Skip to main content

Geislafræði - Viðbótardiplóma

Geislafræði - Viðbótardiplóma

Heilbrigðisvísindasvið

Geislafræði

Viðbótardiplóma – 60 einingar

Diplómanám í geislafræði er eins árs fræðilegt og verklegt nám að loknu BS-námi í geislafræði. Námið veitir nemendum fræðilega, hagnýta og aðferðafræðilega þekkingu til að takast á við fjölbreytileg störf á myndgreiningarsviði.

Námið veitir réttindi til að starfa sem geislafræðingur.

Skipulag náms

X

Aðferðafræði vísindarannsókna í heilbrigðisvísindum (GSL107F)

Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Aðferðafræði rannsókna, siðferðileg álitamál, heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar.

Námskeiðið er einnig ætlað til að dýpka skilning nemenda á tölfræðiaðferðum sem kom til greina að nota við rannsóknir þeirra. Í námskeiðinu undirbúa nemendur leyfisumsóknir og fá þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.

Námskeiðið er ætlað nemendum á meistarastigi sem undirbúningur fyrir lokaverkefni.

X

Sérhæft valnámskeið í geislafræði 1 (GSL108F)

Nemendur fá kennslu í þeirri rannsóknartækni sem notuð er við framkvæmd þeirra rannsókna sem tilheyra þeirri myndgreiningareiningu sem hann velur sér eða fær úthlutað

Nemendur velja ákveðinn sjúkdóm/rannsókn sem greindur er með viðkomandi myndgreiningu og skilar kerfisbundnu yfirliti því tengdu.

Reynt verður að koma til móts við áhugasvið nemenda en eftirfarandi myndgreiningaraðferðir eru í boði:

· Segulómun (MRI)

· Tölvusneiðmyndir (TS)

· Ísótópar (ISO)

· PET (positron emission tomography)

· Æðarannsóknir (angio)

· Beinþéttnimælingar (DEXA)

· Krabbameinsmeðferðir

· Brjóstarannsóknir

· Ómun

r.

X

Málstofa í geislafræði (GSL110F)

Nemendur og kennarar fjalla um eigin/annarra rannsóknir í fyrirlestrum og umræðum.

Fyrirlestrar eru fluttir af nemendum og kennurum. Ráðstefna um rannsóknir í geislafræði. Mætingaskylda er og virkrar þátttöku í umræðum er krafist.

X

Stjórnun rannsóknardeildar (LEI105F)

Fjallað verður um:

Stjórnunarfræði og hlutverk stjórnenda

Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu, þar sem skoðuð eru hugtök eins og faggilding og vottun, rætt um gæðastaðla og gerð gæðahandbóka.

Upplýsingakerfi - gagnagrunnar, rafræn skeyti, sjúkraskrá, staðlar

Heilbrigðiskerfið - heilbrigðisþjónusta
Öryggisstjórnun, þar fjallað verður um öryggi vinnuumhverfis og upplýsingaöryggi.
Umhverfisstjórnun
Þekkingarstjórnun
Breytingastjórnun
Verkefnastjórnun
Fjármálastjórnun
Mannauðsstjórnun

Vinna í námskeiðinu fer að mestu fram með upplýsingaleit, lestri og gerð verkefna

Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar og aðferðafræði stjórnunaraðferða og önnur viðfangsefni námskeiðsins. Nemendur vinna verkefni í hópum og kynna niðurstöður að loknum fyrirlestum kennara. Umræður um verkefni verða samhliða. Að mestu leiti felst vinnan í verklegum og fræðilegum verkefnum, lestri, kynningum og umræðum.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum (HVS501M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á þriðja námsári eða síðar sem lokið hafa a.m.k. tveimur árum grunnnáms í greinum heilbrigðisvísinda.  Hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu verður lögð til grundvallar í námskeiðinu þar sem nemendur vinna saman að sameiginlegum markmiðum.  Nemendur munu vinna saman í þverfræðilegum teymum og fá tækifæri til að æfa fagmennsku, teymisvinnu, og efla samskipti. Nemendur í hverjum hóp eru úr nokkrum heilbrigðisvísindagreinum.

Námsmat (staðið/fallið) byggist á  verkefnavinnu, virkni í verkefnavinnu og prófum sem verða á rafrænu formi í kennslulotunni.
 
Kennslutilhögun:
Nemendum er skipt í þverfaglega námshópa í byrjun annar sem síðan skipuleggja fundartíma sínir sjálfir og skila lokaverkefnum fyrir lok október. 

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 1 (LÆK106F)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Málstofa í geislafræði (GSL209F)

Nemendur og kennarar fjalla um eigin/annarra rannsóknir í fyrirlestrum og umræðum.

Fyrirlestrar eru fluttir af nemendum og kennurum. Ráðstefna um rannsóknir í geislafræði. Mætingaskylda er og virkrar þátttöku í umræðum er krafist.

X

Lokaritgerð í diplómanámi í geislafræði á meistarastigi (GSL206F)

Sérhæfing á ákveðnu sviði innan geislafræðinnar. Nemendur velja sér vettvang þar sem þeir dýpka þekkingu sína með rannsóknarverkefni á meistarastigi og gera því skil með lokaritgerð og fyrirlestri. Megin viðfangsefnin eru fræðilegur bakgrunnur, úrvinnsla rannsóknaniðurstaða og vísindaleg birting.

Ef margir sækjast eftir því sama er ekki víst að hægt verði að verða við öllum óskum.

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Særún Ósk Diego Arnarsdóttir
Særún Ósk Diego Arnarsdóttir
Geislafræði, viðbótardiplóma

Eftir BS nám í geislafræði er nauðsynlegt að fara í framhaldsnám til þess að öðlast starfsréttindi sem geislafræðingur. Ég valdi diplómunámið þar sem ég var svo spennt að byrja að vinna við fagið. Þó að námið sé stutt þá undirbýr það mann rosalega vel fyrir rannsóknarverkefni og ritgerðarskrif og það gefur manni einnig innsýn í stjórnunarfræði sem er góður undirbúningur fyrir framtíðarstörf. Það sem mér fannst skemmtilegast við námið var starfsnámið sem hjálpar gríðalega þegar það kemur að því að velja rannsóknarverkefni sem er unnið að í seinni hluta námsins. Rannsóknarverkefnið getur verið krefjandi en á sama tíma er það skemmtilegt þar sem maður getur dýpkað þekkingu sýna í leiðinni til að verða góður og sterkur geislafræðingur.

Skrifstofa Námsbrauta í geislafræði og lífeindafræði
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is

Opið alla virka daga frá 9-12

Geislafræðin á Facebook

Stapi

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.