Kynjafræði
210 einingar - Doktorspróf
Stjórnmálafræðideild býður upp á doktorsnám í kynjafræði. Doktorsnemar skulu hafa lokið meistaraprófi frá Félagsvísindasviði Háskóla Íslands eða sambærilegu prófi. Doktorsnám er a.m.k. þriggja ára fullt nám. Sé námið stundað að hluta getur það tekið allt að fimm árum.
Námið
Um er að ræða þriggja til fjögurra ára fræðilegt framhaldsnám (rannsóknatengt framhaldsnám) í kynjafræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Námið er 180e- 240e og er fullgilt próf til prófgráðunnar philosophiae doctor, PhD. Inntökuskilyrði er rannsóknatengt MA-próf eða sambærilegt próf að jafnaði með fyrstu einkunn.
Meistarapróf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
Nánari upplýsingar um námið veita Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz, verkefnisstjóri og Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið doktorsnamFVS@hi.is.