Skip to main content

Doktorsstyrkir Háskóla Íslands

Úthlutað hefur verið úr Doktorsstyrkjasjóði Háskóla Íslands Úthlutun 2024 - listi yfir styrkþega

Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands er yfirheiti yfir safn sjóða (Rannsóknasjóður HÍ, Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands og aðrir sjóðir sem koma að styrkveitingu hverju sinni) sem sérstaklega er ætlað að styrkja stúdenta til doktorsnáms við Háskóla Íslands. Stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands annast úthlutun úr sjóðnum. 

Tilgangur doktorsstyrkjasjóðs er að styrkja efnilega stúdenta til doktorsnáms við háskólann og efla með því háskólann sem alþjóðlegan rannsóknaháskóla og um leið eftirsóknar­verðan kost fyrir doktorsnema.

Hverjir geta sótt um?

  • Stúdentar sem skráðir eru til doktorsnáms við Háskóla Íslands geta sótt um styrki úr sjóðnum (A-leið).
  • Fastráðnir kennarar og sérfræðingar geta enn fremur sótt um styrki fyrir væntanlega doktorsnema (B-leið).
  • Stúdentar geta sótt um á grundvelli umsóknar um doktorsnám í samráði við fyrirhugaðan leiðbeinanda (C-leið). 
    • Ath að umsækjendur um C-leið verða einnig að sækja um í doktorsnám við skólann, sjá hér.

Auglýsing Doktorsstyrkja 2024

Tengt efni