Próffræðistofa Heilbrigðisvísindastofnunar veitir akademísku starfsfólki og framhaldsnemum við Heilbrigðisvísindasvið ráðgjöf varðandi notkun matstækja í rannsóknum, s.s. sjálfsmatskvarða og hverslags spurningalista. Meðal þjónustu sem boðið er upp á er ráðgjöf við hönnun matstækja, þýðingu, fyrirlögn, forprófun og mat á próffræðilegum eiginleikum. Hvað er í boði? Aðstoð við upplýsingaöflun um matstæki Aðstoð við val á matstækjum Aðstoð við þýðingu matstækja Aðstoð við hönnun nýrra matstækja / matsatriða Ráðleggingar varðandi fyrirlögn matstækja (t.d. uppsetningu á neti) Ráðlegginar varðandi forprófun matstækja (t.d. með ítarviðtölum) Aðstoð við mat á áreiðanleika og réttmæti O.fl. Ráðgjöf og tímabókanir Stuttum fyrirspurnum er svarað á phvs@hi.is og tíma í ráðgjöf má bóka á bókunarsíðu Próffræðistofu. Panell Próffræðistofu og RAHÍ Rannsóknarpanell Próffræðistofu og Rannsóknarseturs í aðferðafræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands (RAHÍ) er hópur einstaklinga sem má fá til þátttöku í aðferðafræðilegum rannsóknum innan Heilbrigðisvísindasviðs. Í panelnum eru um 1.600 einstaklingar 18 ára og eldri sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og samþykktu að taka þátt í rannsóknum tengdum aðferðafræði og próffræði. Panelinn er kjörið að nýta við hvers lags rannsóknir á matstækjum og spurningalistum, s.s. við forprófanir og mat á próffræðilegum eiginleikum. Allir rannsakendur innan sviðsins sem hyggja á þess lags rannsóknir geta notað panelinn sér að kostnaðarlausu. Fyrirspurnir um panelinn má senda á phvs@hi.is. Próffræðistofa á vef Heilbrigðisvísindastofnunar Hér má sjá síðu Próffræðistofu á vef Heilbrigðisvísindastofnunar. Þar inni er Matstækjaskrá - opin skrá yfir matstæki sem notuð eru í rannsóknum við HVS. Skráin er í stöðugri vinnslu. facebooklinkedintwitter