Skip to main content

Næringarfræði

Næringarfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Næringarfræði

MS – 120 einingar

Hagnýtt og fjölbreytt framhaldsnám í öflugu rannsóknaumhverfi þar sem áhersla er á einstaklingsmiðaða nám, klínískt nám og rannsóknir. Öllum nemendum í rannsóknar- og framhaldsnámi stendur til boða að taka hluta af námi sínu erlendis í samvinnu við leiðbeinendur. 

Námsgráðan veitir rétt til að sækja um lögverndað starfsheiti næringarfræðings. 

Skipulag náms

X

Vinnustofa framhaldsnema í næringarfræði - I (NÆR0AMF)

Vinnustofan er vettvangur nemenda á fyrri stigum meistara- eða doktorsnáms í næringarfræði fyrir almenna fræðilega umræðu sem og umræðu um eigin verkefni og rannsóknir.
Umfjöllunarefni eru til að mynda aðferðir til að meta gæði heimilda, samlestur og umræður um greinar og annað birt efni, ritrýni tengt lífvísindum, klíník, faraldsfræði, tölfræði eða greinaskrifum. Einnig er hægt að nota þennan vettvang fyrir æfingafyrirlestra fyrir ráðstefnur. Auk þessa fá nemar tækifæri til að ræða stöðu mála í verkefni sínu á óformlegan hátt í þeim tilgangi að deila reynslu sinni af vinnu rannsóknarverkefnis, þeim hindrunum sem þarf að yfirstíga við vinnuna og þeim sigrum sem hafa unnist á leiðinni.
Ætlast er til að nemendur kynni sér efni hverrar málstofu og taki þannig virkan þátt í umræðum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Vinnustofa framhaldsnema í næringarfræði - I (NÆR0AMF)

Vinnustofan er vettvangur nemenda á fyrri stigum meistara- eða doktorsnáms í næringarfræði fyrir almenna fræðilega umræðu sem og umræðu um eigin verkefni og rannsóknir.
Umfjöllunarefni eru til að mynda aðferðir til að meta gæði heimilda, samlestur og umræður um greinar og annað birt efni, ritrýni tengt lífvísindum, klíník, faraldsfræði, tölfræði eða greinaskrifum. Einnig er hægt að nota þennan vettvang fyrir æfingafyrirlestra fyrir ráðstefnur. Auk þessa fá nemar tækifæri til að ræða stöðu mála í verkefni sínu á óformlegan hátt í þeim tilgangi að deila reynslu sinni af vinnu rannsóknarverkefnis, þeim hindrunum sem þarf að yfirstíga við vinnuna og þeim sigrum sem hafa unnist á leiðinni.
Ætlast er til að nemendur kynni sér efni hverrar málstofu og taki þannig virkan þátt í umræðum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Birna Þórisdóttir
Atli Arnarson
Thelma Rut Grímsdóttir
Birna Þórisdóttir
BS, MS og PhD í næringarfræði

Nám í næringarfræði er fjölbreytt og skemmtilegt. Strax er hafist handa við að læra næringarfræðina sjálfa, en bæði á 1. og 2. ári eru krefjandi en skemmtileg næringarfræðinámskeið. Í náminu er hægt að sérhæfa sig í ýmsar áttir, sem endurspeglast í því að á 2. og 3. námsári eru spennandi valnámskeið í boði á ýmsum sviðum auk næringarfræðinnar, m.a. í íþróttafræði, sálfræði, viðskiptafræði, matvælafræði o.fl. Miklir möguleikar eru fyrir áhugasama einstaklinga að komast fljótt í tengsl við alvöru störf sem næringarfræðingar framkvæma. Ég tel atvinnumöguleika að námi loknu vera góða þar sem næringarfræðingar koma víða við og tilfinningin er sú að næringarfræðin sé vísindagrein sem eigi eftir að vaxa og dafna á næstu árum.

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík
Sími: 525 4999

mn@hi.is

Opið þriðjudag - fimmtudag kl. 9-15 og föstudaga kl. 9-12
 

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.