Deildin á í margs konar samstarfi við ýmsa aðila, bæði innanlands og erlendis. Tengsl við atvinnulífið eru góð og vinna fjölmörg fyrirtæki og stofnanir með deildinni.
Nemendum deildarinnar gefst kostur á að taka hluta af námi við erlenda/n háskóla, þeir geta sótt um að fara í skiptinám í einhvern af samstarfsskólum Háskólans í eitt eða tvö misseri og jafnvel í eitt ár.
Í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið og Félagsvísindasvið er boðið upp á meistaranám í umhverfis- og auðlindafræðum.
Deildin á gott samstarf við ýmsar innlendar stofnanir, félagasamtök og aðrar deildir Háskólans.
Fræðimenn við deildina eiga gott samstarf við fjölmiðla, þá sérstaklega Ríkisútvarpið þar sem þeir flytja reglulega erindi í þáttum á vegum stofnunarinnar og eru kallaðir til viðtals af ýmsu tilefni.