Skip to main content

Rætt um Ísak

Rætt um Ísak - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. maí 2024 14:00 til 16:00
Hvar 

Edda

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Laugardaginn 18. maí mun Gyrðir Elíasson ræða við Hauk Ingvarsson og Kristínu Svövu Tómasdóttur um skáldið og manninn Ísak Harðarson en þá verður liðið rétt rúmlega ár síðan Ísak féll frá. Farið verður yfir feril hans, rætt um helstu áfanga og staldrað við ljóð, sögur og þýðingar eftir því sem tilefni gefst til. Lesið verður úr vel völdum verkum á milli.

Ísak Harðarson (f. 1956) var eitt af athyglisverðustu skáldum sinnar kynslóðar. Hann sendi frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Þriggja orða nafn, árið 1982 og síðan hverja bókina af annarri upp frá því, jafnt ljóð sem sögur og ekki síst þýðingar síðustu árin. Gyrðir Elíasson þekkti vel til Ísaks og verka hans og telur hann óhikað til þjóðskálda.

Viðburðurinn verður á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar og Forlagsins og fer fram í fyrirlestrasal Eddu, húss íslenskunnar, milli kl. 14 og 16 laugardaginn 18. maí. Verið öll velkomin.

Ísak Harðarson.

Rætt um Ísak