Skip to main content

Safnafræði

Safnafræði

Félagsvísindasvið

Safnafræði

Aukagrein – 60 einingar

Safnafræði er fræðigrein sem tekur til nánast allra þátta safnastarfs og er bæði fjölbreytt og yfirgripsmikil. Víða um heim hefur mikil gróska átt sér stað innan safnafræðanna á síðastliðnum árum. Nýjar hugmyndir og kenningar hafa verið mótaðar og óhætt er að segja að fræðigreininni hafi almennt vaxið fiskur um hrygg.

Skipulag náms

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF501G)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins.

Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Gagnrýnin hugsun (HSP105G)

Námskeiðinu er ætlað að gera nemendum grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar með því að kynna helstu hugtök og aðferðir og mismunandi skilning á eðli og hlutverki hennar. Nemendur verða þjálfaðir í gagnrýninni hugsun eins og hún kemur fyrir í heimspeki og í daglegu lífi og starfi. Lögð er áhersla á að greina röksemdafærslur. Helstu rökvillur og rökbrellur verða ræddar og nemendum kennt hvernig má greina þær og forðast. Ítarlega verður farið í samband gagnrýninnar hugsunar og siðfræði.

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Sérstök áhersla er lögð á umræður um raunhæf úrlausnarefni. Reynt verður að hafa verkefni eins hagnýt og kostur er og tengja þau sem flestum sviðum daglegrar reynslu.

X

Menningararfur (ÞJÓ506M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Íslensk listasaga, söfn og menntun (LVG302G)

Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í  íslenska listasögu og myndlistararfleið, list í opinberu rými ásamt list- og safnafræðslu. 

Markmiðið er að nemendur öðlast þekkingu á listasöfnum og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.  Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna á milli. Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi. 

Vinnulag:
Fyrirlestrar, lestur fræðigreina, gagnrýnin umræða  og safnaheimsóknir. 

Nemendum vinna m.a verkefni og setja upp smiðju ætlaða börnum í tengslum við sýningu.

Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.

X

Gripafræði (FOR303G)

Námskeiðið fjallar annars vegar um almennan grundvöll gripafræðinnar, gerðfræði og efnisfræði, og hins vegar um helstu flokka gripa sem finnast á Íslandi, leirker, steináhöld og steinílát, skartgripi og vopn, tréílát, vefnað, gler, krítarpípur o.fl.

X

Rannsóknarverkefni í safnafræði (SAF001G)

Námskeiðið byggir á því að nemandi vinni að rannsóknarverkefni til að öðlast færni í að beita fræðilegum vinnubrögðum í safnastarfi. Fyrri hluti námskeiðs er fræðilegur og er þar fjallað um aðferðarfræði og fræðilega texta.  Rannsóknarverkefni felur í sér að nemandi vinnur rannsóknaráætlun undir leiðsögn kennara en vinnur síðan að sjálfstæðu verkefni. Í lok námskeiðs er skilað inn skýrslu um verkefnið og haldin kynning á því.

X

Rokkar og stokkar og reður í krús: Söfn og fræði (SAF201G)

Námskeiðið er almennur inngangur að safnafræði. Fjallað verður um helstu þætti safnastarfs og fræðilegar og sögulegar forsendur þess. Skoðað verður hlutverk safna í fortíð og nútíð, uppbygging safnkosts, flokkun, skráning og varðveisla. Hugað verður að aðgengi, fræðslu, sýningagerð og gildi rannsókna fyrir safnastarf. Einnig verða skoðaðar mismunandi aðferðir við túlkun og framsetningu á sýningum. Íslensk söfn verða sett í samhengi við þjóðfræði, sem og erlent safnastarf og fræði. Námskeiðið skiptist í þrjár lotur, sem hver fyrir sig spannar um 4 vikna tímabil. Í hverjum hluta eru fyrirlestrar frá kennara auk skipulagðrar heimsóknar á tiltekið safn og umræður í kjölfarið. Áhersla verður lögð á umræður og verkefnavinnu innan safna.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Efnismenning og samfélag: Hlutirnir, heimilið, líkaminn (ÞJÓ205G)

Í námskeiðinu verður efnisleg hversdagsmenning tekin til gagngerrar umfjöllunar. Gefið verður yfirlit yfir þetta þverfaglega rannsóknarsvið og rýnt jöfnum höndum í dæmi úr samtímanum og frá fyrri tíð, íslensk og erlend. Meðal annars verður fjallað um föt og tísku, matarhætti, hlutina sem umkringja okkur í daglega lífinu, rusl og hreinlæti, handverk og neyslumenningu, hús og garða, heimilið, borgarlandslag, söfn og sýningar. Um leið kynnast nemendur ýmsum kenningum og sjónarhornum sem leggja t.a.m. áherslu á mannslíkamann, kyngervi, neyslu, rými og stað.

X

Listir, náttúra og samfélag (LVG020G)

Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!

Markmið: Að nemandinn
-    finni tengsl menningar og listar við náttúru og samfélag.
-    hafi tileinkað sér hugmyndafræði námskrár sem byggir á myndlist, náttúru og samfélagi.
-    hafi valdi á fræði- og verklegri þekkingu til að vinna út frá aðferðum myndlistarmanna á viðfangsefnum sínum
-    uppgötvi hvernig listamenn nota náttúru og náttúruleg efni í listsköpun sinni.
-    hafi kynnst og tileinkað sér aðferðafræði myndlistar og myndmáls sem tjáskiptaform í nútíma samfélagi.
-    geti beitt gagnrýnni og skapandi hugsun í listsköpun tengdri náttúruskoðun og samfélagsrýni í starfi með börnum.
-    skynji og skilji mikilvægi samþættingar listar og samfélagsrýni við aðrar faggreinar skólans
-    geti unnið sjálfstætt og skipulega að öllum viðfangsefnum. 

Inntak / viðfangsefni:
Í þessum áfanga er kynnt sögulegt og félagslegt samhengi náttúruskoðunar og samfélagsrýni með áherslu á tengsl á milli nútímalistar og uppeldisfræði. Unnið verður með hugmyndir samtímalistamanna í listrannsóknum hvað varðar náttúru og samfélag. Nemendur vinna rannsókn á starfsháttum starfandi myndlistarmanna, fræðilegum markmiðum þeirra og tækni í listsköpun sinni. Gera starfsáætlun að myndverkum í fjölbreytt efni,  með það markmið að ná fram skýru myndmáli. Serstök árhersla verður á endurnýtingu efna, með umhverfisverndarsjónarmið að leiðarljósi.

Nemendur fá einnig þjálfun í fjalla um og rökstyðja myndverk sín út frá markmiðum námskeiðsins.  Unnið verður með ólíkar hefðir út frá reynslu og áhuga nemenda með áherslu á náttúru og samfélag í tengslum við valda þætti úr grunnskólum. 

Vinnulag:
Fyrirlestrar, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna. Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.

X

Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)

Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.

X

Kynjafornleifafræði (FOR410G)

Yfirlitsnámskeið um kynjafornleifafræði (e. Archaeology of Gender) þar sem farið verður yfir sögu og þróun greinarinnar, tengingu hennar við femínisma og síðvirknihyggju, um leið og greint verður frá helstu áherslum og skilgreiningum innan hennar. Kyngerfishugtakið (e. gender) er sífellt að víkka og teygir sig því til rannsókna á konum, körlum, jafnt sem börnum eða á ákveðnum þjóðfélagshópum, aldri og lífshlaupi. Tekin verða dæmi frá fornleifarannsóknum sem byggja á kenningum og aðferðum kynjafornleifafræðinnar og kynntir verða þeir möguleikar sem hún getur boðið upp á hérlendis við fornleifarannsóknir.

X

Starfsreynsla við uppgröft eða safn (FOR419G)

This course is comprised solely of work experience connected to archaeology undertaken by the student. Work can include participation on an archaeological fieldschool, excavation (uppgröftur), survey project (fornleifaskráning), post-excavation analysis (urvinnsla) including finds or conservation work (forvarsla) and work at a museum or heritage agency. If you are in doubt about what might count, contact the head of the department. The work must entail a minimum of 20 full-working days. At the end of the work, students must ask for a report form to be filled out by their employer/supervisor and this form must then be returned to the head of department. The form is available on the departmental website and can be downloaded here: https://fornleifafraedi.hi.is/?attachment_id=741.

X

Starfsreynsla við uppgröft eða safn (FOR413G)

This course is comprised solely of work experience connected to archaeology undertaken by the student. Work can include participation on an archaeological fieldschool, excavation (uppgröftur), survey project (fornleifaskráning), post-excavation analysis (urvinnsla) including finds or conservation work (forvarsla) and work at a museum or heritage agency. If you are in doubt about what might count, contact the head of the department. The work must entail a minimum of 40 full-working days. At the end of the work, students must ask for a report form to be filled out by their employer/supervisor and this form must then be returned to the head of department. The form is available on the departmental website and can be downloaded here: https://fornleifafraedi.hi.is/?attachment_id=741.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Birna María Ásgeirsdóttir
Birna María Ásgeirsdóttir
MA í Safnafræði

Nám í safnafræði við Háskóla Íslands opnar dyrnar að safnaheiminum. Svo einfalt er það. Í þessu námi öðlaðist ég skilning á hefðbundnu safnastarfi, hugmyndum, rannsóknum og kenningum. Verklegi hluti námsins er frábær undirbúningur og setur allt í samhengi. Ég ákvað að fara til Svíþjóðar í starfsnám sem var ógleymanleg reynsla og stækkaði tengslanetið til muna. Ég verð kennurum ævinlega þakklát fyrir áframhaldandi stuðning og tækifæri.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Safnafræði á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.