Skip to main content

Fiskeldi í sjó; bjargvættur eða bölvun? – Um viðhorf til fiskeldis í sjókvíum á Íslandi

Verkefnið felst í söfnun heimilda og greiningu á umræðu um fiskeldi í sjó hér á landi, á Austfjörðum og Vestfjörðum. Áhersla er lögð á að greina meginþætti í gagnrýni á sjókvíaeldið og í stuðningi við það. Hugtökin sjálfbærni og náttúru- og umhverfisvernd er höfð til hliðsjónar sem lykilhugtök sem kastljósinu var beint að, en einnig er hugað að hversu stórt hlutverk rök um atvinnuþróun, atvinnumál, byggðastefnu og auðlindanýtingu hefur leikið í umræðunni. Verkefnið er á sviði hugmyndasögu og umhverfissagnfræði.

Verkefnið var hafið sumarið 2020 með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og ráðningu háskólanema í BA-námi í sagnfræði til 3 mánaða.