Úthlutun 2024 Tilgangur Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands er að efla rannsóknastarfsemi í Háskólanum. Stjórn Rannsóknasjóðs er skipuð formönnum fimm sjálfstæðra fagráða, einu fyrir hvert fræðasvið. Formaður er skipaður af háskólaráði samkvæmt tilnefningu rektors. Miðað er við að styrkþegar sem hlutu styrk í fyrra til 2-3 ára sæki ekki um nýjan styrk fyrr en í lok styrktímabilisins. Þeir sem sækja um til 2-3 ára og fá vilyrði fyrir styrk, fá hann í umbeðinn árafjölda. Ekki þarf lengur að skila inn árlegum framvinduskýrslum heldur er aðeins farið fram á lokaskýrslu í lok styrktímabilsins.Auglýsing, viðmið og vinnureglur við úthlutun árið 2025 Auglýsing Viðmið við úthlutun 2025 Vinnureglur við úthlutun 2025 Umsóknareyðublað og upplýsingar til umsækjenda Ekki er nauðsynlegt að skila inn ritaskrá enda byggist mat á birtingum úr framtali starfa (miðað er við árin 2017-2022). Lokaskýrslu og fylgiskjöl skal senda til: rannsoknasjodir@hi.is Umsóknarfrestur er til 15.október 2024. Leiðbeiningar Lokaskýrsla - eyðublað (word skjal) (skal senda til rannsoknasjodir@hi.is) Lokaskýrsla - leiðbeiningar Upplýsingar um laun aðstoðarmanna Umsóknareyðublað - Umsóknarfrestur var til 15. október 2024 Reglur Rannsóknasjóðs Reglur Rannsóknasjóðs er að finna í 75. grein reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.Umsýsla styrkja Styrkir úr verkefnahluta Rannsóknasjóðs eru færðir yfir á það verkefnisnúmer sem umsækjendur gefa upp í umsókn. Ef stofna á nýtt númer þá skal snúa sér til skrifstofu viðkomandi fræðasviðs. Styrkir til þeirra umsækjenda sem hafa bókhald sitt á stofnunum Háskólans sem hafa sjálfstæðan fjárhag eru færðir til viðkomandi stofnunar sem sér um yfirfærslu til styrkþega. Eftirfarandi starfseiningar innan stjórnsýslu Háskóla Íslands sjá um umsýslu einstakra styrkþáttað: Laun aðstoðarmanna - launadeild Greiðsla kostnaðar og aðkeyptar þjónustu - fjárreiðusvið Styrkþegar sem hafa bókhald sitt hjá Háskóla Íslands eru beðnir að snúa sér til viðkomandi starfseiningar vegna afgreiðslu styrkja. Þeir sem hafa bókhald sitt á stofnunum er bent á skrifstofu stofnunar. Í Uglu er að finna eyðublað vegna greiðslu til aðstoðarmanna. Sjá: háskólinn - Eyðublöð - Eyðublöð launamála - Greiðslubeiðni vegna launa (fyrir leiðbeiningar sjá: Leiðbeiningar rafræn skráning greiðslubeiðni vegna launa 23.5.2017.) Fyrri úthlutanir Úthlutun árið 2023 Úhlutun árið 2022 Úthlutun árið 2021 Úthlutun árið 2020 Úthlutun árið 2019 Úthlutun árið 2018 Úthlutun árið 2017 Vinsamlega hafið samband við Vísinda-og nýsköpunarsvið ef óskað er eftir upplýsingum um eldri úthlutanir. Algengar spurningar Geta gestakennarar sótt um í sjóðinn? Nei, gestakennarar hafa ekki rétt á að sækja um í sjóðinn. Prófessorar, dósentar, lektorar, vísindamenn, fræðimenn og sérfræðingar við Háskóla Íslands geta sótt fé úr sjóðnum. Geta verkefnastjórar hjá HÍ sótt um í sjóðinn? Nei, verkefnastjórar hjá HÍ hafa ekki rétt á að sækja um í sjóðinn. Prófessorar, dósentar, lektorar, vísindamenn, fræðimenn og sérfræðingar við Háskóla Íslands geta sótt fé úr sjóðnum. Geta nýdoktorar hjá HÍ sótt um í sjóðinn? Nei, nýdoktorar hjá HÍ hafa ekki rétt á að sækja um í sjóðinn. Prófessorar, dósentar, lektorar, vísindamenn, fræðimenn og sérfræðingar við Háskóla Íslands geta sótt fé úr sjóðnum. Geta aðjúnkt II eða aðjúnkt III hjá HÍ sótt um í sjóðinn? Nei, aðjúnkt II og III hjá HÍ hafa ekki rétt á að sækja um í sjóðinn. Prófessorar, dósentar, lektorar, vísindamenn, fræðimenn og sérfræðingar við Háskóla Íslands geta sótt fé úr sjóðnum. Skiptir starfshlutfall máli til að geta sótt um í sjóðinn? Nei, starfshlutfall skiptir ekki máli. Prófessorar, dósentar, lektorar, vísindamenn, fræðimenn og sérfræðingar við Háskóla Íslands geta sótt fé úr sjóðnum. Vísindamenn, fræðimenn og sérfræðingar skulu hafa rannsóknir að aðalstarfi. Einnig geta aðjúnktar með rannsóknarskyldu sótt um stuðning sjóðsins. Er hægt að sækja um styrk fyrir annað verkefni, það er, að vera með styrki fyrir tvö (eða fleiri) aðskilin verkefni? Nei, það er eingöngu hægt að vera með einn styrk í gangi hverju sinni. Skila þarf lokaskýrslu um notkun fyrri styrkja til að geta sótt um að nýju. Tengt efni The University of Iceland Research fund Viðmið við úthlutun 2025 Auglýsing Leiðbeiningar Upplýsingar um laun aðstoðarmanna facebooklinkedintwitter