Skip to main content

Danska - Grunndiplóma

Danska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Danska

Grunndiplóma – 60 einingar

Í dönsku er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á dönsku máli í ræðu og riti og öðlist þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og bókmenntum.

Skipulag náms

X

Danskar samtímabókmenntir (DAN110G)

Í þessu námskeiði í dönskum samtímabókmenntum verður lögð áhersla á danskar bókmenntir eftir 2000. Með því að lesa texta sem tengjast ýmist raunsæi, töfraraunsæi, sjálfsögum, loftslagsbreytingum eða mínímalísma öðlast nemandinn þekkingu á greiningarverkfærum bókmenntafræðinnar: túlkun, stíl, grein, o.s.frv.

X

Danska: Tunga, tjáning, menning (DAN112G)

Markmiðið er að nemendur öðlist aukna alhliða samskiptahæfni á dönsku sem tekur til allra færniþátta; hlusta, lesa, tala, skrifa (fimmti færniþátturinn er „að samtala“). Í námskeiðinu verður unnið með danska menningu, hefðir og siði í víðu samhengi. Áhersla verður lögð á markvissa vinnu með þemabundinn orðaforða, auk þess sem nemendur þjálfast í notkun hvers konar hjálpargagna á sviði veforðabóka og leiðréttingaforrita. Efniviður námskeiðsins verður sóttur í alla hugsanlega miðla; dagblöð, tímarit, smásögur, söngtextar, útvarps- og sjónvarpsefni og kvikmyndir.

X

Dönsk málfræði I: Orðflokkar og orðmyndun (DAN114G)

Í námskeiðinu læra nemendur grundvallarreglur danskrar málfræði og beita þeim í talmáli og ritmáli. Nemendur verða að kunna skil á fræðilegri orðræðu um efnið.

Einnig verður farið í byggingu dansks máls. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt með áherslu á hvað er líkt og ólíkt með dönskri og íslenskri beyginga- og setningafræði. Nemendur vinna með fræðilega texa um efnið og nota þekkingu sína til að greina orð og setningar með tilliti til merkingar, beyginga og setningafræði. Nemendur vinna með hagnýt verkefni í tengslum við fræðin.

X

Danskur framburður og hljóðfræði (DAN304G)

Farið verður yfir danska hljóðfræði og framburður æfður. Að hluta til verður kennt í málveri.

X

Sjálfsnám í dönsku II (DAN001G)

Sjálfsnám í dönsku II er nemendastýrt fjarnám þar sem nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í dönsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á misseri. Auk þess taka nemendur taka þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

Danskar bókmenntir á 20. öld (DAN206G)

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist yfirsýn yfir danska bókmenntasögu 20. aldar og kynnist höfundum tímabilsins með því að vinna með lykilverk. Við lok námskeiðsins skulu nemendur geta sýnt hæfni í að gera grein fyrir ákveðnum tímabilum, hugtökum og höfundaverkum í dönskum bókmenntum 20. aldar. Á grundvelli bókmenntalegra sérkenna eiga nemendur að geta staðsett texta í bókmenntasögulegu samhengi og gert grein fyrir fagurfræðilegum straumum tímabilsins.

X

Danska: Tjáning, saga og samfélag (DAN208G)

Markmiðið er að nemendur öðlist enn aukna alhliða samskiptahæfni á dönsku sem tekur til allra færniþátta. Í námskeiðinu verður unnið með efni af ýmsu tagi og breytilegu þyngdarstigi og sem fjalla um samfélagsleg málefni, stjórnmál og sögulega atburði. Nemendur þjálfast í að tjá sig um samfélagsleg málefni, jafnt stjórnmál, sögu sem og önnur málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Nemendur semja texta bæði skriflega og munnlega fyrir mismunandi tilefni, ásamt því að nota málsnið sem hæfir aðstæðum og samhengi hverju sinni.  

X

Skilvirkt dönskunám (DAN210G)

Í námskeiðinu er nemendum leiðbeint um hvernig þeir geta hratt, og af öryggi bætt dönskukunnáttu sína, bæði í tali og ritun. Hverjum nemanda verður mætt á því kunnáttustigi sem hann er og hann aðstoðaður við að vinna með áhugasvið sitt (t.d. ferðafræði, tölvufræði, viðskiptafræði, læknisfræði). Nemendur kynnast margvíslegum aðgengilegum hjálpargögnum, orðabókum og hvers konar vefefni. Unnið verður markvisst að eflingu orðaforða með þekktum aðferðum og leiðum sem gagnast nemendum vel til að efla dönskukunnáttu þeirra. Námsmat er fólgið í munnlegum og skriflegum verkefnum sem nemendur skila yfir misserið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hugrún Egla
Berglind Ellen P. Petersen
Alexander Kristján Karlsson
Hugrún Egla
Læknanemi í Danmörku með diplómagráðu í dönsku

Það var mjög gott að byrja langt nám í Danmörku með stjórn á dönskunni, og þar með jafnari tækifæri á við danska samnemendur. Mér tókst að falla vel inn í vinahópinn og samfélagið, og þar hefur lærdómur um danska sögu, stjórnmál og menningu skipt miklu máli. Ég fékk fljótt vinnu á spítölunum, þar sem ég tek meðal annars vaktir á geðdeildum og tek blóðprufur. Ég er gríðarlega ánægð með dönskunámið í HÍ og hvernig það hefur hjálpað mér að aðlagast dönsku samfélagi og njóta tilverunnar hérna í botn. 

Berglind Ellen P. Petersen
Danska - BA nám

Ég ákvað að fara í dönskunám í Háskóla Íslands vegna þess að mig langaði til að öðlast víðtækari innsýn í málið, menninguna og söguna. Námið er frábært tækifæri til að nálgast það tungumál sem þú heillast af og langar að kynnast nánar. Á námsferlinum hef ég meðal annars fengið dýpri skilning og áhuga fyrir dönskum bókmenntum, málvísindum og skilvirkni í námi. Ég hef kynnst nýju fólki og fallegu umhverfi sem Veröld, hús Vigdísar, býður þér upp á. Hvort sem þú hyggur á frekara nám í Danmörku eða vilt nýta þér málið í lífi og starfi þá tel ég Hugvísindasvið HÍ vera rétta staðinn til að byrja á.

Alexander Kristján Karlsson
Danska - BA nám

Ég sótti um í dönskunám í HÍ með það í huga að viðhalda tungumálinu þangað til ég kæmist aftur út og fannst mér fátt hljóma spennandi við danskar samtímabókmenntir, hljóðfræði og tjáningu. Mér til mikillar undrunar hef ég sjaldan haft eins gaman af námi eins og í HÍ og lært svo miklu meira en bara tungumálið og hvernig á að beita því. Kennararnir eru einstaklega fagmannlegir á sínu sviði og vita nákvæmlega hvernig á að nálgast fjölbreyttan hóp af fólki og get ég því mælt með náminu fyrir alla

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.