Nýdoktorastyrkir eru ætlaðir vísindamönnum sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum. Styrkir eru veittir til allt að þriggja ára. Úthlutun 2024 - Nöfn styrkþega Auglýsing 2024 Háskóli Íslands auglýsir nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum (janúar 2018 og síðar) og þar með talin þau sem koma til með að ljúka doktorsprófi fyrir 1. júlí 2024. Tekið er tillit til veikinda og fæðingarorlofs við mat á tíma að loknu doktorsprófi. Styrkirnir verða veittir til allt að þriggja ára. Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af rektor annast mat, forgangsröðun umsókna og úthlutun. Í úthlutunarnefnd situr einn fulltrúi frá hverju fræðasviði, ásamt formanni sem skipaður er af rektor án tilnefningar. Við mat á umsóknum er fyrst og fremst farið eftir greinargerð um rannsóknarverkefnið og ritvirkni umsækjanda, með tilliti til þess tíma sem liðinn er frá doktorsprófi. Við val á milli umsækjenda er litið til jafnvægis á milli fræðasviða eftir því sem unnt er. Fræðasvið Háskóla Íslands eru Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Umsókninni skal fylgja: i. ferilskrá og kynningarbréf, ii. greinargerð um rannsóknarverkefni. Í greinargerð skal meðal annars fjalla um vísindalegt nýmæli, gildi og markmið rannsóknar auk almennrar lýsingar á verkefninu sem birta má opinberlega. Greinargerðin fyrir utan almennu lýsinguna er trúnaðarmál. iii. ritaskrá, iv. afrit af doktorsprófsskírteini eða staðfesting frá viðkomandi háskóla (frá leiðbeinanda og/eða viðeigandi háskóladeild) um að umsækjandi verji doktorsritgerð fyrir 1. júlí 2024, v. staðfesting frá fræðasviði, deild eða stofnun við Háskóla Íslands um að umsækjandi muni njóta fullnægjandi aðstöðu og hafa aðgang að búnaði til að stunda fyrirhugaðar rannsóknir eftir því sem við á (sjá sniðmát). Öll innsend fylgigögn skulu vera í PDF formi. Einnig er óskað eftir því að umsækjendur fái tvo fagaðila til þess að senda inn umsögn um gæði rannsókna umsækjenda og getu viðkomandi til að sinna fyrirhugaðri rannsókn. Æskilegt er að annar umsagnaraðilinn hafi tengst doktorsverkefni umsækjanda. Umsagnir berist í PDF formi á tölvupóstfangið rannsoknasjodir@hi.is áður en umsóknarfrestur rennur út. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2024. Miðað er við að styrkþegar hefji störf eigi síðar en í desember 2024. Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfanna þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar, þ.á.m. um ofangreinda staðfestingu á aðstöðu, veitir Vísinda- og nýsköpunarsviði (rannsoknasjodir@hi.is). Umsóknum skal skilað rafrænt, umsóknareyðublað ásamt leiðbeiningum má nálgast hér fyrir neðan. Auglýsing byggir á verklagsreglum um Nýdoktorasjóð Íslands. Umsókn og mat Umsókn í Nýdoktorasjóð Háskóla Íslands 2024 - umsóknarfrestur er liðinn. Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af rektor annast mat, forgangsröðun umsókna og úthlutun. Í úthlutunarnefnd situr einn fulltrúi frá hverju fræðasviði. Við mat á umsóknum er fyrst og fremst farið eftir greinargerð um rannsóknarverkefnið og ritvirkni umsækjanda, með tilliti til þess tíma sem liðinn er frá doktorsprófi. Við val á milli umsækjenda er litið til jafnvægis á milli fræðasviða eftir því sem unnt er. Fræðasvið Háskóla Íslands eru Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Umsókninni skal fylgja: i. ferilskrá og kynningarbréf, ii. greinargerð um rannsóknarverkefni. Í greinargerð skal meðal annars fjalla um vísindalegt nýmæli, gildi og markmið rannsóknar auk almennrar lýsingar á verkefninu sem birta má opinberlega. Greinargerðin fyrir utan almennu lýsinguna er trúnaðarmál. iii. ritaskrá, iv. afrit af doktorsprófsskírteini eða staðfesting frá viðkomandi háskóla (frá leiðbeinanda og/eða viðeigandi háskóladeild) um að umsækjandi verji doktorsritgerð fyrir 1. júlí 2024, v. staðfesting frá fræðasviði, deild eða stofnun við Háskóla Íslands um að umsækjandi muni njóta fullnægjandi aðstöðu og hafa aðgang að búnaði til að stunda fyrirhugaðar rannsóknir eftir því sem við á (sjá sniðmát). Öll innsend fylgigögn skulu vera í PDF formi. Einnig er óskað eftir því að umsækjendur fái tvo fagaðila til þess að senda inn umsögn um gæði rannsókna umsækjenda og getu viðkomandi til að sinna fyrirhugaðri rannsókn. Æskilegt er að annar umsagnaraðilinn hafi tengst doktorsverkefni umsækjanda. Umsagnir berist í PDF formi á tölvupóstfangið rannsoknasjodir@hi.is áður en umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar veitir Vísinda- og nýsköpunarsviði. Leiðbeiningar og sniðmát Leiðbeiningar Staðfestingarbréf - sniðmát Sýnishorn af staðfestingarbréfi Úthlutanir fyrri ára 2023 2022 2021 2020 2019 2015 2014 2013 Úthlutunarnefnd Nýdoktorasjóðs 2024-2027 Ársæll Már Arnarsson, formaður Aðalheiður Jóhannsdóttir, Félagsvísindasviði * María Guðjónsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Svavar Hrafn Svavarsson, Hugvísindasviði * Freyja Hreinsdóttir, Menntavísindasviði Tómas Philip Rúnarsson, Verkfræði- og náttúruvísindasviði * * Var í fyrri stjórn, situr til ársloka 2024. Tengt efni University of Iceland Post-doc grants facebooklinkedintwitter