Matvæla- og næringarfræðideild er lítil og persónuleg deild með mikla virkni í rannsóknum. Deildin á náið samstarf við aðrar stofnanir og atvinnulífið sem veitir nemendum frábær tækifæri í námi og eftir útskrift.
BS-nám í matvælafræði eða næringarfræði er þriggja ára nám til 180 eininga.
Námið er mjög fjölbreytt og kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðutímum, verklegum æfingum, verkefnavinnu og dæmatímum.
Námið er einungis hægt að stunda sem aðalgrein.
Matvæla- og næringarfræðideild býður upp á krefjandi rannsóknatengt framhaldsnám þar sem áhersla er lögð á nýsköpun, sjálfstæði og framúrskarandi vinnubrögð. Framhaldsnemar vinna hagnýt verkefni í góðum tengslum við atvinnulífið.
Meistaranám:
Doktorsnám:
Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík.
Sími: 525 4999
mn@hi.is
Opnunartímar:
Mánudagar: Lokað
Þriðjudagar–fimmtudagar: Opið 9–15
Föstudagar: Opið 9–12
Sumarlokun: skrifstofa deildarinnar er lokuð frá 1. júlí til og með 7. ágúst.