Skip to main content

Doktorsvörn í eðlisfræði - Kristina Ignatova

Doktorsvörn í eðlisfræði - Kristina Ignatova - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. maí 2024 13:00 til 15:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni: Kristina Ignatova

Heiti ritgerðar:
Kristalgerð og seguleiginleikar í vanadínoxíð segultvílögum

Andmælendur:
Dr. Arantxa Fraile Rodríguez, dósent í Experimental Condensed Matter Physics við Háskólann í Barcelona
Dr. Wolfgang Kuch prófessor við Freie Universität Háskóla í Þýskalandi.

Doktorsnefnd:
Dr. Fridrik Magnús vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
Dr. Gunnar Karl Pálsson, dósent við Háskólann í Uppsölum

Stjórnandi varnar:
Dr. Einar Örn Sveinbjörnsson prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar Háskóla Íslands

Ágrip:
Vanadínoxíð (V2O3) er hálfmálsoxíð sem fer í gegnum fasabreytingu þar sem kristalgerð þess, seguleiginleikar og rafeiginleikar breytast með hitastigi. Við stofuhita hefur það tígulflötungskristalgerð, er málmleiðandi og hefur meðseglandi seguleiginleika en ef það er kælt niður fyrir 150 K breytist það í einangrara með einhalla kristalgerð og andjárnseglandi segulgerð. Allar þessar þrjár fasabreytingar gerast samtímis og rannsóknir á þeim veita því innsýn í flókið samspil þeirra, sérstaklega þegar bæði háhita og lághita fasarnir eru til staðar samtímis. Með því að tvinna saman vanadíumoxíð við önnur efni í lagskiptum efnum má rannsaka hvernig fasabreytingarnar hafa áhrif á eiginleika nærliggjandi efna yfir samskeyti þeirra. Þannig má til dæmis byggja samskeyti efna sem eru járnseglandi/meðseglandi við stofuhita en járnseglandi/andjárnseglandi við lág hitastig. Sérstaklega er áhugavert að skoða slík samskeyti við lág hitastig því andjárnseglandi ástand vanadínoxíðs getur valdið skiptavíxlverkun á samskeytunum sem veldur hliðrun í seguleiginleikum. Vanadíumoxíð í lagskiptum efnum sýna því vel hvernig breytingar í kristalgerð nýtast til að hafa áhrif segulgerð og jafngilda því nýrri aðferð til að stjórna seguleiginleikum efna. Í þessari rannsókn er fasabreyting vanadínoxíðs skoðuð og áhrif hennar á seguleiginleika nærliggjandi efna. Sérstaklega eru áhrifa fasabreytingarinnar á afseglunarsvið og skiptahliðrun í tvílögum í nikkel og permalloy segulhúðum.  

Um doktorsefnið:
Kristina Ignatova hóf doktorsnám sitt í eðlisfræði í lok árs 2020 á tímum COVID-19 faraldursins. Hún lauk bæði BA- og meistaraprófi í eðlisfræði frá Úralska ríkisháskólanum í Jekaterínuborg

Kristina Ignatova

Doktorsvörn í eðlisfræði - Kristina Ignatova