Skip to main content

Samband rafefnaferla og aflfræðilegs merkis í rafhlöðum með háa eðlisorku

Samband rafefnaferla og aflfræðilegs merkis í rafhlöðum með háa eðlisorku - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. maí 2024 13:00 til 14:00
Hvar 

VR-II

Stofa 261

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Gunnar Þorsteinsson, doktorsnemi í rafhlöðuverkfræði við Columbia University flytur fyrirlesturinn Samband rafefnaferla og aflfræðilegs merkis í rafhlöðum með háa eðlisorku.

Útdráttur

Með rafvæðingu samgangna og aukinnar geymslu raforku til að jafna út sveiflur breytilegra orkugjafa eykst þörfin fyrir rafhlöður. Spár gera ráð fyrir að framleiðsla rafhlaðna muni aukast um heila stærðargráðu á næsta áratug[1]. Rafhlöður eru lokuð kerfi og krefjast sérhæfðs búnaðar til greiningar. Segja má að ráðandi greiningartól segi ekki ekki alla söguna. Hljóðbylgjur geta gert bragabót þar á þar sem þær geta greint efnaaflræðilega eiginleika rafhlaðna; flestallar aðrar aðferðir stíla inn á annaðhvort rafefna- eða rafsegulfræðilega efniseiginleika rafskautanna.

Fjallað verður um greiningu rafhlaðna, með sérstaka áherslu á nýtingu hljóðbylgja og nýjustu framþróun á því sviði.

Um fyrirlesarann

Gunnar Þorsteinsson er doktorskandídat í rafhlöðuverkfræði við Columbia University. Rannsóknir hans snúa að þróun hljóðbylgja sem greiningartækni fyrir rafhlöður. Gunnar er með BS gráðu í Jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands með áherslu á jarðvarmanýtingu og MS í Orkuverkfræði frá Columbia.

 

Gunnar Þorsteinsson

Samband rafefnaferla og aflfræðilegs merkis í rafhlöðum með háa eðlisorku