Menntavísindasvið
Menntavísindasvið gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki með menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Jafnframt er boðið upp á alþjóðlegt nám í menntunarfræði og diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun.
Fréttir
Hagnýtt og sveigjanlegt nám
Hlutverk okkar er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir öflugum rannsóknum.
Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og flestir nemendur fara í starfsþjálfun þar sem ómetanlegt tækifæri gefst á að láta reyna á hæfni sína undir handleiðslu leiðsagnarkennara.
Persónuleg þjónusta og ánægðir nemendur
Menntavísindasvið hefur góð samskipti við ýmsar stofnanir þar sem flestir nemendur stunda vettvangsnám. Vinnustaðir brautskráðra nemenda hafa gefið þeim góða umsögn.