyrir nemendur í notkun. Deildir geta ekki bókað stofur fyrir nemendur sína til þess að læra fram á kvöld. Verulega ábótavant er að efla hópavinnurými í háskólanum. Einnig þarf að breyta orðalagi varðandi „adapt existing classrooms“ þannig ekki sé útilokað að fara í nýfjárfestingar.
•    Kaflinn um „health and safety“ er skýr og með skýrum aðgerðum sem ekki þarf að breyta.
•    Tiltaka Alvogen í „clinical teaching space“.
•    Kafli 3.7.2: Tiltaka þarf að opnunartímar Þjóðarbókhlöðu séu of stuttir og að það sé vandamál til staðar.
•    3.7.2, aðgerð: Kynningarvandamál til staðar frekar en að þjónustan sé ekki nógu góð varðandi aðgengi doktorsnema að greinum og gögnum. Mætti skoða að segja upp einhverjum áskriftum og gera fólki kleift að kaupa hvaða grein sem er án endurgjalds.
•    Umfjöllunin um niðurstöður kennslukannana ætti að vera í kafla þrjú en umfjöllun um að kennslukannanir séu gæðamælikvarði í kafla tvö.
•    Vantar að skilgreina vanda um þjónustuborð og tilheyrandi aðgerð.
•    Fróðlegt að hafa sundurbrotið milli fræðasviða hverjir leita til náms- og starfsráðgjafar. Efla námsráðgjöf í hlutfalli við heimsóknir
•    Vantar að kynna þá þjónustu sem er í boði hjá stoðþjónustueiningum háskólans, s.s. þjónustuborði, námsráðgjöf, kennsluskrá.
•    Dreifa námsráðgjöfum inn á sviðin og færa þjónustuna nær vettvangi.
•    Ljósritun er óviðunandi fyrir lesblinda
•    Kafli 3.7.7: Taka út „consider ways“ og segja „further incentives for teachers and faculties“.
•    Vantar þarna inn aðgerð um að auka rafræna kennslu
•    Endurskoða þarf reiknilíkan með tilliti til breyttar tækni og þess kostnaðar sem fellur til vegna hennar.
•    Setja kaflann um kennsluaðferðir í sérstakan undirkafla 3.8.
•    Kafli 3.7.10: Niðurstöður úr könnunum um þjónustustofnanir eru í þessum kafla en ættu að vera undir köflum um tilteknar þjónustustofnanir.
•    Þrjár vikur ættu að vera heppilegur tími fyrir deildarforseta til að afgreiða mál, tveir mánuðir eru of langur frestur

B) Ábendingar um aðra kafla og almennar ábendingar
•    Einfalda kafla 1.4.
•    Uppfæra mynd á bls. 41.
•    Vantar umfjöllun um þau fræðirit sem eru gefin út á vegum deilda háskólans í fjórða kafla.
•    Niðurstöður kennslukannana ættu að vera í kafla þrjú en umfjöllun um að kennslukannanir séu gæðamælikvarði í kafla tvö.
•    Einfalda fyrstu aðgerðina í kafla 2.2.2.
•    Setja aðgerð um síðustu línu í töflu 2.1.
•    Kennslukannanir: Verðum að fá upplýsingar um hvað fólki finnst um námskeiðið í heild, þ.m.t. námsmatið. Einfalda kennslukönnun.
•    Vantar fleiri námskeið á meistara- og doktorsstigi. Reiknilíkanið virkar ekki fyrir meistaranámið.
•    Skerpa á aðgerð measure á bls. 49.
•    Á að leggja til fækkun og eflingu kjörsviða á meistarastigi?
•    Miðmisseriskönnun: Misgott verklag, sumum finnst of snemma farið í hana.

Vinnuhópur 4.
Hópstjóri: Bryndís Brandsdóttir.
Ritari: Magnús Lyngdal Magnússon.

A) Ábendingar um kafla 4
•    Vantar betri og ítarlegri rök í kaflann og lýsa betur veikleikum og styrkleikum.
•    Þarf að sýna betur fram á ólík sjónarmið.
•    Vantar spurningamerki við þætti eins og mats- og framgangskerfi og það þarf að koma fram að gagnrýni hefur verið sett fram á þessi kerfi. Til að mynda má fjalla betur um sveigjanlegri starfsskyldur (fleiri sem ýmist kenna meira eða rannsaka meira). Hér má líka skoða þjónustustig og almennt hvernig fólk er metið.
•    Vantar jarðtengingu yfir í samanburðarháskóla og raunsanna lýsingu á stöðu fjárveitinga miðað við önnur lönd.
•    Efla þarf stuðning við styrkjaöflun og utanumhald styrkja (innviðir og starfsfólk), samanburður þarf að koma fram í þessum efnum við þá skóla sem við berum okkur saman við. Óánægja með umhverfi rannsókna kemur niður á kennslunni.
•    Lýsa þarf betur tengslum kennslu og rannsókna.
•    Mjög eigindleg lýsing og staðreyndir og tölulegar upplýsingar þarf að setja betur fram í töflum og myndum, t.a.m. upphæðir styrkja.
•    Skoða þarf lýsingu á Aldarafmælissjóði, ekki allir sáttir við hana, greinargerð um nýtingu sjóðsins þarf að fylgja með sjálfsmatsskýrslunni. Röksemd vantar, hvernig hafa þessar stöður nýst ólíkum deildum.
•    Þarf að afla frekari gagna um árangur í rannsóknum.
•    Vantar lýsingu og mati á markmiði á hagnýtingu rannsókna og samfélagslegri ábyrgð rannsakenda. Einnig þarf að koma inn á siðferði rannsókna.
•    Fræðasvið og fræðasetur úti á landi standa misvel gagnvart rannsóknum og það þarf að koma inn á það með raunsönnum hætti.
•    Lýsa betur innlendum stofnunum og samstarfi við þær og hvernig það megi auka. Jákvæður punktur sem má lýsa betur, til að mynda í heilbrigðisvísindum, bæði varðandi kennslu og rannsóknir.
•    Nýliðun og stuðningur við þá sem eru að koma nýir inn.
•    Samfélagsleg áhrif og áhrif á menntakerfið.
•    Samfélagsleg ábyrgð.
•    Gera rannsóknastofnanir sýnilegri.
•    Skilgreina innviði (t.a.m. tæki, þ.m.t. rekstrarkostnaður) og húsnæði, bókasafn, tímarit, gögn, stoðþjónustu, tæknifólk – mæla gæði þessara þátta og setja sér markmið varðandi uppbyggingu til framtíðar.
•    Nauðsynlegt er að efla stuðning við unga rannsakendur (nýliðun) og gera þeim kleift að byggja upp rannsóknir sínar.

B) Ábendingar um aðra kafla og almennar ábendingar
•    Vantar almennt að draga fram veikleika sem hluta af heiðarleika í framsetningu, mikill fókus á jákvæða hluti.
•    Skráningu tækja er verulega ábótavant og það þarf að koma fram, ekki hvað síst út frá sjónarhorni nemenda í rannsóknum (eignaskráning komin af stað).
•    Kallað eftir framtíðarstefnu varðandi innviði.
•    Fjölbreytileiki háskóla Íslands, starfsmenntasvið og ólíkar rannsóknahefðir eftir sviðum.

Vinnuhópur 5
Hópstjóri: Helga Ögmundsdóttir.
Ritari: Sigurður J. Grétarsson.

A) Ábendingar um kafla 5
•    Kaflinn er að mestu lýsing á formi frekar en lifandi veruleika. Býsna ólíkur því sem deildum var gert að huga að í eigin sjálfsmatsskýrslum, þ.e. sjálfsgagnrýni skortir. Nafnið á kaflanum er ekki lýsandi og jafnvel erfitt að átta sig á því. Er hægt að koma honum fyrir í öðrum köflum?
•    Eru ferlin sem nefnd eru þau sem máli skipta? Vantar til dæmis lýsingu á úrbótaferlum. Kannski að skipta kaflanum í tvær eða þrjár aðalgreinar, ekki of margar.
•    Um gæðaeflingu: Samband stjórnsýslu við kennslu- og rannsóknafólk er ekki nógu lifandi. Það þarf að þróa samvinnuferli, til dæmis í endurskipulagi náms. Sumar miðlægar ákvarðanir líta vel út á pappír en samræmast ekki vel starfi í deildum.
•    Skipulag á það til að hamla þróun í deildum með formkröfum. Það þyrfti betri samvinnuferli (dæmi: erfiðleikar við að koma á sumar- og vettvangsnámskeiðum).
•    Það þarf að skilgreina betur verkaskiptingu milli ólíkra eininga (t.d. í gæðamálum). Upplýsingaöflun og dreifing þarf að vera skilvirk, lykilmælikvarðar notaðir. Gæðamat og gæðastýring (staðlar) á að liggja nálægt lykilverkefnum skólans.
•    Samstarf og stoðþjónusta: Þjónustustofnanir mættu vel fá meiri endurgjöf frá skólanum, öllum hópum. Efnahagshrunið hefur krafið stofnanir um aukna skilvirkni, hefur kosti og galla.
•    Verkefni á stofnunum eru mjög  mikil og stundum erfitt að finna tíma til rannsókna og þróunar. Álag á starfsmönnum í skólanum og á þjónustu- og stoðstofnunum hefur aukist mjög mikið, ekki síst hjá nýliðum. Viðbrögð við álaginu mættu vera markvissari – skoða þar hvatakerfi.

B) Ábendingar um aðra kafla og almennar ábendingar
•    Lítil umfjöllun um skiptingu háskólans í fræðasvið. Hvernig virkar sviðskiptingin? Heppnaðist hún? Vitum við hvernig við nýttum fjármagn ef við næðum OECD-stöðlum um fjármögnun skólans? Skýrslan svarar ekki brýnum spurningum, t.d. um jafnrétti þar sem þyrfti kyngreindar upplýsingar m.t.t. starfsaldurs.
•    Vantar mælikvarða fyrir samstarf á milli fræðasviða sem getur verið erfiðara en samstarf við erlenda háskóla.
•    Upplýsingar, mælingar: Er hægt að efla samband stoðþjónustu og kennara með reglulegum könnunum (ekki einni stórri) á miðstöðvum stoðþjónustu?
•    Könnun á viðhorfum fyrrverandi nemenda ætti ekki að takmarkast við nemendur sem luku námi tveimur árum áður heldur að ná einnig til eldri nemenda sem luku námi fyrir fimm eða tíu árum.
•    Um upplýsingar: Almennt þarf að koma upplýsingamálum, skýrslutölum, í betra horf, þannig að þær séu tiltækar þegar þeirra er þörf. Tölur þurfa að verða til sjálfkrafa, ekki með sérstökum átaksverkefnum.
•    Leitarvél á vef ekki góð.
•    Upplýsingar liggja fyrir í skjölum og skrám en eru ekki alltaf aðgengilegar.

Vinnuhópur 6.
Hópstjóri: Guðmundur Hálfdanarson.
Ritari: Halldór Jónsson.

A) Ábendingar um kafla 6
•    Miðstöð framhaldsnáms leiti leiða til að efla fjármögnun doktorsnáms við skólann, einkum til að standa straum af framfærslu eða launakostnaði nemenda. Kannað verði sérstaklega hvort atvinnulífið geti tekið virkari þátt í þessari fjármögnun.
•    Sums staðar í nágrannalöndunum þurfa nemandi og leiðbeinandi að sýna fram á að búið sé að fjármagna námið áður en það fer af stað. Háskóli Íslands hefur ekki talið sér fært að fara þá leið en huga þarf að því.
•    Utanaðkomandi fjármögnun setur pressu á að tímaáætlanir standist.
•    Hvetja þarf Rannís til að bjóða að nýju styrki til doktorsnema en því var hætt þegar Rannsóknanámssjóður var lagður niður.
•    Mikilvægt að læra af erlendum kollegum. Sérstaklega var rætt um sameiginlegt doktorsnám Lagadeildar og Kaupmannahafnarháskóla sem hefur skilað deildinni miklu.
•    Vantar tillögu um að Miðstöð framhaldsnáms taki á meðalaldri og námslengd í samræmi við umfjöllun í kaflanum. Hvert er vandamálið og hvernig væri unnt að leysa það?
•    Athugasemd: Engin umfjöllun er í skýrslunni um aðstöðu doktorsnema á tengdum stofnunum og í fyrirtækjum. Bæta þarf úr þessu og fjalla m.a. um þátt LSH, Keldna, Hjartaverndar, DeCode, Matís, Hafró, rannsóknasetra á landsbyggðinni og fleiri aðila. Gott væri að fá yfirlit um það hve stór hluti verkefna doktorsnema er unnin á vettvangi slíkra samstarfsaðila.
•    Efla þarf aðstöðu doktorsnámsins á fræðasviðunum og horfa í því sambandi sérstaklega til þeirra sviða þar sem aðstaðan er lökust.
•    Aðgerð um að Miðstöð framhaldsnáms taki virkari þátt í mati á umsóknum um doktorsnám. Hér þarf að vera skýrt hvert hlutverk miðstöðvarinnar gæti verið – ekki þó á sviði faglegs mats á umsóknum. Þetta þarf að skilgreina betur.
•    Huga þarf sérstaklega að því að aðstaða til doktorsnámsins er mjög mismunandi innan Háskóla Íslands, til greina kemur að bæta úr þessu með því að gera alla doktorsnema að e.k. akademískum starfsmönnum með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.
•    Eðli doktorsnáms er mismunandi eftir sviðum. Þetta þarf að hafa í huga þegar við ræðum mismunandi aðstöðu innan háskólans. Í hugvísindum vinna doktorsnemar t.d. mun sjálfstæðar en í ýmsum greinum heilbrigðisvísinda.
•    Huga þarf sérstaklega að andmælendum, víða er erfitt að fá hæfa andmælendur á sérhæfðum sviðum, einkum séríslenskum sviðum.
•    Tala minna um eftirlit og meira um áhuga sem er mun jákvæðara hugtak – og auðvitað er mikilvægt að Miðstöð framhaldsnáms sýni doktorsnemum áhuga.
•    Hvergi skýrt í kaflanum hvers vegna miðað er við 60-70 doktorsnema á ári.
•    Greina þarf betur viðhorfskannanir á meðal doktorsnema en viðhorf þeirra eru mjög mismunandi eftir deildum.
•    Sérstaklega þarf að skoða aðgerð um námskeið fyrir leiðbeinendur. Slíkt námskeið hefur verið haldið árlega á Menntavísindasviði.
•    Skilgreina þarf mun betur hvert hlutverk Miðstöðvar framhaldsnáms er, hvaða upplýsinga þar á að afla og til hvers.
•    Ekki ætti í textanum gefa í skyn að Miðstöð framhaldsnáms hafi breytt einhverju í tengslum við samanburð á þessum tveimur tímabilum. Hún hefur hins vega staðið sig vel í að halda utan um gögn og að veita miðlæga þjónustu.
•    Aðgerðir: „GS should be more visible and active in facilitating and organising workshops, meetings and training for students and supervisors“. „GS should analyse how faculties and schools follow up student progress in doctoral studies“. „GS should analyse areas of particular strength and suggest establishment of thematic programmes“. „GS should analyse length of study and suggest measure for improvement“. „GS should analyse further results of student satisfaction surveys within each school and follow-up“. „UI should seek ways to secure funding from the government and non-governmental partners. GS should initiate guidelines or reference on funding from private partners“. „GS should seek ways to improve facilities and to increase number of support staff for doctoral studies in faculties and schools“.

B) Ábendingar um aðra kafla og almennar ábendingar
•    Um aðgangstakmarkanir, að þær auki gæði í námi almennt. Illa farið með tíma og fé fólks þegar stærstur hluti nemenda fellur. Hafa þarf í huga að inntökupróf gengisfelli ekki stúdentsprófið.
•    Huga þarf að félagslegum aðstæðum nemenda. Framgangur þeirra í námi virðist ráðast mest af LÍN, leikskólaplássi o.s.frv. Þetta þarf að fjalla um í skýrslunni. Einnig þarf að fjalla um hve gamlir nemendur eru þegar þeir hefja doktorsnám eftir fræðasviðum.
•    Virkni í námi er góð í Háskóla Íslands miðað við tölur í skýrslunni.
•    Fjalla þarf betur um þá nemendur sem eru að koma í annað sinn í skólann eftir brottfall. Hvernig gengur þeim?
•    Vandi við fjármögnun háskóla á Íslandi er ef við tökum færri nemendur inn fá aðrir háskólar hærri fjárveitingu. Þetta þarf að undirstrika í skýrslunni.
•    Vantar betri umfjöllun um rannsóknasetrin á landsbyggðinni – fjalla um þau í t.d. rannóknarkaflanum.
•    Vantar umfjöllun um gæði staðnáms vs. fjarnáms.
•    Skýrslan er enn af löng, hana verður að stytta. Lagt er til að skýrslan verði á endanum þýdd á íslensku.
•    Háskólinn þarf að þekkja eigin takmörk – er hann að fást við og marga hluti? Getur hann verið nægilega góður í öllu því sem hann er að fást við, eru of margir nemendur í námskeiðum, nemendur fá víða ekki nægilega markvissa og persónulega þjónustu, ættum við kannski að huga að því að fara beinlínis í það að fækka nemendum til að geta veitt betri kennslu, þjónustu o.s.frv.?

Rektor þakkaði hópstjórum og riturum fyrir kynningarnar og bar að því búnu upp svohljóðandi tillögu að bókun:

„Háskólaþing fjallaði í dag ítarlega um drög að sjálfsmatsskýrslu Háskóla Íslands sem undirbúin hafa verið af sjálfsmatshópi háskólans í samræmi við rammaáætlun Gæðaráðs háskóla. Á þinginu komu fram fjölmargar gagnlegar ábendingar um skýrsludrögin sem sjálfsmatshópurinn og gæðanefnd háskólaráðs munu taka mið af við endanlegan frágang skýrslunnar. Háskólaráð mun að því búnu fjalla um skýrsluna á fundi sínum 13. nóvember nk. Sjálfsmatsskýrslunni verður skilað formlega til Gæðaráðs háskóla 17. nóvember nk.”

- Samþykkt einróma.

Að endingu þakkaði rektor fulltrúum á háskólaþingi fyrir góðar og málefnalegar umræður. Sleit rektor háskólaþingi og bauð fundarmönnum að þiggja hressingu í Bókastofu Aðalbyggingar.

Útsend gögn og gögn sem lögð voru fram á 13. háskólaþingi 4. nóvember 2014:

1.    Dagskrá og tímaáætlun 13. háskólaþings 4. nóvember 2014.
2.    Listi yfir fulltrúa á háskólaþingi.
3.    Fundargerð 12. háskólaþings 11. apríl 2014.
4.    Drög að sjálfsmatsskýrslu Háskóla Íslands ásamt tilheyrandi viðaukum.