Skip to main content

Opinberi geirinn og stjórnendaráðgjafar: Ástarsaga

Opinberi geirinn og stjórnendaráðgjafar: Ástarsaga - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. apríl 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Kennslustofa HT-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

MS í verkefnastjórnun kynnir opna málstofu: Opinberi geirinn og stjórnendaráðgjafar: Ástarsaga.

Opinberi geirinn reiðir sig í auknum mæli á stjórnendaráðgjafa til að veita ýmsa þjónustu sem geirinn getur ekki sinnt. Adeel Akmal, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, mun varpa ljósi á rannsóknir sínar sem hafa sýnt fram á viðvarandi samband á milli hins opinbera og stjórnendaráðgjafa. Sambandið hefur vakið upp spurningar um verðmæti fyrir peninga, sérstaklega þegar fjármunirnir eru fengnir frá skattgreiðendum.

Á grundvelli rannsókna Adeel síðustu fimm ára sem gerðar hafa verið á Nýja-Sjálandi mun Adeel bjóða upp á hagnýta innsýn í aukna virkni stjórnendaráðgjafa og þörfina fyrir skilvirkara samstarf á milli þeirra og hins opinbera. Í gegnum linsu virknikenningarinnar (e. activity theory) verður kafað ofan í raunhæfar aðferðir til að skapa sjálfbærar, samfélagsmiðaðar niðurstöður og hvernig megi á sama tíma hagræða nýtingu opinberra auðlinda.

Ekki missa af þessu tækifæri til að fá dýrmæta innsýn í þróun sambandsins milli hins opinbera og stjórnendaráðgjafa. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Málstofan fer fram þriðjudaginn 23. apríl frá kl. 12:00 til 13:00 í kennslustofu HT-101 á Háskólatorgi.

Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin!

MS í verkefnastjórnun kynnir opna málstofu: Opinberi geirinn og stjórnendaráðgjafar: Ástarsaga. Opinberi geirinn reiðir sig í auknum mæli á stjórnendaráðgjafa til að veita ýmsa þjónustu sem geirinn getur ekki sinnt. Adeel Akmal, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, mun varpa ljósi á rannsóknir sínar sem hafa sýnt fram á viðvarandi samband á milli hins opinbera og stjórnendaráðgjafa. Sambandið hefur vakið upp spurningar um verðmæti fyrir peninga, sérstaklega þegar fjármunirnir eru fengnir frá skattgreiðendum. Á grundvelli rannsókna Adeel síðustu fimm ára sem gerðar hafa verið á Nýja-Sjálandi mun Adeel bjóða upp á hagnýta innsýn í aukna virkni stjórnendaráðgjafa og þörfina fyrir skilvirkara samstarf á milli þeirra og hins opinbera. Í gegnum linsu virknikenningarinnar (e. activity theory) verður kafað ofan í raunhæfar aðferðir til að skapa sjálfbærar, samfélagsmiðaðar niðurstöður og hvernig megi á sama tíma hagræða nýtingu opinberra auðlinda.

Opinberi geirinn og stjórnendaráðgjafar: Ástarsaga