Skip to main content

SAMTÖL - Sýning á grafískum prentverkum Tinnu Pétursdóttur

SAMTÖL - Sýning á grafískum prentverkum Tinnu Pétursdóttur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. apríl 2024 18:00 til 20:00
Hvar 

Loftskeytastöðin

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sýningin SAMTÖL sem hefur að geyma grafísk prentverk eftir grafíska hönnuðinn Tinnu Pétursdóttur verður opnuð á neðri hæð Loftskeytastöðvarinnar við Suðurgötu miðvikudaginn 24. apríl kl. 18-20. Sýningin er hluti af HönnunarMars 2024 og er opin öllum.

Verkin eru sprottin úr hugmyndum mínum um hvernig samtöl eru á litinn og í laginu, taktinn þeirra, stemmninguna og mynstrið sem þau mynda í huga mínum.

Ég tala mikið, alla daga er ég í samtali, rökræðum og pælingum við annað fólk þar sem ég reyni að vanda mig líka við það að hlusta. Ég á samtöl við sjálfa mig í huganum, fyrir og eftir önnur samtöl við fólk, samtöl við sjálfa mig upphátt og í hljóði. Ég sé stundum fyrir mér hvernig samtalið er á litinn, hver takturinn var eða tónninn og svo leik ég mér að því að láta samtölin forma mynstur.

Einnig finnst mér áhugavert að sjá fyrir mér þagnir, vandræðalegar eða nauðsynlegar. Hvítur táknar þagnirnar og mér finnst mjög forvitnilegt að skoða hvernig hvítur getur ruðst inn og breytt öllu flæði, eins og olía og vatn.

Sýningin er safn þessara samtala, innrömmuð prentverk.

Tinna útskrifaðist úr grafískri hönnun frá IED í Mílanó fyrir 19 árum síðan og meistaragráðu í umbúðahönnun frá sama skóla 2 árum seinna. Hún hefur unnið sem hönnuður og hönnunarstjóri bæði á auglýsingastofum og hjá fyrirtækjum síðan þá. Hún hefur starfað sjálfstætt síðan 2020.

Sýningin SAMTÖL sem hefur að geyma grafísk prentverk eftir grafíska hönnuðinn Tinnu Pétursdóttur verður opnuð á neðri hæð Loftskeytastöðvarinnar við Suðurgötu miðvikudaginn 24. apríl kl. 18-20. Sýningin er hluti af HönnunarMars 2024 og er opin öllum.

SAMTÖL - Sýning á grafískum prentverkum Tinnu Pétursdóttur