Skip to main content

Stærðfræði

Stærðfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Stærðfræði

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í stærðfræði er fyrir þau sem lokið hafa grunnnámi í stærðfræði, hagnýtri stærðfræði eða skyldri grein.

Námið er skipulagt sem fullt nám til tveggja ára þar sem nemendur ljúka 60 eininga rannsóknarverkefni og 60 einingum í valnámskeiðum. Val er á milli kjörsviðs í algebru, stærðfræðigreiningu, líkindafræði eða stærðfræðilegri eðlisfræði.

Skipulag náms

X

Málstofa í stærðfræði (STÆ001M)

Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.

X

Lokaverkefni (STÆ441L)

X

Línuleg fellagreining (STÆ507M)

Kennt þegar ártal er oddatala.

Banach-rúm og Hilbert-rúm og helztu eiginleikar þeirra. Tvírúm Banach-rúma. Földun falla. Fourier-færslan á LBanach-rúm og Hilbert-rúm og helztu eiginleikar þeirra. Tvírúm Banach-rúma. Földun falla. Fourier-færslan á L 1(R) og eiginleikar hennar, setning Plancherels um Fourier-færsluna á L2(R). Jafnsamfelldni, setning Arzelàs og Ascolis, nálgunarsetningar Stones og Weierstrass. Línulegir virkjar á Hilbert-rúmi, sér í lagi þjappaðir virkjar; hlutrúm og fyllirúm. Rófsetning um þjappaða og sjálfoka virkja á Hilbert-rúmi. Setning Hahns og Banachs. Setning Baires og aðalsetningarnar þrjár um takmörkun í jöfnum mæli, um opna vörpun og um lokað varprit.

X

Fléttufræði (STÆ533M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á öðru og þriðja ári. Markmiðið er að kynna nemendum ýmis fléttufræðileg kerfi, aðferðir við talningu og gagnlega eiginleika. Hagnýtingar á þessum kerfum og aðferðum.

X

Rúmfræði og afleiðujöfnur (STÆ534M)

Þetta námskeið er inngangur að Lie grúpu-aðferðum í afleiðujöfnum. Lie grúpur, Lie algebrur, samhverfugrúpur af afleiðujöfnum, samhverfugrúpur og varðveislu lögmál (hnikareikningur, varðveislu lögmál, setning Noethers).

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Málstofa í stærðfræði (STÆ002M)

Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.

X

Lokaverkefni (STÆ441L)

X

Diffurrúmfræði (STÆ519M)

Diffranlegar víðáttur, snertirúm, nykurrúm, diffrun yfir víðáttur, vigursvið, diffurform og ytri afleiður, einingarskipting, heildun yfir víðáttur, setning Stokes, inngangur á Riemann-diffurrúmfræði.

X

Línuleg algebra II (STÆ401M, STÆ403M)

Mótlar og línulegar varpanir. Frjálsir mótlar og fylki. Deildamótlar og stuttar fleygaðar lestir. Nykurmótlar. Endanlega spannaðir mótlar yfir höfuðíðalbaug. Línulegir virkjar á endanlega víðum vigurrúmum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Málstofa í stærðfræði (STÆ001M)

Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.

X

Lokaverkefni (STÆ441L)

X

Slembiferli (STÆ415M)

Inngangsatriði slembiferla með megináherslu á Markovkeðjur.

Viðfangsefni: Hittitími, stöðuþáttun, óþáttanleiki, lota, endurkvæmni (jákvæð og núll-), hverfulleiki, tenging, endurnýjun, jafnvægi, tíma-viðsnúningur, tenging úr fortíðinni, greinaferli, biðraðir, martingalar, Brownhreyfing.

X

Línuleg fellagreining (STÆ507M)

Kennt þegar ártal er oddatala.

Banach-rúm og Hilbert-rúm og helztu eiginleikar þeirra. Tvírúm Banach-rúma. Földun falla. Fourier-færslan á LBanach-rúm og Hilbert-rúm og helztu eiginleikar þeirra. Tvírúm Banach-rúma. Földun falla. Fourier-færslan á L 1(R) og eiginleikar hennar, setning Plancherels um Fourier-færsluna á L2(R). Jafnsamfelldni, setning Arzelàs og Ascolis, nálgunarsetningar Stones og Weierstrass. Línulegir virkjar á Hilbert-rúmi, sér í lagi þjappaðir virkjar; hlutrúm og fyllirúm. Rófsetning um þjappaða og sjálfoka virkja á Hilbert-rúmi. Setning Hahns og Banachs. Setning Baires og aðalsetningarnar þrjár um takmörkun í jöfnum mæli, um opna vörpun og um lokað varprit.

X

Rúmfræði og afleiðujöfnur (STÆ534M)

Þetta námskeið er inngangur að Lie grúpu-aðferðum í afleiðujöfnum. Lie grúpur, Lie algebrur, samhverfugrúpur af afleiðujöfnum, samhverfugrúpur og varðveislu lögmál (hnikareikningur, varðveislu lögmál, setning Noethers).

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Málstofa í stærðfræði (STÆ002M)

Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.

X

Lokaverkefni (STÆ441L)

X

Grundvöllur líkindafræðinnar (STÆ418M)

Líkindi á grundvelli mál- og tegurfræði.

Viðfangsefni: Líkindi, útvíkkunarsetningar, óhæði, væntigildi. Borel-Cantelli-setningin og 0-1 lögmál Kolmogorovs.  Ójöfnur og hin veiku og sterku lögmál mikils fjölda. Samleitni í hverjum punkti, í líkindum, með líkunum einn, í dreifingu og í heildarviki. Tengiaðferðir. Höfuðmarkgildissetningin. Skilyrt líkindi og væntigildi.

X

Diffurrúmfræði (STÆ519M)

Diffranlegar víðáttur, snertirúm, nykurrúm, diffrun yfir víðáttur, vigursvið, diffurform og ytri afleiður, einingarskipting, heildun yfir víðáttur, setning Stokes, inngangur á Riemann-diffurrúmfræði.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Hlutafleiðujöfnur (STÆ505M)

Markmið námskeiðsins er að veita rökréttan inngang og grunn fyrir frekara nám í hlutafleiðujöfnum. Efnisatriðin: Fyrstu stigs hlutafleiðujöfnur; Cauchy-Kowalevski setningin; undirstöðutækni í stærðfræðigreiningu (Lebesgue-heildi, földun, Fourier-ummyndun); dreififöll; undirstöðulausnir; Laplace-virkinn; hitavirkinn.  Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í framhaldsnámi sem hafa góðan grunn í stærðfræðigreiningu.

X

Dreififöll (STÆ523M)

Fjallað er um undirstöðuatriði um dreififöll og hagnýtinga um hlutafleiðujöfnur.

Viðfangsefni: Prófunarföll, dreififöll, deildun dreififalla, samleitni runa af dreififöllum, Taylor-liðun í mörgum breytistærðum, staðbinding, dreififöll með þjappaða stoð, margföldun falla og dreififalla, samskeyting varpana og dreififalla, földun dreififalla, grunnlausnir, Fourier-ummyndun, Fourier-raðir, grunnlausnir og Fourier-ummyndun.

X

Málstofa í stærðfræði (STÆ001M)

Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.

X

Lokaverkefni (STÆ441L)

X

Línuleg fellagreining (STÆ507M)

Kennt þegar ártal er oddatala.

Banach-rúm og Hilbert-rúm og helztu eiginleikar þeirra. Tvírúm Banach-rúma. Földun falla. Fourier-færslan á LBanach-rúm og Hilbert-rúm og helztu eiginleikar þeirra. Tvírúm Banach-rúma. Földun falla. Fourier-færslan á L 1(R) og eiginleikar hennar, setning Plancherels um Fourier-færsluna á L2(R). Jafnsamfelldni, setning Arzelàs og Ascolis, nálgunarsetningar Stones og Weierstrass. Línulegir virkjar á Hilbert-rúmi, sér í lagi þjappaðir virkjar; hlutrúm og fyllirúm. Rófsetning um þjappaða og sjálfoka virkja á Hilbert-rúmi. Setning Hahns og Banachs. Setning Baires og aðalsetningarnar þrjár um takmörkun í jöfnum mæli, um opna vörpun og um lokað varprit.

X

Töluleg línuleg algebra (STÆ511M)

Ítrekunaraðferðir fyrir jöfnuhneppi.  Ýmsar þáttanir fylkja eins og QR, Cholesky, Jordan, Schur, rófþáttun og sérstöðupunktaþáttun (SVD) og hagnýtingar þeirra.  Strjál Fourierummyndun (DFT) og hröð algrím til framkvæmdar hennar (FFT).  Strjál Kósínusummyndun (DCT) í tvívídd og hagnýtingar í þjöppun hljóðs (MP3, AAC) og mynda (JPEG).  Rýr fylki og framsetning á þeim.

Sérstök áhersla verður lögð á hagnýtingu þeirra efnisatriða sem farið er í og tölulegar aðferðir.

X

Hagnýt hagnýtt stærðfræði (STÆ514M)

Meginmarkmið námskeiðsins er inngangur að ýmiss konar tækni í hagnýttri stærðfræði og beitingu hennar í hagnýtum verkefnum. Námskeið þetta er ætlað nemendum í MS- og PhD-stigi í verkfræði, raunvísindum og stærðfræði. (Stærðfræðinemum á 3 ári í BS-námi er heimilt að taka námskeiðið.)

Viðfangsefni: Dæmi um stærðfræðileg líkön í verkfræði og eðlisfræði, úrlausnaraðferðir, bæði fræðilegar og tölulegar, stærðfræðigreining á Banach rúmum, aðferð Newtons, Hilbert-rúm, helstu nálgunaraðferðir, dreififöll og nokkur atriði úr Fourier-greiningu.

X

Tölulegar lausnir á hlutafleiðujöfnum (STÆ537M)

Markmið námskeiðsins er að kynna aðferðir til tölulegrar úrlausnar á hlutafleiðujöfnum og forritun þeirra. 

Viðfangsefni:

Fleyggerar hlutafleiðujöfnur (varmajafnan), breiðgerar hlutafleiðujöfnur (bylgjujafnan) og sporgerar hlutafleiðujöfnur (Poisson- og Laplace jafnan).  Mismunaaðferðir, samleguaðferðir og bútaaðferðir.  Stöðugleiki lausnaraðferða, CFL skilyrðið og Crank-Nicolson skemað. Ólínulegar hlutafleiðujöfnur og Turing-mynstur.  Samband slembigangs og Poisson/Laplace hlutafleiðujafna.

X

Rúmfræði og afleiðujöfnur (STÆ534M)

Þetta námskeið er inngangur að Lie grúpu-aðferðum í afleiðujöfnum. Lie grúpur, Lie algebrur, samhverfugrúpur af afleiðujöfnum, samhverfugrúpur og varðveislu lögmál (hnikareikningur, varðveislu lögmál, setning Noethers).

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Málstofa í stærðfræði (STÆ002M)

Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.

X

Lokaverkefni (STÆ441L)

X

Diffurrúmfræði (STÆ519M)

Diffranlegar víðáttur, snertirúm, nykurrúm, diffrun yfir víðáttur, vigursvið, diffurform og ytri afleiður, einingarskipting, heildun yfir víðáttur, setning Stokes, inngangur á Riemann-diffurrúmfræði.

X

Stærðfræðileg eðlisfræði (EÐL612M)

Markmið: Að kynna stærðfræðilegar aðferðir sem nytsamar eru í eðlisfræði og veita þjálfun í beitingu þeirra. Námsefni: Hljóðbylgjur í vökvum og lofttegundum. Spennutensor og þenslutensor, almennar hreyfingarjöfnur fyrir samfellt efni. Jarðskjálftabylgjur. Jöfnur Maxwells og rafsegulbylgjur. Flatar bylgjur, skautun, endurkast og brot. Dreififöll og Fourier-greining. Grunnlausnir og Green-föll hlutafleiðujafna. Bylgjur í einsleitum efnum. Lögmál Huygens og setning Leifs Ásgeirssonar. Tvístur (dispersion. Fasahraði og grúpuhraði. Jöfnur Kramers og Kronigs. Aðferð hins stöðuga fasa. Bylgjur á yfirborði vökva.

X

Tvinnfallagreining II (STÆ606M)

Námskeiðið er framhald af Tvinnfallagreiningu I (STÆ301G) og tekur á ýmsum atriðum í tvinnfallagreiningu af einni breytistærð og tengingum hennar við aðrar greinar stærðfræðinnar.

Umfjöllunarefni: Nálganir fágaðra falla með margliðum og ræðum föllum, Runge-setningin. Óendanlegar raðir og óendanleg margfeldi nærfágaðra falla. Tilvistarsetningar Mittag-Lefflers og Weierstrass. Sporger föll. Gammafallið. Einfaldlega og margfaldlega samanhangandi svæði, og tengsl við grannfræði. Samrýndar fjölskyldur og setning Montels. Hornrækin vörpun, talnahvel Riemanns, brotnar línulegar færslur, Schwarz-hjálparsetningin, fágaðar sjálfmótanir og óevklíðsk rúmfræði í einingarhringskífunni. Vörpunarsetning Riemanns; samfelldni á jaðrinum. Speglunaraðferð Schwarz, mátfallið, Picard-setningin hin meiri. Fágaðar framlenging og bundnir Riemann-fletir fágaðra falla. Undirþýð og þýð föll, Dirichlet-verkefnið og lausnir þess með Perron-aðferðinni. Hilbert-rúm fágaðra falla og Bergman-kjarninn.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Málstofa í stærðfræði (STÆ001M)

Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.

X

Lokaverkefni (STÆ441L)

X

Línuleg fellagreining (STÆ507M)

Kennt þegar ártal er oddatala.

Banach-rúm og Hilbert-rúm og helztu eiginleikar þeirra. Tvírúm Banach-rúma. Földun falla. Fourier-færslan á LBanach-rúm og Hilbert-rúm og helztu eiginleikar þeirra. Tvírúm Banach-rúma. Földun falla. Fourier-færslan á L 1(R) og eiginleikar hennar, setning Plancherels um Fourier-færsluna á L2(R). Jafnsamfelldni, setning Arzelàs og Ascolis, nálgunarsetningar Stones og Weierstrass. Línulegir virkjar á Hilbert-rúmi, sér í lagi þjappaðir virkjar; hlutrúm og fyllirúm. Rófsetning um þjappaða og sjálfoka virkja á Hilbert-rúmi. Setning Hahns og Banachs. Setning Baires og aðalsetningarnar þrjár um takmörkun í jöfnum mæli, um opna vörpun og um lokað varprit.

X

Hlutafleiðujöfnur (STÆ505M)

Markmið námskeiðsins er að veita rökréttan inngang og grunn fyrir frekara nám í hlutafleiðujöfnum. Efnisatriðin: Fyrstu stigs hlutafleiðujöfnur; Cauchy-Kowalevski setningin; undirstöðutækni í stærðfræðigreiningu (Lebesgue-heildi, földun, Fourier-ummyndun); dreififöll; undirstöðulausnir; Laplace-virkinn; hitavirkinn.  Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í framhaldsnámi sem hafa góðan grunn í stærðfræðigreiningu.

X

Hagnýt hagnýtt stærðfræði (STÆ514M)

Meginmarkmið námskeiðsins er inngangur að ýmiss konar tækni í hagnýttri stærðfræði og beitingu hennar í hagnýtum verkefnum. Námskeið þetta er ætlað nemendum í MS- og PhD-stigi í verkfræði, raunvísindum og stærðfræði. (Stærðfræðinemum á 3 ári í BS-námi er heimilt að taka námskeiðið.)

Viðfangsefni: Dæmi um stærðfræðileg líkön í verkfræði og eðlisfræði, úrlausnaraðferðir, bæði fræðilegar og tölulegar, stærðfræðigreining á Banach rúmum, aðferð Newtons, Hilbert-rúm, helstu nálgunaraðferðir, dreififöll og nokkur atriði úr Fourier-greiningu.

X

Tölulegar lausnir á hlutafleiðujöfnum (STÆ537M)

Markmið námskeiðsins er að kynna aðferðir til tölulegrar úrlausnar á hlutafleiðujöfnum og forritun þeirra. 

Viðfangsefni:

Fleyggerar hlutafleiðujöfnur (varmajafnan), breiðgerar hlutafleiðujöfnur (bylgjujafnan) og sporgerar hlutafleiðujöfnur (Poisson- og Laplace jafnan).  Mismunaaðferðir, samleguaðferðir og bútaaðferðir.  Stöðugleiki lausnaraðferða, CFL skilyrðið og Crank-Nicolson skemað. Ólínulegar hlutafleiðujöfnur og Turing-mynstur.  Samband slembigangs og Poisson/Laplace hlutafleiðujafna.

X

Tölulegar lausnir á hlutafleiðujöfnum (STÆ537M)

Markmið námskeiðsins er að kynna aðferðir til tölulegrar úrlausnar á hlutafleiðujöfnum og forritun þeirra. 

Viðfangsefni:

Fleyggerar hlutafleiðujöfnur (varmajafnan), breiðgerar hlutafleiðujöfnur (bylgjujafnan) og sporgerar hlutafleiðujöfnur (Poisson- og Laplace jafnan).  Mismunaaðferðir, samleguaðferðir og bútaaðferðir.  Stöðugleiki lausnaraðferða, CFL skilyrðið og Crank-Nicolson skemað. Ólínulegar hlutafleiðujöfnur og Turing-mynstur.  Samband slembigangs og Poisson/Laplace hlutafleiðujafna.

X

Rúmfræði og afleiðujöfnur (STÆ534M)

Þetta námskeið er inngangur að Lie grúpu-aðferðum í afleiðujöfnum. Lie grúpur, Lie algebrur, samhverfugrúpur af afleiðujöfnum, samhverfugrúpur og varðveislu lögmál (hnikareikningur, varðveislu lögmál, setning Noethers).

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Almenna afstæðiskenningin (EÐL610M)

Markmið: Að kenna nemendum undirstöðuatriði í afstæðiskenningu Einsteins.

Námsefni: Takmarkaða afstæðiskenningin, fjórvigrar og þinir. Almenna afstæðiskenningin, sveigja tímarúmsins, jafngildislögmálið, jöfnur Einsteins, samanburður við mælingar innan sólkerfisins, þyngdarbylgjur, svarthol, heimsfræði.

Kennarar: Benjamin Knorr og Ziqi Yan, postdocs við Nordita.

X

Málstofa í stærðfræði (STÆ002M)

Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.

X

Lokaverkefni (STÆ441L)

X

Diffurrúmfræði (STÆ519M)

Diffranlegar víðáttur, snertirúm, nykurrúm, diffrun yfir víðáttur, vigursvið, diffurform og ytri afleiður, einingarskipting, heildun yfir víðáttur, setning Stokes, inngangur á Riemann-diffurrúmfræði.

X

Stærðfræðileg eðlisfræði (EÐL612M)

Markmið: Að kynna stærðfræðilegar aðferðir sem nytsamar eru í eðlisfræði og veita þjálfun í beitingu þeirra. Námsefni: Hljóðbylgjur í vökvum og lofttegundum. Spennutensor og þenslutensor, almennar hreyfingarjöfnur fyrir samfellt efni. Jarðskjálftabylgjur. Jöfnur Maxwells og rafsegulbylgjur. Flatar bylgjur, skautun, endurkast og brot. Dreififöll og Fourier-greining. Grunnlausnir og Green-föll hlutafleiðujafna. Bylgjur í einsleitum efnum. Lögmál Huygens og setning Leifs Ásgeirssonar. Tvístur (dispersion. Fasahraði og grúpuhraði. Jöfnur Kramers og Kronigs. Aðferð hins stöðuga fasa. Bylgjur á yfirborði vökva.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.